Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VELDI PÚTÍNS? Hátt gas- og olíuverð getur ver-ið eins og kraftaverk fyrirþjóð í vanda. Rússum hefur vaxið fiskur um hrygg og auknum efn- um fylgir aukið sjálfstraust. Rússland er ekki orðið aftur að því stórveldi, sem það var á tímum Sovétríkjanna, en hörð ummæli Vladimírs V. Pútíns, forseta Rússlands, á öryggisráð- stefnu í München fyrir skömmu bera nýjum tímum vitni. „Engum finnst hann vera öruggur,“ hrópaði Pútín á ráðstefnunni og beindi orðum sínum að bandarískum áheyrendum. „Í kalda stríðinu tryggði valdajafnvægi milli risaveldanna friðinn. Á okkar dögum er þessi friður ekki lengur jafnöruggur.“ Pútín er harðorður í garð Banda- ríkjamanna. Hann kann ekki að meta hernaðarbrölt þeirra í námunda við landamæri Rússlands, hvort sem það er í Asíu eða Vestur-Evrópu. Hann skilur ekki áætlanir Bandaríkja- manna um að setja upp eldflauga- skjöld, sem að hluta til verði í Póllandi og Tékklandi, þrátt fyrir ítrekaðar yf- irlýsingar bandarískra stjórnvalda um að skjöldurinn eigi að verja Bandaríkin og Evrópu gegn árásum frá ríkjum á borð við Íran og Norður- Kóreu. „Gegn hverjum beinist þessi ögrun?“ spurði hann. Pútín skilur heldur ekki gagnrýni vestrænna ríkja á ólýðræðislegt stjórnarfar í Rússlandi. Nýtt kuldakast var fyrirsögn fréttaskýringar eftir Ásgeir Sverris- son um samskipti Rússa við umheim- inn í Morgunblaðinu á mánudag. Þar er rifjað upp að þetta sé ekki fyrsta kuldakastið í samskiptum Rússa og Bandaríkjamanna frá því að Sovétrík- in liðu undir lok og nefnt að árið 1999 hafi Rússar mótmælt yfirgangi Bandaríkjamanna á alþjóðavettvangi af hörku. Það er augljóst að Pútín hyggst nýta sér nýja stöðu Rússa, ekki síst í orkumálum. Talið er að Rússar eigi um þriðjung gasforða heimsins og um tíunda hluta olíuforð- ans. Fyrr í þessum mánuði ferðaðist Pútín um Austurlönd og var tekið opnum örmum. Hann hefur ekkert á móti því að mynda bandalag olíu- og gasframleiðaenda gegn Vesturlönd- um. Í arabaheiminum er litið á hann sem bandamann gegn Bandaríkjun- um. Pútín hefur sennilega ekkert á móti því að þeir, sem Bandaríkjamenn hafa gert skráveifu, leiti til sín. Á Vesturlöndum ríkir enn tilhneiging til þess að líta á Rússa sem samstarfs- aðila. Norðmenn lýsa einna helst yfir áhyggjum og vilja að brugðist verði við ógninni af Rússum. Þeir tala fyrir daufum eyrum. Staðreyndin er sú, þrátt fyrir olíu- auðinn, að Rússar eru langt frá því að verða stórveldi á ný. Valdapólitík þeirra er kannski ekki innistæðulaus, en hún er innistæðulítil. Lýðræðis- hallinn í Rússlandi er raunverulegur. Fjölmiðlar eru ekki frjálsir og pólitísk morð eru framin án þess að þau séu upplýst. Vandamálin, sem blasa við Rússum, eru gríðarleg. „Á hverju ári fækkar um 700 þúsund manns í land- inu,“ segir í nýlegri grein í vikuritinu Die Zeit. „Stórveldi dauðleikans skar- ar fram úr með skelfilegri tölfræði um morð, bílslys og áfengisdauða. Með- allífslíkur karlmanna eru 59 ár – eins og í Jemen. Talið er að meira en ein milljón Rússa sé sýkt af HIV-veirunni – farsótt á landsvísu. Á næstu 25 árum munu Rússar að mati Stofnunar um hagkerfi á tímamótum þurfa á 25 milljónum verkamanna að halda, bæði í störf verkamanna og til að gegna hermennsku.“ Þrumuræður Pútíns kunna að minna á kalda stríðið, en þegar upp er staðið eru þær kannski helst vitnisburður um það að Rússar hugsa fyrst og fremst um sína hags- muni í refskák þjóðanna. ALÞINGI RÆÐUR Framkvæmdastjórar sveitarfélag-anna á höfuðborgarsvæðinu hafa sent samgöngunefnd Alþingis erindi þar sem þess er krafizt að samgönguáætlun þeirri, sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hef- ur lagt fyrir þingið, verði breytt. Borgarstjóri og bæjarstjórarnir gagnrýna að höfuðborgarsvæðið fái miklu lægra hlutfall þess fjár, sem leggja eigi í vegi, en landsbyggðin. „Komi tillögurnar til framkvæmda óbreyttar er ljóst að í mikið óefni stefnir í umferðarmálum á höfuð- borgarsvæðinu á næstu árum. Um- ferð á helstu stofnleiðum verður eft- ir aðeins 5–10 ár um og yfir flutningsgetu þeirra, sem þýðir miklar tafir á umferð, langar bið- raðir, aukna slysahættu í íbúða- hverfum og verulega skert lífsgæði íbúa svæðisins,“ segja framkvæmda- stjórarnir. Auðvitað er ekki hægt að fram- kvæma allt í einu í vegamálum. Þrátt fyrir það mikla átak, sem nú stendur til að gera, eru margir, sem telja að fremur hefði átt að gera veg eða göng í þeirra byggðarlagi en öðrum. Íbúar höfuðborgarsvæðisins njóta auðvitað samgöngubóta úti um land, rétt eins og íbúar dreifbýlisins. Framhjá hinu verður ekki horft, að yfir 60% bílaflotans eru skráð á höfuðborgarsvæðinu og þar eiga um 70% af allri umferð á landinu sér stað. Engu að síður hefur aðeins um fimmtungur vegapeninganna komið höfuðborgarsvæðinu til góða á und- anförnum árum. Það hlutfall er hærra í þeirri áætlun, sem sam- gönguráðherra hefur lagt fram, en það endurspeglar engan veginn þessi hlutföll. Það þarf að forgangsraða í vega- framkvæmdum. Það er ekkert nýtt. Og Alþingi ræður forgangsröðuninni endanlega. Það, sem hefur hins veg- ar breytzt, er að nú hafa þingmenn kjördæmanna þriggja á höfuðborg- arsvæðinu meirihluta á Alþingi. Ef þeir telja að rangt sé forgangsraðað í samgönguáætlun geta þeir breytt forgangsröðinni, ef þeir standa sam- an. Kannski væri nær að borgar- og bæjarstjórar sneru sér beint til þingmanna sinna? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla hef-ur samþykkt, í ljósi góðrar af-komu sjóðsins í fyrra, að leggjatil við aðalfund að sparisjóð- urinn kosti byggingu menningarhúss á Dalvík samkvæmt fyrirliggjandi teikn- ingum sem kynntar hafa verið bæj- arráði Dalvíkurbyggðar. Húsið mun meðal annars rúma fjölnotasal, bóka- safn, kaffihús og upplýsingamiðstöð og mun Dalvíkurbyggð, fyrir hönd íbúa sveitarfélagsins, taka við rekstri menn- ingarhússins að byggingu lokinni. Áformað er að húsið komist í gagnið fyr- ir mitt ár 2008. Áætlaður bygging- arkostnaður, og þar með andvirði þess- arar gjafar til íbúa í Dalvíkurbyggð, er um 200 milljónir króna. Margvísleg starfsemi Áætlað er að húsið verði um 700 fer- metrar að stærð og samþykkti umhverf- isráð Dalvíkurbyggðar á fundi í fyrra- dag, með fyrirvara um breytingu deiliskipulags, umsókn Sparisjóðs Svarfdæla um byggingarlóð sunnan Ráðhússins á Dalvík. Fanney Hauks- dóttir arkitekt er hönnuður hússins og styðst hún m.a. við smárann, merki sparisjóðanna, í formhönnun þess. Í húsinu verður fjölnotasalur sem mun nýtast til ýmissa samkoma, ráð- stefna, sýninga, smærri tónleika og ann- arra listviðburða ýmiss konar. Þá verða útlánadeild bókasafns Dalvíkurbyggðar og afgreiðsla héraðsskjalasafns fluttar úr kjallara Ráðhússins í nýja húsið, þar verður upplýsingamiðstöð og kaffihús en meginhugsunin er sú að gæða húsið lífi og starfi árið um kring og þannig er því ætlaður verðugur sess í miðbæj- armyndinni á Dalvík. Heimabyggð Að sögn forráðamanna Sparisjóðs Svarfdæla hefur sjóðurinn um margra ára skeið getið sér gott orð fyrir öflugan stuðning við menningar- og íþróttalíf í Dalvíkurbyggð. Sjóðurinn rekur sér- stakan menningarsjóð sem styrkir fjöldamörg verkefni í heimabyggð ár hvert en hefur þess utan styrkt stór sem smá verkefni til framfara í mannlífi Dal- víkurbyggðar. Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri nefndi í gær í því sam- bandi sparkvöll í bænum og kaup á snjó- framleiðslubyssum fyrir skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli. Friðrik segir góða afkomu á und- anförnum árum, og sér í lagi á árinu 2006, gera sjóðnum kleift að ráðast í hið mikla og metnaðarfulla verkefni sem menningarhúsið er. „Á undanförnum árum hefur afkoma Sparisjóðs Svarfdæla verið mjög góð. Eigið fé sparisjóðsins hefur í samræmi við það vaxið mjög mikið og nemur nú tæpum 2 milljörðum króna. Þessa góðu afkomu sparisjóðsins má að mestu rekja til mikillar hækkunar á hlutabréfum í eigu sjóðsins, einkum eignarhluta í Kaupþingi hf. og Exista hf. Í tillögu stjórnarinnar um byggingu menningar- hússins felst sú afstaða hennar að rétt sé að láta það samfélag, sem sparisjóð- urinn starfar í, njóta hlutdeildar í góðri afkomu ársins með áþreifanlegum og táknrænum hætti. Það er í þeim anda sem sparisjóðurin langan tíma og m langa framtíð,“se Aðalfundur spa mars nk. Að afgre inni mun bygging og Dalvíkurbygg starfa og hafa yfir kvæmdunum. Ekkert fordæm Þess má geta að s Svarfdæla hefur h endurskoðendur eftirlitið við mótu enda um óvenjule af ekki stærri sto raunar ekkert fyr Te Glæsilegt hús Niðri verður fjölnota salur, bókasafn, afgreiðsla og kaffitería og í græna rýminu uppi s staða starfsfólks. Fanney Hauksdóttir arkitekt styðst m.a. við smárann, merki sparisjóðanna, við form Gjörið svo vel, eitt stykki menningarh Stjórn Sparisjóðs Svarfdæla leggur til á aðalfundi að s byggi 700 ferm. menningarhús á Dalvík og færi íbúun Spennt Jóhann Antonsson, formaður stjórnar Sparisjóðsins sparisjóðsstjóri og Fanney Hauksdóttir arkitekt. Húsið rís á HAGNAÐUR Sparisjóðs Svarfdæla eftir skatta á árinu 2006 nam 902 milljónum kr. en var 403 milljónir 2005. Raun- arðsemi eigin fjár var 76% samanborið við 58% á fyrra ári. Vaxtatekjur spari- sjóðsins á árinu 2006 námu 331 millj. kr. og vaxtagjöld 217 millj. kr. Hreinar vaxtatekjur námu því 114 millj. kr. samanborið við 139 millj. kr. á árinu 2005. Vaxta- munur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli af heildarfjármagni, var 2,3% á móti 3,9% á árinu 2005. Aðrar rekstrar- tekjur, sem samanstanda að stærstu leyti af tekjum af hlutabréfum, vo ári 66 ári ish um og skr Ka bó ins há 900 milljóna hagn Morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.