Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 47 ✝ Þökkum vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar elskulegu, SOFFÍU GUÐRÚNAR WATHNE. Guð blessi ykkur öll. Börn, barnabarn og fjölskylda ✝ Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall og útför elsku- legs sonar míns, bróður okkar, mágs og frænda, GUNNARS FRIÐRIKS ÓLAFSSONAR, Háholti 14, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir, Hulda Ólafsdóttir Scoles, Dave Scoles, Anna Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Adolf Örn Kristjánsson, Friðjón Ólafsson, Erna Herbertsdóttir og frændsystkini. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Torfufelli 31, Reykjavík. Halla Margrét Ottósdóttir, Jakobína Elsa Ragnarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ólafur Björvinsson, Friðrik Ottó Ragnarsson, Kristjana Harðardóttir, Hulda Ragnarsdóttir, Þór Ragnarsson, Sigríður Þráinsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Oddný Vestmann, Þórður Úlfar Ragnarsson, Áslaug Ragnarsdóttir, Björg Margrét Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bestu þakkir til allra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengaföður og afa, GÍSLA JÓNS GÍSLASONAR vélstjóri, Viðvík, Hellissandi. Sérstakar þakkir til Sjúrhúss Akraness fyrir góða umönnun Halldór Gíslason, Carolina Alquino, Kristín Gísladóttir, Sean Burnham, Elín Gísladóttir, Paul Hebdige, Guðjón Arnar, Kristjana Dögg og Mandy Pálína. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU G. SIGURJÓNSDÓTTUR frá Fosshólum, Furugrund 68. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns og L4 Landakots fyrir mjög góða umönnun og hlýhug. Ingibjörg Bjarnadóttir, Arndís Bjarnadóttir, Pétur Már Pétursson, Einar S. Bjarnason, Elín Þóra Sverrisdóttir, Guðrún Björk Bjarnadóttir, Páll Guðmundsson, Ásmundur Bjarnason, Sigrún Davíðsdóttir, barnabörn og nýfæddur langömmustrákur. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, HELGU DÍSAR SÆMUNDSDÓTTUR kennara, Silungakvísl 14, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11G á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka umönnun og hlýju. Páll Ragnar Gunnarsson, Elín Ragnarsdóttir, Samúel Einarsson, Sæmundur Rúnar Ragnarsson, Hanna Bjarnadóttir, Erla Björk Ragnarsdóttir, Brent Beale og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir hlýhug og auðsýnda samúð vegna andláts ástkærs tengdaföður, afa, langafa og bróður, JÓHANNS HALLVARÐSSONAR frá Geldingaá, síðast til heimilis á Prestastíg 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem önnuðust hann af mikilli alúð í veikindum hans og Siglingasam- bandi Íslands fyrir veittan stuðning. Sigríður Ósk Óskarsdóttir, Jóhann Davíð Snorrason, Valdís Ólafsdóttir, Ingvi Pétur Snorrason, Ásdís Erla Jónsdóttir, Snorri Ingvason, Auður Ingvadóttir, Björg Hallvarðsdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir hluttekningu vegna andláts og útfarar föður okkar, ATLA HALLDÓRSSONAR vélstjóra, Ásholti 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunarsviðs Land- spítalans og Guðjóns Haraldssonar læknis. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Atlason, Guðný Sigurvinsdóttir, Ída Atladóttir, Auður Atladóttir, Vernharður Stefánsson, Anna Atladóttir, Sveinn Sigurmundsson. ✝ Ebba Thor-arensen fæddist á Flateyri 10. ágúst 1923. Hún andaðist á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi 26. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Markúsdóttir, f. á Reyðarfirði 1899, og Ragnar D. Thor- arensen, f. á Skarð- stöð 1892. Eftirlif- andi systkini hennar eru Sigrún, f. 1927, Anna Ragn- heiður, f. 1935, og Bjarni Páll, f. 1936. Látinn er Pétur Hamar, f. 1926. Ebba ólst upp á Flateyri og stundaði nám þar og síðar í Kvennaskólanum á Blönduósi. Ebba giftist 6. júlí 1944 jafn- aldra sínum frá Flateyri, Ebene- zer Þórarni Ásgeirssyni, f. 15. maí 1923, d. 8. október 1997. For- eldrar hans voru hjónin Ásgeir Guðnason og Jensína Eiríksdóttir. Ebba og Ebenezer eignuðust þrjú börn sem eru: 1) Jónína, f. 17. október 1943, gift Böðvari Val- geirssyni. Börn þeirra eru Elín, f. 11. apríl 1962, Hrefna, f. 8. marz 1966, og Ebenezer Þórarinn, f. 2. marz 1970. Barnabörn þeirra eru sjö. 2) Ragnheiður Ingi- björg, f. 1. júní 1948, gift Stefáni Frið- finnssyni. Sonur þeirra er Þórarinn Ásgeir, f. 29. ágúst 1967. Þau eiga eitt barnabarn. 3) Ás- geir, f. 29. október 1951, kvæntist Guð- laugu Jónsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Ebenezer Þórarinn, f. 12. nóvember 1976, Hinrik, f. 5. desember 1989, og Lára, f. 11. marz 1992. Ebba og Ebenezer bjuggu á Flateyri til 1949 en fluttust þá til Stykkishólms og þaðan til Reykja- víkur 1952. Ebenezer varð um- svifamikill frumkvöðull og at- hafnamaður sem stofnaði fyrst og rak iðnfyrirtækið Hansa hf. og síðar Vörumarkaðinn hf. sem var fyrsta alhliða lágvöruverslun landsins. Útför Ebbu var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík 1. febrúar síðastliðinn. Maður kynnist einstaka sinnum fólki sem hefur þann eiginleika að án þess nokkurn tíma að neyða skoð- unum sínum upp á aðra og líka án þess að maður verði þess í raun nokkurn tíma var hefur ótrúlega mikil áhrif á líf manns og lífsskoð- anir. Þetta gerist líka þannig að mað- ur tekur helst ekkert eftir því að það hefur gerst fyrr en manneskjan er horfin úr lífi manns. En maður er betri eftir fyrir það eitt að kynnast þannig fólki. Þannig manngerð var tengdamóð- ir mín Ebba Thorarensen sem, eftir skamma legu, andaðist hinn 26. jan- úar síðastliðinn á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi. Það var líka alveg í samræmi við líf hennar allt að mæla svo fyrir að hún vildi láta gera sem minnst úr brottför sinni úr þessum heimi og láta aðeins þá nánustu vera viðstadda jarðarför- ina enda væri með öllu ástæðulaust að ónáða fólk um miðjan vetur þó hún væri kvödd. Ebba var fædd á Flateyri við Ön- undarfjörð árið 1923 og var því á 84. aldursári þegar hún lést. Þrátt fyrir nokkuð háan aldur var hún ótrúlega heilsuhraust bæði andlega og líkam- lega allt til þess tíma að er hún, skömmu fyrir síðustu jól, kenndi sér meins og lést síðla í janúar eftir tvær stuttar legur á spítala. Ebba giftist ung tengdaföður mín- um Ebenezer Ásgeirssyni, sem einn- ig var frá Flateyri, og helgaði líf sitt því að styðja hann og búa honum og börnum þeirra gott og fallegt heimili allt þar til hann lést árið 1997. Eftir það bjó Ebba ein á heimili þeirra allt til þess að hún hóf sína hinstu sjúkrahúslegu. Ebenezer var mikill athafnamaður sem gustaði af og sem markaði spor bæði í iðnsögu og iðnþróun og í versl- unarrekstri á Íslandi. Það var því ávallt mikið umleikis kringum fyr- irtæki hans og rekstur og við það erli allt var Ebba manni sínum stoð og stytta og honum miklu meiri stuðn- ingur en kannski aðrir en þeir allra nánustu gerðu sér grein fyrir. Það fór auðvitað ekki hjá því að oft reyndi á þau hjón í verulegum um- svifum í rekstri og viðskiptum við alls kyns ytri aðstæður og þá var Ebba kletturinn sem treysta mátti á að aldrei haggaðist og alltaf var til staðar hvernig sem hlutirnir veltust. Heimilið var heilagt skjól í öllum vindum hvaðan sem þeir blésu. Ebba var einstök smekkmann- eskja um flesta hluti hvort sem var klæðnaður, litasamsetningar eða húsgögn og heimili þeirra bar þess glögg merki þar sem hún kom að var sterkt samræmi í öllum umbúnaði og sem líka bar þess vitni að þau hjón höfðu víða farið og margt séð á ferð- um sínum. Eftir lát Ebenezers tók við nýtt æviskeið Ebbu sem í tíu ár var al- gjörlega sjálfri sér nóg og tók yfir öll þau daglegu umsvif sem hún hafði lítið sinnt meðan hans naut við. Hún sinnti því eins og öðru til síðasta dags þannig að ekki varð betur gert. Það var einmitt einkenni hennar að allt sem hún gerði það gerði hún vel. Ef ekki var hægt að gera það vel mátti eins vel láta það ógert. Hún var ótrúlega fróð um marga hluti og gat jafnt haft skoðanir á alþjóðamál- um sem innanlandsmálum og varð ekkert auðveldlega rekin á gat hvort sem umræðan var um málefni dags- ins eða eldri tíð. Það átti bæði við um stjórnmál sem viðskipti, en Ebba var ótrúlega fróð um hvort tveggja og áhugasöm. Sá eðlisþáttur sem mér þótti þó vænst um í fari hennar og sem var mjög ríkjandi var jákvæðni sem ávallt skein í gegn hvert sem umræðuefnið var. Ebba var ákaflega bjartsýn að eðlisfari og allt til síð- ustu stundar var hún sannfærð um að framtíðin tæki alltaf fortíðinni fram og að heimurinn færi alltaf batnandi. Þannig ættu menn ekki að vera að velta sér upp úr fortíðar- hyggju nema til þess að læra að end- urtaka ekki mistökin sem nóg hefði verið af en gera einfaldlega betur næst. Margir miklu yngri mættu taka hana sér til fyrirmyndar um margt en ekki síst þann hæfileika að skilja að málefni fortíðarinnar til- heyra fortíðinni og það sem máli skiptir er að nota nútíðina til að und- irbúa ennþá betri framtíð. Sjálf hafði hún tröllatrú á ungu fólki og var þeirrar skoðunar að hver ný kynslóð væri þeirri fyrri betri enda væru möguleikarnir alltaf að aukast fyrir ungt fólk að nýta hæfileika sína. Sjálf hafði hún reynt kreppu og haftatímabil og forsjárhyggju á flestum sviðum og vildi engum að endurtaka það efnahagsástand með öllu sem því fylgdi. Okkur sem nutum samveru við Ebbu Thorarensen og kynntumst henni vel finnst við hafa orðið ein- hvern veginn betri fyrir það eitt að hafa þekkt hana og orðið fyrir áhrif- um af henni. Það er gott að minnast hennar og að ferðalokum þökkum við sam- fylgdina. Stefán Friðfinnsson. Ebba Thorarensen  Fleiri minningargreinar um Ebbu Thorarensen bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Hrefna Böðv- arsdóttir og Elín Böðvarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.