Morgunblaðið - 28.02.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 28.02.2007, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ  Upplýsingar í síma 461 6011/ 840 6011 í Naustahverfi, Akurgerði og neðri hlutan í Brekkunni. Einnig víðs vegar um bæinn vegna aukinna verkefna. Á AKUREYRI MIKIÐ stendur til hjá Tónlistar- skólanum á Akureyri og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands um næstu helgi. Skólinn heldur hátíðlegan dag tónlistarskólanna í Ketilhúsinu laug- ardaginn 3. mars þar sem nemendur skólans sýna hvað í þeim býr alveg frá kl. 11.00. Lokatónleikar dagsins hefjast kl. 17 en þeir eru til styrktar minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríks- dóttur. Þar koma fram nemendur í framhaldsdeild skólans. Ókeypis er á tónleikana í Ketilhúsinu en tekið á móti frjálsum framlögum í Þorgerð- arsjóð. Sunnudaginn 4. mars stilla saman strengi sína Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Tónlistarskólinn á Akureyri með tónleikum í Akureyr- arkirkju kl. 16.00. Þar kemur fram strengjasveit SN ásamt strengja- sveit TA sem skipuð er nemendum á aldrinum 15–17 ára. Einleikari á fiðlu er Lára Sóley Jóhannsdóttir en hún leikur einleik í Vetrinum eftir Vivaldi. Hátíðardagskrá Sinfó og Tónlistarskólans AKUREYRI VINNUHÓPUR undir nafninu Beint frá býli hefur undanfarin tvö ár unnið í samstarfi við bændur og aðra hagsmunaaðila að því að gera vinnslu og sölu á heimaunnum af- urðum að raunhæfum kosti bæði fyrir bændur og neytendur. Verk- efnið var kynnt í gær á veitinga- staðnum Friðriki V á Akureyri þar sem boðið var upp á sýnishorn af ýmsum mat beint frá býli. Í febrúar 2004 skipaði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra nefnd til að athuga hvernig bændur gætu staðið að heimasölu. Nefndin skilaði af sér skýrslu í janúar 2005 og í meginniðurstöðum kom fram að bændur hér búa við sambæri- legar reglugerðir og bændur í ná- grannalöndunum en að túlkun þeirra og framsetning mætti vera einfaldari. Samstarf Ein af tillögum nefndarinnar var að hvetja til myndunar samstarfs- hóps sem ynni að þessum málefnum í samvinnu við hlutaðeigandi stofn- anir og embætti hins opinbera, til dæmis með útgáfu leiðbeinandi handbókar um starfsleyfi matvæla- fyrirtækja. Slík handbók er nú komin út og var landbúnaðarráð- herra afhent fyrsta eintakið í gær. Við sama tækifæri var opnuð formlega heimasíða verkefnisins. Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, sagði í gær að fyrir nokkrum árum hefðu neytendur farið að kvarta undan því að þeir vissu ekki mikið um landbúnaðinn. „Þeir elska sína jörð, þeir elska sinn bónda, börnin voru staðin að því að vita ekki hvaðan mjólkin kemur, og þá gengu fram íslenskir bændur, frumkvöðlar, fólk sem langaði að þekkja sína neytendur miklu betur; sögðu: ég vil ganga feti framar, ég vil kynnast neyt- endum, ná í höndina á þeim. Ég vil opna mitt bú, selja hluta minna af- urða beint til neytenda. Og þetta erum við nú að uppskera á mörgum sviðum,“ sagði Guðni. Gríðarleg tækifæri Ráðherra sagði að á þessu sviði lægju gríðarleg atvinnutækifæri og fleiri tóku undir það. Beint frá býli er samstarfsverk- efni Bændasamtaka Íslands, Félags ferðaþjónustubænda, Hólaskóla – Háskólans á Hólum, Impru, Land- búnaðarháskóla Íslands og Lifandi landbúnaðar. Verkefnið „Beint frá býli“ skapar tækifæri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skál! Boðið var upp á ljúffengan mysudrykk í gær. Guðni Ágústsson og Einar Már Sigurðarson dreypa á en Kristján L. Möller metur stöðuna. Vinnsla og sala á heimaunnum afurðum mjög raunhæfur kostur Í HNOTSKURN »Gríðarleg atvinnutækifærií því að bændur framleiði matvöru heima á búunum og selji sjálfir, að mati ráðherra. »Heimasíða verkefnisinsBeint frá býli opnuð. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is FLENSBORGARSKÓLI er nú að hluta skreyttur að innan sem spila- víti í tengslum við árlega Vakning- ardaga skólans sem standa yfir þessa vikuna. Skreytingarnar byrja fyrir utan skólann þar sem búið er að reisa nýtt anddyri sem orðið „Casino“ hefur verið skorið í. Þeg- ar inn er komið taka á móti gestum tvö stór ljón og innar er gengið inn í „pókerherbergi“. Herbergið er klætt vínrauðu flaueli og inni í því eru spilaborð og í horninu er sér- útbúin kapella fyrir alvöru Las Vegas-brúðkaup þar sem enginn annar en Elvis Presley er prest- urinn, segir í tilkynningu frá Flens- borgarskóla. Á móti kapellunni er bar og við af honum tekur langur gangur með fjórum spilakössum sem nemandi í Flensborg og nemandi í Iðnskól- anum í Hafnarfirði smíðuðu. Þessi gangur endar í V.I.P.-herbergi. Á efri hæðinni er hótel þar sem kenn- arastofan er afgreiðslan og setu- stofa nemenda er móttakan. Á ör- yggishólfum kennara eru nöfn eins og Björk Guðmundsdóttir, Steven Spielberg og Michael Jackson. Í gluggum matsalarins er mynd sem sýnir útsýni yfir Las Vegas, þannig að öllum ætti að líða eins og þeir séu komnir inn í alvöruspilavíti í Las Vegas. Árshátíðarnefndin ræddi ýmsar hugmyndir að þema þessa árs og komst að þeirri niðurstöðu að spila- vítisþemað hentaði vel. Nefndin ræddi hvort þetta gæti ef til vill verið óviðeigandi í ljósi þess að spilavíti eru bönnuð á Íslandi en lét það ekki stöðva sig. Ekki hefði blundað sú hugsun að baki að hefja á stall ólögmæta starfsemi og ýta undir spilavanda og spilafíkn. Flensborgarskóli er stór bygging og komst nefndin að þeirri nið- urstöðu að spilavítisþemað lægi best við varðandi skreytingar. Með- al annarra hugmynda sem voru viðraðar má nefna Frostþema, Sirkusþema en Spilavítið varð ofan á að endingu. Hugmyndin samþykkt hjá skólastjórnendum Hugmyndin var síðan rædd við skólameistara og fékk í framhald- inu samþykki hjá yfirstjórn skólans og segir Einar Birgir Steinþórsson skólameistari að í tengslum við Vakningardagana sé lögð mjög ít- arleg forvarnarfræðsla um spila- vanda, áfengisvanda ásamt kynlífs- fræðslu og fleira. Þannig komi fulltrúar frá Lýðheilsustöð til að flytja fyrirlestra um þessi málefni. Með öðrum orðum liggi sú hugs- un að baki að spilavítisþemað eigi að vera umræðuvekjandi. „Stund- um þarf að setja hlutina upp með áhugavekjandi hætti svo að fólk verði móttækilega fyrir forvarna- fræðslunni,“ bendir hann á. Veita nemendum svigrúm Einar Birgir segir að skólinn veiti nemendum eins mikið svigrúm og unnt er í þessum efnum og reynt sé að gæta þess að ekki sé farið yfir strikið. „Mér finnst mjög gott að nemendurnir tengi þemað for- varnafræðslu.“ Hann segir þá að vandrataður sé meðalvegurinn í því hvenær skólastjórnendur eigi að skerast í leikinn og hvenær ekki. Aðspurður segist hann reikna frek- ar með að stigið hefði verið á bremsuna ef nemendur hefðu kom- ið með þá hugmynda að skreyta skólann sem hóruhús og tengt það forvarnafræðslu um vændi og man- sal. „Þó að þemað sé „Casino“ er spurning hvort það sé nákvæmlega þannig. Þetta er vel unnið og fal- legar skreytingar hjá nemendum. Ég hef enga sérstaka bakþanka í þeim efnum. Verra þykir mér ým- islegt annað sem gengur yfir nem- endurna í fjölmiðlum í þessu máli. Sýnt er frá heimsmeistaramóti í póker á sjónvarpsstöðvunum og fleira. Ég held að að sumu leyti sé mjög gott að vekja umræðuna með þeim hætti sem hér er gert,“ segir hann og lýsir því sem skoðun sinni að Casino-þemað með tilheyrandi forvarnafræðslu endurspegli ákveðið andóf gegn spilafíkn og tengdum vandamálum. „Nemendurnir leggja sig fram og hafa gaman af þessu. Umfram allt er þetta vel gert hjá þeim. Ég hvet menn eindregið til að veita nemendum athygli fyrir þá já- kvæðu hluti sem þeir gera. Allt of oft er athyglinni beint að því þegar eitthvað fer úrskeiðis.“ Nemendur Flensborgarskóla skreyttu um helgina skólann í Cas- ino-stíl og var verkið afhjúpað síð- astliðinn mánudagsmorgun. Flensborgarskóli skreyttur að innan í stíl við Las Vegas-spilavíti á Vakningardögum 2007 Pókerherbergi og kapella í skólanum Morgunblaðið/Golli „Casino“ Spilavíti blasir við augum í Flensborgarskóla þessa dagana sem skólameistari lýsir sem ákveðnu andófi. Í HNOTSKURN »Til siðs er hjá mörgumframhaldsskólum landsins að efna til þemadaga síðvetrar og eru skólabyggingar, stórar sem smáar, skreyttar í stíl við þær hugmyndir sem unnið er út frá og efnt til viðburða af ýmsu tagi. »Flensborgarskóli ræddiýmsar hugmyndir að sín- um þemadögum sem ganga undir heitinu Vakningar- dagar. Til umræðu kom Frost, Sirkus og fleira en Casino varð hlutskarpast og er skóla- meistarinn ánægður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.