Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er engu líkara en að vorið sé komið og búið sé að hleypa kúnum út, svo æstar eru þær í hinn pólitíska nýgræðing. VEÐUR Þrátt fyrir að stjórnmálamenn-irnir tveir sem tókust á í Kast- ljósi í gærkvöldi ættu það sameig- inlegt að vera til vinstri, þá bar málflutningur þeirra það ekki með sér að þeir kæmu úr sömu átt.     Ögmundur Jónasson, þingflokks-formaður Vinstri grænna, var líkur sjálfum sér. Hann er andvígur því að vörugjald lækki á gos- drykkjum um átta krónur á hvern lítra og virðisauka- skattur úr 24,5% í 7%. Í stuttu máli vísar hann til hvatningar Lýð- heilsustöðvar um að láta þetta ekki verða að veru- leika, verðlækkun á gosi auki eft- irspurn og unglingar megi ekki við því. Hann lýsir raunar unglingum þannig: „Offituvandi fer vaxandi, tannheilsa hrakandi og líðan er mjög slæm.“     En Ágúst Ólafur kom úr allt ann-arri átt. Hann sagði að Ísland væri með eina hæstu sykurskatta í heimi, en þó væri neyslan mikil. Einnig væri kerfið tilviljanakennt og flókið. Og vegna staðkvæmd- aráhrifa gæti verðlækkun dregið úr neyslu á gosdrykkjum, þar sem verð á hollum drykkjum sem væru í samkeppni við gos lækkaði þá líka, svo sem sódavatni. Hann vildi nota fræðslu og forvarnir til að hafa áhrif á neyslu: „Boð og bönn virka augljóslega ekki. Þetta er gam- aldags viðhorf. Þetta er hluti af for- sjárhyggju. Og því miður er þetta gjaldþrota aðferðafræði …“ Hér þyngdist brúnin á Ögmundi, sem greip fram í og sagði mæðu- lega: „Ágúst, Ágúst, Ágúst.“ Ágúst Ólafur telur verð á áfengi einnig „komið út úr öllu korti“. Og þrátt fyrir það sé neyslan mikil. Hann bætir við: „Af hverju ekki að treysta fólki?“     Hví ekki? STAKSTEINAR Ágúst Ólafur Ágústsson Af hverju ekki að treysta fólki? SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. -/ -0 -1 -' -' 2/ 3 . 2- '. 4 5! 5! 4 5! ) % ) % 5!  ! 4 5! 5! 5! 5!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   2' 2/ -- 6 -' -' -3 / 1 . 2(  !  ! 5! 7 7 5! 5! 5! 7 *%   5! ) % "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 3 21 2- 2- 3 2( 2. 2. 3 3 0 4 5! 5!  !  ! 4 5!  ! )*5! 5! 5! 5! 5! 9! : ;                                  ! #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    ; 7- =         :! :   ; *    =     >     <6   >     > !! %  *   !  4%  )  =% *     )5  <   * </2-38<    !    2  2  >  - -3 <    %   ?; *5  *:    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" 33- ''- 3<. 3<. 1'. .'- ('@ -'3 -3/. -030 -/3' @/1 -./6 -631 '-0/ -01/ (13 (/- (01 (-- -(1' -(1- -('1 -(-3 ''/6 -6/3 0<0 -<( -<' -<. -<- 3</ 3<0 3<@ 0<- -</ -<- -<1 -<3 3<1                 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðrún Sæmundsdóttir | 27. febrúar Ég og heilinn! Nýsköpun hljómar alltaf fallega í eyrum, eitt af þessum orðum sem gefur fyrirheit um betri tíð og blóm í haga enda uppáhaldsorð stjórnmálamanna. Ég er ein af þessum svokölluðu hugvits- mönnum, og eftir að hafa fylgt eftir einni uppfinningu, sem er meðhöndl- un við eyrnabólgu, hugsa ég mig oft- ar en tvisvar um, áður en ég legg í slíkt ferli aftur með aðra uppfinn- ingu. Meira: alit.blog.is Ágúst Ólafur Ágústsson | 27. febrúar 2007 Að vinna á Alþingi Alþingi hefur lengi þótt vera furðulegur vinnustaður. Almenn- ingsálitið er sveiflu- kennt og lýtur oft svip- uðum lögmálum og kenningin um fiðrildið í Kína sem veldur stormi í Kansas. Einnig verður maður fljótt var við það að stór hluti af þessu lífi fyrir marga snýst um að komast í fjöl- miðla þann daginn. Meira: agustolafur.blog.is Guðfríður Lilja | 27. febrúar 2007 Thelma í framboði Myndin af pabba – Saga Thelmu hreyfir við öllum er lesa. Það þarf mikið hugrekki til að ganga fram fyrir skjöldu og segja sögu sína eins og Thelma gerði. Ég vona að væntanleg kvik- mynd verði unnin af jafn mikilli næmni og innsæi og bókin – og hvet alla til að lesa bókina sem ekki hafa þegar látið verða af því. Thelma er Stígamótakona en Stígamót hafa unnið þrekvirki í þessum málum. Meira: vglilja.blog.is Pétur Gunnarsson | 27. febrúar 2007 Næsta ríkisstjórn? Í framhaldi af þessu með ráðherrann í maganum fór ég að velta fyrir mér lík- legri ríkisstjórn næstu ár, t.d. ef Sam- fylkingin og Vinstri grænir næðu hér hreinum meiri- hluta, sem virðist mjög líklegt. Ég reyni að vera sanngjarn og miða við 12 ráðherra eins og nú, 6 úr hvorum flokki, sú aðferð hefur þá kosti að þá er hægt að mynda rík- isstjórn með efstu frambjóðendur beggja flokka í öllum kjördæmum. Sjá, hér er næsta ríkisstjórn: Ég kem ekki fleiri en þremur konum í þessa ríkisstjórn og auðvitað er kannski líklegt að Ingibjörg Sól- rún geri tillögu til þingflokksins um Jóhönnu Sigurðardóttur, sem 3ja ráðherra flokksins úr Reykja- vík og þá á líklega á kostnað Guð- bjarts Hannessonar, oddvita í Norðvestur, sem er sá á síðari lit- myndinni. Vilji hún velja konu úr Kraganum er henni vandi á hönd- um þótt hún geti sjálfsagt snið- gengið hinn lítt þekkta Gunnar Svavarsson, sem er á hinni lit- myndinni hér að ofan. En hún get- ur illa sniðgengið bæði hann og Katrínu Júlíusdóttur sem er í 2. sæti til að koma í ríkisstjórn Þór- unni Sveinbjarnardóttur sem hef- ur þingreynslu og aðra burði til að setjast í ríkisstjórn en var hafnað í prófkjöri flokksmanna sem völdu frekar Gunnar og Katrínu. Og ef VG vill fylgja flokks- þingsályktunum munu þau sjálf- sagt gera tillögu um Þuríði Back- man, sem ráðherra, enda er þar reynd þingkona á ferð, sem ýtti þá e.t.v. til hliðar Atla Gíslasyni. En verkaskiptingin í þessari stjórn gæti verið svona, miðað við að ekki verði gerðar breytingar á stjórn- arráðslögunum, sem hefur auðvit- að dregist allt of lengi: Ingibjörg Sólrún, forsætis, Steingrímur J. utanríkis, Össur fjármála, Ög- mundur félagsmála, Kristján L. Möller samgöngu, Kolbrún Hall- dórsdóttir, heilbrigðis, Björgvin G. Sigurðsson, menntamála, Katrín Jakobsdóttir, umhverfis, Gunnar Svavarsson, sjávarútvegs, Atli Gíslason, iðnaðar- og viðskipta, Guðbjartur Hannesson, dómsmála, Jón Bjarnason, landbúnaðar. Meira: hux.blog.is BLOG.IS RÓTTÆKRI tillögu um aðgerðar- áætlun um kvenfrelsi sem lá fyrir landsfundi Vinstri grænna var ekki samþykkt á fundinum heldur var henni vísað til stjórnar til frekari úrvinnslu. Í drögum að áætluninni „Aðgerð- ir til kvenfrelsis“ var m.a. lagt til að jafnt hlutfall karla og kvenna á Al- þingi og í sveita- stjórnum yrði bundið í stjórnar- skrá og stjórn- málaflokkar yrðu skyldaðir til að leiðrétta hlut kvenna á fram- boðslistum. Einnig var lagt til að bundið yrði í lög að hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyr- irtækja yrði jafnt og komið yrði á „kynjaðri fjárlagagerð“ og skylda stofnanir til að kyngreina upplýs- ingar um fjárframlög. Þá var lagt til að karlar sættu ábyrgð fyrir að kaupa líkama kvenna, kynfrelsi kvenna yrði virt í lögum og tekið yrði á heimilisofbeldi með virku nálgunarbanni og að karlar sem beiti ofbeldi verði fjarlægðir af heimilum. Stjórnmálaályktun Í stjórnmálaályktun sem var samþykkt á landsfundinum var fjallað um jafnréttismál með eft- irfarandi hætti: „Kvenfrelsi er málið. Viltu róttækar kvenfrelsisáherslur eða viltu áframhald- andi kyrrstöðu í jafn- réttismálum? Launamunur kynjanna verður af- numinn, meðal annars með því að veita Jafn- réttisstofu auknar heimildir til eftirlits með fyrirtækjum og umbuna þeim fyrirtækjum sem reka virka jafn- réttisstefnu. Það þarf að brjóta upp kynjakerfið og leiðrétta afleiðingar þess; breyta löggjöf í mannréttinda- og dómsmálum, þannig að kynfrelsi kvenna verði virt, kaupendur kyn- lífsþjónustu sæti ábyrgð og ofbeld- ismenn séu fjarlægðir af heimilum en ekki þolendur. Virkjum karla í kvenfrelsisbaráttunni.“ Áætlun um kvenfrelsi vísað til stjórnar VG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.