Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LINARES-ofurmótið á Spáni hef- ur verið haldið á hverju ári í nokkra áratugi. Garry Kasparov vann þar ófáa sigra en hann tefldi sína síðustu kappskák sem atvinnumaður í skák hinn 10. mars 2005 á móti þar sem hann varð hlutskarpastur. Lokaskák þessa mesta meistara allra tíma lauk með ósigri hans gegn Búlgaranum Veselin Topalov sem varð síðar það ár heimsmeistari FIDE. Þó að Kasp- arov hafi horfið á braut hefur mótið haldið göngu sinni áfram og bæði í ár og í fyrra hefur því verið skipt á milli borgarinnar Morelia í Mexíkó og Lin- ares á Spáni. Fyrri helmingur móts- ins hefur farið fram í Morelia en sá síðari í Linares. Síðastliðinn sunnudag lauk fyrri hálfleik í þessu geysisterka átta manna skákmóti. Norska undrabarn- ið Magnus Carlsen hefur farið á kost- um á mótinu hingað til. Hann hefur lagt Morozevich, Ivansjúk og Topalov að velli en eingöngu lotið í lægra haldi fyrir indverska stórstirninu Visw- anathan Anand. Síðastliðinn sunnu- daginn hafði hann svart gegn Peter Svidler í sjöundu og lokaumferð fyrri hlutans og hélt örugglega jöfnu. Öðr- um viðureignum lyktaði á þá lund að Anand vann Leko, Ivansjúk lagði Ar- onjan að velli og Topalov vann sína fyrstu skák á mótinu gegn Alexander Morozevich. Þessi úrslit höfðu þá þýðingu að fyrri hlutanum loknum eru Anand og Carlsen efstir og jafnir: 1.–2. Viswanathan Anand (2.779) og Magnus Carlsen (2.690) 4½ vinning af 7 mögulegum. 3. Vassily Ivansjúk (2.750) 4 v. 4.–5. Levon Aronjan (2.744) og Peter Svidler (2.728) 3½ v. 6.–7. Peter Leko (2.749) og Veselin Topalov (2.783) 3 v. 8. Alexander Morozevich (2.741) 2 v. Síðari hluti mótsins fer fram í Lin- ares á Spáni sem hefst föstudaginn 2. mars og lýkur sunnudaginn 10. mars næstkomandi. Gengi stigahæsta skákmanns heims, Topalovs, hefur verið slakt í fyrri hlutanum rétt eins og á síðasta ári. Sigrar í nokkrum um- ferðum í röð í seinni hlutanum fleytti honum í 2.–3. sætið á meðan Armen- inn Aronjan hélt sjó og tryggði sér sigur. Það er aldrei að vita nema að sagan endurtaki sig og að Búlgarinn sterki nái eins og galdramaður að hrista fram nokkrar kanínur úr hatti sínum. Vonir Norðmanna og annarra Norðurlandabúa standa og falla hins- vegar með undrabarninu ótrúlega, Magnusi Carlsen. Það yrði stórkost- leg afrek ef honum tækist að halda áfram á sigurbraut sinni og skrá nafn sitt í sögubækur sem einn sigurveg- ara á ofurmótinu í Linares á Spáni. Gyfli skákmeistari Akureyrar Enn á ný sýndi Gylfi Þórhallsson hvers hann er megnugur í norðlensku skáklífi þegar hann varð hlutskarp- astur á Skákþingi Akureyrar sem er nýlokið. Lokastaða efstu þriggja keppendanna varð þessi: 1. Gylfi Þórhallsson (2.199) 6 v. af 7 mögu- legum. 2. Sigurður Arnarsson (1.825) 5 v. 3. Tómas Veigar Sigurðsson (2.048) 4½ v. Alls voru 16 keppendur á mótinu og fyrir utan sigur Gylfa vakti athygli hversu Gestur Baldursson (1.490) stóð sig vel en hann lauk keppni með fjóra vinninga og lenti í 4.–9. sæti. Gestur sem er á sextánda ári gerði jafntefli við marga skákmenn sem eru mun stigahærri en hann. Nánari upp- lýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Skákfélags Akureyrar, www.skakfelag.is. Sævari gekk vel í Moskvu Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason (2.230) og kvennastór- meistarinn Lenka Ptácníková (2.308) fengu bæði helming vinninga á hinu sterka Aeroflot-móti sem er nýlokið í Moskvu. Alls voru tefldar níu umferð- ir á mótinu og atti Sævar kappi við marga stigahærri skákmenn svo að hann mun hækka um 14 stig vegna frammistöðu sinnar en stigatala Lenku mun hinsvegar lækka. Þau lentu í 73.–100. sæti af 168 keppend- um á meðan eiginmaður Lenku, Om- ar Salama (2.183), lenti í 123.–138. sæti með 3½ vinning. Alþjóðlegi skák- dómarinn Ólafur S. Ásgrímsson (1.655) tefldi í C-flokki skákhátíðar- innar og fékk 4 vinninga af 9 mögu- legum og lenti í 117.–144. sæti af 199 keppendum. Ólafur hefur ekki alþjóð- leg skákstig en árangur hans sam- svaraði 2.022 skákstigum. Carlsen og Anand efstir í hálfleik SKÁK Morelia í Mexíkó MORELIA/LINARES OFURMÓTIÐ 17. febrúar – 10. mars 2007 Helgi Áss Grétarsson Undrabarnið Hinn 16 ára Magnus Carlsen. daggi@internet.is HJÁ Kópavogsdeild Rauða kross- ins sér hópur sjálfboðaliða um að prjóna, hekla og sauma ung- barnaföt fyrir börn í neyð. Hóp- urinn sem kallast Föt sem fram- lag samanstendur aðallega af konum en nokkrum körlum þó sem flest hafa látið gott af sér leiða með þessum hætti í mörg ár. Sjálfboðaliðarnir stunda handa- vinnuna mest megnis heima hjá sér hver á sínum hraða en síðan taka nokkrir þeirra að sér að hitt- ast og raða flíkunum í pakka. Nú er þörf á fleiri sjálfboðaliðum og eru áhugasamir hvattir til að koma og kynna sér verkefnið mið- vikudaginn 28. febrúar kl. 16–18 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Prjónar og garn verða á staðnum en velkomið er að taka með sér eigið prjónadót og prjóna með hópnum og spjalla saman. Kaffi verður á könnunni og með því. Áhugasamir eru því eindregið hvattir til að kíkja í prjónakaffið. Einnig er hægt að fá nánari upp- lýsingar hjá Kópavogsdeild Rauða krossins í síma 554 6626. Prjónakaffi Ungbarnaföt frá sjálfboðaliðum í verkefninu Föt sem framlag koma sér vel í Malaví og víðar. Sjálfboðaliðar prjóna og sauma til góðs Í MIÐVIKUDAGSERINDI Orku- garðs í dag, miðvikudag, fjalla Þor- steinn Þorsteinsson, jöklafræð- ingur á Vatnamælingum Orku- stofnunar og samstarfsmenn hans um rannsóknarverkefni í Vestari- Skaftárkötlum. Í fyrirlestrinum mun Þorsteinn greina frá leiðangrinum til Skaft- árkatla, og segja frá gangi verkefn- isins við borunina. Eftirtaldir vís- indamenn munu síðan greina stuttlega frá einstökum þáttum rannsóknarinnar: Tómas Jóhannesson (Veðurstofu Íslands) – Mæling hita og vatns- borðs í lóninu. Andri Stefánsson (Jarðvís- indastofnun HÍ) – Efnasamsetning sýnis úr lóninu. Viggó Marteinsson (Umhverf- isstofnun) – Örverulíf í sýninu. Nánar um erindi Þorsteins og fé- laga: http://www.os.is/page/ midv_280207. Erindið verður haldið milli kl. 13 og 14 í Víðgelmi, sal Orkustofnunar og ÍSOR á 1. hæð Orkugarðs við Grensásveg 9. Ókeypis aðgangur og allir vel- komnir. Rannsókn- arleiðangur í Skaftárkatla FYRSTA „Opna hús skógrækt- arfélaganna“ á þessu ári verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 28. febrúar, kl. 19.30–22.00, í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Ís- lands. Þar segja Jón Geir Pétursson skógfræðingur og Ragnhildur Freysteinsdóttir landfræðingur frá, í máli og með myndum, hóp- ferð sem Skógræktarfélag Ís- lands stóð fyrir til Rússlands á síðasta ári. Einnig verður kynnt fyrirhuguð ferð Skógrækt- arfélags Íslands til Sviss í sum- ar. Opnu húsin eru hluti af fræðslusamstarfi Kaupþings og Skógræktarfélags Íslands. Ókeypis er á Opnu húsin og allir velkomnir. Opið hús skógrækt- arfélaganna STOFNUÐ hafa verið lands- samtökin Vonin, hagsmunasamtök krabbameinsgreindra, sem munu starfa á landsvísu. Vonin eru fyrstu samtök krabbameinsgreindra sem hafa að markmiði að berjast fyrir bættum hag og aðstöðu innan ís- lenska heilbrigðiskerfisins til handa krabbameinsgreindum, segir í til- kynningu. Tilgangurinn er að leita jafnræðis við aðra þegna íslensks samfélags varðandi félagsleg réttindi, kjör, vitneskju um lagaleg réttindi og skyldur samfélagsins við krabba- meinsgreinda. Á næstunni mun verða sett upp heimasíða vonin.is sem er í smíðum þessa dagana þar sem áhugasamir geta skráð sig inn sem félaga. Ennfremur hyggur stjórn félags- ins á kynningarfundi hringinn í kringum landið á næstunni sem verða auglýstir sérstaklega. Krabbameinsgreindir stofna Vonina VEGNA fréttar Morgunblaðsins sl. laugardag um rykbindibíl sem not- aður er til að hefta svifryk í Reykja- vík, skal áréttað að Hreinsitækni ehf. á bílinn, hefur séð um alla hönnun og breytingar á honum og borið allan kostnað við þróun hans. Árétting ♦♦♦ FORSÆTIS- og fjármálaráðuneyti standa að undirbúningi UT-dags- ins sem haldinn verður 8. mars nk. Lögð verður áhersla á mikilvægi upplýsingatækninnar sem verk- færis til að minnka skriffinnsku, spara tíma og auka hagræði. Ým- islegt er á döfinni í tengslum við UT-daginn. Á ráðstefnu sem haldin verður í Salnum í Kópavogi í tilefni dagsins verða kynnt nokkur af stærstu verkefnum ríkis og sveitarfélaga í rafrænni stjórnsýslu. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Nýtum tímann – Notum tæknina,“ og verður þar fjallað meðal annars um rafræn skilríki, vefinn Ísland.is og rafræn innkaup. Hinn 3. mars verður gef- ið út efnismikið blað, UT-blaðið, þar sem einnig verður fjallað um nokkur mikilvæg verkefni í raf- rænni stjórnsýslu. Þjónustuvefurinn Ísland.is, verður opnaður almenningi 7. mars. Ísland.is er þjónustuveita með heildstæðum upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfélaga og verður þar hægt að nálgast nánast alla þá gagnvirku þjónustu sem í boði er á vegum opinberra aðila. Vefurinn verður kynntur á ráð- stefnu UT-dagsins. Þetta er í annað skipti sem UT- dagurinn er haldinn, en sá fyrsti fór fram 24. janúar 2006. UT-dag- urinn verður að þessu sinni hald- inn í tengslum við sýninguna Tækni og vit 2007, fagsýningu tækni- og þekkingariðnaðarins, sem mun fara fram í Fífunni í Kópavogi dagana 8.–11. mars. Gestum ráðstefnunnar í Salnum er jafnframt boðið á opnun Tækni og vits, sem hefst kl. 17. Ráðstefnan er öllum opin en tilkynna þarf þátttöku á skraning@appr.is. Dag- skrá UT-dagsins verður jafnframt send út beint á Netinu á vefnum www.ut.is. Nýtum tímann – notum tæknina Fjallað verður um rafræna stjórnsýslu á UT-deginum STOFNFUNDUR Félags umhverf- isfræðinga var haldinn 24. febrúar sl. Á fundinum voru kosnir í stjórn félagsins: Guðmundur Ingi Guð- brandsson (formaður), Anna Rósa Böðvarsdóttir, Björn H. Barkarson, Kjartan Due Nielsen og María J. Gunnarsdóttir. Félaginu er ætlað að vera fagleg- ur vettvangur fyrir umhverfis- og auðlindafræðinga og aðra fræði- menn á sviði umhverfismála sem með starfa sínum eða öðru framlagi, styrkja félagið með þátttöku sinni. Markmið félagsins eru að efla fag- lega og vísindalega þekkingu fé- lagsmanna, stuðla að umræðu og fræðslu um umhverfismál og auka innlent og alþjóðlegt samstarf á þeim vettvangi. Félaginu er einnig ætlað að auka þekkingu og skilning á starfi umhverfisfræðinga og þeirri þverfaglegu nálgun sem þeir þurfa oft að beita í starfi sínu. Félagið mun standa fyrir fræðslu svo sem með málþingum og er- indaflutningi sem tengjast náttúru- og umhverfismálum og nota fjöl- breytta miðla nútímasamfélags til að koma á framfæri þekkingu og upp- lýsingum um þennan málaflokk, seg- ir í fréttatilkynningu. Félag umhverfis- fræðinga stofnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.