Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 43 menning EINBÝLI OG RAÐHÚS ÓSKAST Í FOSSVOGI Traustir kaupendur hafa óskað eftir því að við útvegum einbýlis- og raðhús í Fossvoginum. Traustar greiðslur eru í boði og rúmur afhendingartími. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI ÓSKAST 500-800 fm skrifstofuhúsnæði óskast sem fyrst til kaups. Staðsetning mætti gjarnan vera Múlahverfi eða Borgartún. Fleiri staðsetningar koma jafnvel til greina. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Ámínu heimili teljast Herra-mannabækur Rogers Hard-greaves til heimsbók- menntanna enda þessir litlu litskrúðugu kallar hvers manns hugljúfi og bera góðan boðskap til lesenda á öllum aldri.    Fyrsti Herramaðurinn leit dags-ins ljós árið 1971. Það var Herra Kitli en hann varð til eftir að sonur Hardgreaves, Adam, spurði föður sinn hvernig kitlari liti út. Úr varð hinn appelsínuguli Kitli með sínar ógnarlöngu hendur. Í kjölfarið komu svo Herra Sæll, Herra Hávær, Herra Kjaftaskur, Herra Lítill, Herra Gleyminn og all- ir hinir. Litlar Ungfrúr fóru svo að koma út tíu árum síðar, meðal annars Ungfrú Ráðrík, Ungfrú Feimin og Ungfrú Frábær. Ungfrú Tvíburar skrifaði höfundurinn svo fyrir dæt- ur sínar, Amelia og Sophie. Vinsældir Herramannanna urðu slíkar að Hardgreaves gat hætt í starfi sínu sem auglýsingagerð- armaður til að einbeita sér að skrif- unum heimafyrir. Svo vel gekk að Hardgreaves er orðinn einn söluhæsti rithöfundur Breta fyrr og síðar, að J.K. Rowling undanskilinni en bækur hans hafa selst í yfir 100 milljónum eintaka á 22 tungumálum. Herramennirnir eru nú orðnir43 talsins og enn fjölgar í hópnum þó svo að skaparinn Hard- greaves hafi látist langt fyrir aldur fram fyrir 19 árum síðan. Sonur hans Adam tók nefnilega við af honum og hefur sjálfur skrifað sög- ur af nýjum Herramönnum og frúm, meðal annars Herra Svalan, Herra Rudda og Ungfrú Skell. Roger hafði þó skapað 52 Herra- menn og 39 Ungfrúr þegar hann lést og enn hafa ekki allir í þeim hópi fengið um sig sjálfstæða sögu. Allir hljóta að eiga sinn uppá- halds Herramann innst inni. Minn er Herra Gleyminn þó að Herra Latur eigi líka taug í hjarta mínu. Sjálfur hélt Roger að sögn mest uppá Herra Kjána en uppáhald Adams er Herra Skellur.    Adam þakkar einfaldleika sagn-anna vinsældir þeirra. „Pabbi var flinkur í að fanga mannlega hegðun og umbreyta henni í fyndinn söguþráð í Herra- bókunum,“ sagði Adam í viðtali við BBC þegar Herramennirnir fögn- uðu 30 ára afmæli sínu árið 2001. „Fólk á líka auðvelt með að tengj- ast bókunum og söguhetjunum. Það þekkja allir einhvern sem líkist Herra Sælum, Herra Gleymnum eða Herra Subba.“    Sögurnar um Herramenninaflytja einfaldan boðskap. Herra Kjaftaskur lærir að tala ekki enda- laust í belg og biðu, Herra Hávær lærir að hafa hemil á þrumuraust sinni og Herra Sæll nær að gleðja hinn afar dapra Herra Vansælan. Sögurnar gerast flestar á upp- diktuðum stöðum, eins og í Syfju- landi, en einhverjir Herramannana hafa þó komið við á þekktari stöð- um á borð við Afríku og Ástralíu.    Íslenskar þýðingar Herramann-anna litu dagsins ljós hér á landi fyrir rúmum aldarfjórðungi og á stórskemmtileg þýðing þeirra Þrándar Thoroddsen og Guðna Kolbeinssonar sinn hluta í vinsæld- um bókanna hér á landi.    JPV forlag hóf fyrir nokkrum ár-um að gefa Herrabækurnar út aftur og lesendur á öllum aldri eiga því auðveldara með að rifja upp gömul kynni við góða vini. Allir þekkja einhvern Herra Gleyminn AF LISTUM Birta Björnsdóttir »Herra Hávær lærirað hafa hemil á þrumuraust sinni og Herra Sæll nær að gleðja hinn afar dapra Herra Vansælan. birtab@mbl.is TEREM-kvartettinn var stofnaður í Pétursborg árið 1986 og hefur frá upphafi einbeitt sér að því að út- setja hvers kyns tónlist, klassík sem alþýðutónlist fyrir rússnesk þjóðlaga hljóðfæri. Sérstaða Terem er einna helst fólgin í að ná með fjölbreytilegum útsetningum að laða fram aragrúa ólíkra verka á sannfærandi máta, jafnvel tón- smíðar sem undir venjulegum kringumstæðum krefjast heillar sinfóníuhljómsveitar. En sköp- unargleði og lifandi sviðsframkoma kvartettsins, auk kímni og ástríðu í spilamennskunni, hafa átt ríkan þátt í áratuga langri velgengni hans og vinsældum. Það var óneitanlega mikil upp- lifun að sjá Terem-kvartettinn spila í Salnum 15. febrúar síðastliðinn. Færni meðlima hans á hljóðfærin var hreint með ólíkindum og nándin við áhorfendur órjúfanleg. Prúð- mennska þeirra og kurteisi kall- aðist skemmtilega á við grófan hamaganginn í sumum af kraft- meiri númerunum, sem gerir kvart- ettinn illskilgreinanlegan sam- kvæmt almennum hugmyndum um flokkun tónlistar og tónlistarmanna. En markmið félaganna í Terem virtist einfalt og blátt áfram, að flytja fólki margbreytilega tónlist af einskæru ástríki, með lifandi og auðskiljanlegum hætti. Meðlimir kvartettsins virðast enda hafnir yfir allar skilgreiningar og óskrifaðar reglur um hvað fer saman og hvað ekki, eins og kemur skýrt fram í út- setningum þeirra og tónsmíðum, þar sem alls kyns kunnuglegum stefjum og klisjum ægir oftar en ekki saman og allir útúrdúrar virð- ast vera leyfilegir, sem vekur gjarnan eftirvæntingu og kátínu hjá hlustandanum. Skömmu eftir hlé bættist hin vin- sæla sópransöngkona Sigrún Hjálmtýsdóttir, í hópinn. Þátttaka hennar átti tvímælalaust sinn hlut í að gera tónleikana eftirminnilega, frjálslegt fas hennar, hlýja og frá- sagnarlist gaf hlustendunum færi á að komast einu skrefinu nær hinum rússnesku virtúósum. Frammistaða Diddúar var að vanda með ágætum, en þó örlaði fyrir eilítilli raddþreytu sem virtist þó hverfa eftir sem leið á. Það var áhugavert að heyra með- ferð Terem á íslensku lögunum Dagný og Sveitin milli sanda, en þar gat hlustandinn í raun glöggvað sig betur á einkennandi stíl kvart- ettsins, að gefnum samanburði við vanalegu útsetningarnar. Eins og við var að búast var listamönnunum klappað lof í lófa og tileinkuðu þeir uppklappslagið kon- unum í salnum, en það var lagið Bessa me mucho, eða Kysstu mig ákaft, sem vakti mikla lukku. Af undirtektunum að dæma munu tón- leikar Terem-kvartettsins verða lengi í minnum hafðir og væri því óskandi að heimsóknir þeirra yrðu að föstum lið í tónleikaflórunni hér á landi. Veisla fyrir augu og eyru Morgunblaðið/Jim Smart Sópran Sigrún Hjálmtýsdóttir var sérstakur gestur á tónleikunum. Tónlist Tónleikar Terem-kvartettinn flutti tónlist eftir ýmsa höfunda, að mestu í eigin útsetningum auk eigin tónsmíða. Terem-kvartettinn skipa: Andrey Konstantinov sópran- dorma, Alexey Barshchev alt-domra, Andrey Smirnov bayan-harmónika og Mikhail Dzyudze balalaika. Sérstakur gestur var Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr- ansöngkona. Tíbrá – Terem-kvartettinn frá Rússlandi Ólöf Helga Einarsdóttir Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.