Morgunblaðið - 28.02.2007, Síða 11

Morgunblaðið - 28.02.2007, Síða 11
„Gott til þess að vita að fyrirtækið hugsar um einstaklingana sína“ FRIÐRIK Vigfússon, Fanney Jóna Gísladóttir, Vigfús Vigfússon, Hildur Einarsdóttir, Særún Kristinsdóttir og Sigríður Ásdís Þórhallsdóttir hafa unnið í ýmsum deildum Alcoa Fjarðaáls allt frá þremur vikum til fimm mánaða og eru hrifin af velferðarþjónustunni. „Það er gott til þess að vita að fyrirtækið hugsar um einstaklingana sína og er ekki sama um starfsmanninn og hans fjölskyldu.“ Þau geta öll hugsað sér að nýta þjónustuna ef á þarf að halda og segja nafnleyndina ótrúlega dýrmæta og hvatningu til að leita aðstoðar ef með þarf. „Þetta eru dýrmæt hlunn- indi og hljóta að laða fólk að fyrirtækinu.“ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ALCOA Fjarðaál hefur sett á laggirnar sér- staka velferðarþjónustu fyrir starfsmenn sína. Starfsmenn geta leitað aðstoðar hjá fag- aðilum vegna persónulegra erfiðleika eða óvæntra áfalla sér að kostnaðarlausu og án milligöngu og vitneskju stjórnenda fyrirtæk- isins. „Við erum stolt af þessu kerfi og vitum ekki til þess að þetta eigi sér fordæmi á Íslandi,“ segir Steinþór Einarsson framkvæmdastjóri starfsmannamála hjá fyrirtækinu. Hann segir velferðarþjónustuna lið í þeirri viðleitni fyr- irtækisins að gera það að einstökum vinnu- stað þar sem fólki líði vel og vilji vinna á öðr- um stöðum fremur. Kerfið miði að því að hjálpa fólki að finna farvegi fyrir ýmis vanda- mál sem komið geta upp í lífi þess. „Þó fyrirtækið þurfi bara starfsfólk mæta einstaklingar í vinnuna, fólk sem þarf að kljást við allt á milli himins og jarðar í sínu daglega lífi. Það er sameiginlegt hagsmuna- mál starfsfólksins og fyrirtækisins að fólk finni sínum málum jákvæða farvegi.“ Þjónustan er veitt af InPro, sem sérhæfir sig í heilsu- og vinnuvernd og heilbrigðisþjón- ustu. Um er að ræða t.d. sálfræðiráðgjöf, lög- fræðiráðgjöf, streitu- og tilfinningastjórnun, fjármálaráðgjöf, hjónabands- og fjöl- skylduráðgjöf, áfallahjálp, starfsendurhæf- ingu og aðstoð við að greina og meta úrræði vegna langvarandi heilsubrests í nánustu fjöl- skyldu. Hver starfsmaður getur fengið allt að sex klukkustunda þjónustu á ári í hverjum lið velferðarþjónustunnar, að sögn Steinþórs, og er hvort tveggja að kynnt eru fáanleg úrræði í opinbera kerfinu og bein þjónusta fagaðila veitt viðkomandi einstaklingum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Velferðarþjónusta fyrir starfsmenn Alcoa Fjarðaál kynnti í gær velferðarþjónustu fyrir starfsmenn álversins en eftir því sem næst verður komist hefur slík þjónusta ekki verið í boði með skipulögðum hætti hjá fyrirtækjum MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NKOSAZANA Dlamini Zuma, utan- ríkisráðherra Suður-Afríku, til- kynnti á fundi með Valgerði Sverr- isdóttur, utanríkisráðherra, í Pretoria í gær, að Suður-Afríka styddi ósk Íslands um sæti í örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna starfs- árin 2009–2010. „Þetta er mjög mikilvægur stuðn- ingur því litið er á Suður-Afríku sem leiðandi þjóð í Afríku,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir. Á fundinum var meðal annars rætt um nýgerðan fríversl- unarsamning milli Íslands og Suður- Afríku. Valgerður Sverrisdóttir seg- ir að hún hafi nefnt, að áhugavert væri að gera fleiri samninga eins og til dæmis loftferðasamning, fjárfest- ingarsamning og tvísköttunarsamn- ing og hefði Dlamini-Zuma lýst því yfir að hún hefði áhuga á að hefja slíkar samningaviðræður. „Það fannst mér mjög mikilvægt að heyra,“ segir utanríkisráðherra. Ýmis málefni Afríku voru of- arlega á baugi, eins og til dæmis lýð- ræðisþróunin, staða kvenna og svæðisbundin átök. Valgerður Sverrisdóttir segir að Dlamini- Zuma hafi haft orð á því að umræð- an um Afríku utan álfunnar væri oft einhæf og einblínt væri um of á vandamálin á kostnað þeirrar já- kvæðu þróunar sem hefði átt sér stað. Miklar vonir væru til dæmis bundnar við Heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu, sem verður í Suð- ur-Afríku 2010, og áhrif keppninnar á viðskiptalífið þar og almennt í Afr- íku. Starfssystur Nkosazana Dlamini Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku, og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á fundi í Pretoria. Suður-Afríka styður Ísland Höfn | Bæjaryfirvöld á Hornafirði vilja að björgunarþyrla verði stað- sett á Hornafjarðarflugvelli. Helstu rökin fyrir því eru að lendingarskil- yrði séu góð, Hornafjörður sé í mik- illi nálægð við gjöful fiskimið og fjöl- farnar siglingaleiðir á milli Íslands og Evrópu og að stutt sé á marga fjölfarna ferðamannastaði, t.d. Vatnajökul og svæðið norðan hans. Bæjaryfirvöld telja að Horna- fjörður sé mikilvægur hlekkur í björgunarstarfi á landinu sem sjáist á því hversu oft flugvöllurinn er not- aður notaður í björgunaraðgerðum og ef skip lenda í vandræðum á leið sinni til og frá Evrópu. Völlurinn sé einnig notaður í björgunaraðgerðum á Austurlandi. Þá telja bæjaryfirvöld einnig kost að vera með eina þyrlu- björgunarsveit staðsetta utan höfuð- borgarsvæðisins. Björgunar- þyrla verði á Hornafirði Á FUNDI Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku voru fram- boðslistar flokksins í Reykjavík við kosningar til Alþingis hinn 12. maí nk. samþykktir. Listarnir eru þannig: Reykjavík – suður 1. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. 2. Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samf. 3. Ásta R. Jóhannesdóttir alþing- ismaður. 4. Mörður Árnason alþingismaður. 5. Kristrún Heimisdóttir lögfræð- ingur. 6. Reynir Harðarson fram- kvæmdastjóri. 7. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir háskólanemi. 8. Magnús Már Guðmundsson, formaður UJ. 9. Sólveig Arnarsdóttir leikkona. 10. Björgvin Guðmundsson við- skiptafræðingur. 11. Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri. 12. Bryndís Nielsen kynning- arstjóri. 13. Bjartur Logi Ye Shen sérfræð- ingur. 14. Ólöf Halldóra Þórarinsdóttir grunnskólakennari. 15. Bergur Felixson, fv. frkv.stj. Leikskóla Rvk. 16. Rúnar Geirmundsson fram- kvæmdastjóri. 17. Helga Rakel Guðrúnardóttir háskólanemi. 18. Halldór Guðmundsson bók- menntafræðingur. 19. Auður Styrkársdóttir, for- stöðum. Kvennasögusafns. 20. Lárus Ýmir Óskarsson kvik- myndaleikstjóri. 21. Guðrún Halldórsdóttir, fv. skólastjóri. 22. Bryndís Hlöðversdóttir, fv. al- þingismaður. Reykjavík – norður 1. Össur Skarphéðinsson alþing- ismaður. 2. Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður. 3. Helgi Hjörvar alþingismaður. 4. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfulltrúi. 5. Ellert B. Schram, formaður 60+. 6. Valgerður Bjarnadóttir sviðs- stjóri. 7. Margrét S. Björnsdóttir for- stöðumaður. 8. Dofri Hermannsson varaborg- arfulltrúi. 9. Kjartan Due Nielsen, nemi í umhverfisverkfræði. 10. G. Ágúst Pétursson við- skiptaráðgjafi. 11. Ragnhildur Vigfúsdóttir deild- arstjóri. 12. Ásgeir Beinteinsson skóla- stjóri. 13. Eydís Sveinbjarnardóttir geð- hjúkrunarfræðingur. 14. Jóhanna Eyjólfsdóttir skrif- stofustjóri. 15. Eva Kamilla Einarsdóttir leið- beinandi. 16. Ragnhildur Eggertsdóttir elli- lífeyrisþegi. 17. Ragnheiður Gröndal söng- kona. 18. Halldór Reynir Halldórsson laganemi. 19. Máni Cang Van Jósefsson framhaldsskólanemi. 20. Gunnar Þórðarson húsasmíða- meistari. 21. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. 22. Guðrún Ögmundsdóttir al- þingismaður. Framboðslistar Samfylkingar í Reykjavík samþykktir ♦♦♦ BJÖRGUNARSVEITIN Þorbjörn í Grindavík var kölluð út síðdegis í gær vegna báts sem strandaður var í höfninni á staðnum um klukkan 16:37, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu. Um var að ræða 150 tonna stálbát, Dala-Rafn, sem fór af leið í innsiglingunni og rataði upp í grynningar. Björgunarsveitin fór þegar á stað- inn á björgunarskipinu Oddi V. auk lögreglu og lóðsins í Grindavík. Þrátt fyrir að farið væri að fjara undan strandaða bátnum og kominn halli á hann tókst að draga hann á flot og til bryggju. Fóru kafarar undir bátinn að kanna skemmdir sem reyndust óverulegar. Strand við Grindavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.