Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÓLMSHEIÐI - HESTHÚS Húsið er innréttað fyrir 28 hesta í stíum (2 eins hesta, 4 tveggja hesta og 6 þriggja hesta). Hægt að bæta við plássi fyrir 5 hesta. Tæplega 40 fm rými innréttað yfir hlöðunni. Taðþró er undir húsinu. Áhugaverð staðsetning. 120254 Verð 30millj. Upplýsingar eftir lokun Páll 692 7471 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU FM, SÍMI 550 3000 Fallegt og rúmgott endaraðhús fyrir 60 ára og eldri við Naustahlein rétt við DAS í Hafnarfirði. Húsið skiptist í forstofu, þvottaherbergi og geymslu, baðherbergi, stórt svefnherbergi, stórar stofur, borðkrók, sólstofu og eldhús. Eignin er sérlega rúmgóð með snyrtilegri lóð í fallegri götu. EIGNIN VERÐUR TIL SýNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-17. V. 25,9 m. 6405 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali OPIÐ HÚS - Naustahlein 25 TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Sími 533 4040 jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG KL. 15-17 BERJARIMI 10 - BÍLAGEYMSLA Rúmgóð 3ja herb. íbúð á 2. hæð til vinstri í litlu fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Stærð íbúðar 83,6 fm og stæði 27,8 fm. Vandað og fallegt hús í góðu viðhaldi. Afhending samkomulag. Verð: 20,9 millj. Sigurlaug tekur á móti áhugasömum í dag kl. 15-17 lögg. fasteignasali Kristinn Valur Wiium sölum., s. 896 6913 - Ólafur Guðmundsson sölustjóri, s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 30 ár ÁLAGRANDI 4 - RISHÆÐ www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli ÁLAGRANDI - ÚTSÝNI Sérlega glæsileg 3ja herb. 88 fm rishæð í nýlegu endurnýjuðu þríbýlishúsi með fallegu útsýni. Sameiginlegur inngangur. Íbúðin og húsið var allt meira og minna endurnýjað fyrir um einu og hálfu ári síð- an. Íbúðin er sérlega björt og smekklega innréttuð. Innan íbúðar eru tvö rúmgóð svefnherbergi, bæði með fata- skáp. Það eru slípaðar fallegar furufjalir á öllum gólfum, nema baði. Stór stofa ásamt sjónvarpsholi, úr stofu gengið á stórar suðursvalir með glæsilegu útsýni. Verð 28,9 millj. áhv. 20 millj. 4,15 % vextir Hákon sölumaður verður á staðnum frá kl. 13-14. Falleg íbúð á þessum vinsæla stað í ásahverfinu í Garðabæ, þetta er frábær útsýnisíbúð í litlu fjölbýli þar sem einungis eru 4 íbúðir. Íbúðin er 117 fm með geymslu. Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, 3 svefn- herbergi, sjónvarpshol, eldhús með borðkróki, stofa, baðherbergi, 2 svalir, þvottahús, geymsla auk reglubundinnar sameignar. Eign fyrir vandláta. V. 35,9 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Asparás - Gbæ. 4ra herb. Skiptinemadvöl á vegum AFS ÞESSA dagana halda 35 unglingar til ársdvalar og hálfsársdvalar á vegum AFS á Íslandi til ýmissa landa. Svipaður fjöldi hefur nýverið snúið heim að utan. AFS tekur nú á móti umsóknum um skiptinemadvöl í yfir 30 löndum í fimm heimsálfum nk. sumar eða haust. Umsókn- arfrestur rennur út um miðjan mars/apríl. AFS vekur athygli á góðum styrkjum sem í boði eru vegna brottfarar í sumar. AFS á Íslandi á 50 ára starfs- afmæli í ár og verður aðalfundur samtakanna haldinn 17. mars nk. í Iðnó við Lækjargötu, kl. 13. Þeir sem hafa áhuga á skipti- nemadvöl eða að taka á móti erlendum nemum er bent á skrif- stofu AFS á Íslandi, Ingólfsstræti 3, s. 552-5450, eða tengiliði AFS víða um land. www.afs.is. Styrkur úr sjóði dr. Björns Þorsteinssonar ÁKVEÐIÐ hefur verið að veita styrk úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þor- steinssonar fyrir árið 2007, 400.000 kr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagn- fræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka – og vinna að ritum um – sérstök verkefni er varða sögu Ís- lands eða efni því nátengt. Umsóknum ber að skila til hugvís- indadeildar Háskóla Íslands í Nýja Garði, eigi síðar en 10. mars nk. Fyrirlestur um streitu og kvíða ÁSMUNDUR Gunnlaugsson jóga- kennari verður með fyrirlestur í Gerðubergi 8. mars nk. kl. 20 þar sem hann mun fjalla um streitu, kvíða og fælni frá ýmsum sjón- arhornum. Ásmundur mun auk þess miðla af persónulegri reynslu sinni af þessum kvillum og bjóða upp á spurningar í lok erindis (verð 1.500 kr.). Í framhaldi verður boðið upp á námskeiðið Jóga gegn kvíða á sama stað. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Jógaskólans, www.jogaskolinn.is. Gegn kynjakvóta MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Heimdalli um kynjakvóta: Stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafn- ar öllum hugmyndum um að binda í lög eða stjórnarskrá kynjakvóta, hvort sem um er að ræða Alþingi, stjórnmálaflokka, opinberar stofn- anir eða stjórnir fyrirtækja á mark- aði. Á Íslandi eru bæði kynin jafn- rétthá fyrir lögunum. Útsaumsskóli hjá Heimilis- iðnaðarfélaginu HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN býður upp á nám í útsaumi sem hefst á vorönn 2007. Slíkt hefur ekki verið í boði síðan á fyrri hluta síðustu aldar. Markmiðið með útsaumsskólan- um er að veita nemendum innsýn í handverkshefðir í útsaumi og öðl- ast færni í undirstöðu þjóðlegra og klassískra útsaumsaðferða. Aukinn áhugi er nú á þjóðlegri menningu, ekki síst að læra gömul vinnubrögð og finna þeim stað í nútímanum. Nemendur munu læra að nýta sér þekkinguna á sjálfstæðan og skap- andi hátt og leitast verður eftir að varðveita og viðhalda þjóðlegum menningararfi í útsaumi. Námið byggist upp á bóklegum og verklegum tímum auk vett- vangsferða og námsferða. Kennari við útsaumsskólann er Helga Jóna Þórunnardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.