Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Kalvin & Hobbes RIGNINGIN ER HÆTT! DRÍFUM OKKUR. ÞETTA ER BESTI TÍMINN TIL AÐ STUNDA MAÐKAKREMJU HVAÐ ER ÞAÐ? NÚ, MAÐUR GENGUR UM OG KREMUR MAÐKA Kalvin & Hobbes KALVIN, VILTU HÆTTA AÐ HLAUPA UM HÚSIÐ HVAÐ VAR ÉG BÚIN AÐ SEGJA ÞÉR! ÉG VEIT ÞAÐ EKKI. VARST ÞÚ EKKI HELDUR AÐ HLUSTA? Kalvin & Hobbes BANG! ÞÚ ERT DAUÐUR NEI, ÞÚ HITTIR EKKI VÍST HITTI ÉG! HVERNIG STENDUR ÞÁ Á ÞVÍ AÐ ÉG GET ENNÞÁ TALAÐ VIÐ ÞIG BANG! BANG! Æ,Æ, MIKIÐ HITTIR ÞÚ ILLA Litli Svalur © DUPUIS GÓÐAN DAGINN BATMAN! ER ALLT GOTT AÐ FRÉTTA? HVA? ERTU KLIKKAÐUR? ERTU AÐ TALA VIÐ DOKSA? HANN HEITIR EKKI DOKSI HELDUR BATMAN. HANN SAGÐI MÉR ÞAÐ SJÁLFUR ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVÍ. ÞAÐ VANTAR Í HANN NOKKRAR SKRÚFUR. TALAR VIÐ DÝR! MUUUU!! HANN TALAR VIÐ MIG OG HANN SKILUR MIG! HÉR KEMUR SÖNNUN FYRIR ÞVÍ. HLAUPTU BATMAN! ÞETTA ER SKIPUN KENNARI, KENNARI! SVALUR SKIPAÐI DOKSA AÐ HLAUPA OG VIÐ FINNUM HANN HVERGI HANN GETUR EKKI HAFA FARIÐ LANGT Í BURTU. VIÐ LEITUM SEINNA. TÍMINN ER BYRJAÐUR FARIÐ ÖLL Í SÆTIN YKKAR HANN... HANN VAR HÉR Á STÓLNUM. UNDIR RASS... UNDIR PILS... UNDIR HVERJU...!? NEHEI!! BATMAN VILL EKKI SEGJA SVIKURUM EINS OG YKKUR HVAÐ HANN SÁ Forsætisráðuneytið og fjár-málaráðuneytið standafyrir degi upplýsinga-tækninnar, UT-deginum, 8. mars næstkomandi. UT-dagurinn er nú haldinn í annað sinn, en yf- irskrift UT-dagsins í ár er Nýtum tímann – notum tæknina. Guðbjörg Sigurðardóttir er skrif- stofustjóri í forsætisráðuneytinu: „Tilgangur UT-dagsins er að skapa umræður um tækifæri Íslendinga á sviði upplýsingatækni og upplýs- ingaiðnaðar,“ segir Guðbjörg. „Eins og yfirskrift dagsins gefur til kynna er UT-dagurinn að þessu sinni helg- aður leiðum til að bæta þjónustu, einfalda samskipti milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.“ Á laugardag var UT-blaðinu dreift með Morgunblaðinu. „Blaðið er efn- ismikið og má þar finna fjölmargar greinar tengdar þema UT-dagsins. Í blaðinu má meðal annars fræðast um hvað opinberir aðilar eru að gera til að bæta rafræna þjónustu og spara þannig almenningi sporin og stytta þann tíma sem fólk þarf að verja í samskipti við stjórnsýsluna,“ segir Guðbjörg. Ísland.is Á miðvikudag verður þjón- ustuveitan Ísland.is opnuð: „Ís- land.is er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga sem forsætisráðuneyti stýrir. Á vefnum verða gerðar að- gengilegar á einfaldan hátt hagnýtar upplýsingar um þjónustu hjá ríki og sveitarfélögum,“ segir Guðbjörg. „Þar verður hægt að finna öll helstu eyðublöð sem almenningur þarf að nota í samskiptum sínum við stjórn- sýsluna, upplýsingar um sveit- arfélög og ríkisstofnanir og einnig upplýsingar á erlendum tungu- málum fyrir innflytjendur. Ísland.is er því ætlað að vera fyrsti staðurinn þar sem fólk leitar sér upplýsinga um þjónustu opinberra aðila. Jafnt og þétt verður gagnvirk þjónusta aukin og stefnt er að því að fólk geti lokið miklum hluta samskipta sinna við stofnanir og sveitarfélög gegnum síðuna.“ Hápunktur UT-dagsins er ráð- stefna í Salnum, Kópavogi: „Þar verður fluttur fjöldi áhugaverðra er- inda, meðal annars fjallað um sam- starfsverkefni fjármálaráðuneyt- isins og bankanna um rafræn skilríki og vefurinn Ísland.is kynntur vand- lega,“ segir Guðbjörg. Ráðstefnan stendur frá 13 til 16.30 og er öllum opin meðan húsrúm leyf- ir. Skrá þarf þátttöku með tölvupósti á netfangið skraning@appr.is eða í síma 511-1230 fyrir hádegi 5. mars. „Strax að ráðstefnunni lokinni verður sýningin Tækni og vit 2007 opnuð í Fífunni í Kópavogi,“ segir Guðbjörg. „Sýningin stendur til 11. nóvember, en þar munu bæði fyr- irtæki og opinberir aðilar kynna vörur og þjónustu á sviði upplýs- ingatækni. Sýningin verður stór og full af spennandi nýjungum.“ Dagskrá UT-dagsins má finna á slóðinni www.ut.is. Upplýsingatækni | UT-dagurinn er 8. mars. Ráðstefna í Salnum í Kópavogi kl. 13 til 16.30 Nýtum tímann – notum tæknina  Guðbjörg Sig- urðardóttir fæddist á Ak- ureyri 1956. Hún lauk stúdents- prófi frá MA 1976, kenn- araprófi frá KHÍ 1980 og BS-prófi í tölvunarfræði frá HÍ 1983. Guðbjörg var starfs- maður tölvudeildar Ríkisspítala 1985–1997, verkefnisstjóri í forsæt- isráðuneyti og formaður verkefn- isstjórnar um upplýsinga- samfélagið 1997–2002, aðstoðarmaður menntamálaráð- herra 2002–2003 og skrifstofustjóri á skrifstofu upplýsingasamfélags- ins frá 2004. Guðbjörg er gift Skúla Kristjánssyni tannlækni og eiga þau tvo syni. ÞAÐ ER auðvelt að fullyrða að fá- ir komist með tærnar þar sem þessir menn eru með hælana, í orðsins fyllstu merkingu. Þessir tveir keppendur í drag-keppni á spænsku eyjunni Gran Canaria skörtuðu þessum íburðarmiklu skóm í keppninni en ekki fylgdi sögunni hvort þeir höfðu erindi sem erfiði. Reuters Allir hafa eitthvað til að ganga á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.