Morgunblaðið - 28.02.2007, Side 35

Morgunblaðið - 28.02.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 35 sem ég átti að sofa. Það var svalt í herberginu, glugginn opinn, líklega enginn hiti á ofninum og ég er ekki frá því að það hafi verið hálfgerður beygur í mér. Hún dró sængina af voldugu rúminu sem var gert til að þola fullorðna af öllum stærðum. Ég lagðist upp í og varð undrandi er mér fannst ég sökkva í svala und- irsængina. En þá breiddi hún yfir mig þá þykkustu, mýkstu og ynd- islegustu dúnsæng sem ég hef nokkru sinni upplifað. Sængin reis frá andlitinu á mér eins og stærð- arinnar snjóskafl. „Ég veit þér finnst svolítið svalt Doddi minn en það lagast strax“ og ég fann hlýjuna frá höndum hennar er hún lagaði sæng- ina, þrýsti henni að mér og lagði al- veg upp að höku. „Láttu mig bara vita ef ekki er allt í lagi.“ Það varð fljótt hlýtt og notalegt undir sæng- inni, mér fannst ég vera eins og prins í ævintýri, einn í stóru herbergi, í stóru rúmi undir stórri sæng en ekki einn eða einmana, eins og þeir eru stundum í ævintýrunum heldur um- vafinn hlýju og umhyggju. Á slíkum kvöldum er gott að sofna og þannig voru þau ætíð upp frá því, í ótal heimsóknum í Breiðumýri og síðan í Ásabyggðina. Það er mér meiri ham- ingja en orð fá lýst hvernig Gullý tók mér og bauð mig velkominn inn á heimili sitt og inn í fjölskylduna. Gullý var ákveðin kona og harð- dugleg. Mín tilfinning er sú að metn- aður hennar hafi ávallt falist í því að sjá til þess að allir aðrir á heimilinu gætu sinnt því sem þeir þurftu á hverjum tíma, hvort sem það var vinna, nám, tómstundir eða að ná heilsu undir læknishendinni og hún lét líka skiljast að hún ætlaðist til að hver og einn stæði sig. Ég og dætur mínar Hulda Björk og Harpa Kristín viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Gullý og njóta heimilis hennar og umhyggju. Guð blessi minningu hennar. Þóroddur F. Þóroddsson. Eitt sinn skal hver maður deyja. Þessi sannindi verða ekki umflúin þótt okkur kunni að finnast að látinn vinur hefði sannarlega átt að lifa mikið lengur. Guðný Pálsdóttir helgaði líf sitt þjónustu og umhyggju við aðra. Það var gestkvæmt á heimili Guðnýjar og Steingríms Jónssonar, bæjarfóg- eta og alþingismanns á Akureyri. Það var jafnframt heimili Þóru dótt- ur þeirra og Páls Einarssonar og þeirra barna en í þeim hópi var Gullý elst. Stöðugur gestagangur Gaut- lenginga og Grænvetninga, vina og kunningja. Oft 20 manns við matar- borðið. Það þurfti því að taka til hendi í eldhúsi og við önnur heim- ilisstörf og þar munaði um handtök Gullýjar strax í bernsku. Þar hófst skóli lífsins fyrir þessa ungu, glað- væru heimasætu. Heimilið varð hennar aðalstarfsvettvangur allar götur síðan. Í þjóðfélaginu er um þessar mund- ir mikið rætt um þann vanda sem rís af því að foreldrar gefi sér ekki næg- an tíma til að vera með börnum sín- um á því skeiði æskunnar sem börn- in þurfa þess mest með. Lífsgæðakapphlaupið leiðir til langs vinnudags foreldra og andlegs álags, sem börn líða fyrir. Guðný Pálsdóttir sá við slíku í uppeldi sinna barna. Hún gekk að eiga frænda sinn Þór- odd lækni Jónasson og helgaði hon- um, börnum þeirra, og heimilinu all- an sinn tíma og allt sitt starf og það gerði hún með þeim hætti að aug- ljóst var að þetta var hennar köllun og lífsfullnæging. Það var gleði í öll- um hennar störfum og öllu hennar viðmóti mestan hlut ævinnar. Það er mannbætandi að kynnast sumum mönnum. Guðný Pálsdóttir var ein þeirra. Að hafa skoðanir á ýmsum málum, og það hafði hún vissulega, er eitt en að troða þeim skoðunum upp á aðra er annað. Það hvarflaði ekki að henni. Að leiðarlokum er að þakka sam- fylgdina, langa og án hnökra, gleði- stundir og gestrisni á Breiðumýri og Akureyri, þetta elskulega bros og höfðingslund. Blessuð sé minning Guðnýjar Pálsdóttur. Benta og Valgarð Briem. Mig langar að minn- ast Ingibjargar Þór- hallsdóttur, frænku minnar, sem lést 1. janúar sl., en hún hefði orðið 85 ára í dag, 28. febrúar. Hún skipaði alltaf stóran sess hjá mér, þessi yndislega móðursystir mín sem bar með sér sérstaka hlýju og ör- yggi, veganesti þeirra systra frá bernskuheimilinu hjá afa og ömmu. Ein af skemmtilegum minningum er frá stórafmæli hjá ömmu og afa í Brekku. Barnabörnin veltust um úti og inni, það var fullt af fólki alls staðar í litla húsinu sem alltaf virtist svo stórt og rúmaði alla. Þær systur allar höfðu í mörg horn að líta en Imma náði tökum á okkur krökkunum bara með brosinu og maðurinn hennar, hann Þormóður, klappaði okkur á kollinn með hlýrri hendi. Löngu síðar höguðu atvikin því svo að amma lá banaleguna á Akranesi. Afi dvaldi hjá mér í nokkurn tíma og þær systurnar skiptust á að vera hjá okkur, þetta var um jól og í mörgu að snúast. Sonur minn eldri varð óskaplega hændur að Immu og þegar hún sat ekki við sjúkrabeð móður sinnar fékk hann að Ingibjörg Þórhallsdóttir ✝ Ingibjörg Þór-hallsdóttir fæddist á Stöpum á Vatnsnesi 28. febr- úar 1922. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Hvamms- tanga síðastliðna nýársnótt og var út- för hennar gerð frá Hvammstanga- kirkju 12. janúar. sitja löngum stundum í kjöltu hennar. Þær systur allar léttu okkur afa sannarlega lífið. Mér hefur oft orðið hugsað til þess hvað Imma sýndi mikinn styrk á þessum tíma, en hún missti mann sinn aðeins hálfu ári eftir að amma dó. Það hefur komið fram hjá öðrum hversu virk hún frænka var í félagsmálum. Hún sinnti líka fjölskyldu sinni af einstakri alúð og mér fannst alltaf við systrabörnin eiga alveg sér- stakt sæti í hjarta hennar. Alveg frá fyrstu heimsókninni sem ég man til þeirrar síðustu fagnaði Imma mér og mínum með sínum hætti: „Nei, ertu komin,“ og ég fann hvað ég var innilega velkomin, sama hvort þetta var þegar hún var önnum kafin húsfreyja á Sauðadalsá eða síð- ustu árin, þegar hún var komin inn á ellideildina. Imma var stórglæsileg kona og ég hef ekki séð margar konur sem báru íslenskan búning af jafnmikilli reisn og hún. Í raun má segja að hana hafi prýtt allir þeir kostir sem gera fólk að miklum og eftirminnilegum mann- eskjum. Ég veit að hennar er sárt saknað af börnum hennar og fjölskyldum þeirra, sem og systrum hennar og öðrum ættingjum og vinum. Þá er okkur huggun að vita að hún var sátt við að kveðja. Elsa Jónasdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs sonar míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BERGÞÓRS NJÁLS GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Víðinesi fyrir einstaka umönnun og kærleik við hinn látna. María Magnúsdóttir, María Bergþórsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, Helgi Bergþórsson, Kristín Bergþórsdóttir, Pétur Þór Lárusson, Ingibjörg H. Bergþórsdóttir, Guðmundur Kr. Ragnarsson, Guðmundur Örvar Bergþórsson, Aðalheiður Gísladóttir, Rúnar Þór Bergþórsson, Albert Valur Albertsson, Brynjar Bergþórsson, Apríl Eik Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS VÍDALÍN SIGURÐSSONAR, Múlavegi 32, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Sjúkrahúss Seyðisfjarðar fyrir frábæra umönnun í veikindum hans. Sigurbjörn Jónsson, Hugrún Ólafsdóttir, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, Hafsteinn Sigurjónsson, Anna G. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum af hlýhug auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. SIGRÚNAR GUNNARSDÓTTUR, seinast til heimilis í Lindasíðu 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana af mikilli alúð í veikindum hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Jónsson, Jakobína Reynisdóttir, Hermann Ragnar Jónsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Guðný Jóhanna Jónsdóttir, Óskar Sigurpálsson, Gunnar Jónsson, Jóhanna Andrésdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG HELGA ÞÓRÐARDÓTTIR, (Nenný) frá Breiðabólsstað í Dölum, Breiðagerði 8, Reykjavík, andaðist á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 22. febrúar. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 2. mars kl. 15.00. Ástvaldur Magnússon, Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson, Ásta Eyjólfsdóttir, Magnús Ástvaldsson, Pétur Ástvaldsson, Elísabet M. Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, EYJÓLFUR AGNARSSON, Dvergholti 25, Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 23. febrúar, verður jarðsung- inn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 1. mars kl. 15.00. Sigríður Traustadóttir, Bryndís Eyjólfsdóttir, Agnar Steinn Gunnarsson, Höskuldur Eyjólfsson, Katrín María Benediktsdóttir, Dagbjört, Gunnar og Sóley. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG ÞÓRNÝ ALFREÐSDÓTTIR veitingastjóri, Laugavöllum 9, Egilsstöðum, andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum föstudaginn 23. febrúar. Útför hennar fer fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 3. mars kl. 14.00. Þórhallur Eyjólfsson, Ingólfur Þórhallsson, Magnús Þórhallsson, Brynja Þórhallsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Í desember dimm- asta skammdegi kvaddir þú þitt jarð- neska líf og englar Guðs báru þig inn í himnesku eilífðina, þar sem aldrei dimmir og jóladýrðin er óend- anleg. Elsku Guðjón minn, þú veist hve heitt ég hefði kosið að fylgja þér síð- ustu skrefin, en það verður ekki allt- af eins og maður ætlar og vill. Þess vegna ætla ég að kveðja þig með ljóðinu sem ég sendi þér á 80 ára af- mælinu þínu. Það segir allt sem segja þarf um hug minn og vænt- umþykju til þín. Samúðarkveðjur sendum við Sævar og börn okkar til afkomenda þinna, mannsins sem átti gleðina og góðvildina alltaf efst í lífsbókinni. Hvíl í Guðs náðarörmum með ást- vinum öllum, er farnir eru. Þín ég minnist fyrst frá mínum blíðu bernskudögum er barst þú mig Guðjón Ottó Bjarnason ✝ Guðjón OttóBjarnason fæddist í Böðv- arsholti 18. októ- ber 1917. Hann lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 2. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsvík- urkirkju 9. desem- ber. á örmum þér og kysstir vanga minn. Við vorum bæði ennþá í okkar heimahögum ég hjúfraði mig að þér ef tárin vættu kinn. Alltaf var svo bjart yfir Böðvarsholtsins landi og bernskan var svo örugg í skjóli fólksins þar. En ætíð varst þú tilbúinn ef lenti ég í strandi að opna góða faðminn þinn mér til huggunar. Þú hélst á mér þú sast með mig og söngst við mig á kvöldin Þá svefninn kom svo hljóður með ljúfa drauminn sinn og þó þú færir burtu frá ömmu arineldi þú aldrei breyttist nokkurn tíma hjartans frændi minn. Ég óska þér til hamingju með árin áttatíu þó ótrúlegt mér finnist hvað þau hafa liðið fljótt og ennþá finn ég greinilega alla þína hlýju hún endist mér jafnlengi sem dagur fylgir nótt. Þín systurdóttir Álfheiður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.