Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 41
staðurstund Steinunn Sigurðardóttir skrifar frá París um gatnagerð á Ís- landi sem henni þykir lítið til koma. » 42 pistill Terem-kvartettinn frá Rúss- landi hélt tónleika í Salnum þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir var gestasöngvari. » 43 dómur Birta Björnsdóttir skrifar um Herramannabækur Rogers Hardgreaves sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi. » 43 af listum Þorvaldur Davíð Kristjánsson rakaði af sér allt hárið fyrir Kill- er Joe og er kominn inn í skóla í New York. » 49 leiklist Angelina Jolie er komin í póli- tíkina í Washington, Sigur Rós spilaði í New York og Eddie Murphy er tapsár. » 48 fólk Incubus hefur alltaf veriðnokkuð sér á parti í rokk-heimum. Hún hóf ferilinnsem eins slags fönkrokksveit, undir þó nokkrum áhrifum frá Faith No More og Red Hot Chili Peppers, eins og glöggt má heyra á fyrstu plötunni „Fungus Amongus“ (1995). Þegar S.C.I.E.N.C.E. kom út árið 1997 hafði sveitin hins vegar gert samning við Immortal/Epic. Plata sú olli því að Incubus var slengt í hóp með vinsælustu nýþungarokks- sveitum þess tíma, Korn og Defto- nes. Incubus pössuðu þó ekkert of vel í þann hóp og var það undir- strikað með Make Yourself (1999), plötu þar sem hinn sérstæði hljómur Incubus var tekinn að vaxa og dafna. Incubus var orðin „hugsandi“ rokksveit, eitthvað sem varð enn ljósara á Morning View (2001), plata sem varð nokkuð umdeild fyrst þeg- ar hún kom út. Morning View er fjölbreytt plata og slatti af rólynd- islegum, melódískum smíðum olli því að eldri aðdáendur urðu sumir hverjir hvumsa. Engu að síður var auðheyrt að meðlimir Incubus voru ákveðnir í þróa sig áfram og þrosk- ast og skítt með allar tískubylgjur. Næsta plata, A Crow Left of the Murder … (2004) var þá ekki síðra verk að þessu leytinu til. Styrkur Incubus felst í þessum óútreiknanleika, í bland við aðgengi- leg útvarpslög er sýrubundin til- raunastarfsemi og stundum fer þetta tvennt sama í einu og sama laginu. Kippur Nýjasta plata Incubus, Light Grenades, kom út í nóvember í fyrra og fór beint í fyrsta sæti bandaríska Billboard-listans, en þetta er í fyrsta skipti sem Incubus nær þeim árangri. Light Grenades fylgir svip- aðri forskrift og tvær síðustu plötur, en tvær smáskífur hafa nú komið út, „Anna Molly“ (með einkennilegu, svartþungarokkslegu riffi) og „Dig“, sem best er lýst sem dramatískum smelli. Já, það er erfitt að átta sig á Incubus. Kannski Einziger geti gef- ið einhverja innýn í þessi mál, en hann stofnaði sveitina ásamt æsku- vinum sínum, Brandon Boyd söngv- ara og Jose Pasillas trymbli, en þá voru þeir fimmtán ára. – Þetta er stórmerkilegt lag Mike, „Anna Molly“ … „Ó, takk.“ – Gítarriffið minnir á það sem svartþungarokkhljómsveitir eru að gera … „(Símasambandið er ekki ýkja gott og Einziger heyrir ekki þetta með svartþungarokkið og svarar því með almennum hætti.) Já, þetta er athyglisvert lag, það er mikið af skiptingum og það er svona í hress- ara lagi, finnst mér. Við vorum snöggir að semja það, lagið varð til áreynslulaust. Þetta var síðasta lag- ið sem við sömdum fyrir plötuna og ég verð að segja að við furðum okk- ur á þessum svakalegu viðtökum.“ – En er lagið undir áhrifum frá svartþungarokki? „Uuu …(hissa)… nei! (hlær hrossahlátri). Ég held ekki a.m.k.“ – En hvernig gekk að vinna alla plötuna? „Við höfum aldrei eytt meiri tíma í nokkra plötu en þessa. Vinnuferlið var hægara og eðlilegra, myndi ég segja, því að vanalega vinnum við þessa hluti mjög, mjög hratt.“ – Voruð þið nokkuð taugaóstyrkir yfir því að standast ekki væntingar? „Nei, alls ekki, við höfum bara alltaf unnið svo hratt, plöturnar hafa verið teknar upp á tveimur, þremur vikum. Síðasta plata var tekin upp á tveimur vikum t.d.. Núna ákváðum við að semja lögin í kippum, kannski þrjú, fjögur í einu og hljóðrita þau síðan í stað þess að hljóðrita allt í einu. Þetta gaf manni tíma á milli til að semja meira, og lifa aðeins með því sem þegar var komið. Við gátum þá pælt aðeins í því efni.“ Mannleg snerting – Incubus er hljómsveit sem nær listavel að samþætta hlustunarvæna tónlist og tilraunakennda. Hvað seg- ir þú um þessa staðhæfingu? „Ja … fyrir mitt leyti þá fíla ég í aðra röndina mjög einfalda tónlist en í hina mjög glundroðakennda og afstæða tónlist. Tilraunakennda tónlist, eins og þú myndir kalla það. Ég hef aldrei komist upp á lagið með að semja öðruvísi tónlist en þá þar sem þessir hlutir fara saman.“ – Og fólki virðist geðjast þessi vinna þín ... „Já, aðdáendur hafa t.d. tekið mjög vel í nýju plötuna. Við höfum aldrei fengið sérstaka athygli frá gagnrýnendum eða fjölmiðlum en aðdáendur standa alltaf með okkur. Það er auðvitað það sem skiptir mestu.“ – Hafa starfsmenn frá útgáfunni ykkar aldrei reynt að grípa í taum- ana og stýra ykkur inn í söluvæn- legri áttir? „Nei, aldrei. Útgáfan hefur aldrei skipt sér af nótu. Hún hefur reynst okkur mjög vel. Maður hefur auðvit- að heyrt hrikalegar sögur af hinum og þessum samskiptum útgáfna og hljómsveita en blessunarlega höfum við sloppið við allt slíkt.“ – Nú er Incubus mikil tónleika- sveit. Hversu mikilvægt er það fyrir ykkur að spila á tónleikum? „Fyrir mig persónulega er það aðalmálið. Þannig er best að upplifa Incubus að mínu mati. Stundum komast ákveðnir hlutir ekki jafn vel til skila á plötu og þeir gera á sviði. Plötur geta blekkt, því að í dag er hægt að klippa allt til og umbreyta því svo í tölvum. Þannig að hljóðin sem þú heyrir eru ekki frá fimm manns sem eru í herbergi að spila tónlist saman. Þegar við búum til plötur gerum við þær eins og við séum í bílskúr. Við spilum samtímis og þannig hljóðritum við. Sumir gera sér ekki grein fyrir því að svona eru Incubus-lögin – við fimm að spila saman. Það er ekkert verið að splæsa einhverju saman, né að ég taki upp mína parta sér o.s.frv.“ – Það er tímana tákn að þú þurfir að taka það sérstaklega fram að þið spilið saman sem hljómsveit. „Já (hlær). Flestar hljómsveitir vinna ekki svona lengur. Útkoman er því oft vélræn, það er eins og vél- menni séu að spila. Það vantar hina „mannlegu snertingu“ ef svo mætti segja (hlær).“ Nánd – Sérð þú einhverja línulega þró- un í ferli Incubus eða er þetta bara slatti af tónlist á nokkrum plötum? „Að einhverju leyti hefur þetta þróast eðlilega en mestan part er þetta líklega bara slatti af tónlist. Ég veit það ekki … hver plata er einhvers konar mynd af okkur á mismunandi tímum. Og það er eðli- legt að áhugi manna og áherslur breyttist í tímans rás.“ – En það hefur aldrei verið freist- andi þegar einhver ein plata hefur gengið vel að endurtaka formúluna á þeirri næstu? „Nei. Mest selda platan okkar til þessa er Morning View (2,7 millj- ónir eintaka) og við höfum aldrei reynt að gera plötu sem hljómar svipað. Við hefðum getað gert það, en það er bara ekki rétt. Plöturnar verða að vera spennandi fyrir okkur og þegar við leggjum í næstu plötu þá má hún ekki hljóma eins og sú síðasta.“ – Hvernig er með sjálfa hljóm- sveitina. Eruð þið vinagengi eða komið þið bara saman til að búa til tónlist? „Við erum tvímælalaust gengi (hlær). Þrír af okkur hafa verið vinir frá barnæsku og hinir tveir hafa verið í bandinu nokkuð lengi. Og við erum allir mjög góðir vinir. Við hitt- umst þegar við erum ekki á túr og ég hékk t.d. með tveimur úr hljóm- sveitinni í gærkvöldi. Það er mikil nánd í sveitinni.“ Fimm í fjársjóðsleit Fjölhæfir Styrkur Incubus felst í þessum óútreiknanleika, í bland við aðgengileg útvarpslög er sýrubundin til- raunastarfssemi og stundum fer þetta tvennt sama í einu og sama laginu. Mike Einziger er lengst til vinstri. Tónlist | Incubus spilar í Laugardalshöll næstu helgi Á laugardagskvöldið heldur bandaríska rokksveitin Incubus tónleika í Laugardals- höll. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Mike Einziger gítarleikara af þessu tilefni Það er Mínus sem hitar upp fyrir Incubus. Miðasala á tónleikana fer fram í verslunum Skífunnar (Laugavegi 26, Kringlunni og Smáralind), BT Egilsstöðum, Ak- ureyri og Selfossi og á midi.is. Miðaverð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 í sæti – og er miðagjald innifalið í miðaverðinu. Fyrsti konsert er frír SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISí boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar FIMMTUDAGINN 1. MARS KL. 19.30 Hljómsveitarstjóri ::: Lawrence Renes Einsöngvari ::: Lilli Paasikivi gul tónleikaröð í háskólabíói Ludwig van Beethoven ::: Egmont, forleikur Richard Wagner ::: Wesendonck Lieder Ludwig van Beethoven ::: Sinfónía nr. 3 „Eroica“ Eroica Sinfóníuhljómsveit Íslands er komin heim eftir sigurför um Mið-Evrópu til að flytja hetjusinfóníu Beethovens, stórvirkið sem var brúin milli klassísku og rómantísku sinfóníunnar. Fyrirhuguð tónleikakynning Vinafélagsins á fimmtu- daginn fellur niður vegna breytinga á efnisskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.