Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 24
heilsa
24 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Mikil veikindi hafa hrjáðþjóðina að undanförnuog þó að inflúensanleiki þar stórt hlutverk
er hún ekki einleikari. Kannski er á
hinn bóginn erfitt fyrir fólk að átta
sig á því hvort það er með flensu
eða bara einhverja ósköp venjulega
umgangspest. „Flensan er með
nokkuð sérkennileg einkenni,“ segir
Haraldur Briem sóttvarnalæknir,
„hún er sjúkdómur sem kemur yf-
irleitt mjög skyndilega yfir fólk og
einkennin eru oft almennur lasleiki,
hiti, vöðvaverkir og hálssærindi, nú,
stundum hósti og höfuðverkur,“
bætir hann við. Hitinn sem fylgir
flensunni getur orðið nokkuð hár,
allt upp í 40 stig hjá fullorðnum sem
börnum og unglingum. „Aðrar pest-
ir sem læðast að fólki eins og kvef,
hálsbólga og hósti, þ.e.a.s. án þess-
ara almennu einkenna, eru þá yf-
irleitt ekki inflúensa,“ segir Har-
aldur og bætir við að nafnið
inflúensa segi að um sé að ræða
eitthvað sem hefur mikil áhrif á
fólk. „Fólk man yfirleitt upp á mín-
útu hvenær það veiktist vegna þess-
ara miklu almennu einkenna sem
hellast yfir fólk, ef einhver er að
spekúlera í því allan daginn hvort
hann er að fá kvef er sá hinn sami
yfirleitt bara að fá venjulega kvef-
pest. Þeir sem fá alvöruinflúensu
muna sko eftir því,“ segir hann kím-
inn.
Krossónæmi getur myndast
Flensunni sem nú er að ganga
fylgja yfirleitt hálssærindi en Har-
aldur segir þó að bólgnir eitlar séu
ekki eitt einkenni hennar. „Ef fólk
er að velta fyrir sér hvort það er
með streptokokka eða hálsbólgu eru
eitlarnir bólgnir og oft með hvítum
nöbbum í,“ segir Haraldur, „en það
er ekki flensueinkenni,“ bætir hann
svo við.
Það skyldi þó aldrei vera að flens-
an væri eins og tískan og færi hring
eftir hring þannig að sá sem veiktist
af flensu fyrir tíu árum hefði byggt
upp ónæmi fyrir hinum og þessum
stofnum inflúensu? „Það er nokkuð
til í því,“ segir Haraldur, „vörnin
sem byggist upp með endurteknum
árstíðabundnum inflúensufaröldrum
er ekki nema að hluta til verjandi
því inflúensustofnarnir breyta sér
frá ári til árs. Það myndast þannig
ákveðið krossónæmi, sem gefur
vissa vernd.“ Hann bendir á að
stofnar inflúensu sem ganga árlega
séu bagalegir en tiltölulega vægir
miðað við það sem gerist þegar nýr
stofn inflúensu skellur á heims-
byggðina og úr verður heimsfar-
aldur. „Þá eru menn með öllu
óvarðir gegn honum, t.d. má nefna
spænsku veikina og Hong Kong- og
Asíu-flensuna, og verða miklu veik-
Þeir sem fá alvöruflensu muna það
Morgunblaðið/Ásdís
Hár hiti Hitinn sem fylgir flensunni getur farið í allt að 40 stig. Þá er gott að eiga réttu græjurnar til að mæla sig.
Er þetta flensa eða umgangspest? Haraldur Briem
sóttvarnalæknir sagði Sigrúnu Ásmundar hvernig
hægt væri að þekkja einkennin og gaf góð ráð til
þeirra sem liggja núna kylliflatir fyrir flensunni.
Áfengi er engin venjuleg neysluvaraen er þó hluti af daglegu lífi margraum allan heim. Það er notað við ýmis tækifæri,
m.a. í félagslegum aðstæðum, sem hluti af
fæðu, sem tákn um frí frá amstri hversdagsins
eða við önnur tækifæri. Í umræðunni gleymast
því oft þau neikvæðu áhrif sem fylgt geta
neyslu áfengis.
Samkvæmt heilbrigðisskýrslu frá Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni frá 2002 er áætlað
að rekja megi 4% af sjúkdómsbyrði nútímans
til neyslu áfengis. Og þegar skoðaðir eru 26
valdir áhættuþættir dauðsfalla og sjúkdóma
þá er áfengi þar í fimmta sæti.
Aðeins örlítið jákvætt fyrir
elsta aldurshópinn
Í ljósi þess að í fjölmiðlum er ítrekað fjallað
um möguleg jákvæð áhrif neyslu áfengis þykir
rétt að beina sjónum að heildarmyndinni og
draga fram bæði jákvæð og neikvæð áhrif
neyslu áfengis. Bæði eru til rannsóknir sem
benda á ákveðna verndandi þætti ,,hóflegrar“
áfengisneyslu og rannsóknir sem draga fram
þau skaðlegu áhrif sem áfengisneysla getur
haft í för með sér. Þær rannsóknir sem gefa til
kynna jákvæð áhrif áfengisneyslu eru oftar en
ekki gerðar hjá ákveðnum hópi fólks og við
ákveðnar aðstæður. Almennar neyslukannanir
og slysaskráningar gefa svo aðra og oft nei-
kvæðari mynd af áfengisneyslunni.
Eykur líkur á krabbameini
Þegar talað er um ,,hóflega“ drykkju eru
viðmiðin oft sett við tvær einingar af áfengi á
dag fyrir karla og eina áfengiseiningu á dag
fyrir konur. Ein áfengiseining miðast oftast
við 10–12 g af áfengi eða sem svarar 15 cl af
víni, 33 cl af áfengum bjór og 4 cl af sterku
áfengi. Hér er aðeins verið að tala um hófd-
rykkju en ekki heilsusamlega drykkju. Þegar
talað er um verndandi þætti áfengisdrykkju
er átt við að neysla áfengis hefur jákvæð áhrif
á ákveðna líffræðilega þætti, sérstaklega í
sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma. Rann-
sóknir sem sýna þessar niðurstöður sýna jafn-
framt að um er að ræða lítið magn áfengis, í
mesta lagi tæpa eina einingu af áfengi á dag
fyrir karlmenn yfir sjötugt og minna en hálfa
einingu fyrir konur á sama aldri. Þó má geta
þess að sama magn af áfengi eykur líkurnar
krabbameini, t.d. brjóstakrabbameini hjá kon-
um.
Öll neysla áfengis fram yfir ofangreind við-
mið hefur neikvæð áhrif á heilsuna.
Séu verndandi og skaðlegir þætt-
ir áfengisneyslu bornir saman kem-
ur berlega í ljós að skaðlegir þættir
áfengisneyslu eru mun fleiri en þeir
verndandi og að skaðsemin eykst í
hlutfalli við magn áfengisins sem
neytt er.
Vegna þess að ákveðin óvissa rík-
ir um verndandi þætti áfengis hafa helstu vís-
indamenn í áfengisfræðum við Lýðheilsustöð
Svíþjóðar lagt áherslu á að áfengi er alls ekki
„lyf“ sem hægt er að mæla með
Að tala um áfengi sem lyf til að bæta heils-
una, eða koma í veg fyrir sjúkdóma, byggist
ekki á vísindum. Þar skortir gögn frá sam-
anburðarrannsóknum sem læknavísindin gera
kröfu um. Dagleg hreyfing og hollur matur
hefur að sjálfsögðu mun meiri jákvæð áhrif á
heilsufar.
Fyrir fólk yngra en 40 ára hefur áfeng-
isneysla engin jákvæð áhrif á heilsu.
Að drekka sig þannig að maður finni á sér
hefur alltaf neikvæð áhrif á heilsuna, óháð
aldri og kyni.
Neikvæð áhrif og afleiðingar áfengisneyslu
eru ekki síður andleg og samfélagsleg en
líkamleg.
Neikvætt fyrir heilsuna að finna á sér
hollráð um heilsuna | lýðheilsustöð
Yfirlit yfir helstu skaðlega þætti áfengis á
líkamann.
Taugakerfið
Ofskynjanir, krampar, eitrun í heila
vegna lifrarskemmda, skemmdir á litla
heila,vítamínskortur, geðtruflanir,
svefntruflanir, taugaskemmdir.
Meltingarfæri
Brjóstsviði, magasýking, aukin hætta á
krabbameini í meltingarvegi, fitulifur,
skorpulifur, briskirtilsbólga, niður-
gangur.
Hjartað
Aukinn hjartsláttur, hjartsláttartrufl-
anir, skemmdir hjartavöðvar, hár blóð-
þrýstingur.
Áhrif á efnaskipti
Minni blóðsykur, skert próteinfram-
leiðsla, uppsöfnun fitu í lifrinni.
Vöðvar og bein
Vöðvarýrnun og beinþynning.
Blóð
Hækkun á blóðþrýstingi, eykur líkur á
heilablóðfalli, breytingar á rauðum blóð-
kornum, lágt hlutfall af blóðflögum.
Fóstur
Hamlar vexti, andlegur og líkamlegur
misþroski.
Í HNOTSKURN
» Alþjóðaheilbrigðis-málastofnunin spáði því að
flensa af A H3N2-stofni myndi
ganga hér á landi að þessu
sinni og hitti rétt á.
» Á hverju ári eru seldirmilli 50 og 55.000 skammt-
ar af bóluefni og hefur sú tala
haldist svipuð undanfarin ár.
» Talið er að bólusetningverndi allt að 60–80% bólu-
settra gegn inflúensu.
Reuters
Áfengi Séu verndandi og skaðlegir þættir áfengisneyslu bornir saman kemur berlega í ljós að
skaðlegir þættir áfengisneyslu eru mun fleiri en þeir verndandi.
Rafn M. Jónsson og Sveinbjörn Kristjánsson,
verkefnisstjórar hjá Lýðheilsustöð
Áfengi er alls ekki „lyf“
sem hægt er að mæla með