Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 16
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ er nú lítið að frétta. Ég kast- aði við Grindavíkina og fékk innan við 100 tonn. Svo er ég bara að leita vestur eftir. Hinar bátarnir eru sunnan við Malarrifið og suðvestur af því. Það er bara eitthvað mjög ró- legt yfir þessu. Djöfull lokalegt eitt- hvað“ sagði Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin, þegar verið ræddi við hann í gær. „Það eru ekki nema rétt um 17 dagar síðan nótaveiðin byrjaði uppi á grunninu. Þetta finnst mér hálfskrít- ið. Við eigum eftir um það bil einn túr, svona 1.200 tonn, og ég bara þakka fyrir ef það næst eins og útlit- ið er. Þetta er allt lokalegt eins og það lítur út í dag og eins og ég heyri á körlunum, en fyrir tveimur dögum var ástandið mjög gott. Þá fengu menn mjög góð köst, en eftir það er þetta búinn að vera hálfgerður barn- ingur. Það var reyndar ekki svo mikið heldur í síðasta túr, þetta voru nokkrar torfur og sáust vel. Þegar staðan er þannig er þetta bara allt tínt upp og veitt. Það minnkar sem af er tekið. Maður hefur séð það þrisv- ar í vetur að það hefur verið góð torfa á einhverju svæði og það er bara allt klárað. Kannski byrjað að kasta um morguninn og um kvöldið er ekkert eftir. Lóðningin búin. Allir á sama fimmeyringnum Þegar svona rólegt er yfir veiðun- um eins og núna eru flest skipin á miðunum samtímis. Menn eru tvo þrjá daga að fá eitthvað og þá er all- ur flotinn kominn á sama blettinn. Þá er barizt um hverja peðru. Það eru allir á sama fimmeyringnum og maður þarf að nota skóhorn til að koma nótinni niður. Það virðist ekkert meira að vera að koma að austan. Við sáum ekkert vestan við Eyjar þegar við komum þaðan, nema þetta smáræði við Grindavíkina. Það hafa líka verið bátar á ferðinni að austan og þeir hafa ekki orðið varir við neitt heldur. Þetta er eitthvað leiðinlegt ástand.“ Frysta hrogn um borð Huginn er eina skipið sem vinnur hrogn um borð. „Já, við vorum að reyna það í síðasta túr og ætluðum að reyna þetta þennan túr líka. Það eru ekki nema tveir túrar um það bil, sem maður getur nýtt í hrognatöku um borð. Við þurfum alltaf að fara í land til að losa okkur við hratið. Við náðum þó að frysta 185 tonn. Við fáum ágætisverð fyrir þetta, það er einhver hækkun síðan í fyrra. Það er tvenns konar verð, annars vegar fyr- ir markaðinn í Japan og hins vegar í Rússlandi. Við höfum svo fryst loðnuna eftir því sem hægt er, höfum bara landað smávegis í bræðslu. Við höfum getað nýtt allan aflann í frystingu. Það er kannski ekki mikið, en skilar miklum verðmætum. Ætli við höfum ekki fryst um 4.000 tonn og nú ætlum við að reyna að ljúka þessu með einum hrognatúr. Þó ekki sé mikið veitt reddast þessi vertíð fyrir horn. Við erum með meira aflaverðmæti en í fyrra. Það hefði ekki þótt merkilegt fyrir nokkrum árum að veiða ekki meira á þessum bátum. Við gerum þetta allt öðruvísi og loðnan hefur verið góð og nýtzt vel í vinnsluna hjá okkur. Þetta gengur þannig fyrir sig að fyrst flokkum við frá það sem fer á Japan, hrygnuna, og frystum það í sólarhring. Síðan tökum við hænginn og frystum fyrir Rússland í annan sólarhring og svo er kastað og byrjað aftur á Japan og svo framvegis, þangað til skipið er fullt. Þegar við erum að taka hrogn er loðna skorin og hrognin skilin frá en hratið fer í lestina og til bræðslu í landi,“ segir Guðmundur Huginn. Ljósmynd/Gunnar Oddsteinsson Loðnuveiðar Loðnuskipin í einum hnapp á miðunum. Þeir segja að það þurfi skóhorn til að koma nótinni niður. Lokahljóðið er að koma í vertíðina Vinnslan Huginn VE er eina skipið sem frystir loðnu um borð. Árni Óli Ólafsson að slá úr og Kolbeinn Agnarsson að setja hrognin í tækin. 16 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Vökvadælur Vökvamótorar Stjórnbúnaður Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf                       ! "  # $  # $     ! "  # $ # $     ! "  # $  # $    ! "   # $     ! "  # $ # $    " %& # '  % (%     # $    " %& # '  % (%     # $ ) " ) " ) " ) " *  + + ##  )  ,() !& #' ( $( )"  (  %(- ( % + " ' +.% ( . ! "  . " " (     ! .    , "%(                         !" # $ %     &   '( ) *           + ,         +        +.          /.            0 -          1          2#         +.          3           +4         /5         2.          1.              NORÐMENN hafa fengið heimildir til línuveiða í íslenskri lögsögu. Norskum er línuskipum heimilt að veiða í íslenskri lögsögu 500 tonn af keilu, löngu og blálöngu miðað við afla upp úr sjó. Auk þess er þeim heimilt að veiða allt að 125 tonn af öðrum tegundum, þó ekki meira en 25 tonn af lúðu, 50 tonn af grálúðu og 50 tonn af karfa miðað við afla upp úr sjó. Í hverri veiðiferð skal afli í öðrum teg- undum en löngu, keilu og blálöngu ekki nema meira en 25% af afla skips. Lúðuafli skal ekki nema meira en 5% af afla og afli í karfa og grálúðu skal ekki nema meira í hvorri tegund en 10%. Norðmenn fá leyfi til línuveiða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.