Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 45 stjörnuspá mars Með sólina í fiskamerkinu ættirðu að einblína á innra líf þitt. Skapandi og andleg málefni koma þar við sögu. Kannski að þú vinnir bakvið tjöldin. Ekki reka á eftir hlutunum, haltu heldur góðum dampi. Þú gætir þurft að doka við og fara yfir hlutina. Leyndarmál og falin mál- efni koma upp sem takast verður á við. Kannski að þú endurmetir stöðu þína í samfélaginu. Líklega verða breytingar á heilsufari eða í vinnunni. Kannski vinnufélagi segi upp, eða ábyrgð þín breytist. Hugsaðu um heilsuna, sérstaklega varðandi mataræði og hreyfingu. Það gæti margt óvænt gerst í vikunni á eftir. Viðbrögðin gætu orðið sterk, ekki síst meðal þinn nán- ustu. Hrútur 20. mars – 20. apríl Með sólina í fiskamerkinu ættir þú að einbeita þér að vinum og eigin vonum og væntingum. Þú tekur þátt í félagslífi eða samkomum. Kannski þú hittir aftur gamla félaga eða eignist nýja. Breytingar eða nýtt upphaf gætu átt sér stað varðandi lífsstíl, skap- andi verkefni og málefni tengd börnum eða tóm- stundum. Þú endurskipuleggur líf þitt eða hvert þú stefnir. Nýir og óvæntir valmöguleikar eða hug- myndaríkt fólk sprettur upp í kringum þig. Vertu á verði því fólk kemur eða fer með stæl og það getur haft áhrif á fjármálin þín. Þú gætir jafnvel lent í ást- arævintýri. Þú hittir mjög sterkt fólk og kraftmikið sem á mjög auðvelt með að hrífa þig með sér. Lengra en þig grunar. Naut 20. apríl – 21. maí Með sólina í fiskum ættir þú að huga vel að ferðalög- um, námi, samböndum við útlönd eða að víkka út mynd þína af lífinu. Þú gætir átt í sambandi við framandi og erlenda aðila, þróað þar vinskap og jafn- vel sett ný framtíðaráform. Áform þín og álit al- mennt munu líklega breytast og einnig gætu orðið gætu orðið breytingar eða stöðnun hvað varðar sam- bönd og ferðalög. Samstarfsmaður mun kannski hverfa á braut eða breyta stöðu sinni innan fyrirtæk- isins. Þá getur fjarvera skipt miklu máli. Einhver misskilningur mun eiga sér stað í samskiptum. Farðu aftur yfir áformin og gerðu breytingar eftir þörfum. Taktu sérstaklega til athugunar breytingar sem verða á samböndum. Krabbi 21. júní – 22. júlí Þar sem sólin er í fiskamerkinu ættir þú að huga að við- skiptasamböndum, ástum og leyndarmálum. Taktu pen- ingamálin sérstaklega fyrir með tilliti til lífshlaups þíns og væntinga. Breytingar gætu orðið á ráðstöfunarfé, þar sem vissu tímabili gæti lokið með tilheyrandi innkomu eða útgjöldum. Búðu þig undir breytingar á því sviðinu. Þú gætir þurft að spara eða færa til peninga en þú hefur séð það svartara. Önnur vika mánaðarins hefur í för með sér enn frekari raskanir þar sem sólin heilsar upp á Úr- anus. Þú gætir þurft að flokka og samræma útgjöld. Börn gætu orðið kostnaðarsöm. Skyndilegar eða miklar breytingar gætu orðið varðandi skapandi verkefni eða ástarævintýri. Ljón 23. júlí – 23. ágúst Með sólina í fiskamerkinu eru félagar eða nánir sam- starfsmenn þér hugleiknir. Aðstæður geta breyst hjá einhverjum nánum varðandi vinnu eða heilsu. Og í þínu nánasta sambandi gæti rútínan breyst. Júpíter er núna í fjórða húsi hjá þér og það hefur áhrif á heimilis- aðstæður. Vissu tímabili mun ljúka þar. Athöfnum eða venjum verður hætt og einnig gæti hegðun þín breyst. Sólin og Úranus mætast hinn 5. mars og geta æst upp félaga og samstarfsmenn. Það hefur í för með sér miklar breytingar með óvæntum uppákomum. Nýlegur mis- skilningur eða vandamál í samskiptum mun leysast. Mörg minniháttar verk bíða þín, en þú kemst gegnum það ef þú skipuleggur hlutina upp á nýtt. Meyja 23. ágúst – 23. september Sólin er í fiskum og þú munt einbeita þér að vinnu, heilsu og daglegri rútínu. Samt verður erfitt að halda hlutum í horfinu. Einhverjir heilsubrestir koma upp og hafa áhrif á þig eða aðra fjölskyldumeðlimi. Það hefur kannski áhrif á vinnuaðstæður hjá þér og einhver endalok verða á sam- skiptum við fólk sem þú hefur núna daglegt samband við. Þú gætir verið þreyttur eða misst áhugann á verk- efnum sem þú sinnir. Einhver æsingur gæti átt sér stað í vinnunni en fólk mun róast mjög fljótt. Þú gætir þurft að hafa samskipti við furðulegan eða erfiðan ein- stakling. Þú munt líklega brjóta upp venju til að fá til- breytingu inn í líf þitt. Vertu þolinmóður, áhrifin munu skila sér. Vog 23. september – 22. október Þegar sólin er í fiskamerkinu er heillavænlegt fyrir þig að sinna ástum, lífsstíl, sköpun og tómstundum. Þú vilt finna leið til að fara í lífinu og munt einbeita þér að ánægju. Félagslíf mun spila þar stórt hlutverk. Þú byrjar á mjög persónulegum verkefnum, og 3. mars þegar tunglið er fullt, eignastu nýja vini, vonir og væntingar. En á sama tíma mun vinur eða kunn- ingi hverfa úr vinahópnum, og jafnvel hættirðu ein- hverri hópástundun. Þú sinnir eigin áhugamálum af þeim mun meiri krafti, og færð áhuga á vissu fólki sem tengist góðum hugmyndum. Vertu fljótur að kynna þér hvers þú þarfnast til njóta góðs af þeim, annars gætu tækifærin horfið. Og í þetta sinn viltu ekki missa af þeim. Sporðdreki 23. október – 21. nóvember Það verður frekar brösugt að samræma heimili og vinnu. Með sólina í fiskum muntu því einbeita þér að fjölskyldunni og heimilinu. 3. mars er fullt tungl og þá verða einhverjar breytingar sem varða yfirvöld, frama og ábyrgð. Þú gætir misst samning eða skipt um skyldur, sem fær þig til að leita nýrra leiða á frama- brautinni. Heilsa og hæfni gætu þá skipt sköpum. Fólki mun lenda saman á heimilinu eða í stórfjöl- skyldunni og það mun hafa áhrif á samskipti. Einnig muntu þurfa að eiga við erfiðan eða uppreisn- argjarnan einstakling. Heima fyrir skaltu vera á verði gagnvart slysum, jafnvel tengdum skemmtilegri uppá- komu eða óvæntum gesti. Hafðu í huga eigin tak- markanir. Bogmaður 22. nóvember – 21. desember Þú hefur Júpíter í tólfta húsi mest allt árið og þarft að kanna dýpri vitund þína og andleg gildi. Uppgötv- anir á földum eða liðnum atburðum munu oft koma þér á óvart, hvort sem þeir varðar þig eða aðra. Þar sem mánuðurinn byrjar með sólina í fiskum munu samskipti, ferðalög, viðskipti ásamt samskiptum við systkini og nágranna eiga hug þinn allan. Einhver sambönd gætu þó slitnað, ekki síst tengd útlöndum. Það getur hrikt í samböndum innanlands. Þú munt lenda í vanda með ferðalög, samskiptatæki og far- artæki. Passaðu þig í umferðinni. Fundum og stefnu- mótum gæti verið aflýst. Óvæntar breytingar verða eftir miðjan mánuð og þú verður hissa á að sjá vissa manneskju. Steingeit 22. desember – 20. janúar Með sólina í fiskamerkinu munt þú einbeita þér að per- sónulegum fjárhag þínum. Samvinna er lykilorðið í upp- hafi mánaðar. Vertu viss um að allir viti hvað þú gerir og gerir ekki. Þú skalt hafa náin samskipti við félaga, nána samstarfsmenn og fólk í þínum innsta hring. Mikl- ar breytingar verða þegar kemur að sameiginlegum fjárhaldsmálum. Einhver stendur í vanskilum eða samningar breytast, og þú verður að enduskipuleggja þig á einhvern máta. Það gæti orðið einhver uppákoma í sambandi við of mikil útgjöld, og kannski þarf að gefa of dýran draum upp á bátinn. Einhver félaga þinni gæti gengið á dyr. Ekki bregðast við of fljótt, helst ekki fyrr en eftir 8. mars. Vatnsberi 21. janúar – 19. febrúar Sólin er í þínu merki! Til hamingju með afmælið, fiskur! Þér er mjög umhugað um félagana, ástarmálin, stefn- una í lífinu og sjálfan þig þessa dagana. Þú getur átt von á breytingum hvað varðar tengingar við annað fólk, hvernig þú tengir og við hverja. Þar verða vinnufélag- arnir í aðalhlutverkunum. Vinna, heilsa og dagleg rútína geta breyst og í kjölfarið á því sambandið við þína nán- ustu. Í viðskiptum fer fólk mögulega hvað í sína áttina. Sumir hverfa á braut, en hægt er að fá aðra til að skipta um skoðun. Þú veist algerlega hvað þú vilt og hvar þú stendur, svo ekki taka hlutina of nærri þér. Dragðu djúpt inn andann þar til eftir miðjan mánuð. Þá leysast málin meira og minna af sjálfu sér. Fiskar 19. febrúar – 20. mars S einni partinn í febrúar bárust þau tíðindi um Ísland þvert og endi- langt að um 73% lands- manna vildu að stjórn- málaflokkarnir legðu meiri áherslu á náttúrvernd og um- hverfismál. Var þetta niðurstaða könnunar, sem gerð var fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands af hinu virta Gallupfyrirtæki. Og hvort sem vorinu er um að kenna eða e.t.v. alþingiskosn- ingum sem óðum nálgast, þá er allt að verða dálítið grænt í ís- lenskri pólitík. Sem auðvitað er hið besta mál. Spurningin er bara hversu lengi það heldur. Fyrirheit þess vettvangs eru nefnilega öðruvísi að eðli til en önnur; þau vilja gleymast er frá líður og deyja. Eru svikin, m.ö.o. Um það finnast allt of mörg dæmin. En er á meðan er, mikil ósköp. Og hver veit, kannski mun skyn- seminni takast að rétta kúrs hinna þungu fleyja í eitt skipti fyrir öll núna, því „spekin hefir yfirburði yfir heimskuna eins og ljósið hefir yfirburði yfir myrkrið“, eins og segir í Prédikaranum, 2. kafla og 13. versi. Allavega eru staðreynd- irnar óneitanlega farnar að tala sínu máli, um öfgakenndar lofts- lagsbreytingar með tilheyrandi vá fyrir dyrum. Að þráast við og berja hausnum við steininn í af- neitun er engri viti borinni mann- eskju lengur sæmandi. Og hefur reyndar aldrei verið það. Myndin sem þessum pistli fylgir gæti verið að sýna jörðina eftir nokkra áratugi, ef ekki verð- ur gripið í taumana af alvöru. Það er ekkert flóknara en svo. Þá fær Mars verðugan keppinaut um heitið Rauða plánetan. Ekki beint skemmtileg tilhugsun. Hvers eiga hinar ný- og ófæddu kynslóðir mannkynsins eiginlega að gjalda, ef illa fer? Hverju verð- ur til svarað? Gripið til lyginnar? Bent á aðra? Í það minnsta verður dálítið klént að segja eins og er, að þarna hafi gróðavonin ein ráðið. Til er nokkuð sem kallast Um- hverfisboðorðin 10 og varð til þeg- ar hópur af ungum gyðingum og kristnum hittist til að ræða hvað sameiginlegur trúararfur þeirra hefði að segja í umhverfisvanda- málum nútímans. Þessi borðorð eru æði merkileg og sameina hið gamla og nýja lögmál með því að tjá kærleikann sem okkur ber að sýna í orði og verki sköpun Guðs. Þau eru svona, í þýðingu Krist- ínar Þórunnar Tómasdóttur, eftir Grænu kirkjubókinni, útgefinni af norsku kirkjunni (Kirkens Ulandsinformasjon) 1998: 1. Ég er Drottinn Guð þinn, sem skapaði himin og jörð. Þú ert samverkamaður minn í sköp- uninni. Gæt þess vegna að plöntum og dýrum, lofti og vatni, eins og þau væru systur þínar og bræður. 2. Þú skalt hafa í huga að með lífinu sem ég gaf þér, fylgir einnig ábyrgð, frelsi og takmarkaðar auðlindir. 3. Þú skalt ekki stela frá ókom- inni tíð. Heiðra skaltu börn þín með því að gefa þeim möguleika á löngu lífi. 4. Kenn börnum þínum að bera kærleika til náttúrunnar. 5. Mundu, að manneskjan getur notfært sér alls konar tækni en hún getur ekki endurvakið það líf sem hefur verið eyðilagt. 6. Þú skalt vinna á móti öllum yfirvofandi umhverfisskaða með söfnuðinum þínum. 7. Þú skalt losa þig við öll vopn sem orsaka óbætanlegan skaða á lífríkinu. 8. Þú skalt nota litlu hlutina í lífi þínu með ábyrgð og sjálfsaga. 9. Þú skalt halda hvíldardaginn heilagan með því að standa með umhverfinu, ekki bara nota það. 10. Mundu að þú ert ekki eig- andi að jörðinni – heldur verndari hennar. Ég lýk svo þessum hugleið- ingum í dag með tilvitnun í bókina „Ísland á nýrri öld“, sem út kom árið 2000, og hefur að geyma framtíðarsýn 22 þjóðkunnra Ís- lendinga, en þar segir Karl Sig- urbjörnsson biskup m.a.: Við erum kölluð til sérstaks hlutverks í þessari veröld, sem er blessuð, signuð af krossi Krists, endurleyst veröld, frelsað líf! Þetta er heimur Guðs. Heilög jörð. Guð hefur skapað þennan heim og hann er enn að verki, hann er enn að skapa … Þegar kristin játning heldur því fram að við séum sköpuð í Guðs mynd þá felst í því að maðurinn ber sér- staka ábyrgð og hefur einstöku hlutverki að gegna. Maðurinn er skapaður til umhyggju og ábyrgð- ar. Manneskjan hefur samvisku og val milli góðs og ills, þess vegna er hún ábyrg og hefur skyldum að gegna í því að hlúa að lífinu, vera ráðsmaður og sam- verkamaður Drottins. Eða eigum við að segja: Okkur ber að vera garðyrkjumenn í aldingarði sköp- unarinnar og standa sem slík ábyrg gagnvart Guði, og öllu því sem lifir, og komandi kynslóðum. Og okkur ber að greiða veg því sem eflir lífið en hamla gegn græðgi, fýsn og valdi. Að láni „Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar,“ segir máltæki frá Keníu. Sigurður Ægisson gerir umhverfisvernd að umtalsefni að þessu sinni, enda við hæfi á sjálfum Æskulýðsdeginum. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA Með sólina í fiskum ættir þú að einbeita þér að fram- anum og vegna þess gætir þú þurft að eiga við fólkið með völdin. Þú lætur af ábyrgð sem annaðhvort snýr að vinnu eða einkalífi. Þú gætir þurft að takast á við mál sem hafa setið á hakanum. Þetta gæti varðað stöðu þína eða þá að málin snúa að fólki og þau þarf þá að ræða frekar. Líklega verða breytingar í heim- ilis- og einkalífinu. Einhver gæti mögulega yfirgefið heimilishaldið eða fjölskylduna. Málin þróast á af- drifaríkan hátt hvað vinnuna varðar og ábyrgð. Við- brögð fólksins í kringum þig láta ekki á sér standa. Félagar eða samstarfsmenn gætu valið að víkka út sjóndeildarhringinn og best væri fyrir þig að fylgja þeim eftir. Tvíburi 21. maí – 20. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.