Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 59. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Framtíðin er í okkar höndum Samtök upplýsinga- tæknifyrirtækja Samstarfsaðilar um: ÚTVISTUN - allra hagur Ráðstefna í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal fimmtudaginn 1. mars frá 13:00 til 15:00: Árni M. Mathiesen Þórólfur Árnason Júlíus S. Ólafsson Í samvinnu við Ríkiskaup og ráðuneyti fjármála, iðnaðar og viðskipta er efnt til ráðstefnu um ávinning að útvistun verkefna og þróun opinberra innkaupa. Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 1. mars frá 13:00 til 15:00 í Íþrótta- og sýningar- höllinni í Laugardal. Hún er opin og aðgangur ókeypis en tekið er við skráningum á www.si.is. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is  Hæg breytileg eða norðlæg átt. Smáél við norður- ströndina en ann- ars léttskýjað. 2 stiga hiti niður í 5 stiga frost. » 8 Heitast Kaldast 2°C -5°C „ÞETTA er alveg fáránlegt,“ sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, spurður út í frágang á farmi þessa bíls sem ók eftir Vesturlandsvegi í gær. Myndina tók vegfarandi sem ofbauð frágang- urinn. „Þetta er gróft brot á umferðarlögum,“ sagði Guðbrandur. Trén væru ekki bundin og hæð þeirra langt fyrir ofan heimila hámarkshæð. „Þetta er fáránlegt“ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FRAMUNDAN er gósentíð hjá stjörnuáhugafólki. Sjálft tunglið er að verða fullt og í kvöld ætti „karl- inn í tunglinu“ að sjást ef vel er að gáð. Á fullu tungli á laugardags- kvöldið verður almyrkvi á tungli þegar jörðin varpar skugga sínum á það. Tunglið er að vaxa og við skilyrði eins og verða í kvöld eiga dökku díl- arnir á tunglinu, svonefnd höf, sem mynda andlitsdrætti „karlsins“, að sjást vel ef veður verður hagstætt. Stjörnufræðivefurinn, sem þrír ung- ir menn halda úti á slóðinni stjornu- skodun.is, ætlar að auðvelda áhuga- sömu fólki að sjá þessi fyrirbæri í svokölluðu stjörnuteiti í Minjasafni Orkuveitu Reykjavíkur í kvöld. Sverrir Guðmundsson segir að einn- ig eigi að vera hægt að sjá hringi Satúrnusar í litlum stjörnusjónauka en þeir félagarnir verða með nokkra slíka í Elliðaárdalnum. Stóri atburð- urinn verður síðan á laugardags- kvöldið þegar jörðin er stödd milli sólar og tungls og almyrkvi á tungli verður. Slíkt gerist aðeins þegar tunglið er fullt. Almyrkvinn er sá eini sem sést frá Íslandi á þessu ári en slíkt fyrirbæri sást síðast 28. október 2004. Ef hagstætt veður verður á laug- ardagskvöldið geta menn búist við að rekast á áhugamenn með stjörnu- sjónauka eða myndavélar víða fyrir utan borgarljósin og sjónarspilinu lýkur ekki endanlega fyrr en nokkuð er liðið á nóttina. Klukkan hálftíu um kvöldið á að byrja að sjást rönd á tunglinu en þá hefst deildarmyrkvi og almyrkvi, sem hefst klukkan 22.44, stendur í 73 mínútur. Tunglið hverfur ekki alveg í al- myrkvanum. Undir lok mánaðarins ættu menn enn að huga að tunglinu. Þá verður Satúrnusarmyrkvi er tunglið geng- ur fyrir reikistjörnuna. Vonast til að sjá karlinn í tunglinu   6 5  #  !""   !" #   $% % & #$ !"" % Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Almyrkvi Fallegur litur kemur á tunglið þegar almyrkvi gengur yfir. Í HNOTSKURN »Tunglmyrkvi verður laug-ardaginn 3. mars. »Deildarmyrkvi hefst kl.21.30. »Almyrkvi hefst klukkan22.44. »Miður myrkvi verður kl.23.21. »Almyrkva lýkur kl. 23.57.»Deildarmyrkva lýkur kl.01.12. GUNNAR Halldórsson, eigandi Pela- stikks ehf., hefur höfðað skaðabóta- mál á hendur íslenska ríkinu vegna tjóns sem hann telur sig hafa beðið af afgreiðslu umhverfisráðuneytisins á útflutningsleyfi fyrir hrefnukjöti. Fer Gunnar fram á skaðabætur er nema 26 milljónum króna og má rekja til tapaðs hagnaðar af sölu sel- og hval- kjöts og tapaðrar viðskiptavildar og viðskiptasambanda. Sel- og hvalkjöt til Kína Forsaga málsins er sú að árið 2003 hóf fyrirtæki Gunnars útflutning á sel- kjöti til Kína eftir að hafa fengið til- skilin leyfi hjá kínverskum yfirvöldum og vilyrði frá þeim íslensku. Kínverj- arnir sem Gunnar átti í viðskiptum við heyrðu af því að Íslendingar hefðu haf- ið veiðar á hrefnu að nýju og inntu Gunnar eftir því hvort hann gæti flutt hrefnukjöt til landsins. Hann sótti um leyfi til útflutnings á hrefnukjöti hjá umhverfisráðuneyt- inu og fékk leyfið eftir nokkurt hark í febrúar 2004. Í kjölfarið keypti fyr- irtæki hans 24 tonn af hrefnukjöti. Í apríl sama ár afturkallaði umhverfis- ráðuneytið útflutningsleyfið og synj- aði fyrirtæki Gunnars um útgáfu ann- ars útflutningsleyfis. Viðskiptamenn hans í Kína spurðu hvaða lagalegu forsendur lægju að baki afturköllun- inni, en því segist Gunnar ekki hafa getað svarað. Að svo búnu lýstu Kín- verjarnir því yfir að þeir vildu ekki standa í viðskiptum sem reist væru á svo vafasömum og ótraustum papp- írum og sögðu upp áðurgerðum samningum við fyrirtæki Gunnars um kaup á sel- og hvalkjöti. Hann leitaði næst til umhverfis- ráðuneytisins og krafðist þess að rúmlega tveggja ára starf hans við út- flutninginn yrði bætt. Engin svör fengust hjá ráðuneytinu og leitaði Gunnar að lokum til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niður- stöðu að ráðuneytið hefði við af- greiðslu á erindum Gunnars brotið ýmsar reglur stjórnsýsluréttarins, m.a. hvað varðar leiðbeiningaskyldu, andmælarétt og málshraða. Krefur ríkið um 26 milljónir NÚ Í VIKUNNI losuðu innlán á Ice- save, innlánsreikningi Landsbank- ans í Bretlandi, tvo milljarða punda eða jafngildi um 260 milljarða ís- lenskra króna. Icesave-innlánsreikn- ingurinn er aðeins tæpra fimm mán- aða en um áramótin var komið inn á hann jafngildi um 110 milljarða ís- lenskra króna. Greinilegt er að pundin hafa haldið áfram að streyma inn á reikninginn sem býður upp á einna bestu vaxtakjör á óbundnum innlánsreikningi í Bretlandi. Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir viðskiptavini bankans í gegnum Icesave nú losa um 60 þúsund og allt stefni í að við- skiptavinir bankans í Bretlandi verði orðnir fleiri en viðskiptavinir hans á Íslandi áður en árið er úti. Breskur reikningur Lands- banka með 260 milljarða NÝSKÖPUNARVERÐLAUN for- seta Íslands verða veitt á Bessa- stöðum í dag. Eitt þeirra er verk- efnið „Geo-Breeze“ en tveir verkfræðinemar við Háskóla Ís- lands hönnuðu og bjuggu til hand- þurrku sem gengur að hluta fyrir heitu vatni í stað rafmagns. Önnur verkefni sem voru til- nefnd eru gervigreindarlíkan, rannsókn á áhrifum aldurs á ut- angenamengi mannsins, búnaður til að draga víra og leiðslur í gegnum lagnir og tæki til þráðlausrar mæl- ingar stökkkrafts. | 12–13 Hendur þurrkaðar með vatni MIKIL eftirspurn er eftir miðum á uppfærslu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut sem verður frumsýnd í Barbican-menningarmiðstöðinni í Lundúnum í kvöld. Verkið verður sýnt tíu sinnum á ellefu dögum og er uppselt á allar sýningar. Baltas- ar Kormákur, leikstjóri verksins, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að góð umfjöllun breskra fjöl- miðla um Pétur Gaut gæti m.a. átt þátt í þessum mikla áhuga. | 18 Mikil aðsókn að Pétri Gaut „ÞETTA er svo sjálfsagt mál. Þetta er mannréttindamál,“ sagði Sig- urlín Margrét Sigurðardóttir, óháð- ur þingmaður, um frumvarp þess efnis að táknmál verði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Sigurlín, sem situr á þingi í fjar- veru Gunnars Örlygssonar, talaði fyrir frumvarpinu í þriðja sinn á Al- þingi í gær. | 10 Sjálfsagt mann- réttindamál SPARISJÓÐUR Svarfdæla hyggst byggja og gefa íbúum Dalvík- urbyggðar 700 fermetra menning- arhús. „Þetta er afar jákvætt. Fréttin kom kannski mörgum á óvart en þeir sem hafa náð að melta hana eru alveg í skýjunum. Húsið er líka fallegt og styrkir ímynd miðbæjarins,“ sagði Júlíus Júl- íusson, menningarfrömuður á Dal- vík, þegar leitað var álits hans á áformum Sparisjóðsins. | 26 Mynd/Fanney Hauksdóttir Dalvíkingar í skýjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.