Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 9 FRÉTTIR Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 2. flokkur, 27. febrúar 2007 Kr. 1.000.000,- 1942 B 11347 B 11385 B 13166 F 16103 H 25383 G 31494 B 40858 B 41861 B 47556 B Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Frakkarnir frá ERICH FEND eru komnir Við óskum eftirtöldum vinningshöfum til hamingju! Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Vor 2007 Ný sending af buxum frá Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Kynningarfundur á ferðum sumarsins verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða mánudaginn 5. mars nk. kl 20.00 Í lögum um orlof húsmæðra segir svo: „Sérhver kona, sem veitir eða hefur veitt heimili forstöðu án launagreiðslu fyrir það starf, á rétt á að sækja um orlof.“ Stjórnin Frá Orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík Falleg 2ja herbergja 58,2 fm íbúð á jarðhæð með sér garði í þessu vinsæla húsi við Þorragötu. Íbúðin skiptist í forstofu, baðherbergi, stofu/eldhús og svefnherbergi. Sérgeymsla fylgir á hæðinni. Sameiginlegt þvottahús. Um er að ræða íbúð fyrir 63 ára og eldri. V. 19,9 m. 6330 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Þorragata – fyrir eldri borgara Laus strax GÍSLI Ragnarsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, og Helmut Hinrichsen aðstoðarskóla- meistari tóku sundsprett í tveggja gráða heitum sjónum í Nauthólsvík ásamt nemendum skólans í gær. Gísli og Helmut hafa stundað sjóböð á hverjum miðvikudegi undanfarin þrjú ár en nú létu nemendur og samkennarar slag standa og slógust í hópinn. Sundið er liður í dagskrá Árdaga Fjölbrautaskólans en þeir eru haldnir árlega í tengslum við árshátíð skólans. Þema daganna að þessu sinni er „Hvað kem- ur mér það við?“ og eru nemendur með því hvattir til að láta málefni líðandi stundar til sín taka. Fjöl- breytt dagskráin endar með pomp og prakt á fimmtudaginn. Morgunblaðið/Golli Sjósund Nemendur voru mishræddir við kaldan sjóinn. Fyrir miðri mynd er Helmut Hinrichsen, alls óhræddur. Skólameistarar og nemendur í sjóbaði BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, efndi til opins fundar í gær undir yf- irskriftinni „Þurfa blindir menntun? Aðgengi blindra og sjónskertra að námi.“ Í ályktun sem gefin var út í kjölfar fundarins skora fundarmenn á menntamálayfirvöld að beita sér nú þegar fyrir því að sett verði á fót þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð í skólamálum blindra og sjónskertra. Benda þeir á að í skýrslu sem samin hefur verið af tveimur breskum sér- fræðingum, þeim John Harris og Paul Holland, og gerð var fyrir til- stuðlan Blindrafélagsins, komi glöggt fram að brýn nauðsyn er á að stofna slíka miðstöð. Fundurinn leggur áherslu á að fyrrnefnd skýrsla verði höfð að leiðarljósi þeg- ar þjónusta við blinda og sjónskerta námsmenn verður skipulögð. Skorað er á menntamálayfirvöld að tryggja að allir grunn- og framhaldsskóla- nemendur landsins hafi jöfn tæki- færi til að afla sér menntunar og telja fundarmenn að tími umræðna og vangaveltna sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Menntakerfi verði samþætt og þjónusta betur skilgreind Umrædd skýrsla þeirra John Harris og Paul Holland verður kynnt völdum hópi fulltrúa allra hagsmunaaðila á næstu dögum og er ætlun skýrsluhöfunda að stofnaður verði átakshópur til að gera áætlun og hrinda í framkvæmd þeim atrið- um skýrslunnar sem þykja standa upp úr. Helstu tillögur skýrsluhöfunda eru að menntakerfi fyrir sjónskerta á Íslandi verði samþætt með stofnun miðlægs gagnagrunns og ráðgjafar- þjónustu, þjónusta milli stofnana verði betur skilgreind varðandi mats- og greiningaraðferðir og brú verði mynduð á milli skóla, atvinnu og símenntunar. Auk þess er lagt til að grunn- og símenntun starfsfólks verði aukin og þróun námsgagna og kennslufræðilegra aðferða efld. Blindir krefjast aðgerða FOKKER-vél Flugfélags Íslands í áætlunarflugi til Ísafjarðar var snúið við skömmu eftir flugtak frá Reykja- víkurflugvelli um fimmleytið í gær, eftir að í ljós kom að nefhjól vélar- innar var fast niðri. Um borð voru 23 farþegar, ásamt þriggja manna áhöfn. Flugstjórinn sneri vélinni við skammt frá Akra- nesi og flaug lágflug yfir Reykjavík- urflugvöll þannig að flugvallarstarfs- menn gætu athugað hvort öll hjól væru ekki örugglega niðri, áður en vélinni var lent. Viðbúnaðarstigi var komið á á Reykjavíkurflugvelli en því aflétt þegar vélin lenti heilu og höldnu. Hjólabúnaður vélarinnar var tekinn til skoðunar á meðan önnur flugvél flutti farþegana til Ísafjarðar. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að aldrei hafi verið talin hætta á ferðum. Nefhjólið fór ekki upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.