Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 04.03.2007, Qupperneq 60
60 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is BREAKING AND ENTERING kl. 10:40 B.i. 12 ára LETTERS FROM IWO JIMA kl. 5:30 - 8 B.i. 16 ára PERFUME kl. 2 - 5 B.i. 12 ára DREAMGIRLS kl. 8 LEYFÐ FORELDRAR kl. 3:50 LEYFÐ BABEL kl. 10:40 B.i. 16 ára / KRINGLUNNI MUSIC & LYRICS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 9 - 10:20 - 11 LEYFÐ DIGITAL BLOOG DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 1:30 - 4 - 6:10 LEYFÐ VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ DIGITAL FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 1:50 LEYFÐ DIGITAL eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee S.V. MBL. CLINT EASTWOOD LEIKSTÝRIR MEISTARAVERKINU LETTERS FROM IWO JIMA SEM VAR M.A. TEKINN UPP Á ÍSLANDI. GOLDEN GLOBE VERÐLAUN BESTA ERLENDA MYNDIN eeeee S.V. - MBL MYNDIN BRÉF FRÁ IWO JIMA ER STÓRVIRKI ÓSKARS- VERÐLAUN ÓSKARSVERÐLAUN m.a. besta leikonan í aukahlutverki2 FORELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee LIB - TOPP5.IS eeee H.J. MBL. eeee FRÉTTABLAÐIÐ GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS ÓSKARS- VERÐLAUN BYGGÐ Á METSÖLU SKÁLDSÖGU PATRICK SÜSKIND eee VJV, TOPP5.IS DÖJ,KVIKMYNDIR.COM eeee LIB, TOPP5.IS eee SV, MBL FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í HÁSKÓLABÍÓ 3.MARS TIL 1. APRÍL PARIS, JE T'AIME kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LES SOEURS FÂCHÉES kl. 3:45 - 5:45 - 10:15 LES MARCHANDS kl. 8 Heillandi meistarverk sem sameinar fjöldan allan af þekktum leikstjórum og leikurnum frá öllum heimshornum í samsafni af stuttmyndum sem eiga það sameiginlegt að vera ástaróður til Parísarborgar „ÞEIR SEM ELSKA PARÍS OG GÓÐA KVIKMYNDAGERÐ ÆTTU AÐ BREGÐA SÉR Á BÍÓ!“ - SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, RÁS 1 OPNUNARMYND Megi besti leigumorðinginn vinna Milljón dollarar. Sjö leigumorðingjar. Eitt skotmark. lendan kunningja sinn um höfuðborg- arsvæðið. Víkverji verður að segja það eins og er að hann hafði lúmskt gaman af þessari ökuferð. Þótt hann búi í borg- inni liggja leiðir hans eftir fábreyttum slóð- um og nýju hverfin komu honum á óvart; það er eiginlega með ólíkindum hvað byggðin þenst stöð- ugt út. En það sem situr í Víkverja eftir þessa ökuferð eru ummæli, sem farþeginn lét falla undir lokin. Hann sagði sem svo: Þið Íslend- ingar notið stefnuljós öðru vísi en allir aðrir. Flestir nota þau til að gefa til kynna hvert þeir ætla að beygja innan skamms, en þið notið þau til þess að staðfesta að þið haf- ið þegar beygt til hægri eða vinstri! Víkverji varð hvumsa við og kom sér og löndum sínum til varnar; þetta væri alls ekki einhlítt og ekki vissi Víkverji til annars en að Ís- lendingum gengi vel í umferðinni erlendis. Farþeginn brosti bara og síðasta spölinn sá Víkverji að hann hafði margt til síns máls; eiginlega alltof margt! Víkverji fer að heitamá daglega um Sæbrautina, þar sem miklum gatnafram- kvæmdum er nú lokið. En í hvert sinn sem leiðin liggur austur frá Laugarnesveginum furðar Víkverji sig á því hversu óslétt hægri akreinin er. Það eru einhverjir flekar í henni sem fram- kvæmdaaðilum hefur mistekizt að ganga þannig frá að þeir falli sléttir við götuna. Hvernig má það vera nú á tímum að þeim sem standa að gatnaframkvæmdum skuli vera fyrirmunað að skila af sér sléttum götum? Og hvernig stendur á því að sá sem verkið kaupir skuli láta þennan frágang góðan heita? Þetta er ekki forsvar- anlegt gagnvart Reykvíkingum. Víkverji vonar innilega að þessu verði kippt í liðinn, því þetta er ekki einasta lélegur vitnisburður um verkkunnáttu nútildags, heldur fer þetta fyrst og fremst illa með bæði bíl og bílstjóra og farþega hans. Fyrst Víkverji er nú setztur und- ir stýri í þessum pistli skal sagt frá ökuferð, þar sem Víkverji ók er-    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.650 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 200 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 300 kr. dagbók Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yð- ur. (1Pt. 5, 7.) Í dag er sunnudagur 4. mars, 63. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SOS tæknimenn RUV Undirrituð er sérstakur aðdáandi ríkisútvarpsins og þá sérstaklega Rásar I. Eftir að ég flutti í sveit hlusta ég allan daginn á Rás I, bæði í heyrnartóli við útiverk eða í góðu útvarpi við innistörf. Reyndar er það nú svo að RÁS I sameinast allt- af RÁS II á langbylgju milli klukk- an 14 og 22 og þannig var það alveg sama hvað við létum í okkur heyra við tæknimenn og sveitarstjórn- armenn, ekkert var hægt að gera. Þetta breyttist svo fyrir um einu ári síðan en þá fjárfestum við í nýju út- varpi, því besta á markaðnum. Síð- an höfum við getað hlustað á RÁS I ótruflaða allan daginn á FM. Sjónvarp hefur hingað til sést ágætlega á þessu svæði en þó aldrei í líkingu við það sem varð eftir að við keyptum Bang&Olufsen sjón- varpstæki. Þar sem þjónustan er fyrsta flokks hjá fyrirtækinu sendu þeir menn með tækið og nýtt loftnet þannig að ekkert gæti komið í veg fyrir það að gæðin yrðu fyrsta flokks. Við höfum aldrei haft Stöð II og Ríkissjónvarpið hefur nægt ágætlega enda að flestu leyti með fyrirtaks dagsskrá. Þvílík lífsgæði í fámennri sveit að hafa bæði sjón- varp og útvarp í gæðaflokki. Þá kem ég að aðalefninu. Fyrir tæpum þremur vikum var verið að setja upp hér á svæðinu stafræna útsendingu sem ekkert tengist rík- issjónvarpinu að ég held en kann þó ekki að lýsa þessu nánar hvað um er að vera. Það skipti engum togum að útsendingin versnaði svo mikið að við gátum ekki einu sinni séð texta- varpið óruglað og sjónvarpið fína varð ekki svipur hjá sjón. Ég hef hringt í alla mögulega og ómögu- lega tæknimenn og ýmsir hafa kom- ið og aðeins batnaði útsendingin en þó er langt í land að hún sé ásætt- anleg. Ég hef í örvæntingu minni sýnt tæknimönnum ljósmyndir af því hvernig myndir litu út í sjón- varpinu áður en allt fór á hvolf en allt kemur fyrir ekki. Þeir eru jafn ráðalausir og ég. Ég veit að það er litið niður á okkur auma kotbændur en ég trúi því ekki að óreyndu að tæknimenn haldi að við séum heldur ekki dómbærir á gæði sjónvarps- útsendinga. Ég bý í beinni sjónlínu frá Ennishálsi þó það sé inni í afdal og hvers vegna er ekki hægt að horfa á sjónvarpið hreint eins og áð- ur? Íbúi í Kollafirði í Strandasýslu. Misskipting Þrátt fyrir lækkun tekjuskatts á fyrirtæki hafa skatttekjur ríkissjóðs af fyrirtækjum aukist, það dregur enginn í efa. Menn með samskonar rekstur sitja samt ekki við sama borð. Þar sem fyrirtækið heitir ehf (einkahlutafélag), greiðir það 18% í skatt og 10% vegna arðgreiðslna (samtals 28%), en þeir sem eru með samskonar rekstur á eigin kennitölu (einkafyrirtæki) greiða 35% skatt af launatekjum og hreinum tekjum (mismunur 7%). E.t.v. er þarna að finna einhverja skýringu á aukningu skatttekna á fyrirtæki. Einkahluta- félögum hefur jú fjölgað. Það er undarlegt að í allri vel- meguninni skuli enn vera skatt- lagðar tekjur, sem eru langt undir fátæktarmörkum, sem enginn hefur reyndar hirt um að reikna, þrátt fyrir tækni, sem völ er á að nota til þeirra hluta. Á meðan sumir fitna af því að þurfa aðeins að greiða 10% skatt af svonefndum fjármagnstekjum þurfa aðrir að greiða 35% skatt af tekjum, sem tilkomnar eru á svipaðan hátt. Auk þess sem áður er nefnt á ég við lífeyrissjóðsgreiðslur, sem flokk- aðar eru sem launagreiðslur, þótt þarna sé bersýnilega um fjármagns- tekjur að ræða, sem tilkomnar eru vegna sparnaðar í formi framlaga í lífeyrissjóði á gengnum árum. Það má til sanns vegar færa að öll fram- lög til lífeyrissjóða séu undanþegin skattlagningu núna, þótt þau hafi ekki verið það alla tíð. Miðað við nú- verandi skerðingarákvæði trygg- ingabóta, af ýmsu tagi, hefur það skaffað ríkissjóði ómælda milljarða, að menn skuli yfir höfuð hafa greitt í lífeyrissjóði, svo að þeir geti sjálfir greitt sér bæturnar. Óneitanlega vaknar sú spurning hvort ekki séu ólög að skylda menn, sem ekki hafa fyrir brýnustu lífsnauðsynjum að greiða í lífeyrissjóð. Hver treystir sér svo til að reikna hve stór hluti lífeyris er vegna van- goldinna skatta og hve stór hluti er fjármagnstekjur? Spyr sá sem ekki veit. Mér dettur reyndar í hug að það væri hægt að láta menn greiða 35% skatt af fyrstu 10 eða 12 pró- sentum lífeyris og 10% af eft- irstandandi 88 eða 90 prósentunum. Þórhallur Hróðmarsson hlutavelta ritstjorn@mbl.is Hlutavelta | Þessar ungu dömur, Gígja Björnsdóttir, Agnes Ögmundsdóttir og Fanney Ísaksdóttir, komu í heimsókn á öskudag og færðu Rauða krossinum pening sem þær höfðu safnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.