Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 31
UMRÆÐAN
fjármuna frá þjóðinni og til tveggja
prósenta manna sem gera það sem
þeim sýnist við fjármuni þjóðarinnar
en sennilega tekur þjóðin skellinn
þegar bréfaveldi án verðmæta hryn-
ur sem er óhjákvæmilegt. Síminn var
gefinn þó hann skilaði ómældu fjár-
magni til samfélagsins.
Áfram heldur barátta sjálfstæð-
ismanna og misréttissinna til að
einkavæða og ég held bara að þetta
fólk sem styður slíka starfsemi sé í
transi og viti hreinlega ekki hvað það
er að gera. Það sem er á dagskrá hjá
tveggja prósenta fólki núna er einka-
væðing RÚV svo hægt sé að viðhalda
dáleiðslunni gegnum fréttastöð.
Landsvirkjun blasir við þeim og þar
er feitur biti fyrir tveggja prósenta
fólkið. Svokallaðir vatns- og landeig-
endur eiga nú möguleika að komast í
tveggja prósenta liðið af því að land-
námsmaður leiddi belju í hring um
árið 900. Sjálfstæðisflokkur stendur
nú fyrir tillögu á þingi sem miðar að
yfirtöku einstaklings á enn einni auð-
lind landsmanna, sjálfu vatninu. Er
hægt að ganga lengra í yfirgangi?
Ég á einbýlishús en verð að greiða
lóðargjald fyrir landið sem húsið
stendur á og það er auðvitað eins og
hlutirnir eiga að vera hvað varðar
sameign Íslendinga á fósturjörðinni.
Hún á ekki að vera til sölu heldur
sameign fæddra og ófæddra Íslend-
inga. En stóri og næstum eini bitinn
sem þjóðin á eftir af verðmætum er
lífeyrir þjóðarinnar en hann er í mik-
illi hættu og verður sótt í hann af
tveggja prósenta liðinu með öllum
ráðum. Það verður fast sótt í okkar
síðustu sameign! Fátæka Ísland.
Sennilega erum við, hinn almenni Ís-
lendingur, að verða illa haldin af fá-
tækt og öðruvísi getur það varla orð-
ið þegar búið er að afhenda megnið af
fjármunum þjóðarinnar til ævintýra-
manna. Nokkrar staðreyndir úr dag-
blöðunum undanfarið: Vegakerfi
landsins er stórhættulegt og þarf að
lagfæra. Ekki til peningar. Ný góð
krabbameinslyf ekki flutt til landsins.
Ekki til peningar. Aðhlynning gam-
almenna til skammar víða að sögn
þingmanna. Ekki til peningar. Slysa-
varðstofan óstarfhæf og þú þarft
jafnvel að yfirgefa hana þó bein-
brotin sért eftir margra tíma bið.
Ekki til peningar. Biðlistar fyrir lið-
skipti fylla töluna 700. Mjög kvala-
fullur sjúkdómur þegar brjósk hefur
eyðst af liðkúlum. Ekki til peningar.
Ekki hægt að koma í veg fyrir blindu
þó lyf sé til. Auðvitað góð tillaga
Moggamanna að ríkir geti keypt
sjónina, en það er ekki fyrir mig.
Ekki til peningar. Láglaunastefna
núverandi ríkisstjórnar gerir það að
verkum að yfir fjögur þúsund íslensk
börn líða skort. Tekið saman af sjálf-
um stjórnar hernum. Ekki til pen-
ingar. Svona væri hægt að halda
áfram að telja upp aðkallandi verk-
efni.
Niðri á þingi sitja 63 menn sem við
landslýður kusum til þess að semja
lög og reglur til hagsbóta fyrir alla.
Þeir sem hafa setið við stjórn und-
anfarin ár sjá ekkert annað til bjarg-
ar en að ráða sérmenntað fólk til þess
að skattleggja og leita uppi sparnað
vinnandi láglaunafólks og sér-
staklega eldri borgara svo þeir gömlu
hafa vart til hnífs og skeiðar.
Þessi vinnubrögð valda kala og
óvild sem stigmagnast með auknu
misrétti.
» Aukaverkanir: Hrunflestallra sjáv-
arbyggða umhverfis Ís-
land og eignir þorpsbúa
verða að engu, ekki einu
sinni lánshæfar.
Höfundur er rafeindavirki.
LAUGARDAGINN
24. febrúar birti Morg-
unblaðið skrif eftir Jón
Baldvin Hannibalsson.
Í skrifum þessum seg-
ir Jón Baldvin ítrekað
að samfylkingarfólk,
sem stóð að mótmæla-
fundi gegn stækkun
álvers í Straumsvík,
hafi þar með verið að
framfylgja stefnu
Samfylkingarinnar á
landsvísu. Þetta er
misskilningur sem ber
að leiðrétta.
Það sem Jón vísar til sem
stefnu flokksins á landsvísu er
samþykkt þingflokksins sem
kynnt var sl. haust undir yf-
irskriftinni Fagra Ísland.
Stundum gerist það í stjórn-
málum að þingflokkar þurfa að
bregðast við aðstæðum og móta
stefnu flokka sinna í
einhverjum málum.
Það var ekki svo í
Samfylkingunni í
þetta sinn. Framtíð-
arhópurinn um
„Auðlindanýtingu í
sátt við umhverfið“
hafði starfað í þrjú
ár og lagt fyrir
flokksstjórn tíu
síðna skýrslu um
efnistök og stefnu
flokksins í þeim
málum.
Samþykkt þing-
flokksins var því viðbragð hans
við pólitískri umræðu.
Þess vegna
Þess vegna geta þingmenn
flokksins stutt álver við Húsavík
og eða á Suðurnesjum.
Þess vegna getur aukinn meiri-
hluti flokksins í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar stutt eigin tillögu
um deiliskipulag sem ber í sér
möguleika á stækkun álvers í
Straumsvík.
Þess vegna geta þingmenn
stutt byggingu nýrra álvera en
um leið lagt til að af efnahags-
ástæðum rísi þau ekki fyrr en eft-
ir nokkur ár.
Þess vegna getur allt það fólk
sem á sér draum um stóran flokk
jafnaðarmanna unnið saman að
því að gera Samfylkinguna að 30–
35 prósenta flokki í komandi
kosningum.
Þess vegna geta harðir virkj-
anasinnar unnið heils hugar að
því að virkjanaandstæðingur eins
og Mörður Árnason nái glæsilegu
kjöri til Alþingis þó að þeim þyki
á stundum sem hann sé bæði móti
málmum og rafmagni.
Misskilningur
Jóns Baldvins
Birgir Dýrfjörð gerir at-
hugasemdir við grein Jóns
Baldvins Hannibalssonar
Birgir Dýrfjörð
» Þess vegna geturþað fólk sem á sér
draum um stóran jafn-
aðarmannaflokk unnið
saman að því að gera
Samfylkinguna að 30–
35% flokki í komandi
kosningum.
Höfundur er í flokksstjórn
Samfylkingarinnar.
ÞAÐ er staðreynd að
konur og börn eru
lægra sett en karlar um
allan heim. Þrátt fyrir
jafnréttislög, mann-
réttindasamninga,
kosningalöggjöf,
barnasáttmála og
launajafnrétti eru kon-
ur og börn annars
flokks borgarar. Í
Rómaveldi hinu forna
voru konur og þrælar
sett í sama þjóðfélags-
þrep. Hinir frjálsu karl-
ar fóru með völdin og jafnvel Ari-
stóteles var þessu sammála. Þetta
fyrirkomulag er orðið yfir tvö þúsund
ára gamalt og úr sér gengið.
Konur kvarta nú á tímum yfir
valdaleysi sínu á vinnumarkaði, í at-
vinnulífinu og á Alþingi. Þær segjast
ekki skilja hvers vegna þessi mis-
munun sé um allt þjóðfélagið. Þrátt
fyrir fjörutíu ára gamlar lagasetn-
ingar um sömu laun fyrir sömu vinnu
miðar ofurhægt að rétta hlut kvenna.
Launamunur kvenna og karla er sá
sami árið 2006 og hann
var árið 1994 eða 15%.
Þetta er auðvitað ill-
skiljanlegt þegar konur
hafa haft kosningarétt í
hartnær í eitt hundrað
ár og menntunarlega
standa þær ekki körlum
að baki. Hvernig er
hægt að breyta þessu?
Höfum jákvæða
mismunun
Sumar konur vilja já-
kvæða mismunum um
tíma en aðrar konur
ekki. Þær telja það óþarft og ef til vill
fyrir neðan virðingu sína að hafa ein-
hverja mismunun. En hefur áunnist
nóg í þessum efnum fyrir konur með
slíkri hlédrægni? Það er hin nöt-
urlega staðreynd að karlar hafa notið
jákvæðrar mismununar alla tíð en
framhjá því líta konur, því miður.
Karlar hafa alltaf gengið fyrir konum
við veitingu embætta, verið ofar á
listum stjórnmálaflokka, komist í
stjórnir, fengið hærri laun og betri
starfslokasamninga. Þeir fengu líka
kosningarétt mun fyrr en konur þar
sem talið var að konum væri ekki
treystandi til að kjósa rétt. Hvernig
ber okkur að skilja slíka fullyrðingu í
dag. Þetta hélt konum frá stjórn-
unarstörfum og var greinilega já-
kvæð mismunun körlum í vil. Það er
reyndar kominn tími til að veita kon-
um jákvæða mismunun.
Karlar eru ekki betur gefnir en
konur eða öfugt. Þeir eru ekki hæfi-
leikaríkari en konur og menntun
kvenna er síst verri en karla. Stað-
reyndin er sú að ekkert breytist ef
spilað er eftir karllægum reglum sem
eru orðnar úreltar í alþjóðavæðing-
unni. Þar mega ekki gamaldags við-
mið þrífast körlum í vil.
Kjósum konur
Konum stóð reyndar til boða all-
góður kostur árið 1982 þegar
Kvennalistinn kom fram. Auðvitað
voru margar konur ósammála stefnu-
málum þeirra sem þar voru í forsvari.
Konur hefðu þó átt að vera það skyn-
samar að kjósa þann lista til að kom-
ast til valda. En konur gerðu það ekki
þrátt fyrir þá staðreynd að þær voru
og eru 50% kjósenda og fjórflokk-
arnir hefðu þurft að skipta 50% at-
kvæða karla á milli sín.
Konur sárvantaði völl til að spila á.
Þær fengu hann reyndar en klúðruðu
tækifærinu í einstaklingsbundnum
flokkadráttum körlum í hag, rétt
einu sinni. Konur hafa kosið flokka
sem ekki hafa lagað launamun
kynjanna þó hæg væru heimatökin til
þess fyrir stjórnarflokkana. Konum
er einfaldlega ekki nóg boðið enn og
kjósa sífellt sömu karlana til að sjá
um jafnréttismálin fyrir sig. Hverju
hefur það skilað þeim undanfarin 12
ár í launum? Jú, konur eru með 85%
af launum karla í samfélaginu. Er
þetta ásættanlegt lengur fyrir kon-
ur?
Konum hefur því miður ekki miðað
fram á við innan karlaveldisins. Kon-
ur kvarta undan launamun milli sín
og karla, launaleynd sem heftir sömu
laun fyrir sömu vinnu og að aðgengi
að æðstu embættum sé ekki jafnopið
fyrir þær og fyrir karla. Konur þurfa
að standa saman eins og karlar gera
og taka upp baráttuaðferðir þeirra
sem er jákvæð mismunun og kjósa
bara konur, skipa bara konur og ráða
bara konur.
Norrænir jafnaðarmenn hafa kom-
ið með mestu breytingarnar til sam-
félagslegra umbóta með almannalög-
um í heilbrigðisgeiranum og
menntun og síðan með almanna-
tryggingum til hagsbóta fyrir alla.
Hægri menn vilja ekki rugga bátnum
um of og draga því lappirnar þegar
bæta þarf kjör barna, kvenna, sjúk-
linga, eldri borgara, öryrkja og
námsmanna.
Staðreyndin er sú að ekkert breyt-
ist ef spilað er eftir karllægum
reglum sem eru orðnar úreltar í al-
þjóðavæðingunni. Þar geta ekki þessi
gamaldags viðmið þrifist lengur. En
konur kjósa enn karla til að fara með
völdin sem síðan skammta þeim sjálf-
sögð réttindi. Er þetta ásættanlegt
lengur fyrir konur? Maður gæti
stundum haldið að konur væru ófull-
veðja aðilar að samfélaginu sem
þyrftu á leiðsögn sér betri manna að
halda.
Valdalausar konur?
Kolbrún S. Ingólfsdóttir fjallar
um jafnréttismál og kosningar
» Það er hin nöturlegastaðreynd að karlar
hafa notið jákvæðrar
mismununar alla tíð en
framhjá því líta konur,
því miður.
Kolbrún S. Ingólfsdóttir
Höfundur er lífeindafræðingur og
sagnfræðingur.
Í gær drógum við út
10 milljónamæringa til
viðbótar við þá 5.513
vinningshafa sem dottið
hafa í lukkupottinn á
þessu ári. Í mars bætast
rúmlega 3000 vinnings-
hafar við og yfir 30
milljónamæringar.
Fáðu þér miða á hhi.is
eða í síma 800 6611.
Það tekur enga stund.