Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 46
✝ GuðmundurMagnússon „Balli“ fæddist 27. júlí 1923. Hann lést 13. janúar síðastlið- inn. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Magnúsar Finns- sonar, bónda að Stapaseli í Borg- arfirði. Guðmundur var fjórði í röð tíu systk- ina. Eftir lifa fimm systur. Sonur Guðmundur er Gunnar, hann á þrjú börn. Útför Guðmundar var gerð í kyrrþey. Minn elskaði bróðir Balli lést 13. janúar síðastliðinn. Hann, „The Balli“, var alveg sér- stakur, þegar ég minnist hans kem- ur hlátur í huga minn yfir því lífi sem hann lifði. Hann var aðeins 17 ára þegar hann fór á sjóinn og var það að mestu hans ævistarf, fyrir utan tíma sem hann starfaði við bílaleiguna Geysi og einnig rak hann Hótel Búðir tvö sumur, lauk hann svo starfsævinni við sjó- mennsku. Balli var búinn að heim- sækja flest lönd heimsins og ótelj- andi voru borgirnar sem hann var búinn að skoða. Ég minnist þess að Guðmundur Magnússon eitt sinn hringdi sím- inn hjá okkur Mickey og loftskeytastöðin bað um viðtal við Erlu, þá var það Balli: Halló elskan, farðu út á svalir og veifaðu rauðum klút til mín, við erum að sigla fram hjá Miami á leið til New Orleans og strákarnir trúa mér ekki, já, já, nú sé ég klútinn. Balli kom oft í heimsókn til okkar Mickey á Miami og við heimsóttum Balla. Eitt sinn fór hann með Mickey til Þingvalla og sýndi honum Drekk- ingarhyl, söguna sem hann sagði Mickey um hylinn fékk ég aldrei að heyra. Aftur hringdi síminn. Halló Erla, hvar heldur þú að ég sé núna? Ég hafði ekki hugmynd um það en hann sagðist hafa farið til Taílands og skroppið þaðan til Singapore. Getur þú komið, spurði hann, en það gat ég ekki. Svona var minn elskaði bróðir Balli. Oft er við Mickey komum til Ís- lands var Balli úti á velli að taka á móti okkur og þá var nú glatt á hjalla þar sem hann bjó á Laug- arnesveginum, jafnvel spilað svo hátt á fóninn að strætó hægði á sér þegar hann fór fram hjá, svona er hægt að halda endalaust áfram. Mottó Balla var að gera það sem hann langaði til, hann var náttúru- barn ferðaðist mikið til Taílands og þangað austur eftir síðustu 20–25 árin. Fjölskyldutengslin við Balla voru mikil. Balli átti í mörg ár sum- arbústað í Hvassahrauni „Búsó“. Það var hans líf og ánægja að dytta þar að ýmsu. Á sumrin var þar mik- ið líf og fjör. Þetta er bara brot úr ævi hans bróður míns sem ég mun sakna en minnast alltaf með ein- hverju sem mun láta mig fara að brosa. Hann bróðir minn var alveg sérstakur, alltaf að finna upp eitt- hvað nýtt því hann gat ekki verið aðgerðalaus. Hann var mjög list- rænn og gerði bara það sem honum datt í hug. Hann elskaði tónlist og var Maria Callas í uppáhaldi hjá honum ásamt fleiri stórsöngvurum. Svona var „The Balli“. Hann heimsótti mörg óperuhús víðsvegar um heiminn Scala, La Opera, Lincoln Center, óperuna í Sidney, Buenos Aires o.fl. o.fl. Balli var sannur víkingur, en af öllum þessum löndum sem hann heim- sótti, þótti honum Ísland fallegast, og það var heim, eins og hjá okkur öllum sem förum í burtu. Það var mikið gaman að hlusta á Balla segja frá menningu hinna ýmsu landa sem hann heimsótti. Nú ert þú farinn í síðustu ferð- ina, farðu vel, minn hjartkæri bróð- ir. Með ást og trega minnist ég þín og mun muna þig og brosa að ein- hverju sem kemur í huga minn, þú verður aldrei gleymdur. „Fare well, until we meet again“ Þín systir Erla Ross, Miami. 46 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur AndrésAndrésson fæddist á Felli í Arn- arhreppi á Strönd- um 4. mars 1927. Hann andaðist 5. júlí 2006. Foreldrar hans voru Andrés Guðmundsson, f. 1882, d. 1974, og Sigurlína Valgeirs- dóttir, f. 1900, d 1992. Systkini Ólafs eru Bernharð, f. 1919, d. 2004, Guðný, f. 1921, dáin sama ár, Bergþóra, f. 1922, d. 1992, Sigvaldi, f. 1924, d. 1998, Soffía Jakobína, f. 1927, d. 1962, Guðmundur, f. 1938, Vilborg, f. 1931, d. 2004, Bernharð, f. 1933, Guðrún, f. 1935, d. 1999, og Eygló, f. 1939. Ólafur kvæntist 30. desem- ber 1961 Oddnýju Pétursdóttur, f. 1937. Börn þeirra eru: 1) Sigurður, f. 1961, kona hans er Ásdís Finn- bogadóttir, börn þeirra eru Baldvin Oddur og Ólafur Unnar. 2) Örn, f. 1964, kona hans er Margrét Gledhill. Dóttir Arnar og Birnu Dúadóttur er Sylvía Oddný. Dóttir Margrétar er El- ísabet. 3) Ólafur Þröstur, f. 1967, kona hans er Agnes Sigurðardóttir, börn þeirra eru Þorsteinn Hafberg, Sig- urður Bragi, Ester Líf og Svavar Óli. 4) Valur, f. 1969. Dóttir Ólafs Andrésar og Ástu Ástmannsdóttur er Valdís, f. 1961, dætur hennar eru Ásta Kristín og Sóley Lind. Útför Ólafs var gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 14. júlí 2006. Í dag, 4. mars, hefði afi okkar Ólaf- ur Andrésson orðið áttræður. Það var mjög sárt þegar hann kvaddi okkur, 5. júlí 2006. Við minnumst hans fyrir það að hafa verið þrjóskur og hafa sterkar skoðanir á flestum málum. Þegar við heimsóttum hann var alltaf nammi fyrst á boðstólum og við skemmtum okkur alltaf frábær- lega með afa. Hann átti heima í Hafn- arfirði og við eigum heima á Ár- skógssandi, en við vorum alltaf dugleg að heimsækja hann og ömmu okkar, Oddnýju Pétursdóttur. Afi kenndi okkur margt, en þar á meðal kenndi hann okkur sína frægu spilamennsku í spilinu olsen-olsen. Þegar við heimsóttum hann sögð- umst við finna tóbakslyktina af hon- um á leiðinni þótt við værum langt í burtu. Við munum að hann fór alltaf með okkur á Víðistaðatún og við veiddum hornsíli í tjörnunum. Við fórum með honum á ættarmót í síðasta skiptið árið 2005, í Trékyll- isvík á Ströndum, þaðan var hann ættaður, og það var mjög gaman með honum þar og þaðan eigum við marg- ar góðar minningar um hann. Við eig- um engar slæmar minningar um afa okkar þar sem hann var mjög góður maður. Til hamingju með afmælið og við elskum þig mjög mikið afi okkar. Kveðja Sigurður Bragi Ólafsson, Ester Líf Ólafsdóttir, Svavar Óli Ólafsson og Þorsteinn Hafberg Hall- grímsson. Í dag ertu áttræður, afi minn, og svo verða þeir ekki fleiri afmælisdag- arnir. Það var alltaf sérstakur áfangi að eiga afmæli þegar þú áttir í hlut. Þú gerðir alltaf eitthvað til að bæta við daginn, eins og þegar þú pakkaðir inn klósettrúllu og faldir 2000 kall inní henni og gafst mér í 12 ára af- mælisgjöf. Það var alltaf eitthvað sem þú gerðir fyrir mig og auðvitað kom ég alltaf til þín og ömmu á af- mælisdaginn, fékk kannski vöfflur eða snúð og náttúrulega minn vana- lega tebolla. Við höfum fylgst að alla ævi, þegar ég var lítill og lærði að spila og setja niður kartöflur, svo þegar ég varð unglingur og lærði allt um pólitík og að rífa kjaft. Og síðan þegar ég er að verða fullorðinn reyndistu mér hin mesta stoð og stytta í fyrstu alvöru skrefunum út í lífið. Þú ert miklu meira en bara afi minn, hjá þér fékk ég ráð og tilmæli, félagsskap þegar mér leiddist og svo rakstu mig til að raka mig þegar það var kominn tími til. Þú ert besti vinur minn og ég mun sakna þín, alltaf. Með miklum söknuði Ólafur Unnar Sigurðarson. Ólafur Andrés Andrésson Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 15% afsláttur af öllum legsteinum og fylgihlutum Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 www.englasteinar.is ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHALLA GUNNARSDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 6. mars kl. 15.00. Sigurður Jóhannesson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir mín, barnabarn, systir og mágkona, ÁRNÝ HILDUR ÁRNADÓTTIR, Heiðarholti, Keflavík, sem lést á heimili sínu mánudaginn 26. febrúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 6. mars kl. 14.00. Matthildur Óskarsdóttir, Þuríður Halldórsdóttir, Anna Pálína Árnadóttir, Karl Einar Óskarsson, Þuríður Árnadóttir, Rúnar Helgason, Kolbrún Árnadóttir, Jóhann Bjarki Ragnarsson og börn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES GÍSLI SÖLVASON, Candlewood, New Jersey, USA, lést á heimili sínu mánudaginn 19. febrúar. Kveðjuathöfn fer fram í Víkingasal Hótels Loftleiða þriðjudaginn 6. mars kl. 16.00. Jakob Friðrik Jóhannesson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Peter Klindt, Salvör Jóhannesdóttir, Magnús Einarsson, Helga Jóhannesdóttir, Hannes Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖLLU BJARNADÓTTUR fyrrum húsfreyju á Hæli í Hreppum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Gestur Einarsson, Valgerður Hjaltested, Bjarni Einarsson, Borghildur Jóhannsdóttir, Eiríkur Einarsson, Ari Einarsson, Þórdís Bjarnadóttir, Þórdís Einarsdóttir, Bjarki Harðarson, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.