Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2007 21 SUÐURNES LANDIÐ Árnes | Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að efna til málþings vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í neðri hluta Þjórsár. Málþingið verður í Árnesi laugardaginn 3. mars og hefst klukk- an 13. Tilgangur málþingsins er að leiða fram sem flest sjónarmið vegna framkvæmdanna, samkvæmt upp- lýsingum sveitarstjórans. Framsögu hafa Bergur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landverndar, Ágúst Sigurðsson rektor, Þorsteinn Hilm- arsson, upplýsingafulltrúi Lands- virkjunar, og Illugi Gunnarsson hag- fræðingur. Málþing vegna virkjana Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Austur-Eyjafjöll | „Okkur rennur til rifja að sjá þetta fallega hús sem er orðið menningarverðmæti, grotna svona niður,“ segir Mar- grét Tryggvadóttir, forystumaður í Leikfélagi Rangæinga. Félagið verður með leiksýningu í félags- heimilinu Dagsbrún í Skarðshlíð undir Austur-Eyjafjöllum nk. laug- ardag til styrktar endurbyggingu hússins. Dagsbrún stendur við Hringveg- inn undir Austur-Eyjafjöllum. Þetta litla félagsheimili hefur vak- ið athygli ferðafólks fyrir sérstætt útlit, meðal annars vegna fallegs skrauts á göflunum og bogadreg- inna glugga. Þá stendur húsið und- ir fallegri hlíð og á sér merka sögu í félagslífi sveitarinnar. Undanfar- in ár hefur það hins vegar verið að grotna niður, með neglt fyrir glugga, og vakið athygli á þeim forsendum. Áttrætt félagsheimili Húsið er áttrætt, á næsta ári verða liðin 80 ár frá því fyrsta samkoman var haldin í því, fok- heldu. Félagsheimilið var byggt úr holsteini sem steyptur var í Skógafjöru og ungmennafélagar báru upp í Skarðshlíð. Húsið þjón- aði sveitinni lengi til skemmtana- halds og íþróttaiðkunar og í upp- hafi einnig til skólahalds. Leiksvið er í Dagsbrún og þar hóf Margrét leiklistarferil sinn á árinu 1972. Hún segir að félagar í Leikfélagi Rangæinga vilji styðja ungmennafélagið í uppbygging- unni. Þess vegna verður leikritið Getraunagróði sem félagið hefur sýnt undir stjórn Margrétar í vet- ur sett þar upp næstkomandi laug- ardag til styrktar endurbygging- arsjóði sem ungmennafélagið hefur verið að safna í. „Við vonum að þetta verði til að koma af stað umræðu um að þetta hús sé ein- hvers virði. Það hefur því miður mætt litlum skilningi hjá sveitar- stjórninni,“ segir Margrét. Hún segir að húsið sé vel stað- sett og gæti nýst sem alhliða menningarhús. Þar væri til dæmis hægt að setja upp leiksýningar fyrir ferðafólk á sumrin og reka kaffihús. Rennur til rifja að sjá húsið grotna niður Ljósmynd/Ólafur Eggertsson Skarðshlíð Félagsheimilið Dagsbrún undir Austur-Eyjafjöllum fékk síðast andlitslyftingu á þjóðhátíðarárinu, 1974, en þá var þessi mynd tekin. Vilja endurbyggja lítið félagsheimili Í HNOTSKURN » Margrét Tryggva- dóttir er fædd í Mið- dal í Mos- fellssveit 1945, með leiklistar- bakteríuna í blóðinu. » Húnbyrjaði þó ekki að leika fyrr en hún flutti að Skógum 1972 og hefur verið á kafi í leiklistinni síðan. » Margrét er sérkennari áHvolsvelli og starfar með Leikfélagi Rangæinga. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Þegar aðrir fara í golf sest ég við hljómborðið og fer að semja. Það kemur sjaldan fyrir að ég spili lög eftir aðra en sjálfan mig,“ sagði Elvar Gottskálksson í samtali við Morgunblaðið en hann hefur bæði átt lag í und- anúrslitum Ljósalagskeppninnar og í nýliðinni forkeppni Ríkissjónvarpsins fyrir Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Það hefur lengi verið goðsögn að það sé eitt- hvað görótt vatnið hér suður með sjó vegna þess hversu margir tónlistarmenn ali hér manninn eða hafi gert. Keflvíkingurinn Elvar Gottskálksson á að minnsta kosti ekki langan námsferil að baki í tónlistinni, að mestu leyti sjálfmenntaður. Í stórfjölskyldunni er hins veg- ar margur tónlistarmaðurinn, sá þekktasti er sennilega Magnús Kjartansson. Þetta kom Elv- ari vel því þegar hann var yngri hafði hann allt- af greiðan aðgang að hljóðfærum, þó að engin væru á hans eigin heimili. „Það var alltaf ein- hver úr fjölskyldunni að kenna í Tónlistarskóla Keflavíkur þannig að ég komst alltaf inn þar og gat sest við flygilinn. Svo áttu amma og afi bæði píanó og orgel þannig að ég gat spilað þar,“ sagði Elvar. Enda var það svo að þegar Elvar lét loks til leiðast að fara í píanónám fannst hon- um grunnnámið ekki hæfa sér þannig að tím- arnir hjá kennaranum urðu ekki margir. Pálmi fékk bassann lánaðan Elvar byrjaði tónlistarferil sinn 15 ára að aldri við að spila á bassa í unglingahljómsveit- inni Zetunni sem starfaði í tvö ár við nokkuð miklar vinsældir á Suðurnesjum. Fyrsta hljóð- færið sem hann eignaðist var bassi sem þótti mikill dýrgripur. „Pabbi bað kunningja sinn sem var flugstjóri að kaupa bassann fyrir sig í New York. Hann var svo flottur að Pálmi Gunnarsson fékk hann lánaðan þegar hann var að vinna að einni plötu sinni og var ég mjög montinn með það.“ Nokkru síðar flutti Elvar til Reykjavíkur og þegar hann hafði búið þar í nokkrar vikur rak hann augun í auglýsingu þar sem óskað var eftir bassaleikara og söngvara í hljómsveitina Hafrót, sem var húsband á 3. hæð Klúbbsins. „Ég var ráðinn á staðnum á mánudegi en fyrsta krafa mín var að fá nýtt hljóðkerfi. Á þriðjudeginum var það komið og þá tóku við stífar æfingar því ég þurfti að læra ein 50 lög fyrir helgina.“ Í Hafróti var Elvar í 3 ár og sagði hann tímann hafa verið eins og langa vertíð þar sem spilaðar voru 40 til 45 helgar á ári. „Á þessum árum var ég byrjaður að semja töluvert á píanó en ég sat mjög fast á þeim lög- um. Eftir að ég kom aftur suður og stofnaði hljómsveitina Coda ásamt fleiri strákum voru í mesta lagi spiluð tvö til þrjú lög eftir mig,“ sagði Elvar og er greinilega hógværðin upp- máluð, enda segist hann vera að semja fyrir sjálfan sig. Eftir Coda-ævintýrið hélt Elvar í flugvirkj- anám árið 1986 til Tulsa í Bandaríkjunum þar sem sveitatónlist náði tökum á honum. „Það var þarna úti sem ég keypti mitt fyrsta alvöru- hljómborð og kassagítar. Á námsárunum samdi ég slatta af lögum, allt með enskum texta, því að þó ég sé góður íslenskumaður liggur það betur við mér að semja á ensku. Eftir að ég kom heim fór ég svo með mikið af þessum lög- um til Vals Ármanns Gunnarssonar sem samdi íslenska texta við lögin. Þarna hófst samvinna okkar og stendur hún enn.“ Ekki sáttur við fyrirkomulagið Lag Elvars sem ekki komst í undanúrslit Ljósalagskeppninnar komst inn í forkeppni Sjónvarpsins vegna Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva. „Já, það var nokkuð skondið að þeir skyldu ekki vilja það hér í bítlabænum en það skyldi komst áfram þar. Það var nú eig- inlega Magnúsi Kjartanssyni að þakka. Hann hafði heyrt lagið, hvatti mig áfram og sendi það inn fyrir mig. Ég fer stundum í hljóðverið hans til að vinna lögin mín betur en í sjálfu sér hefur mitt eigið hljóðver upp á allt að bjóða.“ Lagið hans, „Leiðin liggur heim“, komst ekki áfram en Elvar segist ánægður með úrslitin, hafi reyndar ekki verið svona ánægður með ís- lenska lagið í mörg ár og hefur trú á því að Ei- ríkur Hauksson og Sveinn Rúnar Sigurðsson komi Íslandi í aðalkeppnina. Elvar sagði hins vegar að hann mundi hugsa sig tvisvar um áður en hann tæki aftur þátt í keppni eins og Söngvakeppni íslenskra sjón- varpsstöðva og Ljósalagskeppninni ætlar hann ekki að taka þátt í nema verulegar breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi keppninnar. „Það er ofsalega mikil vinna á bak við þessar keppnir og lítill peningur. Síðan virðist þurfa að full- vinna lög í hljóðverum og gera þau nánast plötuhæf með þekktum söngvurum til að koma þeim að en margir hafa ekki fjármagn til þess. Þetta þýðir að þeir sem hafa ekki fjármagnið eða sitt eigið hljóðver eiga litla möguleika. Þetta er synd þar sem mikið er til af ungum lagasmiðum sem hafa ekki þetta bolmagn.“ Þegar blaðamaður fylgir Elvari inn í hljóð- verið á heimili hans viðurkennir hann af sömu hógværð og áður að nú hafi hann tínt til 15 lög úr lagasafninu, sem í eru hátt í 100 lög, með það í hug að koma þeim saman á eina plötu. „Þó að ég fái yfirleitt aðra til að syngja lögin mín býst ég við að ég syngi eitt eða tvö sjálfur svo ég geti að minnsta kosti sagt að ég hafi sungið lag inn á plötu.“ Sem fyrst og fremst fyrir sjálfan mig Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hljómplata í bígerð Elvar Gottskálksson tók lagasmíðar fram yfir golfið og sest við hljóm- borðið í hljóðverinu sínu hvenær sem færi gefast. Hann er nú að velja lög á plötu. Í HNOTSKURN » Í sameiningu hafa Elvar og Valursent fjórum sinnum inn lög í Ljósa- lagskeppnina og afrekað að lenda í 2. sæti árið 2005 og 3. sæti árið 2004. » Í keppninni á síðasta ári náði lagElvars ekki í undanúrslitin en það lag sendi hann síðan í forkeppni Sjón- varpsins fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og þar náði það inn. Elvar Gottskálksson er öflugur í lagakeppni                                                                       ! "#      $   "             #     $          %      %       &                          '                       &                        (              )            *++ *,- ,.     /0 1                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.