Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 31
sem fyrirtæki þarfnast. Auk hefð- bundinnar inn- og útlánastarfsemi standa viðskiptavinum til boða persónutryggingar og lífeyris- sparnaður með atbeina dóttur- félaga sparisjóðsins. Magnús og Ragnar segja að mikil áhersla verði lögð á að koma til móts við þarfir allra aldurshópa og þá sér- staklega þarfir þeirra sem eru á vinnumarkaði eða nýkomnir inn á hann. Spurðir um það hvort samein- ingin muni skila sér í lægri við- skiptakostnaði og jafnvel lægri vöxtum segjast þeir bjartsýnir á það. „Þegar tímar líða mun þetta örugglega þýða að við getum boðið upp á betra verð en fræðin segja að fjármögnunarkostnaður okkar ætti að lækka eftir því sem við verðum stærri, sérstaklega erlendi fjármagnskostnaðurinn en hluti af okkar starfsemi er fjármagnaður í útlöndum. Þar erum við á sömu hringekjunni og viðskiptabank- arnir,“ segir Magnús. Aukin umsvif í útlöndum Ísland er aðalmarkaðssvæði BYRS með áherslu á höfuðborg- arsvæðið en starfsemin fer einnig fram víðar á Norðurlöndum og á meginlandi Evrópu. Magnús og Ragnar eru þó ekki hrifnir af orð- inu „útrás“ í þessu samhengi. „Báðir sparisjóðirnir hafa verið að fikra sig út til Evrópu og við erum í verkefnum í nokkrum löndum, má þar nefna Danmörku, Bretland Spán og Austur-Evrópu, þótt ekki sé það í sama mæli og viðskipta- bankarnir. Þetta hefur fyrst og fremst verið gert vegna þarfa okk- ar viðskiptavina en upp á síðkastið höfum við líka verið að fikra okkar áfram í fjárfestingum erlendis. Það er nokkuð sem við munum horfa til í auknum mæli á komandi miss- erum enda mun hægara um vik eftir samrunann. Slagkrafturinn er orðinn meiri og sjóndeildarhring- urinn stærri,“ segir Ragnar og upplýsir að nýverið hafi BYR sett á laggirnar félag í London í sam- starfi við breska aðila. „Við mun- um skýra betur frá því verkefni á næstu vikum,“ segir Ragnar. Heildareignir BYRS losa hundr- að milljarða króna og sparisjóðs- stjórarnir segja að það sé mjög mikilvægur þröskuldur að komast yfir. „Ef efnahagurinn er kominn yfir einn milljarð evra færist mað- ur ósjálfrátt upp um þrep í augum evrópskra banka. Það kemur til með að nýtast okkur,“ segir Magn- ús. BYR hefur verið að vinna að ýmsum verkefnum með öðrum inn- lendum aðilum, m.a. öðrum spari- sjóðum, og Magnús og Ragnar staðfesta að það verði gert áfram. Óttast ekki nafnabreytinguna Sparisjóður Hafnarfjarðar á sér meira en hundrað ára sögu og Sparisjóður vélstjóra varð 45 ára á síðasta ári. Magnús og Ragnar ótt- ast eigi að síður ekki afleiðingar þess að leggja gömlu nöfnunum. „Það er ekkert nýtt að fjármála- stofnanir breyti um nafn, sjáðu bara Kaupþing og Glitni, ekki hafa þær breytingar skaðað þessi fyrir- tæki. Hér er að verða til nýtt fyrir- tæki, sem byggir vissulega á göml- um og traustum grunni, en horfir fyrst og fremst fram á veginn. Partur af því er að flykkja sér saman undir nýju nafni. Ef við myndum halda nöfnunum ættum við á hættu að festast í gamla kúlt- úrnum, við og þið. Það viljum við ekki,“ segir Ragnar. Hann segir að vissulega sé mönnum hlýtt til gömlu nafnanna en með tíð og tíma hafi nafnið Sparisjóður vélstjóra verið farið að standa því fyrirtæki fyrir þrifum. „Við létum kanna málið og komið hefur í ljós að margir hafa ekki hugmynd um það að þeir geti kom- ið hingað í viðskipti. Þess vegna höfum við notað nafnið SPV síð- ustu árin.“ Magnús viðurkennir að þetta sé viðkvæmara í Hafnarfirði enda tengist SPH ákveðnu svæði en ekki starfsgrein. Hann segir að nafn og merki Sparisjóðs Hafnar- fjarðar hafi verið að þróast í takt við þær breytingar sem orðið hafa á markaðnum undanfarin fimmtán ár eða svo og fyrirtækið í auknum mæli farið að nota skammstöf- unina, SPH. „Kannski mun ein- hverjum þykja þetta mikil goðgá en ég hef engar áhyggjur af þessu. Heimurinn er á fleygiferð, bæði hér heima og erlendis, og ef menn ætla að festast í því hugarfari að hugsa alltaf hundrað ár aftur í tím- ann komast þeir hvorki lönd né strönd. Við sjáum það best á okkar ágæta þjóðfélagi. Menn mega heldur ekki gleyma því að enda þótt nöfnunum sé lagt er allt annað óbreytt og möguleik- arnir meiri. Fólkið er það sama og þjónustan verður betri,“ segir Magnús. Starfsmenn BYRS eru 175 tals- ins, þar af um 100 í höfuðstöðv- unum. „Með auknum umsvifum og nýjum sviðum mun þessi fjöldi aukast á komandi misserum,“ seg- ir Ragnar. Vilja vera undir einu þaki Útibú SPH og SPV verða á sín- um stað á mánudaginn og verða opnuð undir heitinu BYR – spari- sjóður en enn á eftir að finna hinu nýja fyrirtæki höfuðstöðvar til frambúðar. „Við leggjum áherslu á það að vera undir einu þaki en því miður hefur viðunandi húsnæði ekki fundist ennþá,“ upplýsir Ragnar og Magnús bætir við að verið sé að leita logandi ljósi að húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Það yrði enn eitt skrefið í sam- runaferlinu. orri@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 31 Nafnið BYR táknar meðvind í eig- inlegri og óeiginlegri merkingu. Það er komið úr sjómannamáli og jákvætt í eðli sínu; að fá byr í seglin. Hug- mynd er sögð fá góðan byr þegar henni er vel tekið. Byr er sá sem ber eða hreyfir eitthvað áfram. Nafnið er íslenskt og er eins í öll- um föllum nema eignarfalli en þá bætist -s við það. Merki hins nýja fyrirtækis er myndgerð af nafninu sem er skylt söginni „að bera“ og felur í sér hreyf- ingu. BYR er „hagstæður vindur“ sem ber fleyið áfram. Merkið tekur mið af upprunanum þar sem rendurnar tákna SPV og SPH sem saman mynda nýtt tákn og nýja heild. Uppruni fyrirtækisins er líka dreginn fram með litanotkun. Vörumerkið á að túlka hugsunina „persónulegur og framsæk- inn“. Hreyfing fram á við Stjórn Icelandair Group hf. boðar til aðalfundar félagsins árið 2007 vegna rekstrarársins 2006. Fundurinn er haldinn að Nordica hóteli þriðjudaginn 13. mars 2007 kl. 16.00 síðdegis. Á dagskrá fundarins eru: 01 Hefðbundin aðalfundarstörf skv. 2. mgr. 14. gr. samþykkta félagins. 02 Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins. 03 Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu Icelandair Group hf. kynnt og staðfest. 04 Önnur mál löglega upp borin. Nánar: A. Framboð til stjórnar: Framboðum til stjórnar skal skilað skriflega fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 8. mars 2007 til skrifstofu félagsins á Reykja- víkurflugvelli. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal gefa upp, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu. Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu. B. Tillaga um arðgreiðslur: Stjórn gerir tillögu um að hluthöfum skuli ekki greiddur arður vegna rekstrarársins 2006, heldur skuli rekstrarhagnaður leggjast við höfuðstól til hækkunar á honum. C. Tillögur um breytingar á samþykktum: Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins fela í sér heimild til stjórnar til að heimila hluthöfum að taka þátt í hluthafafundum með rafrænum hætti, þ.m.t. í atkvæðagreiðslum, eða að hluthöfum verði að lágmarki boðið að greiða atkvæði bréflega fyrirfram um tillögur sem lagðar eru fyrir hluthafa- fundi. Í annan stað kveða tillögur stjórnar á um að varamönnum í stjórn félagsins verði fjölgað úr tveimur í þrjá. Í þriðja lagi kveða tillögurnar á um breytingar á samþykktum sem fela í sér skýrari reglur um upplýsingargjöf vegna framboðs til stjórnar og hvernig fara skuli með slík framboð. Aðalfundur Icelandair Group hf. árið 2007. Dagskrá aðalfundarins, ársreikningur félagsins og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli til skoðunar fyrir hluthafa frá og með 6. mars 2007. Óski hluthafi eftir að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fundinum skal ósk hans komið skriflega til skrifstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli í síðasta lagi hinn 6. mars 2007. Aðgöngumiðar, fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá kl. 15.00 á fundardegi, þriðjudaginn 13. mars 2007. Stjórn Icelandair Group hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.