Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                   !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6          )7  " +   8  -   (-+  8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3        14 * + 13 -         ($  -  ( 35      !                                                                                         (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1                                       2 2      2   2                         2  2 2 2                       2 2 2  ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3#              2 2   2  2  1@3  3# 3 9 - D 1E       F F "=1) G<      F F HH  ;0< 1 ##      F F ;0< . % 9##    F F 8H)< GI J         F F ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 2,53% í Kauphöll Íslands í gær og var lokagildi hennar 7.412,60 stig. Eimskip hækkaði um 7,33% en flest félög lækkuðu í dag. Fl Group lækk- aði um 5% og Atlantic Petroleum um 4,57%. Viðskiptabankarnir þrír lækkuðu allir, Glitnir um 2,83%, Landsbankinn um 2,43% og Kaup- þing um 2,13%. Íslenska krónan veiktist í gær um 1,34% eftir að hafa styrkst um 0,81% í fyrradag. Það sem af er árinu hefur krónan hins vegar styrkst um 8%. Töluverð lækkun ● MP FJÁRFESTINGARBANKI hf. hef- ur fengið beina aðild að kauphöll- unum í Kaupmannahöfn, Ósló og Helsinki í gegnum OMX kauphalla- samstarfið og er þar með fyrsti að- ilinn í Evrópu með beina og milliliða- lausa aðild að kauphöllum allra Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna, að því er segir í tilkynningu. Í tilkynningunni kemur fram að bankinn hafi fengið aðild að kaup- höllum Eystrasaltslandanna þriggja í júlí í fyrra og sé fyrsta og eina ís- lenska fjármálafyrirtækið með aðild að þessum kauphöllum. Starfsemin hafi farið mjög vel af stað og sé bankinn nú þegar fimmti veltumesti markaðsaðilinn í kauphöllum land- anna þriggja samanlagt. Stjórnarformaður MP Fjárfesting- arbanka er Margeir Pétursson. MP aðili að öllum OMX kauphöllunum GENGI bréfa Hf. Eimskipafélags Íslands hækkaði um 7,33% í við- skiptum gærdagsins, þegar gengi nær allra annarra félaga í úrvals- vísitölu Kauphallar Íslands lækkaði mjög. Aðeins bréf Atorku hækkuðu einnig í gær, eða um 2,66%. Framan af degi lækkaði gengi Eimskipafélagsins en um hálftíma fyrir lokun tók markaðurinn heldur betur við sér og tókst gengi bréfa fé- lagsins á flug. Lokagengið var 41,00. Athygli vekur að áðurnefnt stökk í gengi bréfanna hófst innan við hálftíma áður en aðalfundur félags- ins hófst og nánast á sömu mínútu og ársskýrsla félagsins barst inn á vef Kauphallarinnar. Þeir sérfræð- ingar sem haft var samband við segja ekkert nýtt hafa verið í árs- skýrslunni sem skýrt geti þessa miklu hækkun á gengi bréfa félags- ins. Renna saman Þá samþykkti stjórn hf. Eim- skipafélags Íslands á stjórnarfundi í fyrradag að sameina félagið og dótt- urfélag þess, Eimskipafélags Ís- lands ehf., sem er að fullu í eigu þess. Samruninn verður með þeim hætti að dótturfélagið rennur að fullu inn í móðurfélagið, sem tekur við öllum réttindum og öllum skuld- bindingum dótturfélagsins. Samruninn miðast við 1. nóvem- ber 2006 og mun honum verða að fullu lokið innan tveggja mánaða. Yfirmenn Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélags Íslands ehf., og Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Hf. Eimskipafélags Íslands. Eimskipafélagið tekur stökk Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is VIÐRÆÐUR eru á lokastigi um kaup fasteignafélagsins Stoða á fast- eignafélaginu Landsafli en kaupin eru m.a. háð samþykki aðalfundar Stoða í dag um hlutafjárhækkun. Stoðir eru að stærstum hluta í eigu Baugs en einnig eru Kaupþing og fé- lög á vegum Ingibjargar Pálmadótt- ur stórir eigendur. Landsafl hefur í rúmt ár verið í aðaleigu Landsbank- ans, eftir að hann keypti út Íslenska aðalverktaka og fleiri hluthafa í fé- laginu. Gangi viðskiptin eftir er stærsta fasteignafélagið að kaupa hið næststærsta á markaðnum. Fjöldi leigutaka hjá Stoðum og tengdum félögum er um 1.000, bæði hér á landi og í Danmörku, en eftir kaupin fara þeir yfir 1.100 og fer- metrafjöldi húsnæðis í eigu félagsins fer úr 600 þúsund í 750 þúsund, að sögn Jónasar Þór Þorvaldssonar, framkvæmdastjóra Stoða. Jónas Þór sagði efnahagsreikning Stoða stækka um 10% við kaupin en heildareignir félagsins voru í árslok 2006 metnar á um 156 milljarða og hagnaður ársins 11,4 milljarðar. Stærsta dótturfélag Stoða er danska fasteignafélagið Atlas Ejen- domme, sem félagið keypti í árslok 2005. Stoðir yfirtóku tvö fasteigna- félög hér á landi á síðasta ári; Löngu- stétt og FS6, en með í þeim kaupum fylgdu fasteignir í miðbæ Reykjavík- ur og við Kringluna 1, 3 og 5, auk byggingaréttar á Kringlusvæðinu. Meðal annarra helstu fasteigna í eigu Stoða má nefna Kringluna, gamla Sjónvarpshúsið við Laugaveg, Kauphöll Íslands, Eiðistorg, Nord- ica hótelið, hluta Holtagarða og Smáratorg. Þá keypti Atlas Ejen- domme í desember sl. húsnæði Illum á Strikinu og Magasin du Nord í Lyngby, Óðinsvéum og Árósum. Landsafl hefur verið með fast- eignir á borð við Höfðabakka 9, gamla Orkuveituhúsið við Suður- landsbraut og Héraðsdómshúsið í Hafnarfirði. Tap fasteignafélagsins Landsafls nam 726 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 1.669 milljón króna hagnað árið 2005, samkvæmt uppgjöri félagsins. Fasteignafélagið Stoðir stækkar enn Viðræður á lokastigi um kaup á fasteignafélaginu Landsafli Stoðir stækka Meðal helstu fasteigna Stoða er verslunarmiðstöð Kringl- unnar og flestar byggingar við samnefnda götu, auk byggingaréttar. Morgunblaðið/ÞÖK FYRIR opnun markaða í gær nýtti Bjarni Ár- mannsson, for- stjóri Glitnis, rétt sinn samkvæmt kaupréttarsamn- ingi við bankann um að kaupa 15 milljón hluti í Glitni á verðinu 2,81 og seldi bankanum aftur á verðinu 28,2. Keypti Bjarni bréfin því á 4,15 milljónir króna en seldi þau aftur á 423 milljónir. Söluhagnaður hans nemur 380,85 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Bjarni Ár- mannsson enga kauprétti í bank- anum, en hann á 521.560 hluti og aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga 233.420.693 hluti. Fjöldi eigin hluta í eigu Glitnis banka hf. er óbreyttur eftir viðskiptin eða 156.473.728 hlutir. Töluverð við- skipti voru með bréf Glitnis í gær, eða fyrir um 2,2 milljarða króna og voru viðskiptin 158 talsins. Hagnast um 420 milljónir Bjarni Ármannsson ● VÆNTINGAVÍSITALA Gallup fyrir febrúar mælist 149,9 stig og hefur ekki verið eins há og nú frá því mæl- ingar á henni hóf- ust í mars 2001, en hún mælir bjartsýni neyt- enda á efnahags- og atvinnumál. Fjallað var um vísitöluna í Morg- unkorni Glitnis í gær. Í janúar mældist vísitalan 128,6 stig og nemur hækkunin milli mánaða því 21,4 stigum. Hækk- unina má rekja bæði til mats á nú- verandi ástandi sem hækkaði um 22,7 stig og væntinga til sex mán- aða sem hækkuðu um 20,4 stig. Íslendingar aldrei bjartsýnni en nú ● HAGNAÐUR Íslandspósts nam 240 milljónum króna á síðasta ári en var 237 milljónir króna árið 2005. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 5,7 milljörðum króna og höfðu aukist um 14% frá fyrra ári. Heildar- eignir voru 4,3 milljarðar króna í árs- lok 2006 og höfðu aukist um 12% frá fyrra ári. Eigið fé í árslok 2006 var 2,4 milljarðar. Í tilkynningu kemur fram að Ís- landspóstur hf. hafi annast einkarétt ríkisins á póstþjónustu ásamt skyldu þess til að tryggja öllum lands- mönnum aðgang að ákveðnum þátt- um póstþjónustu á jafnræðis- grundvelli, svokallaða alþjónustu. Einkarétturinn hefur markvisst verið takmarkaður á undanförnum árum og í fyrra var hann takmarkaður við bréf undir 50 grömmum. Fyrir- hugað er að einkarétturinn verði að fullu afnuminn árið 2009. Lítil hagnaðaraukning NOREGSDEILD SiriusIT, sem er í eigu íslenska upplýsingatæknifyrir- tækisins ANZA, skrifaði nýverið undir samning við norsku stofnunina NAV um þróun á svokölluðu „Felles- registerne“, sem er hluti af nýju al- mennu lífeyriskerfi í Noregi. Um er að ræða nýja stofnun sem varð til við samruna Tryggingar- stofnunar og Vinnumálastofnunar þeirra Norðmanna og sér um al- mannabætur, s.s. tryggingabætur og atvinnuleysisbætur. Verðmæti samningsins er áætlað um 30–50 milljónir norskra króna, eða allt að 500 milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Anza segir að þetta sé stórt verkefni en gert er ráð fyrir að yfir 20 starfsmenn SiriusIT muni vinna í verkefninu, sem á að vera lokið haustið 2009. Mun þessi samningur vera upphaf annars verk- efnis, sem vinna á til ársloka 2010. Telja þeir hjá Anza að þegar upp verði staðið muni samningsfjárhæð- in vart verða undir 100 milljónum króna norskum, eða yfir einum millj- arði króna. Þess ber að geta að SiriusIT hafði þarna betur í samkeppni við fyrir- tæki á borð við Accenture, Capgem- ini, EDB og IBM. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Hjá því starfa um 420 manns og er árs- velta áætluð um 5,4 milljarðar króna. SiriusIT með 500 milljóna samning OLÍUVERÐ hækkaði í gær og er það aðallega rakið til þess að miðl- arar hafa áhyggjur af því að Írans- deilan leiði til þess að dragi úr fram- boði á olíu. Í New York fór verð á olíu hæst í 62,16 dali í gær en í Lund- únum fór verðið í 62,65 dali. Olíuverð fer hækkandi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.