Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 7
DAGUR UNGRA FRÆÐIMANNA
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands
og Samtök iðnaðarins standa fyrir Degi
ungra fræðimanna í dag, miðvikudaginn
28. febrúar, í fundarsal Þjóðminjasafns
Íslands frá 13:00 til 16:00.
Þar gefst ungu og/eða nýútskrifuðu fólki
færi á að kynna rannsóknir sínar tengdar
Evrópumálum.
Að þessu sinni flytja sex ungir og efnilegir fræðimenn erindi tengt rannsóknum þeirra á sviði Evrópumála:
er í dag í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands frá 13:00 til 16:00
Dagskráin hefst stundvíslega kl. 13:00 í fundarsal
Þjóðminjasafns Íslands. Um miðbik fundarins
verður gert hlé og gestum boðnar léttar veitingar.
Dagskránni lýkur svo um kl. 16:00. Fundurinn er
öllum opin og aðgangur ókeypis.
VERIÐ VELKOMIN
Á DAG UNGRA FRÆÐIMANNA
Þjóðarstolt eða samrunaþrá? Almenningsálit
á Íslandi og Evrópusambandsaðild
- Meike Stommer, doktorsnemi, MA í stjórnmálafræði frá Greifswald-háskóla í Þýskalandi
Undirliggjandi hugmyndir í íslenskum hafréttarmálum
og neikvæðri afstöðu ráðamanna til sjávarútvegsstefnu
Evrópubandalagsins
- Bjarni Már Magnússon, LL.M. nemi í hafrétti, cand.jur., M.A. í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands
Norræna víddin í Evrópusamstarfinu
- María Þorgeirsdóttir, umsjónarmaður meistaranáms Háskólans á Bifröst,
MA í hagnýtum hagvísindum frá Bifröst
Um Evrópu-rétt og Evrópu-rangt: Hvernig hægt er að
klúðra innleiðingu evrópskra tilskipana í íslenskan rétt
- Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri, MPA frá Háskóla Íslands
Uppbygging Evrópuvitundar innan ESB
- Einar Þorvaldur Eyjólfsson, starfsnemi hjá EFTA í Sviss,
MA í hagnýtum hagvísindum frá Háskólanum á Bifröst
Evrópskur samningaréttur - firra eða framtíðin?
- Matthías G. Pálsson, lögfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, cand.jur. frá Háskóla Íslands,
Ph.D. European University Institute, Flórens á Ítalíu
Fundarstjóri: Ólafur Þ. Harðarson,
deildarforseti félagsvísindadeildar
Háskóla Íslands