Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 12
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands
verða veitt í tólfta sinn í dag á Bessa-
stöðum. Verðlaunin eru veitt árlega
þeim námsmönnum sem unnið hafa
framúrskarandi starf við úrlausn verk-
efnis sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði
námsmanna. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, jafnt fyrir atvinnulíf sem á
fræðasviði. Anna Pála Sverrisdóttir og Gunnar Páll Baldvinsson kynntu sér þau verkefni
sem hlutu tilnefningu í ár. 145 verkefni hlutu styrk frá sjóðnum síðastliðið sumar en ein-
ungis fimm verkefni voru tilnefnd til verðlauna. Sérstök dómnefnd valdi þau verkefni sem
tilnefnd eru en þau eru margs konar og af mörgum sviðum nýsköpunar.
Nýsköpunarverðlaun
forseta Íslands afhent
Morgunblaðið/Ómar
12 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GUÐFINNA Halldórsdóttir og
Björn Ómarsson eru nemendur
í heilbrigðisverkfræði við Há-
skólann í Reykjavík. Þau eru
tilnefnd til Nýsköpunarverð-
launanna fyrir þráðlausan bún-
að sem mælir stökkkraft.
„Hugmyndin sem farið var af
stað með snerist um að hanna
lítið og handhægt mælitæki til
að mæla stökkkraft,“ segir Guð-
finna. „Lagt var upp með hug-
mynd um að gera þetta þráð-
laust og á mjög einfaldan hátt.
Hún segir ýmsar rannsóknir
hafa gefið til kynna að mæl-
ingar á stökkkrafti íþrótta-
manna geti gefið vísbendingu
um líkamlega getu þeirra og ár-
angur, til dæmis í fótbolta. Að-
ferðirnar sem eru notaðar í dag
krefjast hins vegar dýrs og fyr-
irferðarmikils tækjabúnaðar.
„Við bárum þetta saman við
tvær aðrar viðurkenndar að-
ferðir til að mæla stökkkraft,
gerðum nákvæmar samanburð-
armælingar með þátttöku þrjá-
tíu og fimm manns. Það sýndi
sig að Kine Jumper, eins og við
höfum kallað tækið, gaf mjög
áreiðanlegar mælingar.“
Þau sjá fyrir sér að tækið
gæti hæglega komið í stað
þeirrar tækni sem notuð er í
dag. Notast var við tækjabúnað
frá fyrirtækinu Kine ehf. „Við
vorum með tæknigrunn frá
þeim sem við breyttum svo að-
eins.“
Færi á erlendan markað
Hugmyndin að verkefninu
kemur frá kennara Guðfinnu og
Björns, Brynjari Karlssyni, en
hann var leiðbeinandi ásamt
Baldri Þorgilssyni frá Kine. Nú
þegar hafa þau gert fyrstu at-
huganir á markaði fyrir tækið.
„Þær athuganir sýna að inn-
lendur markaður væri smár, en
erlendur markaður gæti hins
vegar verið stór og arðbær og
viðskiptavinir þá stór íþrótta-
félög,“ bætir Guðfinna við.
En yrði þetta ódýrari kostur
en þeir sem fyrir eru? „Já, jafn-
vel, en við höfum ekki náð að
meta kostnaðinn fyllilega. Það
sem við leggjum þó mesta
áherslu á er að hafa þetta ein-
falt í notkun og handhægt.
Mælingarnar er hægt að fram-
kvæma hvar sem er, til dæmis
bara úti á íþróttavelli.“
Þegar hér er komið við sögu í
samtalinu þarf Guðfinna að
snúa sér aftur að skólabók-
unum. Þau Björn eru bæði á
leið í próf í dag, miðvikudag,
auk þess að sækja Bessastaði
heim. Gömul saga og ný fyrir
alla námsmenn. Hins vegar
hlotnast ekki öllum náms-
mönnum tilnefning til Nýsköp-
unarverðlauna.
Einfaldar mælingu stökkkrafts
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Einfalt Guðfinna og Björn unnu að þróun tækis sem mælir stökk-
kraft, en hann á að gefa góða vísbendingu um getu íþróttamanna.
STEINÞÓR Bragason er meistaranemi með fjöl-
breyttan námsferil að baki. „Ég tók fyrst Vélskólann,
svo rafvirkjann, svo rekstrariðnfræðing, svo véla- og
plasttæknifræði. Nú er ég í meistaranámi í vélaorku
og umhverfi við DTU, Danmarks Tekniske Uni-
versitet.“
Steinþór hannaði svokallaða rafmagnsflugu, sem er
verkfæri til að draga snúrur og leiðslur í röralagnir.
Svona tæki er ekki til á markaði og ekki vitað um sam-
keppni við gerð
þess. „Kunningi
minn, sem er raf-
virki, kvartaði und-
an að hann vantaði
græju til að draga í
stofnlagnir, því
fjaðrir sem eru not-
aðar til þess duga
ekki. Þá bauðst ég
bara til að hanna
fyrir hann svona
græju,“ segir Stein-
þór. „Svo höfum við
aðeins verið að þróa
þetta og getum nú
skotið bandi og vír-
um og líka í sér-
hæfðari lagnir, svo
sem þegar menn
eru með ljósleiðara
eða hvaðeina.“
Verkfærið er lítið
og létt, hægt að
taka í sundur og
kemst auðveldlega
fyrir í verkfæra-
tösku. „Aðaltrixið í byssunni er að hún er einföld.
Efniviðurinn sem fer í hana nýtist mjög vel því ég þarf
ekki að fjarlægja nema eitt eða tvö prósent af honum
þegar ég bý byssuna til,“ segir Steinþór. Þar af leið-
andi segir hann rafmagnsfluguna mjög umhverfisvænt
tæki. Meginuppistaðan er semsagt rörbútur sem hann
formar úr venjulegu stálröri sem hann sveigir á ákveð-
inn hátt. Þegar skotið er af ræsibúnaði byssunnar
þrýstist loft gegnum rörið. Vegna lítillar mótstöðu nær
rafmagnsflugan að verða mjög kraftmikil og skýtur
vírnum gegnum lagnir á mjög miklum hraða.
„Þetta var algjört bíó þegar við vorum að prófa
byssuna!“ rifjar Steinþór upp. „Við fengum okkur
fjörutíu metra langt rör til að prófa að skjóta. Af því
byssan var svo kraftmikil átti bandið sem við notuðum
það til að skjótast í gegn og hverfa út í loftið. Í teorí-
unni á að vera hægt að skjóta með þessum búnaði
gegnum 1.100–1.200 metra langt rör, en það væri þá
beint rör.“ Hann segir prófanir sem gerðar hafa verið
á flugunni sýna fram á verulegan tímasparnað fyrir
rafvirkja. Nú sé hann að huga að auknum nýting-
armöguleikum hennar.
Praktískt Steinþór með stærri
og minni rafmagnsflugu.
Verulegur
tímasparnaður