Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Jelena Bonner var eiginkonaeins þekkasta andófs-mannsins í Sovétríkjunumsálugu, kjarneðlisfræðings- ins Andrei Sakharovs, og varð hans hægri hönd er hann gerðist ákafur boðberi mannréttinda og friðar. Hann var aðalhöfundur sov- ésku vetnissprengjunnar á sjötta áratug síðustu aldar en gerðist harður gagnrýnandi flokkseinræðis kommúnista. Hann hlaut friðar- verðlaun Nóbels 1975 og flutti Bonner ávarp hans í Ósló þar sem honum var meinað að yfirgefa Sov- étríkin. Bonner hafði hins vegar fengið leyfi til að leita sér lækn- inga á Ítalíu en hún skaddaðist á augum í heimsstyrjöldinni síðari. Sakharov lést 1989 en eiginkon- an hélt áfram að segja ráðamönn- um í Kreml til syndanna, nú á síð- ari árum hefur hún fordæmt hernaðinn í Tétsníu. Bonner hefur ekki legið á skoðunum sínum þótt heilsan sé farin að bila en hún er nú 84 ára aldri. Blaðamaður Morg- unblaðsins komst yfir símanúmer hennar þar sem hún dvelst nú hjá dóttur sinni af fyrra hjónabandi í Boston í Bandaríkjunum. Þar hef- ur hún fengið læknishjálp og hefur á síðari árum búið ýmist í Moskvu eða Bandaríkjunum. Bonner segist aðspurð fylgjast vel með því sem er að gerast í Rússlandi. Hún minnist í viðtalinu á málaferli gegn Alexei Pítsjúgín sem vöktu mikla athygli mannrétt- indasinna í Rússlandi á sínum tíma. Pítsjúgín var yfirmaður öryggis- mála hjá olíufyrirtækinu Yukos sem auðkýfingurinn Míkhaíl Kho- dorkovskí og viðskiptafélagi hans, Platon Lebedev, stjórnuðu. Var Pítsjúgín handtekinn vorið 2003, sakaður um morð og loks dæmdur í 24 ára þrælkunarvinnu. En líkin hafa aldrei fundist og margt þykir undarlegt við réttarhöldin. Hefur getum verið leitt að því að Píts- júgín hafi neitað að verða við kröf- um um að sverta yfirmenn sína, þá Khodorkovskí og Lebedev, og bera vitni gegn þeim en þeir voru einnig handteknir sama ár, sakaðir um fjársvik. Báðir sitja nú í fangelsi í Síberíu. -Hvert er álit þitt á ríkisstjórn Vladímírs Pútins Rússlandsfor- seta? „Ég held að hún sé dæmi um spillta ríkisstjórn,“ svarar Bonner og bætir við að stefna stjórnarinn- ar minni sig á hugtak í máli rúss- neskra þjófa, ástand sem sé „mal- ína“ [alveg draumur]. -Á tímum Sovétríkjanna varstu þekktur andófsmaður kerfisins ásamt eiginmanni þínum, Andrei Sakharov. Finnst þér að það sem núna sé að gerast í Rússlandi Pút- íns minni á þá tíma? „Já, um sumt er þetta svipað, sérstaklega það sem tengist því að reynt er að endurlífga andlýðræð- islegt ríki, að vísu í breyttri mynd. Þessi þróun minnir á Sovétríkin.“ -Réttarhöldin yfir Khodorkovskí hafa vakið mikla athygli og umtal á Vesturlöndum. Hvað finnst þér um þessi mál? „Mér finnst ekki nógu mikið rætt um þessi mál. Ég held að Vesturlandabúar skilji ekki alveg stefnumótandi hlutverk þessara réttarhalda í þróun mála í Rúss- landi. Og þeir telji að hægt sé að afsaka framferði stjórnvalda í Rússlandi í þessum málum.“ -Telurðu að þetta séu engin al- vöru réttarhöld? Eru þau af póli- tískum toga? „Já það tel ég. Þetta er algjör sýndarmennska og þau eru án nokkurs efa pólitísk. Ég var og er ennþá meðal þeirra sem berjast fyrir mannréttindum í Rússlandi, var meðal þeirra sem sneru sér til mannréttindahreyf- ingarinnar Amnesty International á Vesturlöndum strax eftir hand- tökurnar til að fara fram á að litið yrði á Khodorkovskí og aðra sak- borninga í máli Yukos sem pólí- tíska fanga. Mér sárnar að allt fram til dagsins í dag hefur Am- nesty International ekki skilið pólí- tískt eðli þessara réttarhalda.“ Hvers vegna Síbería? -Khodorkovskí er ekki lengur í fangelsi í Moskvu heldur var hann sendur langt austur í Síberíu til af- „Míkhaíl Kho- dorkovskí er pólitískur fangi“ SVIPMYND» Einhuga Jelena Bonner með eiginmanni sínum, Nóbelshafanum Andrei Sakharov. Þau börðust ákaft fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum. Saman Jelena Bonner á milli móður sinnar, Ruth og dótturinnar Tatjönu. Jelena Bonner var eiginkona hins heimsþekkta and- ófsmanns Andrei Sakharovs í Sovétríkjunum. Hún er ekki hrifin af stjórnarfarinu í Rússlandi og segir mála- ferlin gegn auðkýfingnum Khodorkovski vera póli- tískar ofsóknir. Kristján Jónsson ræddi við Bonner. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Umræðan um stærð fyr-irsætna hefur verið há-vær að undanförnu eðaréttara sagt umræðan um litla stærð þeirra. Þær eru reyndar háar en mittið er mjótt. Nýja takmarkið eða kannski frek- ar viðmiðið hjá mörgum fyrir- sætum og leikkonum er „size zero“ eða stærð núll. Núllið miðast við bandarískar stærðir en sam- svarar stærð fjögur í breskum stærðum, sem kannski fleiri ís- lenskar konur þekkja. Á tískuvikum stórborganna síð- ustu vikur virðist þó fátt hafa breyst og ekki er að sjá að fyrir- sætunar séu orðnar feitari. Regl- urnar voru hertar í Madríd og þar var einhverjum fyrirsætum bannað að sýna. Annars staðar hefur reglum verið hafnað. Iðnaðurinn vill setja sér eigin viðmið en ekki fylgja utanaðkomandi reglum. Samtök fatahönnuða í Bandaríkj- unum (CFDA) starfa eftir ákveðnum viðmiðunarreglum. Fyr- irsætur þurfa að vera orðnar sex- tán ára, með BMI-gildi (ákveðin formúla sem varðar hæð og þyngd) 17,4 eða meira ef þær eru yngri en 18 ára, og 18,5 ef þær eru eldri en 18. Til samanburðar er BMI-gildi manneskju sem er 177 cm á hæð og 58 kg 18,5, sam- kvæmt reiknivél á doktor.is. Kröf- ur um viðmiðunarreglur sem þess- ar hafa orðið hærri eftir að tvær suður-amerískar fyrirsætur létust úr anorexíu á síðasta ári. Eins og hvert annað kjötstykki Reglurnar gera að verkum að fyrirsætunum finnst þær að mörgu leyti vera enn meiri söluvara en áður, að þurfa að sæta vigtun og mælingum eins og hvert annað kjötstykki. Fyrirsæta í sýningu Bora Aksu í London klæddist bol með áletrun um að gefa fyrirsæt- unum ekki að borða, „Please don’t feed the models.“ Skilti með ámóta skilaboðum hanga uppi í dýragörð- um víða um heim. Reglurnar hefðu haft áhrif á feril hinnar áströlsku Gemmu Ward, sem sló í gegn 15 ára gömul í tískusýningu Prada í Mílanó. Einnig byrjaði Kate Moss í brans- anum um 14 ára gömul. Fyrir- sætur eru flestar ungar að aldri og því margar náttúrulega mjóar. En svo eldast þessar sömu fyrirsætur og eignast jafnvel börn og minnk- ar mjónupressan ekkert við það. Fyrirsætan Natalia Vodianova, sem m.a. er andlit Calvin Klein, fann fyrir þessari pressu. Hún var fljótt komin í form eftir barnsburð og var það ekki margumtalaðri „náttúrulega góðri brennslu“ að kenna heldur játaði hún síðar að hafa þurft að svelta sig til að ná fyrri þyngd. Áreiðanlega ekki eina dæmið. Fyrirsætur hafa mjókkað síð- ustu ár frá frægðardögum ofurfyr- irsætnanna Naomi og félaga í upp- hafi tíunda áratugarins. Hollywood-leikkonur hafa mjókk- að enn meira. Segja má að þær séu ekki síður fyrirmyndir en fyrirsæt- Að vera ekki neitt AP Til sýnis Fyrirsæta klæðist bol með skemmtilegri áletrun að hætti dýra- garða, „Please don’t feed the models“ á æfingu hjá Bora Aksu í London. TÍSKA» Reuters Yfirstærð? Fáir fara að fordæmi hönnuðarins Elena Miro, sem sýnir á tískuviku í Mílano, og hannar fyrir konur í stærri stærðum. Fyrirsætur hennar eru í samræmi við það meira í holdum en þær vinsælustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.