Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 22
græjum og síðan hef ég verið part- ur af þessu bandi og þrír diskar eru komnir út, Bráðabirgðalög, Brælublús og Sjómannssöngvar.“ Allur ágóði af sölu diskanna renn- ur til björgunar- og slysavarna sjó- manna. „Við erum búnir að gefa fjórar milljónir og það gerir þetta allt saman ennþá skemmtilegra að láta gott af sér leiða.“ Heimildarmynd í vinnslu Hljómsveitarmeðlimir eru á aldrinum 18–47 ára en aðeins tveir í hljómsveitinni eru ekki sjómenn, þeir Magnús og Gulli Helga sem er í háskólanámi á Akureyri. „Við höfum fengið marga til að spila með okkur og allir sem hafa Hljómsveit um borð í togara Landkrabbarnir Magnús og Gulli Helga undirbúa sig fyrir tónleika. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Að vera í þessari hljóm-sveit er það skemmtileg-asta sem ég hef gert ítengslum við tónlist og hef ég þó starfað með mörgum hljómsveitum og tónlistarfólki í gegnum tíðina,“ segir Magnús Ólafsson, tónlistarskólastjóri á Ólafsfirði, en hann er meðlimur í hljómsveitinni Roðlaust og bein- laust. Hljómsveit þessi hefur þó- nokkra sérstöðu því hún er að stórum hluta skipuð áhöfn á frysti- togaranum Kleifarbergi ÓF-2 frá Ólafsfirði. „Hljómsveitin er búin að vera starfandi í um það bil tíu ár en þetta byrjaði allt vegna þess að strákarnir á Kleifarberginu eru söngglaðir og megnið af þeim var í Kleifakórnum. Kórinn þróaðist síð- an í hljómsveitina Roðlaust og beinlaust því þeir vildu gera eitt- hvað skemmtilegt um borð. Þessi áhöfn er vön að fara alltaf í Vagla- skóg á sumrin þegar hún kom í land og þar var einmitt fyrsta giggið hennar.“ Fjórar millur til góðra mála Björn Valur Gíslason er for- sprakkinn í hópnum og hann fær margar skemmtilegar hugmyndir og ein þeirra var að gefa út disk með bandinu. „Félagar hans hlógu bara að honum en Bjössi gafst ekki upp, heldur hafði samband við mig og ég kom mér upp einhvern tímann gert það eru um- svifalaust munstraðir í hljómsveit- ina. Þess vegna er þetta eiginlega fimmtíu manna hljómsveit, þó svo að harðasti kjarninn sé ekki nema fimmtán menn. Það er mjög gam- an þegar strák- arnir koma heim af sjónum með mátulega sjóriðu eftir mánaðar langan túr á sjónum. Ég reyni að vera með allt klárt þannig að þeir geti sungið inn á sem stystum tíma, því það er margt að gera í landi þegar menn eru bara í fjög- urra daga stoppi,“ segir Magnús sem leikur á gítar í bandinu og sér um að útsetja, taka upp og fram- leiða. Magnús segir lítið um grúpppíur sem elti Roðlaust og beinlaust. „En flestum finnst þetta frábært framtak þó einhverjum finnist ekk- ert sniðugt að sjómenn séu að syngja sig hása á opinberum tón- leikum. Eðli málsins samkvæmt komum við aðallega fram í tengslum við sjómannadaginn og eins höfum við komið fram nokkr- um sinnum á Hátíð hafsins í Reykjavík. Við höfum líka spilað á fiskideginum mikla á Dalvík og Síldarævintýrinu á Siglufirði. Svo tökum við á því á þorrablótum og öðrum innanbæjarsamkomum. Þannig að það er stanslaust fjör hjá Roðlausum og beinlausum og nú er verið að gera heimild- armynd um þessa einstöku hljómsveit.“ Á Kleifarbergi Bjössi, sérlegur hljómsveitarstjóri, leiðbeinir þar sem lagst er að landi, ásamt Ómari og Ólafi og tveimur messaguttum. Ljósmynd/Magnús Sveinsson |miðvikudagur|28. 2. 2007| mbl.is daglegtlíf Boðið er upp á ráðgjöf fyrir fólk sem vill hætta að reykja, minnka notkun nikótínlyfja eða hætta að nota munntóbak. » 25 heilsa Einkenni flensunnar eru al- mennur lasleiki, hiti, vöðva- verkir, hálssærindi og stundum hósti og höfuðverkur. » 24 flensa Rannsóknir Heklu Sigmunds- dóttur vísindamanns benda til þess að sólarljós geti styrkt ónæmiskerfi húðarinnar. » 25 rannsókn Ef verndandi og skaðlegir þætt- ir áfengis eru bornir saman kemur í ljós að þeir skaðlegu eru fleiri en verndandi. » 24 áfengi Rúnar Kristjánsson fylgist meðfréttum á Skagaströnd þar sem „má sjá þau Ingibjörgu Pálma og Jón Ásgeir á stöðugum ferðum úr og í dómsal, því enn virðist nokkuð þar til Baugsmálum lýkur“. Saman þau ganga um sali til loka, sýnast þar stundum á mikilli ferð. Ingibjörg heldur á Hagkaupspoka en herrann á öðrum af Bónus gerð. Þar er á ferðinni auglýsing ærin, enda eru bæði í framgöngu sperrt. Til kynningarmála skal fullnýta færin, það fer ekki hjá því að svo virðist gert. Og Rúnar horfir út fyrir landsteinana: Alþjóðasamfélags þegnskapur þarfur þykir víst bæta margt heiminum í. En morðaldan grimma sem geisar í Darfur geisar þar áfram og jafnt fyrir því! Loks leggur Rúnar út af aug- lýsingu og skilur hana á sinn hátt: Eflir hugar stöðugt starf, steypir öllum leiða í hvarf. Vaxtar þjóðar valinn arf, VÍSA er allt sem þarf! pebl@mbl.is Auglýsingar og morðalda VÍSNAHORN HUNDARNIR þurfa ekki síður en mannfólkið að vera stundum vel til fara. Að minnsta kosti kjölturakk- arnir sem fylgja eigendum sínum í hvívetna. Þessir hundar sem sýndu fatnað fyrir ferfætlinga tóku sig allavega vel út á hundatískusýning- unni sem haldin var í Yokohama í nágrenni Tókýó fyrir skemmstu. Rauðhetta Chihuahua-hundurinn Cookie í rauðum kjól. Hátískuhvuttar Fínir Miniature schnauzer-hund- arnir Miu og Ray í gallafatnaði. AP Bleik blómarós Tíkin Churaku tók sig vel út á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.