Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Galsi og kynjahlutföll  Það var ekki laust við að dálítill galsi einkenndi þingheim í umræðum um störf þingsins í gær en annan dag- inn í röð fóru þær út um víðan völl. Guðjón Ólafur Jónsson byrjaði á að vitna í ræðu formanns VG á landsfundi flokks- ins þar sem fram kom að Framsókn væri við hlið VG í því að tryggja jafn- an hlut kynjanna á þingi, ef marka mætti framboðslista flokkanna. Guðjón Ólafur sagði Fram- sókn hins vegar skera sig úr, með þrjá karla og þrjár konur sem oddvita fram- boðslista. Sjálfstæðis- flokksleikur  Framsóknarþingmenn tóku undir þessi orð og Siv Friðleifsdóttir benti á að hjá Samfylkingunni væri aðeins ein kona sem leiddi lista í sex kjör- dæmum og í VG væru þær tvær. Sagði hún þessa tvo flokka vera í því að „sleikja upp Sjálfstæðisflokkinn“ en komst ekki áfram með mál sitt þar sem hlátur þingmanna yfirgnæfði mál hennar. Þegar þingmenn voru búnir að jafna sig hélt Siv áfram og spurði hvernig flokkarnir hygðust tryggja jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórn. „Ætla þá karlarnir sem eru oddvitar að sitja hjá?“ spurði Siv. Tvísköttunar- samningar  Milli ræðuhalda um hvar jafnréttið væri mest vakti Ágúst Ólafur Ágústs- son athygli á nýföllnum dómi í héraði sem að hans mati undirstrikar rétt- aróvissu um tvísköttunarsamninga ríkisstjórnarinnar. Óskaði Ágúst eftir því að þeir yrðu lagðir fyrir þingið enda væru uppi alvarlegar vangaveltur um hvort núverandi fyrirkomulag stæðist stjórnarskrá. Fjármálaráðherra sagði aftur á móti að ekki væri hægt að tala um réttaróvissu á grundvelli dómsins. Í honum væri skýrt kveðið á um að fara eigi að samningum og því engin ástæða til að breyta hefðinni. Dagskrá þingsins  Þingfundur hefst kl. 12 í dag og á dagskrá eru óundirbúnar fyrirspurnir. Guðjón Ólafur Jónsson RÉTTMÆTI neyslustýringar var rætt á Al- þingi í gær í ann- arri umræðu um frumvarp til breytinga á virðisaukaskatts- lögum. Segja má að þetta séu síð- ustu forvöð enda eiga lögin að taka gildi á morgun en þá lækkar virðisaukaskattur á lægra skattþrepi úr 14% í 7%. Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, lagði fram breytingartillögu í þeim tilgangi að fara að ráðum Lýðheilsustöðvar og undanskilja gosdrykki svo þeir lækkuðu ekki í verði. Hann spurði hver væri til- gangurinn með því að halda úti stofnun á borð við Lýðheilsustöð ef álit hennar væri síðan hunsað. Lítill hljómgrunnur var hins vegar fyrir breytingartillögunni og sögðu sum- ir þingmenn að um forsjárhyggju væri að ræða. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að Lýðheilsustöð ætti gjarnan að standa að fræðslu um skaðsemi gos- drykkja en að það væri ekki lög- gjafans að hafa vit fyrir fullorðnu fólki, eða börnum fullorðins fólks. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, var einnig andsnúinn breytingartillögunni og sagði röksemdirnar ekki halda, þar sem neysla á gosdrykkjum væri mjög mikil hér á landi þrátt fyrir að þeir væru hátt skattlagðir. Neyslustýring góð eða slæm? Ögmundur Jónasson ENGINN atvinnurekstur fær þrifist við það vaxtastig sem er hér á landi, sagði Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í ut- andagskrárumræðum um byggðir utan lands- hlutakjarna á Alþingi í gær. „Þar sem stýrivextir eru milli 14 og 15% fær engin framleiðslugrein staðist, alls ekki. Það er bara ávísun á að hún leggist af. Það er grundvallaratriði að komast út úr þessum vaxtamálum. Öðruvísi verða allar til- raunir okkar til einskis,“ sagði Einar Oddur og sagði jafnframt að staða byggða á landinu væri mjög hættuleg. Margir þingmenn lýstu yfir áhyggjum af ástandi í byggðum utan landshlutakjarna (s.s. Ísafjarðar og Akureyrar) en einnig af sjálfum landshlutakjörnunum og var þá sérstaklega minnst á ákvörðun Marels að flytja starfsemi sína frá Ísafirði. Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, var málshefjandi og sagði eina mestu byggðaröskun í sögu landsins hafa átt sér stað á sl. 12 árum. „Mér hefur blöskrað sinnuleysi ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki um langa tíð,“ sagði Anna Kristín og sagði síðar að svo virt- ist sem stjórnvöld hefðu gefist upp og hugsanlega aldrei haft neinn vilja til að taka á málunum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði nú vera unnið samkvæmt byggðaáætlun fram til 2009, sem var afgreidd á Alþingi, og vís- aði m.a. til vaxtasamninga sem væru nýjung á síð- ustu árum. Jón sagði jafnframt að í samstarfs- samningi ríkisstjórnarinnar væru rækileg ákvæði um þessi mál. Ástæður byggðaröskunar væru margar en einkum sú að á svæðunum sem verst hafa orðið úti væru frumframleiðslugreinar mjög ráðandi. Jón sagði Byggðastofnun m.a. vinna að þessum málum og að mestu máli skipti að nýjar atvinnugreinar næðu að skjóta rótum sem víðast. Sigurjón Örn Þórðarson, þingmaður Frjáls- lyndra, var ekki sáttur við svör iðnaðarráðherra. „Það er frumvarp hér fyrir í þinginu um að leggja Byggðastofnun niður og hann ætlar að fela Byggðastofnun að gera eitthvað. Þetta er alveg fáheyrt,“ sagði Sigurjón og bætti við að byggð- irnar væru í vanda vegna sjávarútvegs. Enginn atvinnurekstur þrífst Einar Oddur harðorður í umræðum um byggðarlög utan landshlutakjarna ÞETTA HELST … Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „SAMFÉLAG heyrnarlausra þolir ekki fleiri bráðabirgðalausnir,“ sagði Sigurlín Margrét Sigurðardóttir þingmaður þegar hún mælti fyrir frumvarpi þess efnis að íslenska táknmálið yrði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra, heyrn- arskertra og daufblindra. „Ég ætla ekki að telja upp allar þær bráða- birgðalausnir sem hafa verið gefnar heyrnarlausum í gegnum árin, en engin þeirra hefur verið svo trygg og örugg að hún hafi fest sig í sessi,“ sagði Sigurlín en benti á að á 13 ár- um hefðu fjórar nefndir á vegum stjórnvalda átt að finna lausn á túlkaþjónustu fyrir heyrnarlausa. Þetta er í þriðja sinn sem Sigurlín flytur þetta sama frumvarp en að þessu sinni koma meðflutningsmenn hennar úr öllum flokkum. Margir þingmenn tóku undir með henni og haft var á orði í umræðum að líklega væri kominn meirihluti á þingi fyrir samþykkt frumvarpsins. Þá fylgdist hópur fólks með umræðunum af þingpöllum. „Þú getur ekki“ Sigurlín flutti ræðu sem verður að teljast óvenjuleg enda fléttaði hún inn í hana eigin reynslu og annarra en hún er sjálf heyrnarlaus. Hún vís- aði m.a. til umræðu um kynferðis- legt ofbeldi sem heyrnarlausir urðu fyrir fyrr árum og sagði þetta hafa verið vitað í samfélagi heyrnarlausra í mörg ár. „Á þessum tíma var tákn- mál ekki talið æskilegt í kennslu heyrnarlausra hér á landi, þannig að mikilvæg skilaboð um velferð barna fóru forgörðum og komust aldrei til réttra aðila.“ Sigurlín sagði fjölmarga heyrn- arlausa hafa verið svikna um grunn- skólamenntun og þ.a.l. lítið farið fyr- ir öðrum menntunar- eða starfstækifærum í þeirra lífi. „Orðin „þú getur ekki“ ómuðu í huga heyrn- arlausra sem höfðu metnað fyrir framtíð sinni og að lokum fóru þau að trúa því að svo væri, hugsunin varð „ég get ekki“ og metnaðurinn hvarf.“ Lífið mun taka stakkaskiptum Sigurlín sagði táknmálstúlkssjóð, sem komið var á laggirnar 2004 og átti að vera til þriggja ára, hafa sinnt skyldu sinni í fyrstu en að eft- irspurnin hefði fljótt orðið of mikil enda opnuðust nýir möguleikar fyrir heyrnarlausa. „Þeir urðu meðvitaðri um það sem þeir gætu gert og áttu rétt á að gera.“ Sigurlín sagði að líf heyrnar- lausra, heyrnarskertra og dauf- blindra myndi taka stakkaskiptum við viðurkenningu á íslenska tákn- málinu. „Sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra mun eflast til muna. Þeir munu finna hvers virði það er að geta sinnt daglegum félagslegum þörfum hindrunarlaust og geta rofið þá einangrun sem hefur heft þá í langan tíma. Þeir munu geta tekið fullan þátt í atvinnulífinu. Þeir þurfa ekki lengur að betla af t.d. vinnuveit- endum að þeir greiði fyrir þjónustu túlks á starfsmannafundum,“ sagði Sigurlín. Ekki fleiri bráðabirgðalausnir Morgunblaðið/G.Rúnar Fyrsta mál Sigurlín M. Sigurðardóttir talaði í gær fyrir frumvarpi um að táknmál yrði viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.