Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skipulagsauglýsingar Borgarbyggð Tillaga á breytingu á aðalskipulagi Borg- arbyggðar 1997-2017, Brákarey og deili- skipulag Brákarey, hafnarsvæði og lóð undir hreinsistöð fráveituvatns A: Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 1997-2017, Brákarey - Breytt landnotkun Sveitarstjórn Borgarbyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingum á aðalskipulagi Borgar- byggðar 1997-2017 samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Um er að ræða tillögu að breyttri landnotkun. Núverandi landnotkun eyjarinnar samkvæmt gildandi aðalskipulagi er blönduð landnotkun íbúðarbyggðar, stofnanasvæðis og verslunar og þjónustusvæðis. Breytingin, sem nær til af- markaðs svæðis fremst á eyjunni og aðliggj- andi hafsvæðis, er í því fólgin að skilgreina umrætt svæði sem hafnarsvæði þar sem byggð yrði smábátahöfn í áföngum. Auk þess er áformað að reisa skólphreinsistöð á fyrir- huguðu hafnarsvæði samkvæmt nánari út- færslu í deiliskipulagi. Er því sá hluti hafnar- svæðisins, sem nær yfir lóð hreinsistöðvarinn- ar, skilgreindur sem iðnaðarsvæði. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi verður til sýnis á skrifstofu Borgarbyggðar frá 28. febrúar 2007 til 28. mars 2007. Frestur til að skila inn at- hugasemdum rennur út 12. apríl 2007. Athugasemdum skal skila inn á Ráðhús Borgar- byggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá sem eigi gerir athugasemd við breytingar- tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. B: Deiliskipulag af hafnarsvæði og lóð undir hreinsistöð fráveituvatns í Brákarey, Borgarbyggð Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 m.s.br. er hér með lýst eftir at- hugasemdum við ofangreinda skipulagstillögu. Um er að ræða tillögu af hafnarsvæði í Brákar- ey í Borgarnesi sem nær yfir núverandi við- legukant á uppfyllingu, land upp af honum og aðliggjandi strandlengju. Ennfremur er á skipu- lagstillögunni sýnd lóð undir hreinsistöð frá- veituvatns. Tillaga að deiliskipulagi verður til sýnis á skrif- stofu Borgarbyggðar frá 28. febrúar 2007 til 28. mars 2007. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 12. apríl 2007. Athugasemdir við skipulagið skulu vera skrif- legar og berast til skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við breyt- ingartillöguna fyrir tiltekinn frest til athuga- semda, telst samþykkur þeim. Borgarnesi, 20. febrúar 2007. Forstöðumaður framkvæmdasviðs Borgarbyggðar. Félagslíf  Njörður 6007022819 II I.O.O.F. 9187022881/2 I.O.O.F. 7.  1872287½  FL I.O.O.F. 18  1872288  III* Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. HELGAFELL 6007022819 VI GLITNIR 6007022819 I EDDA 6007022820 II Frlf. kl. 20 Úthlutun aflaheimilda fyrir árið 2007 úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks Ísland hefur verið aðili að Atlantshafs túnfiskveiðiráðinu (ICCAT) frá árinu 2002. Samkvæmt stjórnunarráðstöfunum ráðsins, sem Ísland hefur samþykkt, koma í hlut Íslands aflaheimildir fyrir árið 2007 sem nema 53,34 tonnum af bláuggatúnfiski. Um er að ræða veiðiheimildir samkvæmt samþykkt ICCAT úr stofni Austur-Atlantshafs bláuggatúnfisks (e. bluefin tuna in the East Atlantic and the Mediterranean). Útgerðir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessum veiðum skulu sækja um veiðiheimildir til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 15. mars næstkomandi. Í umsókninni skal koma fram áætlun um veiðarnar þar sem fram komi m.a. veiðitímabil, veiðisvæði, veiðiaðferð og nýtingu afurða. Ráðuneytið áskilur sér rétt til þess að hafna umsóknum sé ljóst að viðkomandi skip hafi ekki búnað til veiðanna eða að það sé fyrirséð að það muni af öðrum ástæðum ekki stunda þær. Sjávarútvegsráðuneytið, 26. febrúar 2007. Raðauglýsingar 569 1100 Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR UNDIR formerkjum hverfisverkefnisins ,,Gróska“ taka nem- endur í 6. bekkjum grunnskólanna í Grafarvogi og á Kjal- arnesi þátt í barnaþingi í dag, miðvikudaginn 28. febrúar. Tilgangur barnaþingsins er að skapa umræðu og stuðla að auknum áhuga barna á jákvæðum gildum lífsins, s.s. hollum lífsháttum, jákvæðum tómstundum, námi og uppbyggilegu fjölskyldulífi. Að gefa börnum tækifæri til að leggja um- ræðunni um forvarnir og betri lífsskilyrði lið. Að beina um- ræðu um forvarnir í jákvæðan farveg. Undanfarnar vikur hafa nemendur í 6. bekk hvers grunn- skóla í hverfunum unnið ákveðin verkefni til að undirbúa sig fyrir. Barnaþingið verður haldið í fundarsal Egilshallar og hefst fyrri hluti þingsins kl. 09 þar sem nemendur frá Rimaskóla, Hamraskóla og Víkurskóla kynna niðurstöður sínar. Seinni hluti þingsins hefst kl. 11 þar sem nemendur frá Borgaskóla, Foldaskóla og Klébergsskóla kynna niðurstöður sínar. Barnaþing í Grafar- vogi og á Kjalarnesi BLÁTT áfram, félagasamtök um forvarnir gegn kynferð- islegu ofbeldi á börnum, gefur út barnabókina ,,Þetta eru mínir einkastaðir“ í samvinnu við Hagkaup. Hagkaup ætla að gefa öllum leikskólum á landinu eintak af bókinni og var bókin afhent formlega aðilum leikskólanna í Hagkaupum Smáralind föstudaginn 23. febrúar sl. Bókin er ætluð foreldrum, forráðamönnum og öðrum þeim sem koma að uppeldi barna.„Við vonumst til að bók- in ,,Þetta eru mínir einka- staðir“ efli umræðuna í þjóð- félaginu og hvetji foreldra og aðra uppalendur til að ræða við börn sín, feimnislaust, um það alvarlega samfélagsmein sem kynferðisleg misnotkun er. Rjúfum þögnina og mun- um ábyrgð okkar í uppfræðslu barna okkar. Óupplýst barn er varnarlaust barn,“ segir í frétt frá útgefendum. Morgunblaðið/Ásdís Afhending Frá vinstri: Ólafur Grétar Gunnarsson, Náttúru- leikskólinn Hvarf, Svandís Ingimundardóttir, þróunar- og skóla- fulltrúi, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Gunnar Ingi Sigurðs- son frá Hagkaupum og Sigríður Björnsdóttir frá Blátt áfram. Hvað verndar börnin okkar? MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun stjórn- ar Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar: „Stjórn Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) sem eru frjáls félagasamtök innan þjóðkirkjunnar sem vinna að forvarnar- og æskulýðsmálum fagna niðurstöðu stjórnar Bændasamtakanna þess efnis að synja aðstandendum fyr- irhugaðrar klámráðstefnu sem vera átti í mars, um gistingu á hóteli samtakanna. Sú ákvörðun stjórnar Bændasamtakanna er hvatning til annarra fyrirtækja og stofnana, einstaklinga og félagasam- taka að stuðla með störfum sínum að aukinni mannhelgi og siðviti í íslensku þjóðlífi.“ Fagna ákvörðun Bændasamtakanna HILDIGUNNUR Ólafsdóttir heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (RIKK), fimmtudaginn 1. mars kl. 12.15 í stofu 132 í Öskju. „Í fyrirlestrinum verður greint frá fjölþjóðakönn- un í 14 löndum Evrópu sem gerð var til þess að auka skilning á því, hvernig kyn og menning hafa áhrif á áfengisneyslu og misnotkun. Niðurstöðurnar sýna greinilegt kynjabil áfengisneyslu í öllum lönd- unum, og að því jafnari sem staða karla og kvenna er í samfélaginu, þeim mun minni munur er á áfengisneysluvenjum kynjanna,“ segir í fréttatil- kynningu. Hildigunnur Ólafsdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni. Hún er dr. philos. í afbrotafræði frá Háskólanum í Ósló. Kynferði, menning og áfengisneysla EFTIRFARANDI ályktun Landssambands framsóknarkvenna var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar 23. febrúar sl. „Framsóknarflokkurinn hefur verið í far- arbroddi í jafnréttismálum hér á landi og læt- ur verkin tala. Framkvæmdastjórn Lands- samband framsóknarkvenna fagnar stöðu kvenna á framboðslistum Framsóknarflokks- ins til alþingiskosninga hinn 12. maí nk. Hlut- fallsskipting kynjanna í fyrsta sæti er jöfn, þrjár konur og þrír karlar munu leiða lista flokksins. Í 4 efstu sætum eru 14 konur og 10 karlar, eða 56% hlutur kvenna og 44% hlutur karla. Þennan góða árangur má að stórum hluta þakka nýju ákvæði í lögum Framsóknar- flokksins er kveður á um bindandi hlutföll kynjanna og samþykkt var á síðasta flokks- þingi 2005. Kveðið er á um þá skipan að í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðslista hans skuli hlut- ur hvors kyns ekki vera minni en 40% nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður séu því til fyrirstöðu. Framkvæmdastjórn Lands- sambands framsóknarkvenna telur að setn- ing ákvæðisins hafi verið mikið heillaspor þar sem slíkt ákvæði í lögum skipti sköpum til að ná fram jafnrétti kynjanna í stjórnmálum.“ Framsóknarkonur fagna jöfnum rétti Gáfu BUGL 50 milljónir auk vaxta RANGLEGA var sagt í frétt Morg- unblaðsins um skóflustungu að göngu- deildarbyggingu BUGL við Dalbraut fyrr í þessum mánuði að kvenfélagið Hringurinn hefði gefið „tæplega“ 50 milljónir króna til verksins. Hið rétta er að Hringurinn gaf BUGL gjafabréf upp á 50 milljónir króna í tilefni 100 ára afmælis síns árið 2004, sem verja á til kaupa á húsgögnum og búnaði fyrir göngudeildina þegar húsnæðið verður tilbúið. Þar sem dráttur varð á að framkvæmdir hæfust hefur féð ávaxt- ast og upphæðin því orðin hærri sem því nemur. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.