Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VIÐ erum með fremstu þjóðum heims á mörgum sviðum, svo sem fiskveiðiflota og í flestu sem lýtur að nýtingu og úrvinnslu sjáv- arfurða. Rafvæðingu í heimsklassa. Erum með stærsta flugflota heims miðað við fræga höfðatölu. Við byggj- um hús í háum gæða- staðli. Jarðhitanýting er sú mesta sem þekkt er í heiminum. Eigum góða skóla, hátt menntastig, hér er einn minnsti ung- barnadauði í heimi. Ís- lenskir einstaklingar og félög kaupa fyrirtæki úti um allan heim fyrir hundruð milljarða króna. Eftir þessa upptalningu er sorg- legt til að hugsa að við skulum kannski vera 40 til 50 ár á eftir í upp- byggingu vega á eftir þeim þjóðum sem við miðum okkur gjarnan við. Hvað er að? Þjóðin horfði upp á það fyrir stuttu að nýr vegur var byggður í gegnum Svínahraun milli Litlu kaffi- stofunnar og Skíðaskálabrekkunnar, sem var góðra gjalda vert. Þá gerði ég mér vonir um að það væri upphafið að alvöruvegalögn milli Reykjavíkur og Selfoss. Ég man það ríkti gleði í huga mér. Ég lét því hugann reika yfir þessa vænt- anlegu vegaframkvæmd, sá fyrir mér breiðar aðskildar brautir, þráð- beinar línur gegnum hraunið. Og ef eitthvað væri hugsað fram í tímann yrði lagður vegur 2+2 með vel aðskildum brautum, já ætli það verði ekki niðurstaðan og hún ásætt- anleg í bili? Þetta voru hugrenningar mínar á þeim tíma. En hvað blasti svo við vegfarendum þegar fyrr nefndur vegur var fullbyggður og opnaður fyrir umferð? Vegur 2+1, já ég segi vegur 2+1, hvaða snillingi eða snillingum datt þetta snjallræði í hug, að leggja nýj- an veg á þessari fjölförnu leið niður í eina akrein að hluta. Þvílík framsýni og fyrirhyggja. Í stað þess að leggja aðskildar brautir 2+2 með minnst 10 til 20 metra breiðu auðu belti sem kalla mætti lífbelti. Ég þarf ekki að útskýra fyrir mönnum muninn á þessum útfærslum svo augljós er hann. Ég tel að þarna sé um líf eða dauða að tefla. Sú reynsla sem nýi Keflavíkurveg- urinn hefur fært okkur með að- skildar akbrautir 2+2 segir allt sem segja þarf. Hver vill ekki þyrma mannslífum, það viljum við öll. Of margir hafa fallið á leiðinni Reykja- vík-Selfoss, svo við hljótum að leggja allt í sölurnar til að forðast þessi hörmulegu dauðaslys. Það gerum við ekki með því að leggja veg 2+1, sem er vegur með samliggjandi brautir úr gagnstæðum áttum, sem er í raun dauðagildra, enda erlendis nefnt dauðabraut, er mér sagt, að auki af- kastageta lítil. Svo vanþróuð erum við í uppbygg- ingu vegakerfisins að ekki er einu sinni lokið við að koma varanlegu bundnu slitlagi á hringveg landsins þó er árið 2007 gengið í garð. Ég geri mér grein fyrir takmörkuðu fjár- magni okkar. En er ekki eitthvað til sem heitir Þróunarsjóður Samein- uðu þjóðanna? Sjóður sem hjálpar hefur vanþróuðum þjóðum á mörg- um sviðum. Svo sannarlega erum við vanþróuð í uppbyggingu vega okkar. En það má líka þakka það sem vel er gert, samanber nýi Keflavík- urvegurinn, mislæg gatnamót, Vest- urlandsvegur, Suðurlandsbraut. Mislæg gatnamót þyrftum við á allar stofnbrautir borgarinnar, það myndi bylta umferðinni í Reykjavík til hins betra, sem við þurfum sannarlega á að halda, til að losna úr umferð- aröngþveitinu og það strax. Við svona fámenn þjóð eigum ekki að þurfa að búa við umferðaröng- þveiti og gerðum ekki ef rétt væri að staðið að skipulagi og uppbyggingu gatna og vega. Ég minnist á hvað Sturla Böðv- arsson, þá nýorðinn samgöngu- ráðherra, stóð fastur fyrir og traust- ur þegar ótrúlega þröngsýn afturhaldsöfl börðust með hávaða og látum gegn því að vegur yrði lagður yfir Snæfellsnes, skammt vestan Kerl- ingarskarðs, svokölluð Vatnaleið. Þar varð Sturlu ekki haggað þó að á móti væri blásið. Því var vegurinn lagður sem varð algjör bylting til hins betra fyrir Snæ- fellinga og reyndar alla sem um þann veg fara. Ég trúi því og treysti að Sturla Böðvarsson verði jafn staðfastur og framsýnn þegar endanleg ákvörðun verður tekin um hvort vegur milli Reykja- víkur og Selfoss verður lagður sem nútíma framtíðarvegur, það er vegur 2+2, með aðskildum brautum, eða hopað aftur til seinustu aldar með veg, 2+1. Þetta verkefni þolir í raun enga bið. Þó að ég hafi ekki minnst á Sundabraut eða tvíbreiðan veg í Borgarfjörð gildir nákvæmlega sama lögmál um þá leið. Vegur 2+2, aðskildar brautir, það verkefni þolir heldur enga bið. Við erum þar á ná- kvæmlega sama báti. Sunnlendingar, ég þakka ykkur öllum, sem barist hafa fyrir tvöföld- un og aðskildum akbrautum milli Reykjavíkur og Selfoss. Ef ykkur tekst baráttan bjargið þið ef til vill mörgum mannslífum, sé til framtíðar horft. Þó að ég hafi nefnt vegalögn Reykjavík, Selfoss, Borgarfjörður lít ég ekki á það sem einhvern enda- punkt heldur sem aðeins upphaf að alvöruvegalögn umhverfis landið. Líf eða dauði Hafsteinn Sveinsson fjallar um vegamál » Sunnlendingar, égþakka ykkur öllum, sem barist hafa fyrir tvöföldun og aðskildum akbrautum milli Reykjavíkur og Selfoss. Hafsteinn Sveinsson Höfundur er fyrrverandi skipstjóri og áhugamaður um velferð vegfarenda. MORGUNBLAÐIÐ, bls. l8, fimmtudagur 7. desember: Tvö pró- sent mannkyns eiga helming auðs jarðar. Ný skýrsla á vegum Háskóla Sameinuðu þjóðanna sýnir fram á þessa misskiptingu í heiminum. Á Íslandi hafa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur barist mörg undanfarin ár fyrir því að flytja fjármuni þjóðarinnar yfir á þessi tvö prósent, það er til úrvals fjár- festa. Til þess arna hafa þeir notið stuðnings hugsunarlausra kjósenda sem í fá- fræði sinni álíta sér best borgið undir verndarvæng manna sem afskrifa samvinnu og félagshyggju og lofa gulli og grænum skógum til handa hverjum einstaklingi sem þjösnast yfir samfélagið og hirðir sem mest af sameign þjóðarinnar. Þessum mönn- um hefur orðið vel ágengt. Til glöggvunar nefni ég nokkrar staðreyndir. Einn stærsti árangur Sjálfstæðismanna, með hjálp Fram- sóknar hér á Íslandi, er leyfi sem þeir gefa með lögum örfáum Íslendingum til þess að selja fiskveiðirétt þjóð- arinnar fyrir milljarða og stinga peningunum í eigin vasa og sumir kaupa svo kannski knattspyrnulið úti í heimi fyrir afganginn. Aukaverkanir: Hrun flestallra sjávarbyggða umhverfis Ísland og eignir þorpsbúa verða að engu, ekki einu sinni lánshæfar. Svo á að klastra í vitleysuna með mengandi álverum sem engu bjarga nema eigendunum í tvö prósent skal- anum. Þeim verður ekki bjargað heldur, af því að þeir þurfa að anda eins og annað fólk þó þeir viti það ekki ennþá. Einkavæðing bankanna er aðeins stórkostlegur flutningur Fátæka ríka Ísland Hjálmar Jónsson fjallar um misrétti og misskiptingu fjár- magns á Íslandi Hjálmar Jónsson UMRÆÐAN um áður fyrirhugaða ráð- stefnu hérlendis með- al nokkurra aðila sem stunda klám- eða eró- tíkurframleiðslu í út- löndum var afar óög- uð svo ekki sé fastar að orði kveðið. Alls kyns sam- anburði var fleygt fram til að meta hvort siðferðislega eða lagalega væri hægt að amast við heimsókn þessa fólks. Þar var ým- ist vísað til þess hvað myndi þykja eðlilegt að gera ef barnaníðingar, nauðgarar, ofbeldisfull glæpa- gengi, fíkniefnaviðskiptamenn, kappakstursmenn o.s.frv. myndu stíga hingað fæti og fjalla um sín málefni. Þá kröfu er eðlilegt að gera að andstæðingar „klámfólksins“ skil- greini það viðmið sem sú tiltekna afstaða þeirra gegn veru þess hér- lendis leiðir af. Það vill enginn að yfirvöld skipti sér af öllum sem stunda starfsemi sem ekki er leyfileg hérlendis. Ef svo væri þá myndu kappakstursmenn, at- vinnuhnefaleikamenn, kaffihúsaeigendur í Amsterdam, munn- tóbaksframleiðendur og fjölmargir fleiri ekki mega hittast hér á landi. Eins hefðu meinlitlir þýskir bjór- bruggarar og kráareigendur frá Þýskalandi ekki mátt hittast hérna fyrr en 1. mars 1989. Það gæti með öðrum orðum orðið nán- ast daglegt brauð að amast yrði við útlendingum sem hingað kæmu. Hlýtur því ólögmæti hér- lendis eitt og sér að vera viðmið fæstra sem talað hafa gegn veru klámfólksins á landinu. Ekki getur viðmiðið verið að um ofbeldisfulla hegðun sé að ræða í heimalandinu því í gerð mynda og birtingu þeirra af fullorðnu fólki kemur ofbeldi hvergi við sögu, nema hugtakið ofbeldi sé skil- greint á rangan hátt, þ.e. að ekki þurfi einhvers konar valdbeitingu til að knýja einstakling til athafna sem hann er mótfallinn. Ekki nægir heldur að fullyrða að venjulegu klámi „tengist“ barnaklám, nauðganir, vændi, mansal, fíkniefni o.s.frv. enda mætti þá með því viðmiði banna nánast öllum að koma til landsins á grundvelli loðinna „tengsla“ ein- hverra allt annarra í sama bransa við eitt og annað misjafnt. Hvað stendur þá eftir? Af hvaða viðmiði leiðir þá afstaða flestra sem voru andvígir komu fólksins? Jú, eftir stendur persónuleg skoð- un tiltekinna Íslendinga á því að fólk eigi ekki að taka hvað af öðru djarfar myndir og sýna þeim sem vilja sjá. Þetta fólk vill ekki við- urkenna að það hafi bara ekki um- burðarlyndi fyrir því að aðrir finni hamingju sinni farveg í einhverju sem því þykir ósiðlegt. Þessi skoð- un er síðan færð í dulargervi raka um ofbeldi, ólögmæti og meintra tengsla hinnar ofbeldislausu hátt- semi við afbrot. Það má vera að margir séu farnir að trúa dulargervinu sjálfir og telji skoðun sína byggja á rök- um en ekki eigin geðþótta. Geðþótti í dulargervi raka Oddgeir Einarsson fjallar um afstöðu andstæðinga fyrirhugaðrar ráðstefnu um klámframleiðslu » Þá kröfu er eðlilegtað gera að and- stæðingar „klámfólks- ins“ skilgreini það við- mið sem sú tiltekna afstaða þeirra gegn veru þess hérlendis leiðir af. Oddgeir Einarsson Höfundur er lögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.