Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 24
hönnun/landbúnaður 24 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ T iltölulega nýtt viðfangsefni meðal hönnuða sem fer vaxandi víða um heim er að vinna með ýmiss konar hráefni sem tengjast matargerð,“ segja hönnuðirnir Brynhildur Pálsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir. Þær reka einnig saman matarhönnunarfyrir- tækið „Borðið“ sem tekur að sér ýmis verkefni tengd mat og matargerð. Á lokadegi verkefn- isins settu nemendur upp litríkan mat- armarkað fyrir gesti og gangandi. Skyrkon- fekt, Mýbiti, geitamjólkurbar og blóðbergsdrykkur voru á boðstólum og bragð- aðist hvert um sig afskaplega vel að mati greinarhöfundar. „Áhugi gesta á matarmark- aðnum var mikill og var mæting framar öllum vonum. Skyrkonfektið kláraðist á hálftíma og voru 100 flöskur af Blóðbergsdrykk fljótar að fara meðan á sýningu stóð,“ segir Guðfinna Mjöll sem var mjög ánægð með viðtökur landsmanna. Verkefnið snerist um vöruþróun á matvælum í samstarfi við bændur í heima- framleiðslu, þar af leiðandi eru bændurnir framleiðendur afurðanna. Íslenskur landbún- aður hefur þurft að lifa við ákveðna heftingu í gegnum tíðina en með breyttum lögum og áherslum er íslenska bóndanum loksins gefið tækifæri á að þróa hjá sér heimaframleiðslu. Þetta er stórt skref sem mun marka tímamót í íslenskri framleiðslu og matarmenningu. Aðspurðar um þátt hönnuða í verkefni sem þessu, segja þær: „Með tilkomu hönnuða í vöruþróunarverkefnum eykst gildi vörunnar,“ og bætir Brynhildur við: „Hönnuðir hugsa út fyrir rammann og sjá ýmsar nýstárlegar leiðir að bættri vöru og þjónustu. Á Íslandi leynast ótal vannýttir möguleikar í framleiðslufyrir- tækjum víðs vegar um landið.“ Heimaframleiðsla í hæsta gæðaflokki Flestir bændanna sem tóku þátt í verkefni Listaháskólans eru þátttakendur í verkefninu Beint frá býli sem snýst um að þróa vörumerki og afurðir sem bændur selja milliliðalaust til neytanda. Ólöf Hallgrímsdóttir var ein af þeim bændum sem tóku þátt í verkefninu Borðið; stefnumót hönnuða við bændasamfélagið. Af- rakstur samstarfs nemendanna Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur og Dags Óskarssonar við Ólöfu var sérstakur skyndibiti sem kallast Mý- biti sem samanstendur af ýmsu hráefni sem þau á bóndabænum framleiða, þar á meðal reyktum silungi og hverabrauði. „Við á mínu býli erum í heilmikilli heima- framleiðslu í tengslum við Vogafjós.“ En hún rekur ásamt eiginmanni sínum Ferðamanna- fjós þar sem hún býður upp á ýmsar heima- gerðar veitingar. Að hennar mati er kominn tími til að upphefja venjulegan íslenskan mat og telur hún að hingað til hafi Íslendingar ver- ið með ákveðna minnimáttarkennd fyrir því að bera hann fram fyrir gesti. Aðspurð um inn- komu hönnuða í vöruþróunarverkefni segir hún: „Ég vildi gjarnan sjá meiri samvinnu af þessu tagi, t.d í sambandi við verkefnið Beint frá býli sem ég er aðili að, til þess að ná og koma á framfæri sérstöðu íslensks hráefnis og afurða, ég tel að það sé hagur beggja aðila.“ Bændur og gæði sýnilegri Með heimaframleiðslu fær neytandinn fyrsta flokks hráefni og veit hvaðan varan kemur. Það má gefa því gaum að loksins geta þeir bændur sem hafa metnað fyrir vörum sín- um verið sýnilegri í heimaframleiðslunni. Sam- lögin hafa hingað til komið í veg fyrir sýnileika bóndans, öllu verið blandað saman í einn hrærigraut þar sem afurðir metnaðarfulls bónda blandast illa gerðum afurðum og gæð- in hverfa í fjöldanum. „Ég tel einnig mjög mikilvægt að fólk fái að vita hvað sé í þeim afurðum sem við neyt- um og hvaðan þær koma,“ segir Ólöf og bætir við; „Við erum það sem við borðum.“ Einnig bendir hún á að grasið sé ekki endi- lega grænna hinum megin þegar kemur að matarmenningu Íslendinga. „Ég lít svo á að okkur beri skylda til að viðhalda þessum menningarverðmætum sem við erum með í höndunum og einnig hefðinni við að búa af- urðirnar til,“ segir Ólöf að lokum. Það verður áhugavert að fylgjast með Morgunblaðið/Ómar Vinsælt Matarmarkaður í Matarsetrinu í Grandagarði var haldinn í lok áfangans. Fjöldi fólks streymdi á markaðinn og voru viðtökurnar á verkefnum nemenda mjög góðar. Samspil hönnuða og framleiðanda Nýlega kom fram á sjónarsviðið afrakstur sjö vikna samstarf annars árs nema vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands við nokkra bændur. Verkefnið heitir Borðið; stefnumót hönnuða við bændasamfélagið. Guðrún Edda Einarsdóttir ræddi við þær Brynhildi Pálsdóttur og Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur sem sáu um kennslu og umsjón verkefnisins ásamt því að spjalla við Ólöfu Hallgrímsdóttur bónda frá Vogafjósi í Mývatnssveit sem tók þátt í verkefninu. Góðbýli Á bóndabænum Vogafjósi í Mývatnssveit kennir ýmissa grasa, þar er meðal annars heimaframleiðsla á sultum og reyktum silungi. Morgunblaðið/Ómar Gómsætur biti Mýbiti var afrakstur samstarfs nemendanna Hlínar Helgu Guðlaugsdóttur og Dags Óskarssonar við bóndann Ólöfu Hallgrímsdóttur frá Mývatnssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.