Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 33 MINNINGAR ✝ AðalsteinnMagnús Stef- ánsson Richter, arki- tekt og fyrrum skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, fæddist á Ísafirði 31. október 1912. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eiri föstudaginn 16. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingibjörg Magn- úsdóttir frá Krossa- nesi í Strandasýslu, f. 3.11. 1884, d. 25.7. 1975, og Stefán J. Richter frá Naustavík í Stranda- sýslu, f. 27.9. 1879, d. 15.7. 1963. Systkini Aðalsteins voru: Jakob Helgi, f. 1906, d. 1999, Magnúsína Ingibjörg, f. 1907, d. 1909, Gunnar Stefán, f. 1908, d. 1971, Magnúsína Ingibjörg, f. 1911, d. 2004, Kristján, f. 1915, d. 1936, stúlka, f. 1916, d. 1917, Guðfinna, f. 1918, d. 1920, Finnur, f. 1920, d. 1989, og Guðrún Aðalbjörg, f. 1921, d. 1981. Hinn 29.12. 1945 kvæntist Að- alsteinn Elisabeth Richter, fæddri Pontoppidan, f. 30.9. 1920. For- eldrar hennar voru: Anna Pontop- pidan, f. 18.4. 1893, d. 1976, og Svend Pontoppidan, f. 12.6. 1887, d. 1939. Börn Aðalsteins og Elisabeth eru: 1) Svend Richter, f. 29.8. 1947, kvæntur Björgu Yrsu Bjarnadótt- Aðalsteinn lauk sveinsprófi í húsasmíði á Ísafirði 1934. Hann hélt til Kaupmannahafnar til frekara náms 1935. Hann var tæknistúdent frá Det Tekniske Selskaps skole í Kaupmannahöfn 1940. Aðalsteinn útskrifaðist sem arkitekt frá Kun- stakademiets Arkitektskole 1944 og hlaut þar skólaverðlaun 1943. Hann stundaði framhaldsnám í skipulagsfræðum frá Nordplan í Stokkhólmi 1974 og sótti síðar nokkur námskeið við þá stofnun 1976–1980. Aðalsteinn starfaði á ýmsum arkitektastofum í Danmörku 1938– 44. Hann var aðstoðarteikn- istofustjóri í Stokkhólmi 1944– 1946. Eftir heimkomu til Íslands 1946 starfaði hann hjá Húsameist- ara Reykjavíkur og var skipulags- stjóri Reykjavíkurborgar á árunum 1959–1982. Eftir það starfaði hann við embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík til ársins 1988. Jafnframt rak hann eigin arkitektastofu allan sinn starfsferil. Aðalsteinn var virk- ur félagi í Arkitektafélags Íslands og sat í fjölmörgum nefndum. Hann var um árabil í stjórn félagsins og var formaður þess 1963–1964. Að- alsteinn sat í umferðarnefnd Reykjavíkur 1959–1961 og bygg- ingarnefnd Reykjavíkur 1959– 1988. Aðalsteinn var virkur félagi í Sjálfstæðisflokknum, starfaði í hon- um um árabil og var í fulltrúaráði flokksins. Útför Aðalsteins verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ur, f. 28.11. 1948. Börn þeirra eru: a) Pétur Örn, f. 24.5. 1971, kvæntur Helgu Dröfn Þórarinsdóttur. Synir þeirra eru Ant- on Óli og Róbert Ar- on. b) Margrét Yrsa, f. 22.2. 1974, gift Þóri Steinþórssyni. Börn þeirra eru: Yrsa Rós og Þráinn Leó. c) Guð- rún Yrsa, f. 8.9. 1981, sambýlismaður Daní- el Þórðarson. 2) Anna Gerður Richter, f. 27.4. 1953, gift Erni Á. Jónssyni, f. 28.7. 1950. Börn þeirra eru: a) El- ísabet, f. 5.5. 1969, gift Þorfinni Andreasen. Börn þeirra eru: Arnar Bjarki og Anna Karen. Fyrir átti hún Daníel Örn og hann Anton Frey. b) Árni Þór, f. 16.9. 1979. Unnusta hans er Tinna Steindórs- dóttir. c) Helga Björk, f. 22.9. 1982, sambýlismaður Sigurður Karl Magnússon. Fyrri maki Aðalsteins var Ólöf Ólafsdóttir, f. 1914, d. 1998. Sonur þeirra er: 1) Kristján Richter, f. 21. 7. 1937, kvæntur Kristbjörgu Ólafs- dóttur, f. 5.6. 1945. Börn þeirra eru: a) Linda Björk, f. 23.8. 1967. b) Að- alsteinn Rafn, f. 11.3. 1969. Sonur hans er Kristján Henry. c) Sigrún Heiða, f. 23.5. 1971, gift Alfreð Al- freðssyni. Látinn er í hárri elli tengdafaðir minn Aðalsteinn Richter. Hann lést eftir skamma dvöl á hjúkrunarheim- ilinu Eiri. Áður hafði hann verið frá haustmánuðum á sjúkrahúsi og hrak- aði heilsu hans smám saman. Hann var þó glaður og nefndi oft hve lífið væri dásamlegt. Fram á tíræðisald- urinn var heilsa hans góð og náði hann í tvígang að sigrast á krabba- meini. Kynni mín af Aðalsteini hófust þeg- ar ég fór að vera með hans einkadótt- ur Önnu Gerði. Aðalsteinn reyndist mér hinn besti tengdafaðir alla tíð. Við áttum sameiginleg áhugamál, helst ljósmyndun og ferðalög og gott handverk kunni hann að meta. Tón- listarsmekkur okkar var þó lengst af ólíkur. Tónlistaráhugi skipaði stóran sess í lífi Aðalsteins og Lísbethar. Þau voru fastagestir á sinfóníutónleikum í áratugi og oft var hlýtt á hljómplötur, diska og myndbandsupptökur af óp- erum sem voru í miklum metum. Aðalsteinn var fæddur á Ísafirði og ólst upp í stórum systkinahópi þar sem þrengra var í búi en síðar varð hjá fjölskyldum. Þar hefur hver þurft að berjast fyrir sínu og hefur það ef- laust mótað ungan drenginn og hans framtíð. Fjölskyldan var honum mikil gæfa og afkomendur hans hið mann- vænlegasta fólk. Margar ferðir fór hann á æskustöðvarnar á Ísafirði ak- andi á eigin bíl. Þá voru ár og lækir óbrúaðir svo vaða þurfti yfir og kanna aðstæður. Barnungur dvaldi hann í Hælavík á Hornströndum og sagði margar sögur þaðan. Hann endurnýj- aði þau kynni mörgum áratugum síð- ar. Aðalsteinn hafði ungur og lengi frameftir yndi af fjallgöngum. Oftast gat hann um gönguna á Baulu á sjötta áratugnum. Orlofsdvöl í Munaðarnesi var löngum í miklu uppáhaldi. Margar og skemmtilegar ferðir fórum við saman víða um land. Ferð um Ísa- fjarðardjúp um verslunarmannahelgi 2003 varð hans næstsíðasta ferð til Ísafjarðar. Þar hitti hann Möggu systur sína í síðasta sinn. Ferðir til út- landa voru margar. Ferð til Mallorca 1956 var honum eftirminnileg og síð- ustu áratugina var Flórída í miklu uppáhaldi. Auk þess fóru þau í nokkr- ar heimsreisur. Aðalsteinn gegndi opinberu starfi lengi, auk þess að reka arkitektastofu í aukastarfi. Hann hafði því samskipti við marga áður fyrr, en seinni árin kunni hann best við sig heima í Nökkvavogi, enda vildi hann helst dvelja þar, meðan hann mögulega gat. Ég hef þá trú að hann hafi ekki fundið mikið fyrir ellinni, enda hélt hann sér í góðu formi með morgunleikfimi og göngutúrum lengst af ævinnar. Í þau rúm 33 ár sem ég þekkti Að- alstein bar aldrei skugga á okkar samband. Þegar halla tók undan fæti, var yndi að fylgjast með þeirri um- hyggju, sem hans elskulega eiginkona sýndi honum fram í það síðasta. Ég varð einnig vitni að þrotlausri vinnu dóttur hans í samskiptum við kerfið varðandi vistunarúrræði aldraðra. Þegar komið er að kveðjustund eftir þriðjungs aldar kynni er svo margs að minnast að fátækleg orð fá engu breytt. Ég vil þakka þér, tengdafaðir, hvað þú hefur glatt okkur og gefið á lífsins leið. Elsku tengdamamma, megi minn- ingin um góðan lífsförunaut verða þér styrkur. Örn Ár. Jónsson. „Mikið ertu rík,“ sagðirðu alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín með barnahópinn minn. Ég samsinnti því stolt af ungunum. En ég er ekki bara rík að eiga svo yndisleg börn heldur einnig að hafa átt afa er alla tíð sýndi mér ást og umhyggju. Hjá þér og ömmu hef ég alltaf átt mitt annað at- hvarf, ég bjó hjá ykkur fyrstu æviárin og svo aftur er ég fór í framhalds- skóla. Því leikur þú stórt hlutverk í bernskuminningum mínum. Við fór- um í feluleiki, teiknuðum saman Óla prik og hús uppi í teiknistofu og ég fékk að fara á háhest og í kleinu. Þú sagðir mér sögur og sérstaklega hafði ég gaman af Búkollu og af litla fugl- inum sem gat ekki flogið. Ég man eft- ir bíltúrum á Ramblernum og heim- sóknir í Skúlatún 2 þar sem þú vannst. Ég man eftir að fara í Stjörnubíó og segja vinkonunum og reyndar líka starfsfólkinu að afi minn hefði teiknað bíóið. Margar stundir átti ég með ykkur í Munaðarnesi enda fóruð þið þangað í sumarbústað á hverju ári um árabil. Við fórum marga göngutúra niður að Norðurá og jafnvel upp að Glanna. Við lékum okkur við lækinn og ein- hvern tímann sagðirðu að ég ætti hann eins og amma ætti Esjuna. Þú hafðir sérstakar mætur á Baulu og sagðir mér oft að þú hefðir gengið á fjallið. Er ég flutti annað sinn til ykkar í kjallarann voru ófáar stundirnar er við ræddum saman um pólitík, sögu og landafræði og ekki kom maður að tómum kofunum þar. Ég minnist þess að koma heim úr skólanum á svipuð- um tíma og þú komst heim úr vinnu og beið þá fat með smurðu brauði eftir þér. Þú sagðir alltaf við mig að ég mætti bara horfa en ekki snerta en síðan gafstu mér uppáhaldssneiðina þína. Það voru ófá skiptin er við sett- um Peter Sellers í myndbandstækið og skemmtum okkur konunglega yfir óförum hans. Þú hafðir mikinn áhuga á ferðalög- um bæði innanlands og utan og allt frá upphafi búskapar ykkar ömmu hafið þið ferðast til framandi landa. Ég var svo lánsöm að fá að ferðast að- eins með ykkur erlendis. Fórum við ásamt pabba og mömmu til Marokkó 1995 og var sú ferð mikið ævintýri. Síðar hittumst við í Kanada þar sem ég var við nám og ferðuðumst um Klettafjöllin. Þú varst þá orðinn 87 ára en lést það ekki stoppa þig frekar en fyrri daginn. Ótal margar ferðir voru farnar innanlands. Minnisstæð- ust er ferð til Ísafjarðar 2003 þar sem þú sagðir okkur frá bernsku þinni og sýndir okkur Tangagötu 6 þar sem þú ólst upp. Nú hefur þú, elsku afi minn, lagt upp í þína hinstu för. Ég er þakklát fyrir að ég hætti við að fara í útrétt- ingar og fór í staðinn að heimsækja þig á Eir daginn sem þú fórst. Ég er einnig þakklát fyrir að hafa fengið þig í heimsókn til okkar um síðustu jól og áramót og hversu glaður þú varst. Minninguna um glaðlega brosið þitt og hlýjar hendur er yljuðu mínum í gegnum tíðina geymi ég í hjarta mínu. Við munum hugsa vel um ömmu fyrir þig. Sofðu rótt, elsku afi minn. Elísabet Richter Arn- ardóttir, „litla Lísbet“. Í dag kveð ég afa minn, Aðalstein M. Richter, í hinsta sinn. Síðan hann lést hafa minningarnar hellst yfir mig. Ég held að ég hafi verið mjög heppin að vera barnabarn hans. Hann var alltaf kátur og glaður þegar við hitt- umst og hann hafði mikinn áhuga á öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Afi sagði mér oft frá því þegar hann hélt á mér undir skírn. Hann hafði miklar áhyggjur af hversu hátt hann ætti að segja nafnið mitt, nógu hátt til þess að allir fengju að heyra hvað barnið ætti að heita en ekki of hátt þannig að hann hrópaði yfir kirkjugestina. Á Nökkvavoginum var afi með teiknistofu sem mér fannst mjög spennandi að snuðra í. Þar var óþrjót- andi uppspretta af blöðum til þess að teikna á og fullt af blýöntum og tús- spennum sem hann notaði við vinnu sína. Mest spennandi voru þó allar reglustikurnar hans en þær voru alls konar í laginu með götum til þess að teikna ýmis tákn. Þarna teiknaði mað- ur og litaði sér þess ómeðvitandi að undir öllum blöðunum leyndust teikn- ingar af húsum sem afi var að teikna. Afi hafði alltaf mjög mikinn áhuga á tónlist og hlýddi mér yfir tónskáldin á hinum ýmsu verkum, oft þeim sem ég var að flytja og kenndi hann mér að þekkja tón- og ljóðskáld. Afi var ákaf- lega stoltur af því að ég væri að læra að syngja og lét fólk vita að þarna færi á ferðinni stúlka sem kynni bæði að reikna og syngja. Þessi stuðningur frá honum og ömmu hefur verið mér ómetanlegur og tek ég hann með mér í framtíðina. Afi var mjög hraustur maður lengst af og hann gerði sér grein fyrir því hve hreyfing skipti miklu máli fyr- ir heilsuna. Ég mun aldrei gleyma því þegar við fjölskyldan úr Borgarnesi gistum í kjallaranum á Nökkvavog- inum og ég vaknaði upp við að afi var að gera leikfimisæfingar í stofunni. Ég dreif mig oft þá á fætur og gerði æfingar með honum. Afa fannst sérstaklega gaman að ferðast og fóru þau amma margoft í Munaðarnes og að Eiðum. Við fórum þá oft í heimsókn til þeirra og fannst mér mjög gaman að fara með afa í göngutúr og í bíltúra um svæðið. Afa þótti ákaflega gaman að vera úti í náttúrunni og sagði hann mér sögur af því þegar hann var ungur og hljóp upp á fjöll og stiklaði á steinum yfir læki og ár. Ef ekki var nógu gott veð- ur til þess að vera úti málaði hann myndir af náttúrunni og var Baula ósjaldan myndefnið. Í janúar þegar ég var á leiðinni aft- ur til Vínarborgar fór ég á spítalann til þess að kveðja afa. Ég var mér þess meðvitandi að þetta gæti verið í síðasta skipti sem ég hitti hann en sagði honum þó að við myndum hitt- ast þegar ég kæmi heim í páskafrí. Hann varð þá mjög glaður og sagði: „Ég kem og sæki þig.“ Elsku afi, takk fyrir allt. Minning þín lifir. Þín Helga Björk. Elsku afi, kveðjustundin er komin. Þú áttir langt líf, 94 ár, og þar af yfir 60 ár með elskulegu ömmu þér við hlið. Minningar koma í hugann, bernskuminningar úr Nökkvavogin- um og samverustundir í Munaðar- nesi. Mér þótti sagan af flótta þínum á stríðsárunum alltaf jafn merkileg. Mig langar í kveðjuskyni að minnast ljóðanna sem þú ortir til barnanna minna þegar þau fæddust. Fyrst var það hinn 10. ágúst árið 2000 sem þú ortir til Yrsu Rósar: Samgleðjumst á sólskinsdegi og fögnum nýrri Yrsu á lífsvegi. Hamingjan hliðholl henni verði, svo Margrét og Þórir gleðjast megi. Ávallt er við fjölskyldan hittum þig, rifjaðir þú upp ljóðið um Yrsu Rós. Síðast þegar við heimsóttum þig á Landspítalann kom ljóðið ekki. Það var síðan 14. apríl 2004 sem þú ortir til Þráins Leós: Vorsólin gyllir sund og fjörð. Ást og gleði í ykkar hjörð. Hamingjan ljómar allt í kring, Yrsa Rós er með í því. Hann er fæddur vinurinn, yndislegi drengurinn. Brostu, brostu, brostu. Elsku afi, ég þakka þér fyrir þessi skrif til barnanna minna og ég mun varðveita þau þeim til handa. Hvíl í friði. Elsku amma, missir þinn er mikill. Ég votta þér samúð mína. Þín Margrét Yrsa. Aðalsteinn Richter, afi konu minn- ar og gæðakall, er látinn. Langar mig að minnast hans í nokkrum orðum. Ávallt var gott að koma í heimsókn á Nökkvavoginn til þeirra hjóna enda gestrisin og gott fólk að hitta. Maður kom ekki að tómum kofunum þegar Aðalsteinn var annars vegar enda langt og farsælt líf sem hann átti að baki. Það sem við áttum meðal annars sameiginlegt var vera hans í Hælavík á Ströndum þar sem hann var smali á unga aldri en ég hafði verið þar í ná- grenni sem barn og unglingur ára- tugum síðar. Fannst honum gaman að rifja upp staðhætti og ræða um gamla tíma frá þessum slóðum. Skondin er sagan þegar hann fór að heimsækja Hælavík á áttræðis- aldri og báturinn sem átti að flytja hann á staðinn, ásamt fleira fólki, tafðist því alltaf var verið að bíða eftir gamla manninum sem ætlaði í heim- sókn á fornar slóðir. Þessi maður var Aðalsteinn en löngu kominn um borð. Var þetta gott dæmi um hversu vel hann bar aldurinn. Spítalavistin síðastliðna haustmán- uði tók sinn toll en þegar við fjöl- skyldan komum að heimsækja hann fengum við ávallt fallegt bros og feng- um að finna hversu velkomin við vor- um. Ef börnin okkar voru ekki með spurði hann ævinlega um þau með mikilli hlýju og bað fyrir kveðju frá langafa til þeirra. Erum við fjölskyld- an þakklát fyrir síðustu jól og áramót sem við eyddum saman með þeim hjónum. Votta ég Lisbeth, börnum, barna- börnum og barnabarnabörnum mína dýpstu samúð. Þorfinnur S. Andreasen. Elsku afi okkar Aðalsteinn er lát- inn. Við viljum þakka fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér í Nökkvavoginum. Við minnumst með gleði ferðar okkar með þér á Snæfellsnes þar sem við komum saman í tilefni af 90 ára af- mæli þínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Guð geymi þig, kæri afi. Elsku Elísabeth, þinn missir er mikill og vottum við þér okkar dýpstu samúð. Linda Björk, Aðalsteinn Rafn, Sigrún Heiða og Kristján Henry. Nú ertu farinn frá okkur, elsku langafi. Minning þín lifir með okkur og ætla mamma og pabbi að vera dugleg að segja okkur yngri systk- inunum frá þér. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín og langömmu. Þú varst mjög áhugasamur um ferð- ina hans Daníels til Kína síðasta sum- ar enda hafðirðu komið þangað sjálf- ur fyrir mörgum árum. Þú kvaddir alltaf Daníel að kínverskum sið, hafð- ir gert það alveg frá því að hann var krakki. Þú sagðir alltaf Arnari Bjarka að þið ættuð afmæli í sama mánuði og fórst með honum í boltaleik í stigan- um á Nökkvavogi. Þér fannst Anna Karen vera ægilega fallegt barn og hafðir mjög gaman af að sjá hana vaxa og dafna. Sofðu rótt, elsku langafi. Þín langafabörn Daníel Örn, Arnar Bjarki og Anna Karen. Það er ekki ýkja langt síðan ég hitti Aðalstein Richter á myndlistarsýn- ingu í Ásmundarsal. Þar var ekki að sjá að færi öldungur, að vísu kvartaði hann undan minnisleysi en að öðru leyti bar hann sig eins ég man eftir honum í æsku minni fyrir áratugum. Aðalsteinn var einn þeirra arki- tekta sem fóru til náms í Kaupmanna- höfn fyrir heimsstyrjöldina síðari. Richter, eins og hann var kallaður á æskuheimili mínu, var samtíma föður mínum á Det Tekniske Selskabs Skole, en í þann skóla fóru þeir sem voru með próf í húsasmíði frá Íslandi til að komast inn á Arkitektaskóla Kúnstakademísins. Það valt á ýmsu hvort og hvenær skólagöngu þeirra lauk, sem fóru út rétt fyrir stríð, hvort þeir komust heim í stríðsbyrjun eða urðu innlyksa í Danmörku. Rich- ter var meðal þeirra sem urðu eftir í Danmörku og var á Kúnstakademí- inu á stríðsárunum. Hann kom heim að loknu stríði og vann mestan hluta starfsævi sinnar hjá opinberum að- ilum, fyrst hjá Húsameistara ríkisins en síðan hjá Reykjavíkurborg, þar af lengst af að skipulagsmálum. Richter var lengst af virkur félagi í Arkitekta- félagi Íslands. Hann var formaður þess árin 1963–64, en hafði áður verið ritari 1950–51. Þar fyrir utan sat hann í ýmsum nefndum félagsins í mörg ár. Meðal annars þess vegna á Arkitektafélagið gengnum kollega Richter margt að þakka. Um leið og ég votta Elísabetu eig- inkonu hans og öðrum aðastandend- um samúð mína vil ég fyrir hönd Arkitektafélags Íslands þakka Aðal- steini margra ára störf hans í þágu fé- lagsins allt frá miðri síðustu öld. Albína Thordarson, formaður AÍ. Aðalsteinn M. Richter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.