Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 58. TBL. 95. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is HR. HERRAMENN UPPÁHALDSHERRA BIRTU BJÖRNSDÓTTUR ER BÆÐI GLEYMINN OG LATUR >> 43 ROÐLAUST OG BEIN- LAUST Í ÁRATUG HLJÓMSVEIT Í FRYSTITOGARA >> 22 Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HLUTABRÉFAMARKAÐIR voru í töluverðu uppnámi allan gærdag, en helstu hlutabréfavísi- tölur heims lækkuðu allar, mismikið þó. Upp- hafið má rekja til Kína, en kínverska Shanghai- vísitalan (SCI) lækkaði um tæp níu prósent vegna yfirvofandi aðgerða kínverskra stjórn- valda til að auka eftirlit með markaðnum og markaðsaðilum. Kínverski markaðurinn hefur vaxið hratt og mikið undanfarin ár og er fjöldi vestrænna fyr- irtækja orðinn háður kínverska markaðnum. Áhyggjur fjárfesta af hugsanlegum afleiðingum áðurnefndra aðgerða stjórnvalda þar í landi á markaðinn og hagvöxt í landinu ollu svo þeirri keðjuverkun sem varð á hlutabréfamörkuðum heimsins. Japanska Nikkei-vísitalan lækkaði um 0,52%, Hang Seng-vísitalan í Hong Kong um 1,76%, þýska DAX-vísitalan um 2,96%, franska CAC40 um 3,02% og breska FTSE 100-vísitalan um 2,31%. Bandarísku vísitölurnar lækkuðu einnig, Dow Jones um 3,29%, Nasdaq um 3,86% og S&P500 um 3,47%. Var ástandið svo slæmt að settar voru hömlur á hlutabréfaviðskipti í kauphöllinni í New York, en þau komu ekki í veg fyrir mikla lækkun á hlutabréfaverði. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Ís- lands, segir erfitt að spá um þróun mála á mörk- uðum. „Það eru hins vegar engar ákveðnar vís- bendingar um að um varanlega niðursveiflu sé að ræða, heldur er líklegra að taugatitringur hafi ráðið för í gær,“ segir Þórður. Taugatitringur á mörkuðum Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is HVÍTASUNNUDAGUR, málverk eftir Jóhannes Kjarval, var sleg- inn á 1,3 milljónir danskra króna (DKR), 15,2 milljónir íslenskra króna, á uppboði hjá Bruun Ras- mussen í Kaupmannahöfn síðdeg- is í gær. Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali hjá Galleríi Fold, keypti málverkið fyrir hönd ónefnds íslensks einstaklings. Heildarkostnaður við verkið kom- ið til Íslands er um 25 milljónir. Jóhann telur, líkt og fleiri, að þetta sé hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir íslenskt málverk. Við söluverðið bætast 20% upp- boðslaun og 5% höfundarrétt- argjald. Verkið kostar því rúmar 20 milljónir þegar uppboðshúsið afhendir það. Verði það flutt til Ís- lands bætist við 24,5% virðis- aukaskattur, eða um fimm millj- ónir. En mun þessi sala hafa áhrif á verð Kjarvalsverka? „Ég held að þetta sé svolítið sérstakt atvik. Allt síðasta ár hafa verk verið að hækka mjög mikið, þó kannski sérstaklega eftir aðra höfunda en Kjarval. Það væri mjög ánægjulegt ef verkin hans færu að fylgja þeim hækkunum,“ sagði Jóhann. „Það eru ákveðin tímamót þeg- ar verk eftir íslenskan listamann selst á uppboði á svo háu verði,“ sagði Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands. „Kjarval átti langan feril og hann var nýkom- inn úr skóla þegar hann gerði þessa mynd. Hún hefur sérstöðu á ferli hans og sýnir vel næmi hans gagnvart hreyfingum í samtím- anum. Myndin er samt ekki frá blómaskeiði hans síðar á ferlinum. Því er erfitt að meta hverjar afleið- ingar þessa verða, en tvímælalaust verða þær einhverjar,“ sagði Ólaf- ur. Hafþór Yngvason, forstöðu- maður Listasafns Reykjavíkur, sagði að safnið hefði tekið þátt í uppboðinu framan af en ekki haft fjármuni til að keppa við þá sem best buðu. „Það hefði verið gaman að geta sýnt þetta verk með safn- eigninni og sýnt betur hvernig ferill Kjarvals var. Ef kaupandinn er íslenskur vonumst við til að geta unnið með honum og sýnt verkið í framtíðinni.“ Ætti að vera meira metinn Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, sagði Kjar- val vera einn af stærstu lista- mönnum þjóðarinnar og verk hans ættu að vera meira metin en verið hefur. „Ef við miðum Kjarval við sambærilega listamenn á Norð- urlöndum ætti að bæta að minnsta kosti einu núlli aftan við verðið á myndum hans, eins og það var.“ Hilmar Einarsson í Morkin- skinnu vissi ekki til þess að Kjar- valsverk hefði farið áður á jafnháu verði og Hvítasunnudagur. Fram- reikna þyrfti verð frá fyrri árum til að hafa raunhæfan samanburð og nefndi hann í því sambandi tímamótaverk Svavars Guðnason- ar, Gullfjöllin, sem Listasafn Ís- lands keypti á sínum tíma. Hilmar sagði þetta vekja spurningar um hvað fengist fyrir virkilega fínt hefðbundið málverk eftir Kjarval og hvort þetta hefði áhrif á mál- verkamarkaðinn almennt. Tímamótasala á Kjarval Hvítasunnudagur sleginn á 15,2 milljónir króna UPPBOÐSHÚS Bruun Rasmussen hafði metið verk Kjarvals á 100–150 þúsund danskar krónur, sem Jóhann Á. Hansen listmunasali telur að hafi verið vanmat. Boð hafi eiginlega byrjað á 300–400 þús- undum DKR og farið skjótt í 800.000. Fyrsta boð Jóhanns var 900.000 DKR, en var hann reiðubúinn að fara miklu hærra en endanlegt kaupverð reyndist? „Nei, ég held þetta hafi verið hámark- ið. Margir voru tilbúnir að borga um milljón og a.m.k. fimm að bjóða á því stigi og þrír fóru yfir milljón. Spennan var magnþrungin á lokasprettinum. Þá vorum við tveir að bjóða í,“ sagði Jó- hann. Hann vissi ekki hver hinn var en sá bauð í gegnum síma. Segir Jóhann að sér hafi létt mjög þegar verkið var sleg- ið honum á 1.300.000 DKR. Spennan var magnþrungin Bjóðandinn Jóhann bauð fyrir ónefndan Íslending. FRÉTTASKÝRING Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÞÓTT hækkun Moody’s á lánshæfismati ís- lensku bankanna hafi komið mönnum þægi- lega á óvart hér heima fer því þó víðsfjarri að hún mælist alls staðar jafnvel fyrir; sérfræð- ingar hjá Royal Bank of Scot- land, Dresdner Kleinwort og Société Génér- ale hafa þannig gagnrýnt Moody’s og segja hækk- unina ganga þvert á mat markaðarins og fjárfesta á íslensku bönk- unum sem krefjist umtalsvert hærri ávöxt- unar þegar þeir kaupi skuldabréf íslensku bankanna en annarra banka með sömu láns- hæfiseinkunn. Einnig er minnt á að svokallað skulda- tryggingarálag, sem er óbeinn kvarði á áhættuna á að banki geti ekki staðið við skuldbindingar sínar, sýni að markaðurinn telji skuldabréf íslensku bankanna áhættu- samari fjárfestingu en bréf banka með svip- aðar lánshæfiseinkunnir. Þetta er auðvitað rétt svo langt sem það nær en meginspurningin og hinn endanlegi prófsteinn er hvort markaðurinn færi sig í átt að mati Moody’s eða ekki. Og það er líka rétt að hafa í huga að þetta er ekki í fyrsta sinn sem markaðurinn metur stöðuna öðru- vísi en Moody’s sem á auðvitað allt sitt undir trúverðugleika sínum og orðspori. Þannig má minna á að fyrir tæpu ári þegar fjöl- margar neikvæðar skýrslur erlendra grein- ingardeilda birtust og óróinn í kringum ís- lensku bankana og íslenskt efnahagslíf var sem mestur hélt Moody’s í öllum grunnatrið- um fast við mat sitt á þeim. Tekið tillit til beggja einkunna Lynn Valkenaar, sérfræðingur hjá Moody’s, vildi ekki tjá sig sérstaklega um gagnrýni þessara greiningardeilda, er Morgunblaðið náði tali af henni. Hún lagði áherslu á að mikilvægt væri að hafa í huga bæði lánshæfiseinkunn og einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika íslensku bankanna; allir íslensku bankarnir hefðu þannig fengið C í einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika en Aaa í lánshæfiseinkunn. Fjárfestar tækju auðvitað tillit til beggja þessara einkunna. Valkenaar segir að með hinni nýju að- ferðafræði Moody’s sé tekið meira mið af hugsanlegum stuðningi eigenda banka eða hins opinbera; staðreyndin sé sú að nær eng- inn stærri banki hafi orðið gjaldþrota í Evr- ópu á undanförnum áratugum þannig að í reynd hafi lánhæfiseinkunnir í mörgum til- vikum verið of lágar. Moody’s hafi m.a. verið að bregðast við þeirri staðreynd og hækkun einkunna íslensku bankanna beri að skoða í því ljósi. Hækkun lánshæfis- mats gagnrýnd Morgunblaðið/P. Aldís Metverð Hæsta boðið í málverk Kjarvals reyndist vera um tífalt hærra en verkið hafði verið metið af uppboðshaldaranum fyrir uppboðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.