Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ / AKUREYRI / KEFLAVÍK SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára PERFUME kl. 6 - 9 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 5:30 - 8 LEYFÐ BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 8 LEYFÐ MAN OF THE YEAR kl. 10 B.i. 7 ára ROCKY BALBOA kl. 8 B.i. 12 ára PERFUME: THE STORY OF A MURDERER kl. 10:10 B.i. 16 ára BREAKING AND ENTERING kl. 8 - 10 B.i. 12 ára THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 6 LEYFÐ ALPHA DOG kl. 8 B.i. 16 ára HANNIBAL RISING kl. 10:10 B.i. 16 ára VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ BREAKING AND ENTERING JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT Með “Íslandsvininum og sjarminum Jude Law” ásamt óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee LIB - TOPP5.IS eeee H.J. MBL. eeee FRÉTTABLAÐIÐ BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU PATRICK SÜSKIND eee VJV, TOPP5.IS SÝND BÆÐI MEÐ ÍSL OG ENSKU TALSÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Stærsta opnun á fjölskyldumynd í Bandaríkjunum í ár Frá þeim sömu og færðu okkur Chronicles Of Narnia ÓSKARSVERÐLAUN m.a. besta leikonan í aukahlutverki2 eeee VJV, TOPP5.IS eeee S.V., MBL. eee S.V., MBL. árnað heilla ritstjorn@mbl.is Verkfræðilegt afrek FYRIR skömmu var sýnd á sjón- varpsstöðinni National Geographic heimildarmynd um Kárahnjúka- virkjun í þáttaröð sem fjallar um verkfræðileg afrek hér á jörðu. Þessi mynd var afar vönduð og sýndi vel fram á það verkfræðilega afrek sem Kárahnjúkavirkjun er burtséð frá því hvort menn eru með eða á móti virkjuninni sem slíkri. Heimildarmyndin á National Geographic sýnir svo ekki verður um villst að til dæmis samræming hinna boruðu ganga var ótrúlega ná- kvæm og í raun einstök. Hér er ekki ætlunin að rekja efni heimild- armyndarinnar en aðeins minna á að þegar sjónvarpsstöð á borð við Nat- ional Geographic sér ástæðu til að legga í afar mikinn kostnað og vinnu við að fjalla um ákveðna framkvæmd þá er þar um að ræða verkefni er skarar fram úr á heimsvísu. Íslend- ingshjartað sló ört í brjósti af stolti þegar þessi mynd rann fyrir á skján- um svona líkt og Egyptanum líður e.t.v. þegar fjallað er um pýramíd- ana. Verkfræðingar og verkamenn á Kárahnjúkum geta borið höfuðið hátt vegna þess verks sem þeir hafa unnið og sleppum við þá að minnast á hið pólitíska dægurþras. Áhugamaður. Gula og rauða spjaldið í fótboltanum ÉG hef stundum verið að velta því fyrir mér hversu ósanngjarnt það er fyrir leikmann í fótboltanum að fá gula spjaldið kannski í upphafi leiks, jafnvel fyrir smávægilega tæklingu – og yfirþyrmandi leikaraskap and- stæðingsins, þar sem allir helstu leikarahæfileikar fá að njóta sín til fullnustu. Þetta höfum við flestir áhugamenn um fótbolta séð gerast oft. Fyrir vikið er viðkomandi leik- maður kominn á hættulista og getur því ekki beitt sér nema svona 50%– 75% í leiknum. Að sama skapi hef ég dáðst að reglum handboltans sem ganga út á það að brjóti leikmaður af sér fari hann í tveggja mínútna hvíld (út af). Þessi regla finnst mér hreint alveg frábær og afar sanngjörn. Ég hef því velt því fyrir mér hvort ekki sé hægt að taka þessa reglu upp í fótboltanum. Að við brot sem að venju gefa gult spjald komi tveggja mínútna brottvísun, mætti þess vegna vera fimm mínútna. Aftur á móti séu brot þess eðlis að þau verð- skuldi rautt spjald verði gefið rautt spjald. Sum brot eru þess eðlis að þau verðskulda það. En það að gera leikmenn að nokkurs konar hálf- drættingum í leik er í raun ekki bolt- anum eða leikmönnum til fram- dráttar. Að vísa mönnum út af í einhvern tíma gæti t.d. gert leikina enn skemmtilegri, með fleiri mörk- um og beittari sóknum. Af hverju ætti þetta ekki að vera hægt? Við vitum svo sem að reglum í fótbolt- anum er ekki breytt bara sí svona. En orð eru til alls fyrst. Og ég er viss um að þessi regla mundi verða fót- boltanum til mikils framdráttar. Þetta mundi líka örugglega létta á dómurum því oft hefur maður séð þá veigra sér við og jafnvel sleppa brot- um ef viðkomandi leikmaður hefur fengið gult spjald áður. Mér datt þetta svona í hug. Guðmundur R. Lúðvíksson, form. Newcastle á Íslandi. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 50ára af-mæli. Fimmtugur er í dag, 28. febrúar, Sigurður P. Sigmundsson, forstöðumaður rekstrarsviðs Vinnu- málastofnunar og Íslands- methafi í maraþonhlaupi. Hann er í fríi erlendis ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Heimisdóttur. Hann hefði gaman af að fá kveðju á netfangið: sig- vala@visir.is. 40ára af-mæli. Laufey Vil- mundardóttir er fertug í dag, 28. febrúar, og er hún og eiginmaður hennar, Árni Rúnar Ingason, erlendis. Gullbrúðkaup | Gullbrúðkaup eiga í dag, 28. febrúar, hjónin Guðný Helga Árnadóttir og Höskuldur Goði Karls- son. Þau voru gefin saman 28. febrúar 1957 á útskálum í Garði af séra Guð- mundi Guðmundssyni. Fá fyrirtæki hafaslegið í gegn jafn hratt á Íslandi og flat- brauðsbakaríið Dom- ino’s. Sennilega hafa flestir Íslendingar keypt sér pítsu í Dom- ino’s, en fæstir þekkja hins vegar sögu fyr- irtækisins. Árið 1959 keyptu tveir bræður, Tom og Jim Monaghan, fyrirtækið DomiNick’s Pizza í bænum Ypsil- anti í Michigan og fjár- mögnuðu kaupin með 900 dollara (60 þúsund króna) láni. Nokkru síðar leysti Tom Mo- naghan hlut Jims út úr fyrirtækinu með því að láta hann fá bílinn, sem þeir höfðu notað til að senda píts- urnar til viðskiptavina sinna. Monag- han vann af kappi og er sagt að hann hafi mælst útbúa 12 tomma pítsu með pepperoni á 11 sekúndum. Brátt opn- aði hann útibú og gaf þeim nafnið Domino’s. Árið 1985 voru þrjú útibú frá Domino’s opnuð á dag. Monaghan græddi á tá og fingri og varð einn af ríkustu mönnum Bandaríkjanna. 1983 keypti hann hafnaboltaliðið Detroit Tigers. Ári síðar varð liðið bandarískur meistari. Monaghan hafði hins vegar aðra köllun. Hann er guðhræddur kat- ólikki og trúin á hug hans allan. Sama ár og hann keypti hafnaboltaliðið kom hann á fót stofnun til að styrkja katólsku kirkj- una. Brátt var hann kominn út í baráttuna gegn fóstureyðingum og farinn að leggja kat- ólsku kirkjunni lið í Mið-Ameríku. Árið 1998 seldi Mo- naghan fyrirtækið, sem hann byggði upp, fyrir einn milljarð dollara (66 milljarða króna). Skömmu síðar tilkynnti hann að hann hygðist helga kirkjunni líf sitt og auðæfi þegar séð væri fyrir fjölskyldunni. Hans helsta hugðarefni er að stofna katólskan háskóla sem á að sameina tvennt: skara fram úr í fræð- unum og vera að sönnu katólskur. Einn þekktasti katólski háskólinn í Bandaríkjunum er Notre Dame, en Monaghan þykir hann hafa slakað á trúarlegum kröfum þótt hann stand- ist akademískar kröfur. Hann fellst á að í Bandaríkjunum væri urmull há- skóla sem uppfylltu trúarleg skilyrði, en þar skorti fræðilegan metnað. Svar Monaghans er Ave Maria- háskóli, sem á að rísa í Flórída og peningar eru ekki fyrirstaða. „Ég vil deyja auralaus,“ segir Tom Monag- han. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er miðvikudagur 28. febrúar, 59. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska munum vér einnig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16.) LeikkonunniAngelinu Jolie hefur verið boðið sæti í einu virðulegasta sér- fræðingaráði Washington-ríkis. Greint er frá því í Financial Times að þetta sé ráð ut- anríkissamskipta sem í situr m.a. fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna Henry Kissinger. Ráðið ákvað að bjóða Jolie sæti í fimm ár til að ala upp nýja kynslóð í utanríkismálum. Jolie er ekki ókunn utanrík- ismálum en hún hefur ferðast til tutt- ugu landa sem sendiherra Samein- uðu þjóðanna. Seta hennar í ráðinu mun marka annað skref hjá leikkon- unni inn í hinn pólitíska heim en um þessar mundir virðist hún laðast meira að honum en kvikmyndaheim- inum.    Íslenska hljómsveitin Sigur Róskom fram á árlegri Tibet House- góðgerðarsamkomu í New York á mánudaginn. Önnur stór nöfn sem komu fram á samkomunni voru Deborah Harry og Ray Davies, Phil- ip Glass, Lou Reed, Patti Smith, REM-meðlimurinn Michael Stripe og Ben Harper. Ágóði tónleikanna í Carnegie Hall dugar fyrir árlegum kostnaði sam- takanna, Tibet House, sem voru stofnuð 1987 til að varðveita tíbetska menningu. Robert Thurman, formaður Tibet House og prófessor við Columbia- háskólann, sagði að listamennirnir yrðu að hafa einhverja tengingu til Tíbet. „Sumir hafa pólitískari ástæðu fyrir að vilja hjálpa Tíbet, kannski með mannréttindi í huga en aðrir hafa andlega tengingu við Tíbet,“ sagði Thurman sem hefur þekkt Dalai Lama í fjörutíu ár. „Listamennirnir sem koma fram eru allir mjög uppteknir og þeir koma fram á þessari samkomu ókeypis. Þeir gera þetta með hags- muni Tíbet í huga.“    Dóttir Önnu Nicole Smith, Dan-nielynn, verður enn um sinn í umsjá Howards K. Sterns, fyrrver- andi sambýlismanns Önnu, en dóm- ari á Bahamaeyjum frestaði í gær úr- skurði í barnsfaðernismálinu þar til í næsta mánuði. Bæði móðir Önnu og ljósmynd- arinn Larry Birkhead gerðu tilkall til umsjár með Dannielynn fyrir rétt- inum í gær. Á fæðingarvottorði stúlkunnar er Stern sagður faðir hennar, en auk hans hafa þrír menn lýst því yfir að þeir séu faðirinn, og einnig hefur fyrrverandi eiginmaður Önnu, sem er látinn, verið sagður faðirinn þar sem hún hafi notað fryst sæði úr hon- um.    Hin sjarmerandi Katie Holmesneitaði að „pósa“ fyrir ljós- myndara án eiginmanns síns, Toms Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.