Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 29 UMRÆÐAN RÁÐHERRA heilbrigðismála svaraði nýlega á Alþingi fyrirspurn þingmannanna Margrétar Frí- mannsdóttur og Jóhönnu Sigurð- ardóttur um efnisatriði er vörðuðu uppsögn mína úr starfi á Land- spítalanum (LSH) sem yfirlæknis æða- skurðlækninga á stofnuninni. Það tók ráðherra hátt í þrjá mánuði að koma sam- an svari sem sam- kvæmt venju ráðherr- um er ætlað að veita innan 10 daga. Ætla mætti af þessu að ver- ið væri að vanda til svarsins í anda góðrar stjórnsýslu. Sú var hins vegar tæp- ast raunin. Forsaga þessa máls hefur áður verið ítarlega rakin á síðum blaðs- ins auk fjölda athugasemda og ályktana sem málið varðar frá Læknafélagi Íslands, Læknafélagi Reykjavíkur, læknaráði Landspít- ala, ýmissa sérgreinafélaga og ann- arra sem einum rómi hafa lýst and- úð sinni á ólögmætri framgöngu stjórnenda á Landspítalanum í þessu máli. Auk þess hefur ráð- herra ítrekað verið hvattur til að bregðast við þeirri misbeitingu á valdi sem þarna liggur fyrir í skjóli aðgerðaleysis hans. Í Morg- unblaðinu í gær ítrekar ráðherrann enn fyrri svör sín til Alþingis Ís- lendinga í kjölfar ályktunar al- menns fundar í Læknafélagi Reykjavíkur hinn 22. febrúar sl. þar sem ráðherrann er enn á ný krafinn aðgerða í máli þessu. Vegna þessa er nauðsynlegt að gera alvarlegar athugasemdir við svör ráðherra þannig að lesendur blaðsins nái átt- um og þingmenn á hinu háa Alþingi geti dæmt um vandaða stjórnsýslu ráðherrans og pólitískt atgervi. Í fyrirspurn JS/MF var ráðherra spurður hvort hún „ætlaði að bregðast við nýlegri dómsnið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að stjórnendur LSH hafi brotið rétt á þáverandi yfirlækni“. Á tveimur þétt skrifuðum síðum svarar ráðherra í raun ekki fyr- irspurninni en lætur móðan mása um atriði sem ekki verður annað séð en að séu til þess eins fallin að afvegaleiða lesandann frá efnis- atriðum málsins. Ráðherra segir að í dómsmálinu hafi „einungis“ verið deilt um lögmæti áminningarinnar en ekki um ákvörðun spítalans um uppsögn! Í því samhengi er rétt vekja athygli á því að ef áminningin er ólögmæt er uppsögnin það líka. Þess er hins vegar ekki getið að málið var höfðað áður en uppsögn átti sér stað og skorað hafði verið á spítalann að bíða með ákvörðun um framhaldið þar til nið- urstaða í málinu væri fengin. Spítalinn brást hins vegar við þeirri sjálfsögðu ósk með taf- arlausri uppsögn starfs þar sem und- irrituðum var gert að rýma skrifstofu sína innan fárra klukku- stunda. Væntanlega til að forða stofnuninni frá frekari skaða starfsmannsins! Áminningin var dæmd ólögmæt í öllum atrið- um í héraðsdómi og þar með liggur ljóst fyrir að uppsögn starfsins skortir lagastoð. LSH hirti ekki um að áfrýja þessum dómi til Hæsta- réttar en ákvað að una niðurstöðu hans og þar með að fallast á að rangt hefði verið við haft frá hendi stjórnenda stofnunarinnar. Ráðherra segir í svari sínu að ekki hafi reynt á gildi ákvörðunar spítalans um uppsögnina hvorki fyrir dómstólum né í ráðuneytinu. Hins vegar lætur ráðherra það ósagt að lögmaður minn kærði ákvörðunina til heilbrigðisráðherra. En vegna þess sem lögmaðurinn taldi freklegt brot ráðuneytisins á málsmeðferðarreglum neyddist hann til að draga stjórnsýslukær- una til baka til að forða undirrit- uðum frá frekara tjóni vegna máls- meðferðar ráðherra. Það er því beinlínis rangt að ákvörðunin hafi ekki verið kærð til ráðuneytisins. Ráðuneytið valdi að fara ekki að settum reglum. Er það hugsanlegt að embættismenn í ráðuneytinu hafi leynt þessu fyrir ráðherranum, eða hefur hún valið að gleyma því? Spyr sá sem ekki veit. Fyrirspyrjendur spyrja einnig „hverjar eru skyldur og ábyrgð ráð- herra þegar sú staða kemur upp að stjórnendur stofnunar sem heyrir undir ráðuneyti hans ákveða að skeyta því engu þótt dómstólar dæmi framgöngu þeirra gagnvart starfsmönnum ólögmætar og skaða- bótaskylda ríkisins virðist augljós af þeim sökum?“ Ráðherra svarar þessari spurningu alls ekki, en svo- kallað svar við spurningunni er út í hött og sýnilega sett fram með það að markmiði að skjóta sér undan raunhæfri umræðu um innihald málsins. Spyrja má hvort ekki sé óþarft að svona stofnanir heyri undir ráðu- neytin yfirleitt, eða hvort það sé óþarft að hafa ráðherra með þetta viðhorf til viðfangsefnanna. Eða stjórnar forstjóri LSH ráðuneytinu einnig? Þetta kristallast enn frekar í svari ráðherra við spurningunni „Telur ráðherra það farsæla þróun fyrir sjúklinga eina háskólasjúkra- húss landsins að mjög sérhæfðum læknum sé vikið úr starfi með að- gerðum sem nú hafa verið dæmdar ólögmætar?“ Ráðherra virðist veigra sér við því að svara þessari spurningu, en fjallar þess í stað um allt annað en um er spurt. Hér er spurt um hagsmuni sjúklinga, sem er kjarnaspurning, þar sem starf- semi Landspítalans snýst um veitta þjónustu til viðskiptavina stofn- unarinnar sem eru sjúklingarnir. Stofnun sem eftir sameiningu spít- alanna hefur nánast einokunarvald yfir atvinnumöguleikum sérhæfðs starfsfólks og meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga. Er það til heilla? Ráðherra virðist hins vegar taka þann pól í hæðina að starfsemin snúist um athafnir stjórnenda sem hún virðist tilbúin að setja á póli- tíska afrekaskrá sína í heilbrigð- ismálum þótt ólögmætar séu. Er hún stolt af því? Við kennum börn- um okkar að það sé ljótt að skrökva. Stjórnsýsla LSH, heil- brigðisráðuneytis og ráðherra í um- ræddu máli og svör hennar við spurningum nefndra þingmanna eru engu betri. Getum við ekki ver- ið sammála um að það er ljótt að skrökva, Siv? Lengri útgáfu þessarar greinar má finna á greinasvæði mbl.is, www.mbl.is/greinar Það er ljótt að skrökva, Siv Stefán E. Matthíasson gerir athugasemdir við svar Sivjar Friðleifsdóttur um uppsögn hans úr starfi á Landspít- alanum » Á tveimur þétt skrif-uðum síðum svarar ráðherra í raun ekki fyr- irspurninni en lætur móðan mása um atriði sem ekki verður annað séð en að séu til þess eins fallin að afvegaleiða lesandann frá efnis- atriðum málsins. Stefán E. Matthíasson Höfundur er læknir, dósent í æðaskurðlækningum við læknadeild Háskóla Íslands. ÞAÐ kom fram í ræðu for- sætisráðherra á alþingi sl. haust, að aðild Íslands að Íraks- stríðinu hefði í fyrstu einvörð- ungu verið bundin við leyfi til handa Bandaríkjunum til yf- irflugs hervéla. Í framhaldi af því hafi Íslendingar ekki viljað „amast“ við því, að vera settir á lista yfir hinar „viljugu og stað- föstu þjóðir“, sem ábyrgð bera á Íraksstríðinu. Í lok nóvember sl. fann nýr formaður Framsóknarflokksins út að: „Ákvörðunarferli var ábótavant og þar af leiðandi var ákvörðunin röng eða mistök.“ Þarna er nýi formaðurinn að tala til Halldórs og Davíðs. Það er mikið að þessi nýi pólitíkus, og sérkennilegi hringfari í yf- irlýsingum, skuli ekki hafa fleiri orð um, t.d. að ákvörðunin hafi verið óundirbúin, óviljandi, á misskilningi byggð eða mis- heyrn og fleira enn sem á vegi verður þegar beinskeytt er tal- að í dúr formannsins. En í Blaðinu 28. nóvember hlammast fram á sviðið Guðni varaformaður, svo segjandi: „Það er ekki nokkur vafi í mín- um huga að Bush-stjórnin í Bandaríkjunum misnotaði góð- an vilja okkar þjóðar og setti okkur inn á lista yfir viljugar og staðfastar þjóðir. Það er ein- hliða ákvörðun Bandaríkja- manna, sem þeir ættu að biðj- ast afsökunar á.“ Svo mörg eru þau orð sem við skulum láta fyrrverandi for- sætisráðherra, Davíð Oddsson, um að svara. Á áramótum 2004 flutti hann þjóðinni boðskap þar sem segir m.a.: „Þátttaka á lista hinna stað- föstu þjóða fólst í pólitískri yf- irlýsingu og henni fylgdu ekki aðrar skuldbindingar á því stigi. Þær pólitísku yfirlýsingar voru gefnar af réttum aðilum og voru í fullu samræmi við marg- endurteknar yfirlýsingar for- ystumanna stjórnarflokkanna, um að ekki væri hægt að úti- loka valdbeitingu í Írak.“ Og enn kvað Davíð: „Að því hefur verið fundið að ekki sé til bókuð samþykkt ríkisstjórn- arinnar um efnið. Þetta er á misskilningi byggt. Rík- isstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald. Utanríkisráðherra fer, með atbeina forsætisráð- herra þegar það á við, með ákvörðun af þessu tagi. Enginn ágreiningur var um hana í röð- um ráðherra.“ Það er löngu vitað að ákvörð- un um þátttöku í Íraksstríðinu var tekin af utanríkisráðherra fyrir „atbeina“ forsætisráðherra í Prag austur að næturþeli. Davíð upplýsir einnig að eng- inn ágreiningur hafi verið um þá ákvörðun í röðum ráðherra. Í þeim röðum voru bæði Geir Haarde og Guðni Ágústsson. Það er því vægast sagt aum- legt þvaður, sem þeim leið um munn á liðnu hausti og vitnað er til í upphafi þessa grein- arstúfs. Þau orð voru vafalaust töluð í þeirri trú og von, að al- menningur væri búinn að gleyma einu argvítugasta af- broti, sem íslenzk stjórnvöld hafa framið frá upphafi vega. En það er borin von, enda verða afglöpin á dagskrá í al- þingiskosningunum að vori. Það er svo til að hlæja að með hálfum kjaftinum að Guðni soldát skuli krefjast afsökunar Bandaríkjaforseta á aðild ís- lenzku ráðstjórnarinnar að stríðinu í Írak. Sverrir Hermannsson Aumlegt þvaður Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. EFTIR hrakfarir undangeng- inna ára við rekstur Íslensku óperunnar (sbr. nýlegar Lesbók- argreinar mínar) hefði maður ætlað að stjórn hennar hefði loks séð að sér og reynt að fara að gera eitthvað af viti. Óperustjórinn hefur að vísu axlað ábyrgð og sagt af sér, en stjórn Óperunnar situr enn, öllu trausti rúin, en ætlar sér nú samt að ráða nýjan óperustjóra, sem hún sjálf hefur þó litla þekkingu eða for- sendur til að ráða. Ráðning nýs óperustjóra Eins og ég hafði spáð varð lítil aðsókn að síðustu uppfærslu Óperunnar, Flagari í framsókn, eins og reyndar mátti vita fyrirfram. Það urðu aðeins örfáar sýningar á óperunni, hálftómt hús á þeim flestum og menn voru almennt sammála um að þetta verkefni hefði ekkert erindi átt hingað á klakann. Næsta verkefni óperustjórnar var þá að ráða nýjan óperustjóra, sem hefði reynslu og þekkingu úr óperuheiminum svo koma mætti í veg fyrir þau hörmulegu mistök, sem núverandi óperustjóri og stjórn hafa verið ábyrg fyrir. En hvernig ræður maður óp- erustjóra? Fær maður gamlan frystihússtjóra með stjórn- unarreynslu að aust- an eða nýútskrifaðan hagfræðigaur úr HR eða Bifröst? Eitthvað svoleiðis endurspegl- ast úr auglýsingu Ís- lensku óperunnar, sem birtist í Morg- unblaðinu 25. febr- úar. Þar er háskóla- menntun gerð að skilyrði fyrir ráðn- ingu óperustjóra. Af fimm helstu liðum starfslýsingar er að- eins einn sem lýtur að því, sem í raun skiptir máli: „Umsjón með verkefnavali og listrænni starfsemi“. Hitt eru fjármál, rekstraráætlanir, kynningarmál, starfs- mannamál og rekstur húsnæðis? Þetta lykt- ar af því að þegar sé búið að velja einn klæðskerasaumaðan umsækjanda fyrir auglýsinguna. Hver er hann? Óperustjórnin aftur í sama pytt Hafa stjórnamenn Óperunnar ekkert lært? Gallinn við fráfarandi óperustjóra var að hann hafði ekki nokkra reynslu eða vit á óp- erustarfsemi þegar hann hóf störf, enda ekki ráðinn til þess að vera eiginlegur óperustjóri, heldur sem framkvæmdastjóri við hlið tónlist- arlistarmanns, Gerrit Schuil, sem átti að sjá um hina listrænu hlið, en hrökklaðist úr starfi nokkrum mánuðum síðar. Eftir sat fram- kvæmdastjórinn gjörsneyddur óp- eruþekkingu og reynslu og er ástæða til að halda að það hafi einmitt skilið rekstur Óperunnar eftir í rúst. Og nú á sem sagt að ráða nýjan óperustjóra þar sem hin listræna þekking eða sýn er gerð að auka- atriði (að vísu þó „æskileg“), en „háskólamenntun“ og „reynsla og/ eða þekking á fjármálastjórn eru skilyrði“. Þeir menn sem svona texta skrifa hafa greinilega engan skilning á eðli og starfi óp- erustjóra. Þeir falla aftur í sama pytt og við síðustu ráðningu. Óp- erustjóri er nefnilega fyrst og fremst listrænn stjórnandi. Stjórn hans á að vera ígildi listrænnar sköpunar. Hann er aflvaki þeirra ævintýra, sem óperulistin getur fært okkur. Hann er ekki rekstr- aráætlanaðili, ekki starfsmanna- málastjóri, ekki rekstrarstjóri húsnæðis. Fyrir svoleiðis hluti ræður óperustjóri eða óperustjórn sér einfaldlega framkvæmda- stjóra, sem sér um þessa hluti á meðan óperustjórinn einbeitir sér að því að velja verkefni og lista- menn og sér til þess að listrænum kröfum sé fylgt af ýtrasta metn- aði. Auðvitað væri æskilegt að hann hefði reynslu af stjórnun, en kannski ekki endilega skilyrði. Listrænn stjórnandi er það sem þarf Ég endurtek – af því að það er svo mikilvægt – að óperustjóri er listrænn stjórnandi, starf hans hefur aðallega að gera með hina listrænu hlið rekstursins, en framkvæmdastjórinn sér um allt hitt. Báðir lúta þeir stjórn, sem sér um að samræma ólík sjón- armið hins listræna og þess fjár- hagslega. Þannig er það í óperu- og leikhúsum um allan heim, þannig er það í leikhúsunum hér heima; t.d. bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Ég leyfi mér að benda á að sá Íslendingur, sem lengst hefur náð á þessu sviði í heiminum, Helgi Tóm- asson, stjórnandi Ballettflokksins í San Francisco, hefur sagt ná- kvæmlega þetta um ofangreinda skilgreiningu á listrænum stjórn- anda, en sjálfur hefði hann líklega ekki uppfyllt öll skilyrði auglýs- ingar Íslensku óperunnar um list- rænan stjórnanda. Það hefði Garð- ar Cortes ekki heldur gert á sínum tíma eins frábær óp- erustjóri og hann nú reyndist vera á upphafsárum Íslensku óp- erunnar. Lágmarkið skaðann! Það hlýtur að vera lágmarks- krafa til stjórnar Íslensku óp- erunnar að hún auglýsi þannig eft- ir óperustjóra að það sé gert að skilyrði að hann hafi mikla reynslu í tónlist eða óperulist eða í listrænum rekstri óperu- eða leik- húsa. Um leið ætti að auglýsa eftir framkvæmdastjóra, sem getur séð um allt hitt, – fjármál, kynning- armál o.s.frv. Með því móti getur stjórn Óperunnar a.m.k. lágmark- að þann skaða, sem hún hefur þegar valdið í íslensku óperulífi – áður en hún sjálf tekur á sig ábyrgð og segir af sér! Meðal helstu verkefna nýs óperustjóra og óperustjórnar væri að ná áttum svo Íslenska óperan beri gæfu til þess að starfa sem mest með rís- andi Tónlistarhúsi í Reykjavík í eins miklum mæli og nokkur kost- ur er, en þar hafa stjórnendur Óp- erunnar líka klikkað illilega eins og í svo mörgu öðru! Óperan klikkar enn Árni Tómas Ragnarsson skrifar um ráðningu óperustjóra »… óperu-stjóri er list- rænn stjórn- andi, starf hans hefur aðallega að gera með hina listrænu hlið reksturs- ins … Árni Tómas Ragnarssons Höfundur er læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.