Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ 6. mars 1977: „Á tímum Við- reisnarstjórnarinnar nam verðbólgan yfirleitt 10% á ári hverju. Á tímum vinstri stjórnar komst verðbólgan hins vegar á alveg nýtt stig og komst yfir 50% á árinu 1974 og áttu kjarasamningar í febrúar það ár ekki minnstan þátt í því. Síðan hefur verð- bólgan farið lækkandi en nú er bersýnilega stefnt að því að auka hana á nýjan leik. Hinir almennu sparifjáreigendur hafa orðið einna verst úti í verðbólgunni. Þeir hafa orðið að þola neikvæða vexti árum saman […]. Hvaða fólk er það sem safnar sparifé í banka? Það er ekki sízt eldra fólkið, sem er komið yfir erfiðasta hjallann í sínum fjárhags- málum og safnar nú fé til efri ára. Þetta fólk hefur tapað stórfé á óðaverðbólgunni und- anfarin ár og þetta fólk mun halda áfram að tapa, ef ný verðbólgualda skellur yfir.“ . . . . . . . . . . 1. mars 1987: „Íransmálið hefur varpað skugga á for- setaembætti Bandaríkjanna og Ronald Reagan. Hann virðist sem lamaður í embætti vegna þess og svo hins, að nú eru andstæðingar hans í Demókrataflokknum í meiri- hluta í báðum deildum Banda- ríkjaþings. Ofan á þetta bæt- ist, að forsetinn, sem nýlega er orðinn 76 ára að aldri, hef- ur verið veikur og efasemdir heyrast um, að starfsþrek hans sé hið sama og áður. Það er því að vonum, að margir horfa með ugg til þeirra, tveggja ára, sem Reagan á framundan í Hvíta húsinu. Vissulega á forsetinn um margt glæsilegan feril að baki og ber þar hæst skattalaga- breytingar á innlendum vett- vangi og festan í bandarískri utanríkisstefnu […]. En þeg- ar alvarleg mistök hafa verið gerð eru menn fljótir að gleyma afrekum.“ . . . . . . . . . . 2. mars 1997: „Hingað til hafa lífeyrissjóðir að langmestu leyti látið nægja að fjárfesta í fyrirtækjum en lítil afskipti haft af daglegum rekstri þeirra eða stjórnun, þótt þeir eigi fulltrúa í stjórnum ein- hverra fyrirtækja. Ekki er ólíklegt að töluverðar umræð- ur eigi eftir að verða næstu árin um hlutverk lífeyrissjóð- anna í þessum efnum. Eiga fulltrúar þeirra að taka virkan þátt í stjórnum þeirra fyr- irtækja, sem lífeyrissjóðirnir eiga hlutabréf í eða eiga þeir að vera eins konar óvirkir hluthafar?“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁRANGUR Í ÖRYGGISMÁLUM Ummæli yfirmanns danska her-aflans, Hans Jesper Helsøhershöfðingja, benda til að stefna ríkisstjórnarinnar í varnar- málum eftir brotthvarf varnarliðs Bandaríkjamanna héðan sé farin að bera árangur. Leitað hefur verið eftir tvíhliða við- ræðum við Danmörku, Noreg, Bret- land og Kanada um aukið samstarf í öryggis- og varnarmálum á Norður- Atlantshafi. Viðræður við Dani og Norðmenn eru lengst komnar og Helsø upplýsir í Morgunblaðinu á föstudag að viðræður embættis- manna séu „svo gott sem búnar“. Nú þurfi að útfæra samning, sem setji samstarfinu ramma og hann eigi að geta verið tilbúinn eftir tvo mánuði. Aukið samstarf Dana og Íslendinga á sviði öryggis- og varnarmála mun, ef dæma má af orðum hershöfðingj- ans, einkum felast í því annars vegar að danskar herflugvélar hafi hér við- dvöl af og til og taki þátt í æfingum og hins vegar að ríkin muni skiptast á upplýsingum ásamt öðrum ríkjum á svæðinu, sem eiga hagsmuna að gæta. Fyrir Ísland felst þýðing samstarfs um heræfingar fyrst og fremst í því að sýna NATO-flaggið hér á landi ef svo má segja; það undirstrikar að bandamenn okkar hafa bæði getu og vilja til að styrkja loftvarnir Íslands ef þörf krefur. Eins og Hans Jesper Helsø víkur að í Morgunblaðinu í gær fá Danir það m.a. út úr samstarfinu að hér á landi eru aðstæður til æf- ingaflugs góðar. Verði kominn á samningur milli Ís- lands og Danmerkur um aukið sam- starf í varnarmálum innan tveggja mánaða er það skjótari árangur en margir höfðu gert ráð fyrir. Hins vegar ber á það að líta að samstarf ríkjanna á sviði landhelgisgæzlu, fiskveiðieftirlits, leitar og björgunar er nú þegar mikið og góður grunnur til að byggja á. Ætla verður að fljótlega geti náðst sambærilegir samningar við Norð- menn. Þeir hafa lýst yfir vilja til að taka þátt í reglubundnum æfingum orrustuflugvéla og til að útvíkka eft- irlitssvæði Orion-eftirlitsflugvéla sinna þannig að það nái lengra í átt til Íslands, auk þess að skiptast á upp- lýsingum og starfa saman að leitar- og björgunarmálum. Þessi tvö samstarfsríki okkar, Danmörk og Noregur, eru þau sem við erum tengd hvað traustustum böndum og jafnframt þau sem mestra hagsmuna eiga að gæta á svæðinu auk okkar. Það er því eðlilegt að sam- starfið við þau verði nánast. Enn er óvíst hvað mun koma út úr viðræðum við Bretland og Kanada. Ekki hefur verið haldinn fundur með Kanadamönnum, en hann stendur fyrir dyrum í næstu viku. Þó verður að ætla, eins og danski hershöfðing- inn bendir á að þessi ríki muni a.m.k. sjá sér hag í auknum skiptum á upp- lýsingum um skipaferðir og aðra um- ferð á Norður-Atlantshafi. Athyglisvert er að ummæli Val- gerðar Sverrisdóttur utanríkisráð- herra um mýkri ásýnd Íslenzku frið- argæzlunnar skuli hafa vakið sérstaka athygli yfirmanns danska heraflans. Hann hvatti til þess á fundi sínum með ráðuneytisstjóra utanrík- isráðuneytisins á fimmtudag að Ís- land og Danmörk leituðu leiða til að löndin gætu bætt hvort annað upp í friðargæzluverkefnum; Danmörk lagt til „hörðu“ þættina, þ.e. hermenn og vopn, en Ísland þá „mjúku“, lækna, hjúkrunarfólk eða aðra borg- aralega sérfræðinga. Þetta er svipuð afstaða og komið hefur fram hjá Norðmönnum. Svo virðist því sem bandalagsríki okkar í NATO kunni vel að meta að Íslend- ingar einbeiti sér að því, sem þeir kunna, þ.e. borgaralegum verkefnum í tengslum við friðargæzlu, en láti öðrum hernaðarþáttinn eftir. Framlag Íslands til friðargæzlu verður að sjálfsögðu að skoða í sam- hengi við viðleitni stjórnvalda til að tryggja varnir og öryggi landsins. Ef við erum reiðubúin að leggja okkar af mörkum til sameiginlegra verkefna Atlantshafsbandalagsins og annarra vestrænna ríkja við friðargæzlu eru samstarfsríki okkar fremur reiðubú- in að leggja okkur lið á heimaslóðum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ R eykjavík og útbæir hennar hafa á undanförnum árum orðið einhver mesta bíla- og umferðarborg í Evrópu, ef miðað er við íbúa- fjölda. Ýmsir, þar á meðal Morg- unblaðið, hafa orðið til að vekja athygli á því að þetta væri ekki jákvæð þróun. Engu að síður hefur hún haldið áfram óbreytt. Bíl- um hefur fjölgað, umferðin þyngzt, hlutfall al- menningssamgangna í umferðinni lækkað og skipulagsyfirvöld hafa haldið áfram að þenja borg- ina út, sem útheimtir auðvitað meiri umferð og fleiri bíla. Það virðist ekki vera fyrr en á allra síðustu vik- um að sumir af hinum neikvæðu fylgifiskum um- ferðar- og bílaborgarinnar Reykjavíkur renna upp fyrir fólki. Umfjöllun fjölmiðla að undanförnu hef- ur sýnt fram á að svifryksmengun er orðin raun- verulegt vandamál í borginni. Það er ekki sízt um- fjöllun ungs blaðamanns hér á Morgunblaðinu, Baldurs Arnarsonar, sem hefur fært fólki heim sanninn um þetta. Í vetur hafa líka komið margir kaldir, þurrir og lygnir dagar, en þá er svif- ryksmengunin einna verst. Umfjöllun um ábyrgð og skuldbindingar Ís- lands varðandi losun gróðurhúsalofttegunda hefur sömuleiðis sýnt fólki fram á að allir, sem aka bíl knúnum jarðefnaeldsneyti, leggja sitt af mörkum til hlýnunar hnattarins, sem getur haft alvarlegar afleiðingar. Það skiptir hins vegar máli hvernig ökutæki fólk ekur, hvernig fólk ekur og hversu mikið. Neytendur eru að byrja að vakna til vit- undar um að val á ökutæki getur haft heilmikið að segja um það hversu nærri þeir ganga umhverfinu að þessu leyti. Ef það er óumflýjanlegt að Reykjavík sé og verði bílaborg, eins og sumir halda fram, er að minnsta kosti hægt að reyna að stuðla að því að hún verði eins vistvæn bílaborg og mögulegt er. Goðsögnin um hreina loftið U mfjöllunin um svifryksmengun hefur áreiðanlega komið illa við marga. Segja má að hún hafi gengið af þeirri goðsögn dauðri, að Reykjavík sé borg hreina loftsins. Suma daga er loftið í borginni, sérstaklega nálægt helztu umferðaræð- um, bókstaflega heilsuspillandi og Morgunblaðið hefur birt viðtöl við einstaklinga með lungna- og öndunarfærasjúkdóma, sem þjást alla daga sem svifryksmengunin er í hámarki. Á síðasta ári var hún 29 daga ársins yfir heilsuverndarmörkum – heilan mánuð. Vísindarannsóknir hafa nú sýnt fram á að mengunin gerir þeim ekki aðeins erf- iðara fyrir, sem þjást af lungna- og öndunarfæra- sjúkdómum, hún kemur einnig niður á lungna- þroska barna og ungmenna. Þetta er auðvitað ástand, sem ekki er hægt að sætta sig við í borginni. Borgaryfirvöld hafa und- anfarið gripið til ýmissa ráða, s.s. að hreinsa göt- urnar betur og rykbinda, auk þess að miðla áróðri og upplýsingum. Árangur næst hins vegar tæp- lega í aðgerðum gegn svifryksmengun nema það takist að ná tökum á stærsta orsakavaldinum, sem er notkun nagladekkja. Talið er að þau valdi fjórð- ungi og jafnvel upp undir helmingi svifryksmeng- unarinnar, auk þess sem þau kosta skattgreiðend- ur stórfé vegna slits á malbiki og aukins kostnaðar við hreinsun gatna, bíla og holræsakerfis. Nú eru komin á markað ónegld vetrardekk, sem talin eru álíka örugg og nagladekkin. Yfir 40% ökumanna aka um á slíkum dekkjum en margir telja sig aug- ljóslega enn öruggari á nagladekkjunum. Eins og tíðarfarið hefur verið í Reykjavík undanfarna vet- ur er þó nokkuð ljóst að fáir dagar koma þar sem nagladekk gera yfirleitt nokkurt gagn. Flesta aðra daga gera þau ekki annað en að auka umferð- arhávaða, slíta götunum og auka á svifryksmeng- unina. Nagladekkjagjald A ukinn áróður gegn notkun nagla- dekkjanna gerir sjálfsagt sitt gagn. Æ fleiri hugsa sig líklega um áður en þeir taka vísvitandi þátt í að spilla loftgæðum í borginni. Fleira verður hins vegar að koma til. Það er ekki ástæða til að banna nagladekkin, en sjálfsagt að beita fjárhagslegum aðgerðum til að draga úr notkun þeirra. Í ljósi þess mikla kostnaðar, sem nagladekkin valda – hér í blaðinu hefur verið áætlað varlega að þau kosti Reykvík- inga um hálfan milljarð króna á ári – er það í fullu samræmi við hina almennt viðurkenndu mengun- arbótareglu umhverfisréttarins að leggja gjald á notkun þeirra. Slíkt hefur verið gert með ágætum árangri t.d. í Noregi. Svifryksmengun minnkaði merkjanlega í Ósló eftir að lagt var u.þ.b. 10.000 króna árlegt gjald á umganginn af nagladekkjum. Fyrir nokkrum mánuðum tók Björgvin í Noregi upp nagladekkjagjald, um 12.000 krónur fyrir vet- urinn á bíl undir 3,5 tonnum. Ef gert er ráð fyrir að um 50% þeirra 174.000 bíla, sem skráðir voru á höfuðborgarsvæðinu í fyrra, aki á nagladekkjum og að af hverjum bíl væru greiddar 12.000 krónur í nagladekkjagjald væri heildarupphæð gjaldsins rúmur milljarður króna, sem mætti þá nýta til að bæta þann skaða á gatnakerfinu, sem nagladekkin valda, og greiða kostnað við hreinsun og mótvæg- isaðgerðir. Ef hins vegar er gengið út frá því að fólk skipti frekar yfir á ónegld dekk en að greiða gjaldið dregur auðvitað úr vandamálinu og kostn- aðinum, sem því fylgir. Yfirvöld sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu hljóta nú að fara að velta því vandlega fyrir sér að fara sömu leið og norskar borgir hafa farið til að draga úr svifryksvandan- um. Nagladekkin eru auðvitað ekki eina undirrót svifryksvandans. Aukin umferð yfirleitt eykur á vandann. Hraðakstur eykur slit á götunum og meira ryk þyrlast upp. Fólk getur því ráðið tals- verðu um það hversu mikla sök það á á svif- ryksmenguninni í borginni, bæði með því hvernig það ekur, hversu mikið það ekur og hvernig dekk það velur sér til að aka á. Dísil nærtækur kostur V al á ökutæki og eldsneyti skiptir líka máli, vilji fólk haga akstri sínum þannig að hann sé í sem beztri sátt við umhverfið. Undanfarin ár hefur verið rætt um það hvernig megi draga úr útblæstri gróðurhúsaloft- tegunda frá bílaflota Íslendinga. Stundum er sú umræða lögð þannig upp að annaðhvort þurfi að koma til stórfelldar breytingar á lífsháttum okkar, t.d. með miklu minni akstri eða miklu meiri notk- un almenningssamgangna, eða þá byltingarkennd ný tækni, til dæmis vetnis- eða rafmagnsbílar. Til lengri tíma litið er það mjög sennilega rétt, en sé horft til skemmri tíma er ljóst að hægt er að ná verulegum árangri með því annars vegar að fjölga sparneytnum benzínbílum með minni vélum og hins vegar að fjölga dísilbílum. Með öðrum orðum er hægt að ná miklum árangri í takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda með því að nýta tækni, sem er þekkt og fáanleg í næstu bílabúð. Hinn 19. febrúar síðastliðinn birtist hér í blaðinu grein eftir Baldur Arnarson, þar sem haft var eftir Sigurði Inga Friðleifssyni, framkvæmda- stjóra Orkuseturs, að bílakaup væru langstærsta umhverfisákvörðun sem íslenzkir neytendur gætu tekið. Fjölgun dísilbíla væri einhver einfaldasta og skilvirkasta leiðin til að styðja við það markmið stjórnvalda, sem sett var fram í síðasta mánuði, að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50 til 75 prósent fram til ársins 2050, miðað við árið 1990. Miklar framfarir hafa orðið í smíði dísilvéla á undanförnum árum. Þær þóttu áður meiri meng- unarvaldar en benzínvélar vegna meira sóts, en nú hefur tekizt að ná sótútblæstrinum verulega nið- ur. Mörg Evrópuríki hafa því viljað stuðla að því að dísilvæða bílaflotann. Sigurður Ingi nefnir dæmi af frændum okkar Norðmönnum, sem hafa ákveðið að innflutningsgjöld á bifreiðar fari eftir útblástursgildi. Þetta hafi haft í för með sér að kraftmiklir og eyðslufrekir bílar hafi hækkað í verði (Porsche Cayenne-jeppi t.d. um þrjár millj- ónir íslenzkra króna) en dísilbílarnir hafi lækkað og dísilútgáfur algengra fólksbíla á borð við Volkswagen Passat orðið ódýrari en benzínútgáf- an. Breytt gjaldtaka I nnflutningur á dísilbílum hefur farið vax- andi hér á landi á undanförnum árum. Í áðurnefndri umfjöllun Morgunblaðsins kemur fram að um fjórðungur bíla, sem fluttir voru nýir inn til landsins í fyrra, hafi verið með dísilvél. Margir velja bíl með dísilvél vafalaust vegna þess að þær eru nýtnari og þar með sparneytnari. Dísilbílar eru hins vegar dýrari í innkaupum en benzínbílar og sparnaðurinn skilar sér ekki nema á löngum tíma. Hagræðið af því að kaupa dísilbíl er því ekki eins greinilegt og ef þeir væru gerðir talsvert ódýrari í innkaupum en benzínbílar. Slíkt myndi þó alveg augljóslega þjóna þeim markmið- um ríkisstjórnarinnar að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Í ljósi þess að ríkisvaldið getur með skattlagningu sinni ráðið miklu um útsölu- verð bifreiða er nærtækt að spyrja af hverju sé ekki byrjað að undirbúa það í fjármálaráðuneyt- inu að breyta innflutningsgjöldum á bifreiðum til sama horfs og í Noregi. Laugardagur 3. marz Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.