Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dugnaður Pólverjarnir voru glaðir í bragði og létu ekki kuldann á sig fá. Í HNOTSKURN »Reykingafólk á meðferð-arheimili Götusmiðjunnar hefur hingað til þurft að fara út í öll veður til að reykja. »Pólskur arkitekt og sam-landar hans brugðust við vandanum með því að reisa at- hvarf fyrir þau ungmenni sem reykja við mikinn fögnuð vist- manna Götusmiðjunnar. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is UNGMENNUM á meðferðarheimili Götusmiðjunnar að Akurhóli á Rang- árvöllum barst á dögunum hjálp úr óvæntri átt. Þannig er mál með vexti að reykingar eru bannaðar innanhúss á öllum meðferðarheimilum landsins og hafa ungmennin í Götusmiðjunni því þurft að reykja utan dyra í öllum veðrum. Fiann Pawel, pólskur arki- tekt sem starfar við ljósmyndun, frétti af aðstöðuleysinu og hélt austur á Rangárvelli ásamt fríðu föruneyti sjö samlanda sinna sem hér starfa tímabundið sem verkamenn. Unnu þeir baki brotnu um síðustu helgi að smíði athvarfs fyrir þá vistmenn Götusmiðjunnar sem reykja. Vinnu sína gáfu þeir allir en verktakafyr- irtækið VA verktakar, sem verka- mennirnir vinna hjá, gaf allt efni sem þurfti til verksins. Þá veitti Byko hópnum veglegan afslátt af efni. Ætl- unin er að halda aftur austur um helgina og ljúka við verkið, setja gólf í skálann og gera veggi vatnshelda. Móttökurnar frábærar „Ég hef lengi unnið við hvers kyns sjálfboðastarf í þágu ungs fólks og eftir sjö mánaða dvöl hér á landi lang- aði mig að láta eitthvað gott af mér leiða,“ segir Fiann og bætir við að því starfi sem hann hafi unnið á árum áð- ur svipi mjög til þess sem Gummi í Götusmiðjunni vinni. „Ég leitaði til barnaverndaryfirvalda til þess að komast að því hvar neyðin væri mest og Bragi [Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu] benti okkur á Götusmiðjuna. Ég sótti Götusmiðj- una heim ásamt eiganda verktakafyr- irtækisins og við athuguðum hvað við gætum gert fyrir krakkana. Nið- urstaðan varð sú að reisa þar kofa fyrir reykingafólk og skjóta þar með skjólshúsi yfir þau ungmenni sem þar reykja.“ Móttökurnar voru frábærar og unglingarnir hrósuðu hópnum í hástert fyrir framtakið. „Þau notuðu mikið slangur og ég þurfti að þýða hvert einasta orð fyrir verkamennina, þar sem þeir skilja hvorki íslensku né ensku,“ segir Fiann. „En þakklætið skein í gegn og ég held að það hafi verið gott fyrir samlanda mína að finna fyrir því að verk þeirra væru mikils metin þar sem pólskir verka- menn sem koma til Íslands upplifa sig oft á tíðum sem minnihlutahóp.“ Enn stærra verkefni í burðarliðnum Fiann heldur af landi brott í byrjun mars til þess að sinna starfi sínu sem ljósmyndari í Bandaríkjunum. Hann snýr þó aftur til landsins í sumar þar sem hann mun annast framkvæmd stuðningsverkefnis fyrir íslensk börn. Ætlunin er að birta stærðar andlits- myndir af íslenskum börnum við Hverfisgötu. „Allur ágóði verkefn- isins mun renna til verðugs málefnis í þágu barna og ég mun ráðfæra mig við Braga á ný um það hvert best sé að beina fjármununum,“ segir hinn pólski hugsjónamaður að lokum. Skjóta skjólshúsi yfir reyk- ingafólk í Götusmiðjunni Pólskur arkitekt vildi láta gott af sér leiða eftir dvöl hér á landi Sjálfboðaliðar Verkamennirnir gengu vaskir til verks um helgina. VA verktakar og Byko lögðu jafnframt sitt af mörkum. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is „ÞETTA var eina helgin sem var laus sem var nægilega löngu fyrir kosningar,“ segir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar, en landsfundur flokksins verður haldinn í Egilshöll dagana 13.–14. apríl næstkomandi. Það er sama helgin og sjálfstæðismenn efna til landsfundar í Laugardals- höll, en sá fundur stendur 12.–15. apríl, að sögn framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Tveir mismunandi hópar Að sögn Skúla hefur það legið fyrir í nokkrar vikur að fundur Samfylkingarinnar yrði á þessum tíma. Samfylkingin hafi viljað halda fundinn í Egilshöll. Ekki hafi verið hægt að velja úr öllum helgum þar, en að auki hafi helgin 13.–14. apríl verið talinn heppilegur tími út frá þingkosningunum sem fara fram 12. þeim tíma hafi enginn annar flokk- ur verið búinn að tilkynna funda- höld þessa helgi. Heppilegt að vera ekki á sama tíma og aðrir flokkar Framsóknarmenn hyggja einnig á flokksþing en það mun fara fram á Hótel Sögu um næstu helgi. Þing- ið um helgina er framhald flokks- þings sem haldið var í ágúst í fyrra. Efnt var til þess þá vegna þeirrar ákvörðunar Halldórs Ásgrímssonar að hætta þátttöku í stjórnmálum, en venjulega eru flokksþingin hald- in um þetta leyti árs. Sigfús segir að flokkurinn telji heppilegt að eng- ir aðrir flokkar haldi þing sín á sama tíma og Framsóknarflokkur- inn. „Auðvitað viljum við að fjöl- miðlar veiti þessu athygli,“ segir Sigfús Ingi um væntanlegt flokks- þing. Vinstri græn héldu sinn lands- fund um síðustu helgi og Frjáls- lyndir héldu landsþing í janúar. „Var eina helgin sem var laus“ Landsfundir Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á sama tíma maí í vor. Skúli segir að Samfylk- ingin velti því ekki fyrir sér þegar landsfundir eru ákveðnir hvort aðr- ir flokkar séu með sína landsfundi á sama tíma. „Þetta eru bara tveir mismunandi hópar. Þeir gera sitt og við okkar,“ segir Skúli. Ákveðið í fyrrahaust Andri Óttarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðisflokksins, segir að landsfundartími sjálfstæðismanna hafi verið ákveðinn í fyrrahaust. Á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Geir H. Haarde HEIMILISFAÐIR í Reykjavík varð illilega fyrir barðinu á grófri fjársvika- starfsemi í þessum mánuði þegar af- greiðslumanni í söluturni tókst að taka niður númer greiðslukorts hans og misnota upplýsingarnar í eigin þágu. Eigandi kortsins hafði notað það til að kaupa strætisvagnamið- akort í söluturni síðla í janúar en í kjölfarið fóru margítrekaðar grun- samlegar færslur á kortið að vekja at- hygli hjá Visa Ísland sem hafði sam- band við kortaeigandann og var kortinu lokað í framhaldinu. Á einu greiðslukortatímabili hafði svikaran- um þá tekist að eyða um 300 þúsund krónum með kortaupplýsingunum svo reikningurinn varð ríflega 400 þúsund krónur, þar átti kortaeigandinn ekki nema fjórðung. Svikarinn hafði komið víða við, spilað póker á Netinu með kortinu, keypt sér klám og fleira. Stimplaði kortanúmerið margoft inn Málið er nú í athugun hjá Visa Ís- landi og Strætó bs. þar sem svikarinn hafði stimplað kortanúmerið margoft í gegnum posa verslunarinnar undir því yfirskini að hann væri að kaupa vörur hjá Strætó bs. hvort sem þar var um að ræða strætisvagnamiða eða sælgæti. Samkvæmt upplýsingum Höllu Leifsdóttur, deildarstjóra hjá endur- kröfum og áhættustýringu hjá Visa, þurfa svikarar raunverulega ekki annað í sumum tilvikum en korta- númer af afritum greiðslukorta til að geta farið á Netið með kortið og hafið eyðslu. Kortanúmer nægir sumum Kortanúmer og gildistími nægir hjá sumum söluaðilum á Netinu en aðrir krefjast auðkennisnúmers aftan á sjálfu kortinu. Halla segir þetta þó ekki algengt og fari þetta minnkandi. Kortaeigandinn sem um ræðir í þessu tilviki þarf ekki að bera hið 300 þúsund króna tjón. Halla beinir þeim tilmæl- um til fólks sem er að versla að taka alltaf afrit og fylgjast með hvað er ver- ið að rukka fyrir á yfirliti reikninga. Staðreynd er að fæstir hirða um að þiggja afrit þegar þeim er boðið slíkt að loknum viðskiptum á kassa í versl- unum. Eyddi 300 þúsund kr. á þrem vikum Svikari hafði spilað póker, keypt sér klám og fleira með stolnu greiðslukortanúmeri LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu er þessa dagana að kanna hvort eitthvað sé um að ökumenn noti litaða olíu í óleyfi, en sú olía er mun ódýrari en venjuleg dísil- olía. Í gær stoppuðu lögreglumenn í samvinnu við starfsmenn Vega- gerðarinnar um 38 ökutæki á Reykjanesbraut og Sæbraut. Að sögn Guðbrands Sigurðssonar að- alvarðstjóra voru allir með réttu olíuna í tanknum. Samkvæmt lögum er aðeins heimilt að nota litaða olíu á vinnu- vélar og steypubíla. Venjulegir fólksbílar og sendibílar eiga hins vegar að nota venjulega dísilolíu. Guðbrandur sagði að það gengju sögusagnir um að mikið væri um að menn notuðu litaða olíu í óleyfi. Hann sagði að eftirlit lögreglu hefði ekki staðfest þessar sögur. Engu að síður ætlaði lögreglan að fylgjast með þessu öðru hverju á næstu vikum og mánuðum. Eftirlit lögreglu og Vegagerð- arinnar gengur einnig út á það að fylgjast með öxulþunga bíla og frágangi á farmi, og svo almennt umferðareftirlit. Í gær var einn ökumaður kærður vegna brots á reglum um öxulþunga. Morgunblaðið/Júlíus Leita að litaðri olíu hjá bílum í umferð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.