Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í slendingar hafa lítið mátt vera að því að ræða um skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (Unicef) um hlutskipti barna í ríkum löndum sem kom út um daginn. Við vorum svo heppin að vera ekki með í sam- anburðinum svo að við höfum ekki þurft að pæla í þessu, enda eins gott því að við höfum öðrum og mun mikilvægari hnöppum að hneppa, hér eru peningamenn fyrir rétti og klámhundar bíða æstir eftir því að komast inn í landið. Það var annars margt harla at- hyglisvert að finna í þessari skýrslu, sem hefði getað orðið efni í áhugaverða umræðu og fjöl- miðlaskrif. En þetta var afgreitt snöfurmannlega af íslenskum miðlum á einum degi, og þeir sneru sér á ný að því sem þjóðin hefur í raun áhuga á: Peningum og fólki sem græðir mikið. Dapurlegt, í þessu samhengi, er að sjá fyrstu skref nýs fjölmið- ils á Íslandi, Krónikunnar. Ef fjölmiðlar eru speglar samfélags- ins mátti sjá á fyrstu forsíðu þess blaðs spegilmynd íslensku þjóð- arinnar í svakalegu „klósöppi“: Hannes Smárason í svarthvítu. Í næsta tölublaði voru spákaup- menn á forsíðunni. Fer ekki á milli mála á hvaða mið þessi nýj- asti fjölmiðill ætlar að róa; þau hin sömu og allir hinir – nýríku Íslendingana. Ég skal viðurkenna að Unicef- skýrslan er löngu liðin tíð (sjálf- sagt einhverjar tvær vikur síðan hún var í fréttum) og vísast að lesendur séu búnir að gleyma því litla sem þeir sáu um hana í fjöl- miðlum, enda margt meira spenn- andi verið á seyði síðan. Það var afar athyglisvert að í efstu sætunum á lista landanna sem fjallað var um í skýrslunni voru lönd sem löngum hafa þótt afskaplega óspennandi á Íslandi, Holland og Svíþjóð, en löndin þar sem hlutskipti barna er síst eru einmitt þau lönd þar sem mest tækifæri eru á að græða peninga, Bandaríkin og Bretland. Þetta er ótvíræð vísbending um að áhersla á þetta tvennt, pen- inga og börn, fari ekki saman, heldur stefni þvert á móti í and- stæðar áttir. Ofboðslegur áhugi íslenskra fjölmiðla á nýríku fólki og hvers kyns viðskiptum gefur ennfremur vísbendingu um í hvora áttina íslenskt samfélag stefni. Enda ekki langt síðan bent var á að misskipting auðs á Ís- landi fari vaxandi og samfélags- gerðin sé sífellt meira farin að líkjast þeirri bresku. Nú kann einhver að vilja benda á að það hafi líka komið fram ný- lega að fátækt sé lítil á Íslandi, og það gildi líka um börn, hér búi færri börn við fátækt en gerist í öðrum löndum. Þar með á að vera afgreitt það sem máli skiptir sam- kvæmt því eina viðmiði sem haft er á Íslandi núna: peningaviðmið- inu. Við erum auðug þjóð að með- altali, svo hvers meira getum við óskað okkur? Reyndar er ekkert undarlegt að þetta viðmið sé það fyrsta sem kemur upp í hugann. Brjóstvitið segir manni að auður sé frumskil- yrði velferðar, og þess vegna er kannski eðlilegt að draga án frek- ari umhugsunar þá ályktun að því meira sem til sé af peningum því fleiri eigi tækifæri á að láta sér líða vel, bara ef þeir vilji og kunni að grípa tækifærin sem gefast. Sé áhersla lögð á auðinn hljóti það að leiða til velferðar og hamingju. Sú staðreynd – sem sífellt fleiri rannsóknir leiða í ljós – að of- boðslegur auður fáeinna manna skilar ekki aukinni velferð og hamingju fjölmargra annarra, og jafnvel ekki einu sinni auðmann- anna sjálfra, gengur því gegn brjóstvitinu, og maður þarf svolít- ið að taka á honum stóra sínum til að átta sig á því hvernig það má vera að misskipting auðs komi engum til góða, heldur öllum illa. En Unicef-skýrslan kann ein- mitt að gefa vísbendingu um hvernig þetta má vera. Einn höf- unda hennar, Jonathan Bradshaw, prófessor við York-háskóla, sagði við BBC að helstu ástæður dap- urlegs hlutskiptis breskra barna væru fátækt og einsemd. Tvöfalt fleiri börn byggju við fátækt en árið 1979 og aðeins 40 af hundraði breskra barna fannst vinir sínir hjálplegir og vingjarnlegir. Bradshaw sagðist lesa úr nið- urstöðum skýrslunnar að þjóð- félagsgerðin í þeim löndum sem verst komu út einkenndist af mis- kunnarleysi. Og miskunnarleysi stafar af skorti á samkennd, og skortur á samkennd stafar af skorti á sameiginlegri sjálfsmynd. Samfélagsgjáin sem myndast með misskiptingu auðs er fyrst og fremst fólgin í því, að þeir sem búa sitthvorumegin við hana hætta að upplifa hvorir aðra sem meðborgara sína, sem fólk eins og sjálfa sig, og þar með hverfur samkenndin með þeim og mis- kunnarleysi gagnvart þeim tekur við. Kannski getur fullorðið fólk með þroskaða skynsemi komist yfir slíka gjá, en börnum sem alast upp við hana verður hún óyfirstíganleg hindrun sem jafn- vel getur heft skynsemisþroska þeirra, þannig að miskunnarleysi í garð annarra verður þeim sjálf- sagður hlutur. Það er ómaksins vert að gera tilraun til að koma einkunn- arorðum Unicef-skýrslunnar á ís- lensku og láta fljóta hér með, þótt einhverjum kunni að finnast þau froðukennd og tilfinningahlaðin um of: „Hinn sanni mælikvarði á stöðu þjóðar er hversu vel hún hugsar um börnin sín – heilsu þeirra og öryggi, efnahag þeirra, menntun þeirra og félagsmótun, og tilfinn- ingu þeirra fyrir því að þau séu elskuð, metin að verðleikum og talin með í fjölskyldunni og þjóð- félaginu sem þau fæðast inn í.“ Velferð barna »Kannski getur fullorðið fólk með þroskaðaskynsemi komist yfir slíka gjá, en börnum sem alast upp við hana verður hún óyfirstíganleg hindrun sem jafnvel getur heft skynsemisþroska þeirra, þannig að miskunnarleysi í garð annarra verður þeim sjálfsagður hlutur. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ÞAÐ var á einhverjum kosn- ingafundi á Seltjarnarnesi fyrir ein- um 17 árum að undirritaður var fenginn til að leika á harmonikku. Ekki komst sá leikur í annála en í miðju spurningaflóði fundarmanna stóð upp ung og hnarreist kona og svaraði fyrir hönd framboðsins, skýrt og skilmerkilega. Við eftirgrennslan var mér sagt að hún héti Siv Friðleifsdóttir og fundurinn var ef ég man rétt, með eldri borgurum á Seltjarn- arnesi. Skrítin tilviljun það. Núna skrifumst við á í Morgunblaðinu, Siv leggur verk sín undir dóm kjósenda í vor og ég mun örugglega ekki leika á harmonikku á kosningafundi með henni. Framsóknarflokkurinn þarf meira til. Fyrir nokkrum dögum birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu um meðferðina á Framkvæmdasjóði aldraðra. Þar vakti ég m.a. athygli á þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að láta sjóðinn borga kostnað við gerð og dreifingu bæklings um sýn og áherslur ráðherrans í öldr- unarmálum. Sú upphæð var nærri ein og hálf milljón króna. Ég lýsti þeirri skoðun minni að ráðherrann ætti að skammast sín fyrir þetta. Í Morgunblaðinu 23. febrúar sl. svarar svo Siv fyrir sig og segir þetta hafa verið hið þarfasta verk, hún skammist sín ekki neitt og sjálf- sagt að Framkvæmdasjóðurinn fjár- magni svo gott framtak enda sam- rýmist það reglum sjóðsins. Siðlaust en löglegt var einu sinni sagt. Útgefandi bæklingsins er heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytið en samkvæmt þessu hefði út- gefandinn frekar átt að vera Framkvæmdasjóður aldraðra eða ráðherrann sjálfur með styrk frá Framkvæmdasjóðnum! Ég fullyrði að það hefði aldrei hvarflað að Landssambandi eldri borgara að láta dreifa þessum bækl- ingi með blaði sínu ef það hefði verið sagt að greiðandinn að burðargjöld- unum væri Framkvæmdasjóður aldraðra en ekki heil- brigðisráðuneytið. Það er því ekki von á neinni afsökunarbeiðni frá Siv en eldri borg- arar og aðrir lands- menn ættu að minnast þessa í kosningunum í vor. Það var stutt á milli þess á liðnu ári að Siv tók við embætti heil- brigðis- og trygging- armálaráðherra og AFA – Aðstandenda- félag aldraðra var stofnað. Eitt fyrsta verk félagsins var að standa fyrir fundi í Há- skólabíói, sem kallaður var; þjóð- fundur um þjóðarátak í málum aldr- aðra. Fundurinn var skömmu fyrir sveitarstjórnakosningarnar og þar sátu margir forystumenn á palli m.a. ráðherrar heilbrigðismála og fjár- mála. Í troðfullu húsinu urðu menn vitni að því að verðandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, talaði í austur en flokksfélagi hans, Árni Mathiesen fjármálaráðherra, í vest- ur og varði mestum tíma í að rakka niður málflutning Stefáns Ólafs- sonar, fyrr á fundinum. Þegar hall- aði á fjármálaráðherrann, kom hon- um vörn úr óvæntri átt. Félagi hans í ríkisstjórninni, Siv Friðleifsdóttir, varði sinn mann. Þá varð mörgum ljóst að það yrði engin þjóðarsátt um málefni aldraðra. Tækifæri Sivjar Friðleifsdóttur að taka höndum saman með eldri borgurum og að- standendum þeirra í málum aldr- aðra, rann þarna henni úr greipum. Í lok nóvember sl. stóð AFA aftur fyrir fundi í Háskólabíói um baráttu- mál aldraðra. Þar var þess krafist að ríkissjóður skilaði þeim fimm millj- örðum, sem teknir hafa verið úr Framkvæmdasjóði aldraðra til ann- arra hluta en byggingar hjúkr- unarheimila. Með þeirri upphæð mætti gjörbreyta ástandinu á stutt- um tíma. Svarið kom í fjárlögunum fyrir 2007, en þar var ekki bætt við einni krónu, heldur vísað á árin 2008 og 2009, þegar 1.300 milljónir ættu að koma úr ríkissjóði til byggingar hjúkrunarheimila. Þar fór síðasta tækifæri Sivjar Friðleifsdóttur að láta verkin tala. Nýtt Alþingi og ný ríkisstjórn mun svo ráða því hvað verður um þrettán hundruð millj- ónirnar. Ef Siv Friðleifsdóttir hefði í upp- hafi núverandi ráðherraferils sest niður með samtökum aðstandenda og eldri borgara og mótað sameig- inlega stefnu til að eyða biðlistunum eftir hjúkrunarrými og fjölbýlinu á hjúkrunarheimilunum væri ástandið bjartara í dag. Ferill hennar í mál- efnum aldraðra er ferill hinna glöt- uðu tækifæra. Misvitrir embætt- ismenn og skilningssljór fjármálaráðherrar hafa orðið hennar félagsskapur. Það er ekki nóg að gefa út bæklinga og taka skóflu- stungur og láta Framkvæmdasjóð aldraðra og framtíðina borga. Svo nálgast skuldadagurinn mikli, 12. maí í vor. Skóflustungur duga ekki Reynir Ingibjartsson svarar grein Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra » Ferill hennar í mál-efnum aldraðra er ferill hinna glötuðu tækifæra. Reynir Ingibjartsson Höfundur er formaður AFA – Aðstandendafélags aldraðra. HINN 2. júní sl. voru lög um lög- gildingu starfsheitisins grafískur hönnuður samþykkt á Alþingi. Í meginatriðum fela lögin það í sér að þeir einir hafa rétt á að nota starfs- heitið grafískur hönn- uður sem lokið hafa námi á háskólastigi í greininni og útskrifast með BA-gráðu úr ís- lenskum eða erlendum háskóla. Að jöfnu við BA-gráðuna er lagt lokapróf í grafískri hönnun úr Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands og Myndlista- skólanum á Akureyri. Þeir sem uppfylla framangreind skilyrði þurfa ekki að sækja sérstaklega um að nota starfsheitið, rétturinn til þess fylgir prófgráðunni. Margir hafa sótt ýmis námskeið í einstökum þáttum grafískrar hönn- unar. Slík námskeið veita engum rétt á að kalla sig grafískan hönnuð og gildir þá einu hversu mörg eða löng námskeiðin eru. Þeir sem lært hafa grafíska hönnun í erlendum skólum sem útskrifa ekki með BA- gráðu, en starfa á háskólastigi, þurfa að sækja um leyfi til að nota starfsheitið hjá iðnaðarráðuneyt- inu. Það er fagfélag grafískra hönnuða, Félag íslenskra teiknara, ásamt stéttarfélagi þeirra, Félagi grafískra teiknara, sem er ráðu- neytinu til ráðgjafar um það hvað telst vera fullgilt nám til að öðlast rétt á að nota starfsheitið. Það er Félagi íslenskra teiknara mikið gleðiefni að þessi löggilding skuli hafa verið staðfest enda er það trú okkar að hún hafi verið löngu tímabær. Frumvarp um lög- gildingu hafði fyrir nokkrum árum dagað uppi á alþingi, svo fréttir um samþykkt frumvarps- ins á síðustu dögum þingsins vöktu mikinn fögnuð. Það er trú okkar að löggildingin auki faglegt gildi graf- ískrar hönnunar og styrki bæði menntun hönnuðarins og starfs- greinina. Hún eykur auk þess vitund al- mennings á mikilvægi góðrar hönnunar og þess að leita til fag- manna. Löggildingin er einnig viðurkenning á hönnun sem sérstöku fagi og þeirri trú sem menn hafa á mögu- leikum hugmyndaríkra íslenskra hönnuða í framtíðinni. Við höfum á að skipa mikið af frábærum hönn- uðum sem vekja mikla athygli þar sem þeir sýna verk sín og mögu- leikar til útrásar eða atvinnu- uppbyggingar eru gríðarlega mikl- ir ef hlúð er að íslenskri hönnun á viðeigandi hátt. Það væri t.d. mikið framfaraspor ef fagfélög á hönn- unarsviði hefðu sameiginlega að- stöðu fyrir skrifstofu- og fundahald og gætu þannig unnið betur saman að fræðslu og framgangi hönnunar hér á landi. Það hefur lengi verið þyrnir í augum grafískra hönnuða að fólk sem litla eða enga menntun hefur í faginu skuli kalla sig grafíska hönnuði og taka að sér verkefni fyrir fólk og fyrirtæki úti í bæ. Oft á tíðum er tölvukunnátta og for- ritaeign það eina sem þetta fólk á sameiginlegt með fagmönnum. En það er alveg sama hversu vel mað- ur kann á tölvuna, það mun aldrei koma í stað 3–4 ára náms í öllum grunnþáttum hönnunar. Grafísk hönnun er úthugsuð, tæknileg og skapandi framkvæmd. Hún er ekki bara einföld fram- leiðsla á myndefni, heldur felur grafísk hönnun í sér greiningu, skipulagningu og framsetningu á myndrænum lausnum á verkefnum sem tengjast á einhvern hátt sam- skiptum. Verkefni grafískra hönn- uða eru mjög fjölbreytt; pen- ingaseðlar, frímerki, umbúðir, vöru- og firmamerki, auglýsingar, veggspjöld og myndskreytingar eru aðeins hluti af því sem við fáumst við. Um leið og við minnum þá á sem ekki hafa til þess menntun, en hafa kallað sig grafíska hönnuði, að taka upp annað starfsheiti, bendum við fólki á að leita til fagmanna – lög- giltra grafískra hönnuða. Grafískur hönnuður – löggilding á starfsheiti Haukur Már Hauksson skrifar um löggildingu starfsheitisins grafískur hönnuður » Það er trú okkar aðlöggildingin auki faglegt gildi grafískrar hönnunar og styrki bæði menntun hönn- uðarins og starfsgrein- ina. Haukur Már Hauksson Höfundur er formaður Félags íslenskra teiknara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.