Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 63 Marrakech Upplifðu Afríku, steinsnar frá Evrópu. Beint leiguflug 17.–23. apríl Fararstjórar: Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir og Brahim Boutarhroucht RYAD MOGADOR AGDAL Hótelið er við hið fræga torg Jma el Fna. Útlit hótelsins er nýtískulegt en þó í marokkóskum stíl. Veitingastaður hótelsins býður fjölbreyttan matseðil, bæði alþjóðlegan og þjóðlegan. Herbergin eru stór með öllum helstu þægindum. ferðir HIVERNAGE SPA Stórkostlegt útsýni yfir torg og garða Marrakech. Veitingastaður hótelsins er einn sá eftirsóttasti í borginni. Heilsulindin Viva Forme er opin gestum hótelsins. Rúmgóð og nýtískuleg herbergi. Gott hótel á besta stað í borginni. Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattur og íslensk fararstjórn. Verð 99.970,- á mann m. v. 2 í herbergi m/morgunverði ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK S. 585 4000 ~ F. 585 4065 ~ INFO@UU.IS ~ WWW.UU.IS Marrakech er höfuðborg Suður-Marokkó og þar mætast Afríka og Evrópa. Eftir að inn í borgina er komið birtast borgar- múrarnir í rauðbleikum lit sem sýna og sanna að eyðimörkin er ekki langt undan. Hljómlistarmenn, akbróbatar og sögumenn sem flytja bálka um hetjudáðir spretta fram þegar rökkvar og inn á milli má sjá apa- og slöngu- temjara leika listir sínar. Við sólsetur gjörbreytist andrúmsloftið í borginni og torgið verður að einu stóru veitinga- húsi. Marrakech er allt í senn gömul, ný, heit og köld. Verð 89.970,- á mann m. v. 2 í herbergi m/morgunverði Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu JÓGA GEGN KVÍÐA - fyrirlestur og námskeið í Gerðubergi - með Ásmundi Gunnlaugssyni Uppbyggjandi, traust og yfirgripsmikið námskeið fyrir þá sem eiga við streitu, kvíða eða fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Námskeiðið hefst með fyrirlestri fimmt. 8. mars kl. 20 en verður svo kennt á mán. og mið. eftir það. Á fyrirlestrinum mun Ásmundur fjalla um streitu, kvíða og fælni frá ýmsum sjónarhornum og reynslu sína af þessum kvillum. Í næstum 13 ár hefur hann leiðbeint fólki á námskeiðinu Jóga gegn kvíða. Í lok erindis gefst tækifæri til spurninga. Hægt er að koma á fyrirlesturinn eingöngu (verð kr. 1500.-). Kennslustaður: Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Allar nánari upplýsingar og skráning á www.jogaskolinn.is og í síma 862 5563 Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433. Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Flott föt fyrir allar konur Breski leik-arinn Dani- el Radcliffe hef- ur skrifað undir samning um að leika í síðustu tveimur Harry Potter- myndunum. Hann hefur ný- verið fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína í hinu umdeilda leikriti Peters Schaffers, Equus, á sviði í London. Tökur á sjöttu Potter-myndinni hefjast í september, en fimmta myndin, Harry Potter og Fönix- reglan, verður frumsýnd síðar á þessu ári. Ekki liggur fyrir hve- nær hafist verður handa við gerð myndar eftir sjöundu bókinni, sem J.K. Rowling tilkynnti nýverið að kæmi út 21. júlí. Sú ber heitið Harry Potter and the Deathly Hallows. Radcliffe var 11 ára þegar hann var valinn úr hópi þúsunda drengja til að fara með hlutverk einnar ástsælustu sögupersónu allra tíma.    Breska hljómsveitin Muse varvalin besta hljómsveitin á NME-verðlaunahátíðinni. My Chemical Romance var aftur á móti valin besta alþjóðlega hljóm- sveitin. Úrslit voru í höndum lesenda tónlistartímaritsins NME en þeir fengu einnig að kjósa um það sem þótti miður vel heppnað á tónlist- arsviðinu á síðasta ári. Robbie Williams þótti meðal annars eiga verstu plötu ársins, Rudebox. Hljómsveitirnar The Killers og Arctic Monkeys voru einnig verð- launaðar en þær riðu báðar feitum hesti frá Brit-verðlaunaafhending- unni sem fram fór í síðasta mán- uði. The Killers þóttu eiga besta tónlistarmyndbandið en Arctic Monkeys besta tónlistarmynddisk- inn og bestu plötuna. Bestu nýliðarnir voru hljóm- sveitin Klaxons, besti sóló- listamaðurinn Jamie T og besta lagið var „Wasted Little DJs“ með The View.    Kvikmyndaklúbburinn Kínófíll sýnir í dag gamanmyndir með skoðun, að því er segir í frétta- tilkynningu. Sýningarnar fara fram í Stúdentakjallaranum og hefjast klukkan 20. Sýndar verða þrjár myndir: Zero for Conduct (Jean Vigo, 1933, Frakkland) sem segir frá nemendum heimavistarskóla og uppreisn þeirra gegn ægivaldi kennaranna þar. Ohayo (Yasujiro Ozu, 1959, Jap- an) sem fjallar um innihaldsleysi en jafnframt mikilvægi hversdags- legrar umræðu og það uppnám sem samfélag kemst í þegar börn- in ákveða að hætta að tala til að þrýsta á foreldra sína til að kaupa sjónvarp. Firemen’s Ball (Milos Forman, 1967, Tékkóslóvakía) sem tekur á stórskemmtilegan og afar mis- skiljanlegan hátt á árshátíð slökkviliðsmanna í smábæ í Tékkóslóvakíu þar sem ekkert gengur upp, en undir niðri er myndin gagnrýni á Sovétríkin og gildin sem þar ríktu og var hún bönnuð í heimalandinu nánast frá upphafi. Ítarlegri umfjallanir um mynd- irnar má finna á heimasíðunni www.kinofill.blogspot.com. Það er ókeypis inn. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.