Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Arnór Ragnarsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Her- mannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag www.abendi.is Starfssvið: • Afgreiðsla viðskiptavina - Áfylling á lager Hæfniskröfur: • Ánægja af sölumennsku og samskiptum - Ljúft viðmót • Áhugi og þekking á matargerð - Enskukunnátta Um 50% starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf fljótlega. Vinnutími er frá 9:30-13:00 aðra hverja viku og hina frá 13:00-18:30. Unnið er annan hvern laugardag frá 9:30-18:00. Umsóknarfrestur er til og með 11. mars nk. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Símonardóttir, ráðgjafi hjá Ábendi, gudrun@abendi.is Starfsmaður með áhuga og þekkingu á matargerð óskast í sérverslunina Bankastræti 5 // 101 Reykjavík // 517 5050 // abendi@abendi.is Starfsmaður í afgreiðslu Skrifstofustarf í Þjónustumiðstöð Framkvæmdasviðs við Stórhöfða Framkvæmdasvið óskar að ráða skrifstofumann til starfa í Þjónustumiðstöð við Stórhöfða. Verkefni Þjónustumiðstöðvar eru fjölþætt í öllu borgarlandinu, m.a: Áburðardreifing og grassláttur, snjóhreinsun, eftirlit og viðhald ýmissa götumannvirkja, eftirlit með framkvæmdum veitustofnana, uppsetning og viðhald búnaðar fyrir bílastæða- sjóð, uppsetning og viðhald umferðar- og gangbrautaljósa, umferðarskilta og fleira Starfssvið – helstu verkefni: ● Móttaka viðskiptavina og almenn skrifstofustörf. ● Símsvörun, upplýsingagjöf og móttaka ábendinga frá viðskiptavinum. ● Gagnaskráning. ● Halda utan um þjónustubeiðnir í samvinnu við yfirmann. ● Tengiliður yfirmanns Þjónustumiðstöðvar við aðra starfs- menn Menntunar- og hæfniskröfur: ● Stúdentspróf eða sambærileg menntun. ● Góð tölvuþekking, Word, Excel o.fl. (Go-Pro). ● Þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum. ● Þekking á borgarkerfinu er æskileg. Um er að ræða framtíðarstarf. Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorsteinn Birgisson, rekst- arstjóri Þjónustumiðstöðvar við Stórhöfða, í síma 411 8462 og starfsmenn mannauðsdeildar (mannaudsdeild.fs@reykjavik.is) í síma 411 8000. Umsóknarfrestur er til 11. mars n.k. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í afgreiðslu mannauðsdeildar sem er opin 8.20-16.15 alla virka daga eða senda umsóknir með tölvupósti til mannaudsdeild.fs@reykjavik.is merktar „Skrifstofumaður þjónustumiðstöðvar Stórhöfða”. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. - Einn vinnustaður Skrifstofustarf Framkvæmdasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R Grunnskóli Seltjarnarness Mýrarhúsaskóli Starfsmann vantar í nemendamötuneyti Starfsmann vantar sem fyrst í fullt starf í mötuneyti Mýrarhúsaskóla. Skemmtileg vinna með góðu fólki. Áhugasamir hafi samband við Hafstein Jónsson, húsvörð Mýrarhúsaskóla, sími 5959-200 eða gsm. 822-9120. Sjá einnig: www.grunnskoli.is Á Seltjarnarnesi eru um 680 nemendur í heildstæðum grunnskóla. Skólinn er rekinn í tveimur starfstöðvum; Mýrarhúsaskóla fyrir nemendur í 1.-6. bekk og Valhúsaskóla; fyrir nemendur í 7.-10. bekk. Skólinn er vel tækjum búinn og starfsaðstaða er góð. Skólayfirvöld á Seltjarnarnesi leggja mikinn metnað í að reka góðan skóla þar sem áhersla er lögð á líðan nemenda. Seltjarnarnesbær hefur nýverið unnið metnaðarfulla skólastefnu fyrir alla skóla bæjarins. Umsóknir berist til Sigfúsar Grétarssonar skólastjóra, netfang: sigfus@seltjarnarnes.is A ug l. Þó rh ild ar 22 00 .3 46 sunnudagur 4. 3. 2007 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 10.736 » Innlit 19.209 » Flettingar 142.284 » Heimild: Samræmd vefmæling LES Í LAND OG VEÐUR Í GÆR OPNAÐI LISTAKONAN GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR SÝNINGUNA VEÐURFAR Í ÁSMUNDARSAL OG GRYFJU LISTASAFNS ASÍ >> 24 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 46/48 Staksteinar 8 Ummælin 15 Veður 8 Myndasögur 54 Vikuspegill 14, 16 Dagbók 56/61 Hugsað upphátt 19 Víkverji 60 Menning 51/55 Staðurstund 58/59 Forystugrein 32 Leikhús 52 Reykjavíkurbréf 32 Bíó 58/61 Umræðan 34/41 Sjónvarp 62 * * * Innlent  Jack Straw, fyrrverandi utanrík- isráðherra Bretlands og leiðtogi Verkamannaflokksins á þingi, er þeirrar hyggju að það væri múslím- um til góðs ef uppgjör í ætt við sið- bótina ætti sér stað á meðal þeirra. Nánar er fjallað um samskipti músl- íma og Vesturlanda í Morgunblaðinu í dag. » Forsíða  Hjónin Elfa Hrönn Valdimars- dóttir og Freyr Friðriksson héldu hið versta þegar þeim var greint frá því að tæplega tveggja ára sonur þeirra, Tjörvi, væri með alvarlegt krabbamein. » Forsíða og 22  Umferðarljós á 40 gatnamótum í Reykjavík verða tengd sameig- inlegri stjórntölvu í næsta mánuði og stefnt er að því að árið 2010 verði sameiginleg stýring á öllum umferð- arljósum í borginni. Þá verður hægt að stýra ljósunum eftir umferð- arþunganum hverju sinni, en það skilar sér í styttri aksturstíma og biðtíma á ljósum. » Baksíða  Tæplega fimmtugur karlmaður fannst liggjandi í blóði sínu undir beru lofti við Bæjarlind í Kópavogi í gærmorgun og var lögregla kölluð til. Var hann þá meðvitundarlaus og hafði misst mikið blóð að sögn lög- reglu. » Baksíða  Franski skurðlæknirinn og pró- fessorinn Jean-Michel Dubernard kom í gær til Íslands en heimsókn hans tengist franska menningarvor- inu á Íslandi, „Pourquoi pas?“ Dubernard starfar á Amiens- háskólasjúkrahúsinu og hefur verið frumkvöðull í líffæraígræðslum, varð t.d. fyrstur manna til að græða hönd á mann. » 4 Viðskipti  Nýr sparisjóður sem orðinn er til við samruna Sparisjóðs Hafn- arfjarðar og Sparisjóðs vélstjóra hefur hlotið nafnið BYR – sparisjóð- ur. Mun hið nýja fyrirtæki starfa undir þessu nafni frá og með þessari helgi. Spurðir hvort sameiningin muni skila sér í lægri viðskipta- kostnaði og jafnvel lægri vöxtum segjast sparisjóðsstjórarnir Magnús Ægir Magnússon og Ragnar Z. Guðjónsson bjartsýnir á það. » Baksíða og 34 Erlent  Jelena Bonner, eiginkona hins heimsþekkta andófsmanns Andreis Sakharovs í Sovétríkjunum, segist í viðtali við Morgunblaðið í dag ekki vera hrifin af stjórnarfarinu í Rúss- landi, málaferlin gegn auðkýf- ingnum Khodorkovskí séu pólitískar ofsóknir. » 16 Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is VÍSBENDINGAR eru um að skrán- ing slysa- og bráðadeildar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi (SBD) á ölvunarástandi unglinga sem þangað leita sé ekki með full- nægjandi hætti. Hins vegar virðist allgóð samsvörun vera í þessum efn- um hvað varðar komur unglinga á SBD vegna slysa eða ofbeldis. Þetta kemur í ljós þegar borin er saman opinber skráning SBD á kom- um þangað þar sem áfengisneysla unglinga kemur við sögu og komum vegna slysa eða ofbeldis annars veg- ar og hins vegar svör unglinganna sjálfra í evrópsku vímuefnarann- sókninni sem lögð hefur verið þrí- vegis fyrir alla unglinga í 10. bekk grunnskóla. Um þetta er fjallað í fræðigrein í nýútkomnu tölublaði af Lækna- blaðinu, eftir Þórodd Bjarnason fé- lagsfræðing og fleiri. Þar kemur fram að samkvæmt skráningu SBD komu einungis 0,2% þessara ár- ganga árið 2002 á deildina undir áhrifum áfengis, en 9,3% unglinga til viðbótar segjast hins vegar hafa lent í slíku án þess að það sé skráð hjá SBD. „Því virðist sem 470–511 ein- staklingar á þessum aldri telji áfengi hafa átt þátt í því að þeir leituðu til slysa- og bráðamóttöku á árinu 2002 en aðeins átta þeirra eru skráðir hjá SBD.“ Fram kemur að ýmsar skýringar kunni að vera á þessum misbresti í skráningu, svo sem að unglingar reyni að dylja ölvunina og að starfs- fólk sé tregt til að skrá slíkt nema fullvíst sé að um ölvun sé að ræða, en það sé sjaldnast staðfest með blóð- prufu. Þá kunni einhverjir ungling- anna að leita til spítalans daginn eftir áverkann þegar ummerki áfengis- neyslunnar séu horfin og stundum sé erfitt að sýna fram á orsakasam- hengi milli ölvunar og slyss. Mikil- vægt sé hins vegar frá lýðheilsu- og faraldursfræðilegu sjónarmiði að skráningar sjúkrahúsa á þessum þáttum séu áreiðanlegar og rétt- mætar. Skráningu ölvunar ábótavant Mikill mismunur á svörum unglinga og skráningu SBD á komum vegna ölvunar Morgunblaðið/ÞÖK Skýringar Vera kann að unglingar sem leita til SBD reyni að dylja ölvun. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is NOKKUÐ bar á erlendum mótmæl- endum í hópi þeirra 400 sem lögregl- an í Kaupmannahöfn hafði handtekið um hádegi í gær eftir miklar óeirðir í kjölfar þess að hústökufólki var gert að yfirgefa félagsmiðstöðina Ung- domshuset á Norðurbrú á fimmtu- dag. Í þeirra hópi voru aðgerðasinnar frá Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi og höfðu mótmælendur hótað áfram- haldandi aðgerðum í borginni þegar Morgunblaðið fór í prentun. Rósa Erlingsdóttir, fréttaritari blaðsins í Kaupmannahöfn, sagði um hádegisbilið í gær að „allt væri eins og það ætti að sér að vera á Austurbrú“, hverfinu þar sem hún býr. „Það stendur til að leiða þetta fólk til yfirheyrslu á grundvelli dönsku stjórnarskrárinnar,“ segir Rósa. „Það yrðu fjölmennustu yfir- heyrslur í sögu landsins. Meirihluti almennings er andsnúinn þessum uppþotum. Þau vinna ekki með mót- mælendum eða þeirra málstað. Þeirra forsprakkar eða talsmenn hafa ekki verið tilbúnir að ræða við þá full- trúa borgarstjórnar sem vilja ná lausn í deilunni með því að bjóða þeim nýtt hús.“ Sætta sig ekki við önnur hús Rósa segir aðspurð að mótmælend- ur hafi ekki sætt sig við þau hús sem hafa komið til greina sem málamiðlun eftir að kristin samtök keyptu Ung- domshuset. Ungmennin vilji vera miðsvæðis á Norðurbrú, að öðrum kosti kunni menningin sem þau standi fyrir að fara forgörðum. Athyglin beinist nú að skóla í nágrenninu þar sem engin starfsemi sé um þessar mundir. Óeirðirnar í borginni eru þær mestu sem um getur í áraraðir og að- faranótt laugardags þurfti lögreglan að beita táragasi til að sundra hópi um 1.000 ungmenna á Norðurbrú. Héldu mótmælin áfram framundir morgun og bárust inn í Kristjaníu. Aldrei fleiri yfirheyrðir í einu lagi í Kaupmannahöfn AP Ólga Mótmælendur hafa kveikt bál á götum borgarinnar í óeirðunum. SÓLIN hækkar á lofti dag frá degi og veturinn lætur undan síga hægt og bítandi. Vorið lætur á sér kræla fyrr en seinna og því fylgir að fuglarnir fara að hyggja að hreiðurgerð. Það er spurning hvort þessir starrar sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Austurstræt- inu séu ekki einmitt í þeim hugleiðingum að finna hreiðurstæði, en eins og kunnugt er vilja þeir gjarnan gera sér hreiður í þakskyggnum húsa og eru þar sjaldnast aufúsugestir vegna starraflóarinnar frægu, sem mörgum hefur reynst hvimleiður gestur. Morgunblaðið/Ómar Spáð í hreiðurgerð LÖGREGLAN á Selfossi gerði síð- degis á föstudag húsleit í íbúðar- húsi í Hveragerði og voru tveir menn handteknir þar. Fannst á annan tug gramma af meintu am- fetamíni í fórum þeirra. Mönnunum var sleppt um kvöldið að loknum yf- irheyrslum. Síðar um kvöldið fann lögregla kannabisefni í íbúð í fjölbýlishúsi í Hveragerði. Einnig fundust þar neysluáhöld í geymslu sem tilheyrir íbúðinni. Fíkniefni í Hveragerði Fermingar 04|03|2007 GRÉTAR Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, vekur athygli á því vegna fréttar um uppsagnir 12 öryggisvarða sem ráðnir voru til að gæta varnarsvæð- isins, að rekstur lögreglustjóra- embættisins á Suðurnesjum heyri ekki undir ráðuneytið. Ekki undir ráðuneytinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.