Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 25
bændunum sem tóku þátt í verkefni Listahá- skólans. Að sögn beggja aðila, bæði hönn- uðanna og framleiðandans, var samstarfið ákaflega skemmtilegt og áhugavert. Verkefnið er til marks um breytta hugsun almennings um umhverfið og menningu landsins. Það eru ýmsar góðar ástæður til þess að heimafram- leiðsla skilar sér jákvætt út í samfélagið, mikil mengun kemur í kjölfar innfluttrar vöru og mun það hafa úrslitaáhrif fyrir íslenskt um- hverfi og menningu hvort varan kemur frá Ísr- ael eða Flúðum, þegar til lengri tíma er litið. Skyrkonfektið kláraðist á hálftíma og voru 100 flösk- ur af Blóð- bergsdrykk fljótar að fara meðan á sýn- ingu stóð. Girnilegt Ólöf Hallgrímsdóttir, bóndi á Vogafjósi í Mývatnssveit, var ein af þeim bændum sem tók þátt í verkefninu Borðið; stefnumót hönnuða við bændasamfélagið. Höfundur er vöruhönnuður. TENGLAR ............................................................ Tenglar: www.beintfrabyli.is http://www.icelanddesign.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 25 víslegan hátt. Ég er ekki að mæla neinskonar vímuefnaneyslu bót, síð- ur en svo, en hún er hins vegar veruleiki nútímans og baráttan gegn henni er brýn nauðsyn. Sá slagur vinnst ekki með afneitun eða for- dæmingu. Það þarf að vinna for- varnarstarf og koma þeim til hjálpar sem drekka og/eða dópa. Reynslan sýnir að það er hreint ekki vonlaust starf. Öflugt forvarnastarf ætti að fækka þeim sem byrja og meðferð ætti að skila þeim aftur út í sam- félagið sem hafa byrjað en orðið fótaskortur á hinum gullna með- alvegi. Ýmsir drykkjuboltar og hassistar hippatímans eru nú dugandi og ábyrgir samfélagsþegnar. Grundvöllurinn að þeim sinna- skiptum var þó oftar en ekki með- ferð af einhverju tagi. Það markaði tímamót þegar farið var að senda áfengissjúklinga til Bandaríkjanna í meðferð. Nokkru síðar var farið að veita slíka meðferð hér. Í ævisögu Þórarins Tyrfingssonar er meðferð- arferli vel lýst. Þórarinn og sam- starfsfólk hans hefur unnið mikið velferðarstarf fyrir íslenskt sam- félag. Margir hafa í kjölfar með- ferðar reynst mjög dugandi menn í viðskipta- og atvinnulífi, þeir eiga og sína fulltrúa í stjórnmálalífi okkar og réttarkerfi og raunar í öllum stéttum, – sumir þeirra eru í hópi ríkustu manna landsins og hafa mik- inn fjölda fólks í vinnu. Það sýnist því mjög mikilvægt að gera ekki fíkniefnameðferð að nei- kvæðum stimpli. Reynslan sýnir að það er óréttlátt og öll líkindi benda til að slíkt viðhorf sé mjög óhyggi- legt. Íauglýsingu sl. sunnudag aug-lýsti stórt fyrirtæki eftirsumarstarfsmönnum. Gerðvar krafa um stundvísi, sam- viskusemi og sjálfstæð vinnubrögð. Umsækjendur skyldu hafa fágaða framkomu og hreint sakavottorð og engan fíkniefnaferil Ég stansaði við hið síðasttalda, – engan fíkniefnaferil? Mín fyrsta hugsun var: Hvernig ætlar sá sem vinnur úr umsókn- unum að skilgreina fíkniefnaferil? Þýðir enginn fíkniefnaferill það að fólk hafi aldrei svo mikið sem fengið sér sopa af áfengi. Sé skilgreiningin sú yrði fátt um fína drætti á vinnu- markaðinum og mikið lagt á þá ör- fáu bindinsmenn sem enn finnast á þessu landi. Eða þýðir enginn fíkni- efnaferill það að ekki sé ráðið fólk sem hefur farið í meðferð við fíkni- efnaneyslu af einhverju tagi? Samkvæmt rannsóknum er áfengi það vímuefni sem mestum og víð- tækustum spjöllum veldur. Það hef- ur enda svo geigvænlegar hlið- arverkanir að það yrði eflaust bannað ef það kæmi fram sem nýtt efni núna. Áfengisneysla í óhófi er algengasta orsök þess að fólk leitar sér hjálpar á meðferðarstofununum. Langflestir sem síðar leiðast út í annars konar fíkniefnaneyslu hafa byrjað á áfengisneyslu. Með svona skilyrðum í atvinnu- auglýsingum finnst mér farið út á hættulega braut. Það er eðlilegt að vinnuveitendur krefjist þess að starfsmenn haldi sig frá öllum fíkni- efnum í vinnunni, hverju nafni sem þau nefnast, en það er varla raun- hæft að ætlast til að fólk eigi að jafnaði engan slíkan feril að baki. Áfengisdrykkja er töluvert mikil og vaxandi á Íslandi, reykingar nokkuð algengar, líka hassreykingar og það magn af harðari fíkniefnum sem lög- regla leggur hald á sýnir að notkun þeirra er talsvert mikil. Við Íslend- ingar eigum sem betur fer mjög góð meðferðarúrræði fyrir þá sem hafa villst út af vegi hófdrykkjunnar eða ástundað aðra fíkniefnaneyslu og fyrirtæki hafa sýnt lofsverða við- leitni við að koma óreglusömu starfsfólki til hjálpar með því að hvetja það og jafnvel kosta í með- ferð. Þannig hafa ýmsir góðir starfs- kraftar fengið að njóta sín áfram hjá fyrirtækjunum. Margir þeirra sem nú gegna ábyrgðar- og áhrifastöð- um í samfélaginu eiga að baki fíkni- efnaferil og sumir okkar efnuðustu menn hafa orðið nýir og sterkari menn eftir áfengismeðferð á viðeig- andi stofnun. Þetta sýnir að þótt einstaklingur hafi á einhverju skeiði átt í erfiðleikum með fíkniefna- neyslu af einhverju tagi fer því víðs fjarri að eðlilegt sé að dæma þá hina sömu algerlega úr leik. Ef fólk tekur á sínum málum verður því oftar en ekki vel ágengt. Það væri því mikið spor aftur á bak ef fyrirtæki færu að meina því fólki um atvinnu sem hef- ur t.d. farið í meðferð vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu. Ef sú jákvæða aðgerð, að fara í meðferð, verður gerð að neikvæðum stimpli gæti það leitt til þess að fólk vildi ekki lengur fara í meðferð og það kæmi veru- lega niður á samfélaginu á marg- Hvað á nú þetta að þýða? ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Guðrún Guðlaugsdóttir gudrung@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.