Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 13
skapað nýjar leiðir að mark- miði sínu sem maður bjóst ekki við fyrirfram að þær myndu finna.“ Hrafn segir að tilraunin hafi stutt kenningu sína en hún nær utan um fleiri þætti sköpunargáfu en áður hefur verið haldið fram. „Með þessu getum við fikrað okkur nær því að skapa tölvur með ímyndunar- afl. Ætlunin er að hug- búnaðurinn sem ég bjó til nýtist áfram við MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 13 MARTIN Ingi Sigurðsson er fjórða árs nemi í læknisfræði og var á vakt á bráðamóttöku LSH í gærkvöldi. Hann átti þó smástund aflögu til að út- skýra „á mannamáli“ og af mikilli þolinmæði fyrir blaða- manni um hvað verkefnið hans snerist en hann fjallaði um „Áhrif aldurs á ut- angenamerki mannsins“. „Á þriðja ári vinnum við rannsóknarverkefni og ég byrjaði svolítið á þessu þá. Mig langaði að kynna mér grunnvísindi læknisfræð- innar.“ Verkefnið vann hann við háskólatengdan spítala í Baltimore í Bandaríkjunum sem heitir Johns Hopkins. Megnið af sýnunum kom hins vegar frá Hjartavernd, sem Martin segir að eigi ómet- anlegt gagnasafn. „Utangenaerfðir má segja að séu þættir sem stýra því í raun í hvað við notum erfða- mengið okkar. Það er til dæmis sama erfðamengi í húðfrumu og taugafrumu en samt eru þessar frumur gjör- ólíkar. Segja má að þetta sé það sem kveikir og slekkur á genunum í hverri frumu.“ Leiðbeinendur Martins, þeir Hans Tómas Björnsson og Andrew P. Feinberg, höfðu áður „sett fram nýtt lík- an af því hvernig sjúkdómar verða til og tóku inn í þessi ut- angenamerki“, útskýrir Martin. „Ein af undirstöðunum í þessu líkani er að utan- genamerki breytist með aldri, og að það geti útskýrt af hverju tíðni svo margra sjúk- dóma breytist með aldri. Það er nokkuð sem hefðbundin erfðafræði hefur aldrei getað skýrt. Við erum jú með sömu gen þegar við fæðumst og við erum með þegar við verðum fimmtug.“ Hugmyndin var að þessi utangenamerki breytt- ust hins vegar með aldrinum. „Ég tók sýnin frá Hjarta- vernd, sem voru tekin úr sama einstaklingi með fimm- tán ára millibili, og sýndi fram á að DNA-metýlun, sem tilheyrir hópi utangena- merkja, breytist með aldr- inum. Ég tók líka sýni frá Bandaríkjunum og sýndi fram á sama í þeim.“ Með þessu renndi Martin stoðum undir þetta nýja líkan af til- urð sjúkdóma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný erfðavísindi Martin vann að rannsóknum sem eiga að út- skýra hvers vegna tíðni sjúkdóma breytist með aldrinum. Stoðum rennt undir læknavísindi MEÐ því að nota heitt vatn sem orkugjafa í stað raf- magns tókst tveimur nem- endum í vélaverkfræðideild Háskóla Íslands að minnka orkunotkun einfalds tækis, nánar tiltekið handþurrku, um 50–75%. Þau Hildigunnur Jónsdóttir og Valdimar Olsen lögðu upp með það að sýna hvernig hægt væri að nota heitt vatn beint sem orku- gjafa. „Heitt vatn hefur verið notað til að framleiða raf- magn en sú umbreyting kost- ar mikla orku. Sparnaðurinn við að nota varma vatnsins beint getur því verið mjög mikill,“ segir Hildigunnur. Þau Valdimar hönnuðu og smíðuðu handþurrku, líka þeim sem þekkjast á almenn- ingssalernum og blása heitu lofti á blautar hendur salern- isgesta, sem gekk fyrir heitu vatni og að hluta fyrir raf- magni. Í venjulegum raf- knúnum handþurrkum er varmanum náð fram með því að hita upp víra með rafmagni en það er afar orkufrek leið til að skapa varma. „Við not- uðum varmaskiptibúnað sem tók á sig heita vatnið og hitn- aði líkt og miðstöð í bíl. Loftið í tækinu hitnaði við snertingu við búnaðinn og því var síðan blásið úr handþurrkunni með viftu.“ Tæki þeirra Hildigunnar og Valdimars notaði einungis 90% þess rafmagns sem venjuleg rafmagnsknúin handþurrka notar en heildar- orkusparnaður var um 50 til 75%. „Hér á landi er nóg til af heitu vatni og hægt væri að tengja tæki sem þetta við ofn- kerfi. Hitatapið sem vatnið verður fyrir er óverulegt þannig að það skiptir engu máli þótt því sé veitt aftur í heitavatnskerfið. Í stórum byggingum erlendis eru líka oft hringrásarkerfi fyrir heitt vatn sem hægt væri að tengja handþurrkuna við. Mögu- leikar tækninnar eru því ekki bundnir við aðstæður hér á landi.“ Tæknina má nota með ýmsu móti og segir Hildi- gunnur að í fljótu bragði megi hugsa sér að hún væri notuð í hvers kyns tæki sem blása heitu lofti. „Hárþurrkur, líkar þeim sem eru á sundstöðum, geta byggst á sömu tækni og eins stórir fataþurrkarar sem eru í stöðugri notkun.“ Framtíðarmöguleikarnir eru því ýmsir og bendir Valdi- mar á að þótt tækið noti 50– 75% minni orku en sambæri- leg rafmagnstæki sé vafalaust hægt að þróa það þannig að það spari jafnvel enn meiri orku. Morgunblaðið/Árni Sæberg Spara orku Hildigunnur Jónsdóttir og Valdimar Olsen þróuðu handþurrku sem gengur fyrir heitu vatni. Vatnsknúin handþurrka SÝNDARVERUR með sköp- unargáfu voru verkefni Hrafns Þorra Þórissonar, nemanda í Háskólanum í Reykjavík, en síðastliðin 3 ár hefur hann unnið að þróun gervigreindar. Í verkefni sínu, „Nýsköpun í sýnd- arverum“, tókst honum að endurskapa sýndarverur með helstu einkenni sköp- unargáfu. „Tölvur nútímans eru mjög góðar að fara nákvæmlega eftir því sem við segjum þeim og kennum þeim að vinna. Þær skortir þó enn hæfileik- ann, sköpunargáfu, til að skapa sínar eigin lausnir og hugmyndir.“ Verkefni Hrafns var tví- þætt. Annars vegar lagði hann fram kenningu um hvað fælist í sköpunargáfu en vís- Skref í þróun gervigreindar indamönnum hefur til þessa ekki tekist með fullnægjandi hætti að ná utan um það hvað sköpunargáfa í raun og veru er. „Helsta vandamálið var að búa til hermilíkan sem endurspeglaði þá sköp- unargáfu sem við þekkjum í náttúrunni. Ég bjó til líkan sem inniheldur þá þætti sem við sjáum í náttúrulegum líf- verum, að búa til lausnir sem vinna á þeim erfiðleikum sem fyrirfinnast í umhverfinu.“ Hins vegar hannaði Hrafn hugbúnað til að reyna kenn- inguna. Þannig bjó hann til gervigreindarverur sem hög- uðu sér í samræmi við líkanið og reyndust ná upp að vissu marki að finna lausnir á þeim vandamálum sem þær mættu. „Sköpunargáfa ver- anna birtist í því að þær gátu rannsóknir á sköpunargáfu eins og hún birtist í okkur mönnunum. Til dæmis semja tónlist eða gera vísindalegar uppgötvanir. Það mun þó að sjálfsögðu þurfa meiri tíma og rannsóknarvinnu.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Rannsakar sköpunargáfuna Kenning Hrafns Þorra Þór- issonar skýrir sköpunargáfu betur en áður hefur tekist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.