Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 17
ERLENT
SEX manns létu lífið og þrír slös-
uðust alvarlega í gærmorgun þegar
tveir strætisvagnar rákust á í
grennd við Lejsta við Uppsali í Sví-
þjóð. Vagnarnir voru fullir af fólki
þegar þeir mættust, með alls um
100 manns. Hugsanlegt er að þriðja
farartækið hafi komið við sögu en
ekki er vitað um orsök slyssins.
AP
Sex fórust
MINNST 14 biðu bana í sjálfsvígs-
árás við bandaríska herstöð í Afg-
anistan í gær þegar Dick Cheney,
varaforseti Bandaríkjanna, var í
heimsókn. Talibanar lýstu árásinni
á hendur sér og sögðu Cheney hafa
átt að vera skotmarkið.
Cheney skotmark
UTANRÍKISRÁÐHERRA Srí
Lanka, Rohitha Bogollagama, for-
dæmdi í gær fallbyssuárás Tamíla-
Tígra í Batticaloa-héraði. Þrír er-
lendir sendiherrar særðust í árás-
inni og sagði ráðherrann Tígrana
hafa af ásettu ráði miðað á þá.
Árás fordæmd
KONA nokkur í Bandaríkjunum
hefur viðurkennt að hafa þjálfað
tvo syni sína í að virðast þroska-
heftir. Út á það fékk hún bætur,
meira en 18 millj. kr., í 20 ár. Nú
bíða mæðginanna fangelsi og háar
sektir.
Sviksöm mæðgin
FORMAÐUR sambands dönsku-
kennara, Jens Raahauge, er ósátt-
ur við spurningarnar sem lagðar
eru fyrir inn-
flytjendur í prófi
sem á að tryggja
að þeir séu færir
um að verða
traustir borg-
arar. Þær séu
allt of erfiðar og
fáir Danir viti
svarið við sum-
um þeirra. „Það er mikilvægt að
vita að Ísland skuli hafa verið
dönsk eign en hvers vegna er mik-
ilvægt að vita að Íslendingar hafi
losað sig við tengslin 1944?“ spyr
hann. Raahauge segir einnig að
orðfærið á spurningunum sé allt of
flókið og prófið minni helst á skil-
vindu.
Hvenær fóru
Íslendingar?
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
STJÓRN Íraks náði í gær samkomu-
lagi um lög sem kveða á um skiptingu
tekna af olíulindum landsins eftir
íbúafjölda en fá málefni hafa valdið
jafn miklum deilum og taugaspennu í
stjórnmálum landsins eftir fall
stjórnar Saddams Husseins 2003.
Lítið er af olíu á svæðum súnní-araba,
sem eru um fimmtungur þjóðarinnar
og hafa ráðið mestu í Írak síðustu
áratugina. Þeir hafa óttast að hin
þjóðarbrotin sem ráða yfir megninu
af lindunum, sjía-arabar og Kúrdar,
myndu skilja þá eftir á köldum klaka.
Samkomulag varð í gær um að
dreifing teknanna yrði á hendi alrík-
isstjórnarinnar í Bagdad. Er stefnt
að því að tillagan verði lögð fyrir
þingið ekki síðar en í maí. Margir
vona að niðurstaðan leiði til þess að
nú dragi úr andstöðu margra súnní-
araba við ríkisstjórnina sem þeir líta
á sem handbendi sjíta og Bandaríkja-
manna. Aðrir eru svartsýnni. Þeir
benda á að margt annað valdi átök-
unum í landinu og auk þess sé ekki
víst að erlend olíufyrirtæki verði
áfjáð í að semja um leit og vinnslu
fyrr en búið verði að tryggja réttindi
þeirra betur. Enn sé eftir að ganga
frá ýmsum mikilvægum atriðum í
þeim efnum. Auk þess sé óöldin í
landinu slík að lítið verði hægt að
byggja upp í miklum hluta Íraks fyrr
en búið sé að efla öryggi. Skýrt var
frá því í gær að yfir 20 manns hefðu
fallið í sprengjutilræðum í Bagdad,
þar af 18 börn sem voru að leika sér í
fótbolta.
Kúrdar í norðri hafa í reynd notið
fullrar sjálfsstjórnar frá 1991 en mikil
olía er á svæðum þeirra, samt minni
en í sunnanverðu Írak þar sem sjítar
eru þorri íbúanna. Kúrdar kröfðust
þess lengi að fá að ráðstafa sjálfir
tekjunum af sínum lindum og gera
sjálfir samninga við erlend fyrirtæki
um vinnsluna.
Niðurstaðan varð málamiðlun, hér-
uðin semja sjálf en verða að hlíta
ákveðnum skilyrðum af hálfu stjórn-
valda í Bagdad. Norska fyrirtækið
DNO samdi við stjórn Kúrdahérað-
anna þegar fyrir innrásina 2003 um
olíuleit og sagði í fyrra að árangur
hefði þegar náðst á einu leitarsvæð-
inu.
Kúrdar eru sagðir hafa tryggt
hagsmuni sína betur en margir
bjuggust við en þess bera að gæta að
þingið er líklegt til að deila hart um
samkomulagið. Sjía-arabar ráða
mestu í ríkisstjórninni en þar sitja
líka Kúrdar auk þess sem forseta-
embættið er í höndum Kúrdans Jalal
Talabanis.
„Þetta verður erfitt,“ sagði Kúrd-
inn Barham Salih, sem er aðstoðar-
forsætisráðherra. „Ég skal fúslega
viðurkenna það. Þetta verður mikill
hamagangur, vinir mínir.“
Samið um olíutekjurnar
Reuters
Hélt lífi Eitt af fórnarlömbum blóð-
ugra tilræða í Bagdad í gær.
Stjórnin í Írak ákveður að tekjum af olíu skuli skipt milli héraða í samræmi við
íbúafjölda, niðurstaðan talin geta slegið á uppreisnaranda meðal súnní-araba
Í HNOTSKURN
»Vitað er að geysimikið eraf olíu í Írak en eftir er að
kanna stór svæði. Segja sér-
fræðingar að ef til vill ráði
Írakar yfir næstmestu lindum
heims á eftir Sádi-Aröbum.
»Bandarísk og bresk olíu-fyrirtæki hika við að semja
um olíuleit í Írak vegna and-
stöðu margra Íraka við þau.
Ríkisfyrirtæki í Kína og Rúss-
landi eru hins vegar mjög
áhugasöm.
ÞÁTTTAKENDUR í alþjóðlegum úlfaldakappreiðum í
borginni Ismailia í Egyptalandi þeysast framhjá áhuga-
sömum áhorfendum.
Keppendur frá arabalöndum taka þátt í kappreið-
unum sem skiptast í fjóra flokka eftir aldri úlfalda og
lengd hlaupabrautar.
AP
Úlfaldakappreiðar í Egyptalandi
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
ÝMSAR stórar veitingahúsakeðjur í
Bandaríkjunum keppast um að yf-
irbjóða hver aðra með „ofurréttum“,
sem eru í raun ekkert annað en upp-
skrift að offitu, hjartasjúkdómum og
heilablóðfalli. Kemur þetta fram hjá
bandarískri stofnun, sem vinnur að
almannaheill.
Í viðvörunarorðum stofnunar-
innar, Center for Science in the
Public Interest, CPSI, segir, að rétt-
ir veitingahúsanna verði „æ hættu-
legri“ enda innhaldi þeir oft meira
en 2.000 kaloríur, rúmlega það, sem
kona þarf í heilan sólarhring.
Skelfilegur samsetningur
Meira en fimmti hver Bandaríkja-
maður, um 60 milljónir manna, þjá-
ist af offitu en CPSI segir, að stóru
veitingahúsakeðjurnar virðist ekki
hafa mikinn áhuga á að berjast gegn
þeirri þróun.
„Í stað þess að keppast um að
bjóða upp á holla rétti, reyna veit-
ingahúsin að slá hvert annað út í
stærri og hættulegri forréttum, að-
alréttum og eftirréttum. Hamborg-
arar, pitsur og annað í þeim dúr hafa
aldrei verið neinir sérstakir holl-
usturéttir en nú sjáum við lasagna
með kjötbollum að auki, ís með
köku- og sælgætisbitum, beikon-
ostborgarapitsur og taco úttroðið af
nauta- og kjúklingakjöti. Þessi hryll-
ingur er ávísun á ömurlegt líkams-
ástand og sjúkdóma,“ segir Michael
Jacobson, framkvæmdastjóri CPSI.
Á sumum bandarískum veit-
ingastöðum er hægt að fá forrétt,
sem er 2.000 kaloríur, aðalrétt upp á
2.000 kaloríur og eftirrétt, sem inni-
heldur 1.700 kaloríur. Sem sagt
5.700 kaloríur, rúmlega tvöfaldan
dagskammt fullorðins karlmanns og
hátt í þrefaldan fyrir konu.
Margo Wootan, yfirmaður nær-
ingarmála hjá CPSI, segir, að
Bandaríkjamenn fari nú út að borða
fjórum sinnum í viku til jafnaðar.
Segir hún að kannanir sýni að kon-
ur, sem borði úti fimm sinnum í viku
eða oftar, fái að meðaltali 300 fleiri
kaloríur daglega en þær sem hafa til
sinn eiginn mat.
„Í Bandaríkjunum er ekkert jafn-
auðvelt og að hlaupa í spik.“
Slæmt ástand í Bretlandi
Baráttan gegn óhollu líferni og of-
fitu er að sækja í sig veðrið víða um
heim en eins og fram hefur komið í
fréttum, hafa yfirvöld í Bretlandi
hótað að svipta konu þar forræði yfir
syni sínum, átta ára gömlum, en
hann vegur um 100 kíló. Verði ekki
breyting á mataræði hans á hann á
hættu að fá sykursýki á unglingsár-
unum og alvarlega hjarta- og æða-
sjúkdóma upp úr tvítugu.
Talið er, að aðeins á Englandi deyi
árlega 30.000 manns af völdum offitu
en af henni þjást 22% allra Breta.
Nú glíma 10% sex ára barna þar við
offitu og heil 17% 15 ára unglinga.
Áætlaður kostnaður samfélagsins
vegna offitunnar er talinn vera ná-
lægt 1.000 milljörðum ísl. kr. árlega.
Offita og heilsuleysi, veskú
Sumir réttir á bandarískum veitingahúsum
svara til þrefaldrar kaloríuþarfar á dag
ÁÆTLAÐ er að um 23.000 fílar
séu drepnir á ári hverju í Afríku,
eða um 5% allra fíla í álfunni, til að
selja fílabein.
Þetta er niðurstaða rannsóknar
sem bendir til þess að veiðar á fíl-
um hafi stóraukist og aldrei verið
jafnmiklar frá árinu 1989 þegar al-
þjóðlegur samningur um bann við
sölu á fílabeini tók gildi. Síðan hef-
ur verðið á fílabeini margfaldast í
Austurlöndum fjær og það hefur
orðið til þess að skipulögð glæpa-
samtök hafa í auknum mæli stund-
að smygl á fílabeini. Verði veið-
arnar ekki stöðvaðar gætu fílar
komist í útrýmingarhættu, að sögn
breska blaðsins The Times.
Fílum fækkaði í Afríku úr 1,3
milljónum árið 1979 í um 600.000
tíu árum síðar þegar bannið við
sölu á fílabeini tók gildi. Áætlað er
að um 500.000 fílar séu nú í Afr-
íku.
Drepa um
23.000
fíla á ári
Glæpasamtök auka
smygl á fílabeini
SEKTIR fyrir að
tala í gsm-síma
við akstur hafa
verið tvöfald-
aðar, úr jafnvirði
tæplega 4.000 ísl.
kr. í tæplega
8.000, í Bretlandi
og að auki fá þeir
sem gerast brot-
legir þrjú refsi-
stig. Telji lög-
regla ástæðu til að kæra ökumenn,
getur sektin farið í nokkuð á annað
hundrað þúsunda kr. og á fjórða
hundrað þúsunda sé um að ræða
ökumenn stórra farartækja. Þá má
búast við ökuleyfissviptingu. Þetta
gildir ekki um þá, sem eru með
handfrjálsan búnað.
Sími og akstur
fara ekki saman
Gsm Engin mis-
kunn hjá Magnúsi.