Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Lastaranum líkar ei neitt. Lætur hann ganga róginn. Finni hann fölnað laufblað eitt þá fordæmir hann skóginn. FJÖLMARGIR Íslendingar láta sig almenningsmálefni varða og taka þátt í þeim með ýmsum hætti, s.s. með setu í stjórnum og nefnd- um hjá félögum og félagasam- tökum. Á þetta ekki síst við meðal þeirra sem sinna störfum innan íþróttahreyfingarinnar. Oft eru þessi störf vanþakklát þar sem margir eru tilbúnir að gagnrýna það sem þar er gert en láta hins vegar vera að þakka og lofa það framlag sem þessir einstaklingar hafa innt af hendi. Í lok síðasta árs tilkynnti þáver- andi formaður Knattspyrnu- sambands Íslands, Eggert Magn- ússon, að hann hygðist draga sig í hlé frá formannsstörfum innan sambandsins en hann hafði sinnt því starfi undanfarin 17 ár. Það varð strax ljóst að mikill sjón- arsviptir yrði að Eggerti enda er maðurinn ákaflega fylginn sér og ákveðinn í verkum sínum, sumir myndu jafnvel kalla hann frekan. Hann, og starf hans sem formaður KSÍ, hefur oft legið undir ámæli þeirra sem láta ekki sitt eftir liggja við að fordæma og gagnrýna, stundum á réttmætan hátt og stundum ekki. Eggert hefur eftir sem áður staðið keikur og látið gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta enda var allt hans starf innan KSÍ unnið af ástríðu og sannfær- ingu fyrir því að hann ynni í þágu heildarinnar og að starf hans yrði knattspyrnuhreyfingunni sem heild til góða. Á vegferð sinni þurfti hann vafalaust einnig að taka óvin- sælar ákvarðanir og líta framhjá því sem öðrum fannst vera besti kostur í stöðunni. Ég var svo heppin að eiga þess kost að starfa með Eggerti í stjórn KSÍ um nokkurra ára skeið. Á þeim tíma sannfærðist ég end- anlega um að hann hafði gríð- arlegan metnað fyrir hönd íslensku þjóðarinnar og fyrir hönd íslenskr- ar knattspyrnu. Metnaður hans var miklu meiri en annarra í stjórninni og hann lét einskis ófreistað til að vegur hennar yrði sem mestur og bestur. Á þetta ekki síst við um knattspyrnu kvenna þar sem í hans tíð hafa verið stigin ótal mörg og farsæl framfaraspor á vettvangi landsliða sem og í keppni innan- lands. Í upphafi þessarar greinar hef ég ritað vísu Steingríms Thor- steinssonar sem er um þá sem sjá aðeins fölnuð laufblöð í skóginum og sjá sérstaka ástæðu til að benda á þau fremur en að horfa á skóg- inn sem heild. Þannig var það hjá mörgum í upphafi ársins þar sem ítrekað var bent á nokkur fölnuð laufblöð og þau höfð til marks um það að íslenskri kvennaknatt- spyrnu hefði ekki verið sinnt nægi- lega vel. Vissulega er enn margt ógert í íslenskri knattspyrnu, bæði hjá konum og körlum, við eigum mörg verðug verkefni framundan sem við hefðum sjálfsagt getað verið búin að bæta og breyta. En mér finnst ósanngjarnt að eft- irmæli Eggerts Magnússonar, er hann stígur úr stóli formanns KSÍ, séu þau að hann hafi haft ekki unnið nægilega vel í þágu íslenskr- ar kvennaknattspyrnu þegar stað- reyndir tala allt öðru máli og sýna fram á að hann skilji eftir gróð- ursælan akur sem hefur verið sáð í og sannarlega hugsað vel um á síð- ustu 17 árum. Þessi 17 ár eru rétt- ur helmingur þess tíma sem kvennaknattspyrna hefur verið stunduð á Íslandi og hver sem vill getur séð að seinni 17 árin eru miklum mun betri og farsælli en þau fyrri. Fyrir það vil ég færa Eggerti Magnússyni þakkir. Þegar verið er að ræða og meta verk forystumanna eins og Egg- erts Magnússonar, nú þegar hann hefur horfið til annarra starfa, er oft skynsamlegt að stíga eitt eða tvö skref til baka og virða fyrir sér heildarmyndina, því aðeins þannig verður hægt að sjá allan skóginn. INGIBJÖRG HINRIKSDÓTTIR, stjórnarmaður í KSÍ. Þakkir til Eggerts Magnússonar Frá Ingibjörgu Hinriksdóttur: Í ÞÆTTINUM Silfri Egils á Stöð 2 sl. sunnudag barst talið um víðan völl og þ. á m. um stund að baráttu gegn klámvæðingunni í samfélaginu. Þar lét ég orð falla í hálfri setningu um að ég vildi að lögreglan gæti beitt sér gegn klámi á Netinu og not- aði orðið „netlög- regla“ í því samhengi. Ekki átti að vera nokkur ástæða til að misskilja hvað ég var að fara og skýrt í hvaða samhengi orðin féllu. Engu að síður bregður svo við að til- teknir aðilar taka sér fyrir hendur að túlka þessa einu setningu þannig að af minni hálfu standi til að setja upp einhverja allsherjar ritskoðunarlöggu á Netinu à la Kína. Þar virðist Guðmundur nokkur Steingrímsson hafa farið fremstur í flokki og pennavinur hans, Björn Ingi Hrafnsson, var ekki seinn á sér að grípa gæsina og leggja út af ályktun eða túlkun Guðmundar sem heilögum sann- leik. Fátt virðist vera mýkra í munni Björns Inga þessa dagana en það að einhver segi eitthvað misjafnt um undirritaðan og hreint aukaatriði hvort fyrir því sé nokkur minnsti fótur. Það er út af fyrir sig umhugs- unarefni ef þessir ungu og upp- rennandi stjórnmálamenn – annar nú titlaður „tilvonandi (vara) þingmaður Samfylkingarinnar“, hinn nýorðinn borgarfulltrúi með ærinni fyrirhöfn og tilkostnaði sl. vor og tryggir nú völd Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík – ætla að byggja upp sinn stjórnmálaferil á aðferðum sem þessum og umgang- ast aðra stjórnmálamenn og þeirra orð og viðhorf á þennan hátt. En auðvitað ráða þeir sínu vinnu- lagi og mega vera sjálfum sér verstir mín vegna. Því miður er stað- reynd að lögbrot eða tilraunir til lögbrota eiga sér stað á Net- inu. Langmesta at- hygli vekja brot sem tengjast barnaklámi og tilraunum til að lokka börn og ung- linga gegnum Netið til óviðurkvæmilegra eða jafnvel glæp- samlegra samskipta. Auðvitað get- ur Netið komið við sögu beint eða óbeint við upplýsinga- og hug- verkastuld, í skipulagðri glæpa- starfsemi, fíkniefnaviðskiptum og öðru slíku a.m.k. sem sam- skiptamáti. Af sjálfu leiðir að lög- regluyfirvöld reyna að fylgjast með því sem fram fer á Netinu eins og annars staðar og hindra lögbrot. Hafi nafnið eða hugtakið „net- lögregla“ valdið því að einhverjir fengu fyrir hjartað er rétt að taka fram að þar er að sjálfsögðu að- eins um eina mögulega nafngift af mörgum að ræða. Í erlendum mál- um, t.d. norrænum, koma iðulega fyrir hugtökin „netpoliti“ eða „politi på Internettet“, „datakrim- inalitet“ o.fl. sem þýða má á ýmsa vegu. Mínar hugmyndir í þessum efnum ganga einfaldlega út á það að lögreglan hér sé, hvað sér- fræðiþekkingu, búnað og mannafla snertir, í stakk búin til þess að sinna sínu hlutverki á þessu sviði og heimildir hennar í því sam- bandi séu skýrar. Í Noregi hefur tekist farsælt samstarf milli net- fyrirtækja og lögreglu t.d. um að loka aðgangi að klámsíðum með ólöglegu efni. Ef notandi reynir að fara inn á slíka síðu fær hann til- kynningu um að aðgangi að síð- unni hafi verið lokað og hafi hann athugasemdir er honum bent á að snúa sér til lögreglu. Reyndar hef- ur einnig verið til umræðu í Nor- egi að hve miklu leyti netfyr- irtækin sjálf gætu gegnt einhvers konar eftirlits- eða lögreglu- hlutverki í þessum efnum og þar er nýlega fallinn héraðsdómur sem einmitt gengur út á að netfyr- irtækin geti innan vissra marka verið í slíku hlutverki. Glæparann- sóknarmiðstöð norsku lögregl- unnar, Kriminalpolitisentralen (KRIPOS), beitir sér með virkum hætti á þessu sviði. Í ársskýrslu miðstöðvarinnar 2005 segir m.a. í lauslegri þýðingu: „Kynferðisbrot gegn börnum. Netið er höfuðvett- vangur glæpa sem tengjast dreif- ingu og sölu efnis sem sýnir kyn- ferðisbrot gegn börnum. Kripos hefur þetta svið til virkrar skoð- unar (i fokus). Með því að vakta netþjóna og fylgjast með spjall- rásum (infiltrering) vinnum við markvisst að því, bæði að finna lögbrjóta og uppræta starfsem- ina.“ Hér á Íslandi reka samtökin Barnaheill ábendingalínu og hafa gert síðan 2001 sem hluta af evr- ópska verkefninu „Öruggt.net“ í góðu samstarfi við lögregluna. Reyndar starfar lögreglan nú þeg- ar að þessum málum með ýmsum hætti og alþjóðlegt lögreglu- samstarf skilar árangri í sambandi við að fletta ofan af barnaklám- hringjum með samtímaaðgerðum í mörgum löndum eins og við Ís- lendingar þekkjum vel dæmin um. Hjá lögreglustjóranum á höf- uðborgarsvæðinu eru bæði tölvu- rannsóknardeild sem rannsakar tölvur og skoðar innihald í tölvum sem lagt er hald á og eins er að sjálfsögðu kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu gríðarlega mikilvæg eining í öllu sem snýr að baráttunni gegn kynferðisafbrotum. Það er fjarri mér að mæla með nokkurs konar ritskoðun eða ástæðulausu inngripi í frjáls sam- skipti á Netinu. En fyrir því má færa mjög gild rök að engir eigi meira undir því en notendur Nets- ins og aðdáendur netheimanna að það takist að verja Netið, eftir því sem kostur er, fyrir ólöglegri starfsemi og misnotkun þess í annarlegum tilgangi. Þar er frelsi Netsins einmitt í húfi þegar betur er að gáð. Frjálsir netheimar lausir við lögbrot Steingrímur J. Sigfússon skrifar um eftirlit með Netinu » Því miður er stað-reynd að lögbrot eða tilraunir til lögbrota eiga sér stað á Netinu. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Stefán E. Matthíasson: „Það er ljótt að skrökva, Siv“ Ebenezer Þ. Böðvarsson: „Brosi ekki framan í eftirlits- myndavélar“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fullkomnaðu verkið með Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar Þ A K R E N N U K E R FI á öllhús – allsstaðar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 Sími 515 8700 Brúðkaupsblað Morgunblaðsins Sérblað helgað brúðkaupssýningunni Já! fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 9. mars Meðal efnis er: • Föt á brúðir, brúðguma og brúðarmeyjar. • Óvenjulegt brúðkaup ásamt hefðbundnu brúðkaupi. • Matur í brúðkaupsveislum. • Giftingahringir og morgungjafir. • Tónlist í brúðkaupum. • Viðtal við hjón sem hafa endurnýjað heitið. • Brúðargjafir. • Brúðarvendir og blómaskreytingar. • Brúðarsængin og brúðarnærföt. • Brúðkaupsmyndin. Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 5. mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.