Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 28
heilbrigðismál 28 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ félagasamtaka í borgaralegu sam- félagi. Þar gerðu fulltrúar notenda og aðstandenda sínar athugasemdir við plöggin sem allar voru svo sam- þykktar af samstarfsaðilum (fulltrú- um ríkisstjórna) og komust því inn í lokaútgáfu plagganna sem skrifað var undir í Helsinki. Þetta var gríð- armikilvægt skref fyrir þróun lárétts valdaferlis og opins lýðræðis ekki síð- ur en mikilvægt farmfaraskref fyrir WHO-EURO. Ráðherrafundurinn sjálfur fór fram 12.–15. janúar 2005. Dagskrá fundarins var fjölbreytt og fyrir utan undirskrift sjálfra plagganna, var fjallað um ýmsa undirþætti, birting- arform og áhersluatriði geðheil- brigðis auk umfjöllunar um geðrask- anir, viðbrögð við þeim, meðferð og forvarnir. Íslenska verkefnið Geð- rækt fékk sérstaka kynningu og um- fjöllun ásamt mörgum öðrum verk- efnum víðs vegar úr Evrópu sem bæði voru sprottin úr ranni borg- arlegs samfélags og frá ríki. Vel tókst til með fundinn og ráð- stefnuna. Alls mætti fyrirhugaður fjöldi, eða um 400. Um 230 sem komu í sendinefndum landa sinna frá 51 landi, 42 af þeim voru fulltrúar ráðu- neyta, 23 félaga úr borgaralegu sam- félagi voru í Helsinki og um 35 not- endur og aðstandendur. Þessi fjölbreytta flóra þátttakenda var WHO-EURO til sóma og endur- speglaði vel og gaf jafnvel til kynna að tími opins lýðræðis, aukins vægis réttinda borgara, og breyttrar stjórn- unar og þjónustukerfis sem hægt er að halda fram að sé byggt upp á vel- ferðarvernduðu þríhyrningslaga valdi sem hefur farið varhluta af kaupmætti notenda var framundan og að jafnvel gamalgróinni al- þjóðastofnun hefði tekist að skipu- leggja svo opinn og vel heppnaðan ráðherrafund. Tólf meginþræðir Helsinkiskjal- anna sem endurspegluðust í aðgerð- aráætluninni eru eftirfarandi: 1. efla skal geðheilbrigði öllum til handa; 2. vekja skal athygli á mikilvægi góðrar geðheilsu; 3. vinna þarf bug á for- dómum og mismunun; 4. efla starf- semi sem tekur mið af viðkvæmum lífsskeiðum; 5. koma þarf í veg fyrir geðraskanir og sjálfsvíg; 6. tryggja þarf góða geðheilbrigðisþjónustu hjá almennri heilsugæslu; 7. veita þarf skilvirka þjónustu á vegum sveitarfé- laga fyrir fólk með alvarlegar geð- raskanir; 8. koma þarf á þverfaglegu samstarfi; 9. sjá til þess að ekki skorti hæft starfsfólk; 10. veita þarf góðar upplýsingar um geðheilbrigði; 11. leggja þarf fram nægilegar fjárveit- ingar; og 12. meta þarf skilvirkni og koma nýrri þekkingu á framfæri. Eftir á að hyggja vorum við Matt Muijen sammála um að í þessa tólf meginþræði aðgerðaáætlunarinnar vantaði einn þátt um aðkomu notenda og aðstandenda. Aðkoma þeirra hafði þó verið tryggð í átta liðum í elleftu grein yfirlýsingarinnar þar sem heil- brigðisráðherrar skuldbundu sig til að styrkja og vinna saman með not- endum og aðstandendum á jafnaðar- grunni til að bæta geðheilbrigði íbúa Evrópu. Það væri markmið sem allir gætu sammælst um, en hefði hingað til reynst erfitt að vinna saman að. Gat verið að Michael Foucault hefði haft rétt fyrir sér um geðheilbrigðis- mál og að þekking geðlæknanna væri í eðli sínu tæki þeirra til valda og þess vegna gerðust allar breytingar svo hægt. Að þetta snerist allt í lokin um vald og mannlegan breyskleika? Lárétt lýðræði og valdefling í verki Áður en Ráðherrafundurinn fór fram í Helsinki hafði ég mótað sýn um hvernig WHO-EURO gæti nýtt sér sérstöðu sína og fengið fagfólk innan ráðuneyta og geðheilbrigðis- stofnana til að vinna með notendum, aðstandendum og öðrum innan borg- aralegs samfélags. Þessari sýn hafði ég komið fyrir í verkefni sem hét „Inclusion of Civil Society“ (ICS) og snerist um lárétta stefnumótun og byggðist á svipuðum grunngildum og Geðræktin en var mun stærra verk- efni og öðruvísi í framkvæmd. Hugmyndin var að nota WHO- EURO sem hvata til að leiða saman aðila ríkisvalds og fagaðila annars vegar og aðila úr grasrót borgaralegs samfélags hins vegar. Tilgangurinn var að draga ríkisvald og fagaðila nið- ur á lárétta flötinn og um leið að lyfta og valdefla (empower) aðila borg- aralegs samfélags þangað upp. Þetta eru vinnubrögð láréttrar stefnumót- unar sem fela í sér að viðtekinni hug- myndafræði einnar „réttrar“ vísinda- legrar nálgunar og þess föðurvalds sem samkvæmt Foucault hefur fylgt er hafnað sem hinni einu „réttu“ „op- inberun“ hlutlægs sannleika. Þetta þýðir að gildi, viðmið og huglægar upplifanir notenda á eigin ástandi og aðstandenda þeirra eru teknar gildar og þjónustan miðuð út frá því að blanda saman faglegri hlutlægri nálg- un á huglægu fyrirbrigði, m.ö.o. hinni viðteknu nálgun og hugmyndum not- enda um eigin bata sem byggjast í flestum tilfellum á valdeflingu. Á milli nálgunar byggðrar á hug- myndafræði valdeflingar, vali, kaup- mætti og þekkingu notenda annars vegar og „status quo“ hlutlægrar, vís- indalegrar, afleiðingatengdrar nálg- unar geðlæknisfræðinnar hins vegar hefur á undanförnum árum skapast gjá. Þessari gjá hafa verið gerð skil í þessu ágæta blaði og leitað skýringa á henni. Mín skoðun er að gjáin sé til komin af tvennu. Í fyrsta lagi hefur hinni hlutlægu, efnatengdu nálgun, er geðlæknisfræðin hefur haft að bugspjóti undanfarin ár, ekki tekist nægilega vel að „lækna“ okkur og vandinn hefur aukist, en auðvitað spila þar allir þræðir fjölbreytilegs samfélags inn að auki. Í annan stað hafa borgarar almennt byrjað að setja spurningarmerki við vald sem reist er á sérfræðiþekkingu eins og geðlæknisfræðin er byggð á. Því hafa notendur og borgarar almennt sett spurningarmerki við þekkingu sem skilar ekki nógu góðum niðurstöðum fyrir þá sem borgaralegt samfélag. Á sama tíma hafa þeir sett spurning- armerki við valdið er fylgir þekking- unni og stungið upp á því að hina „nýju“ notendaþekkingu og hina við- teknu sérfræðiþekkingu eigi að sam- tvinna og brúa skuli gjána, öllum til heilla. Þetta felur í sér breytingar á viðurkenndri þekkingu og það eiga margir þeirra sem nú halda um þau völd erfitt með að þola og átök skap- ast og gjár myndast. En þetta hefur allt sinn tíma og okkur mun lærast að þekkja það sem við eigum sameig- inlegt fljótlega og leggjum þá niður deilur um það sem okkur greinir á um og náum sátt, öllum til heilla. Um þetta snúast málefni „gjár- innar“ að stærstu leyti. Lárétt stefnumótun og vinna snýst um að brúa slíkar gjár og mætast í miðju. Því að minni reynslu og þeirra sem ég hef hitt síðustu fjórtán ár er veikst hafa á geði og náð bata liggur batinn að stórum hluta innra með hverjum og einum og bestu meðulin til að rækta hann eru óefnatengd og fást ei gegn lyfseðli. Meðulin eru að veita virðingu, skapa hlutverk, veita ábyrgð og sýna samkennd. Því er það fásinna að ætla að algjör, hlutlæg, efnatengd umhyggja geti ein og sér „læknað“ fólk. Of mikil umhyggja getur alið á lærðu hjálparleysi og snúist upp í andstæðu sína. Í þessu felst nú ein helsta þversögn heil- brigðis(veikinda)kerfa Vesturlanda, þ.e. þau byggja afkomu sína á veik- indum. En meira um það í þriðju greininni. Virkjun borgaralegs samfélags Það var hugmynd mín að WHO- EURO skapaði slíkan láréttan grunn sem ætti að virka sem hvati og sam- starfsgrunnur fyrir ríki og grasrót borgaralegs samfélags og WHO- EURO væri upphafsaðili og milli- gönguaðili um verkefnið. Verkefnið var eins og fyrr segir metnaðarfullt, yfirgripsmikið og dýrt. Í upphafi gerði ég ráð fyrir 25 löndum en þeim fækkaði fljótlega í um 5. Verkefnið hugsaði ég sem eitthvað sem stofn- unin gæti nýtt sér til breyttra áherslna auk þess sem mig langaði að spreyta mig öllu lengur við að finna orku minni farveg innan vébanda WHO-EURO sem á þessu eina ári reyndist þurrari og stífari en ég hafði ímyndað mér. ICS-verkefnið ásamt einum starfs- manni kostaði stofnunina um 660.000 USD til þriggja ára. Er ég bar þessar tölur undir mína yfirmenn þvertóku þeir fyrir verkefnið. Ég var sann- færður um að þetta yrði notendum fyrir bestu og hélt því sjálfur áfram að leita að peningum. Á endanum náði ég að finna 1/3 upphæðarinnar á eigin forsendum og þá samþykkti stofnunin að halda af stað. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim aðila sem hefur trúað á mig, hugmyndir mínar og fyrirætlanir í mörg ár. Ég fæ honum seint fulllaunað en reyni. Takk fyrir mig, Björgólfur Guð- mundsson. Samþykktin við stofn- unina var einungis munnleg og það átti síðar eftir að reynast dýrkeypt og eitthvað sem ég mun læra af. Næstu þrjú árin vann ég því að ICS verkefn- inu áfram. Skrifaði undir 10 ráðning- arsamninga við WHO-EURO á þess- um tíma sökum fjárhagsörðuleika og óstöðugleika í fjármálum geðsviðs WHO-EURO. Þar sem fjárhagslegar forsendur brugðust náði verkefnið ekki endahöfn. Það var þó í einu landi sem verkefnið fór vel af stað og var það landið sem ég heimsótti oftast, Albanía. Í næstu grein langar mig að gefa ykkur, lesendur góðir, innsýn í heim geðsjúkra í Albaníu. Höfundur er fyrrverandi starfsmaður WHO-EURO og fyrrverandi stunda- kennari við HR. Í Helsinki Héðinn Unnsteinsson ásamt Dr. Matt Muijen (yfirmanni geðsviðs WHO-EURO) og félagsmálaráðherra Finnlands (sitjandi) ofl. við lok Helsinki ráðherrafundarins. Hinn 2. mars árið 1957 varhátíð í bæ, verið var aðfagna vígslu Heilsu-verndarstöðvar Reykja- víkur, glæsilegrar byggingar á horni Egilsgötu og Barónsstígs, sem sett hefur svip á borgina og allir þekkja. Þetta var mikilvægur áfangi í heilbrigðisþjónustu, ekki aðeins í Reykjavík heldur alls landsins og verðugur minnisvarði um frábæra og framsýna heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Hún var reist af ótrúlegri hugsjón, þrátt fyrir ekki alltof mik- inn skilning á forvörnum, þegar sjúkdómar, sem hrjáðu landsmenn, voru aðalviðfangsefni heilbrigð- isþjónustunnar. Til hátíðarinnar mættu m.a. nokkrir æðstu embættismenn lands- ins, Hannibal Valdimarsson félags- málaráðherra, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir og formaður stjórnar Heilsuverndarstöðv- arinnar, Sigríður Eiríksdóttir for- maður Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga. Sigurður Sigurðsson stjórnaði vígsluathöfninni, sem hófst með því að gestum var boðið til kaffidrykkju, því næst voru fluttar ræður og að síðustu gafst gestum kostur á að skoða bygginguna. Tillögur Vilmundar Jónssonar Það var árið 1934, sem Vilmundur Jónsson landlæknir, sá mikli hug- sjónamaður, kom fyrstur með til- lögur um heilsuverndarstöð eftir bestu erlendum fyrirmyndum og átti hún helst að vera tiltölulega fullkomnari miðað við fólksfjölda. Ekkert gerðist þó næstu 10 árin þótt vel væri tekið í hugmyndir Vil- mundar. Árið 1946 var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur að kjósa fimm manna nefnd til að gera til- lögur um stærð og fyrirkomulag fullkominnar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík. Formaður nefndarinnar var eins og áður segir, Sigurður Sig- urðsson berklayfirlæknir, síðar landlæknir, Einar Sveinsson var ráðinn arkitekt að húsinu ásamt Gunnari Ólafssyni arkitekt. Eig- endur voru Reykjavíkurborg sem átti 60% og ríki sem átti 40%. Fyrsta deildin, barnadeild, flutti inn 4. desember 1953, síðan mæðra- deild, heimahjúkrun, berklavarna- deild, húð- og kynsjúkdómadeild og áfengisvarnadeild, þá var húsið enn í smíðum, en formleg vígsla fór síð- an fram árið 1957 eins og áður segir. Langþráðu takmarki var náð Heilsuverndarstöðin starfaði sem ein heild með margþættu starfi, sem allt stefnir að sama marki, þ.e. auk- inni heilbrigði og hreysti bæjarbúa. Glæsilegur árangur varð af starf- semi Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur eins og dæmin sanna. Þegar í upphafi var opnað útibú í Lang- holtsskóla og síðar í Árbæ og Breið- holti En tímarnir breytast og með lög- um um heilbrigðisþjónustu, sem tóku gildi 1. janúar 1974, er kveðið á um heilsugæslustöðvar, sem eiga að veita alhliða heilbrigðisþjónustu í hverfinu þar sem fólkið býr og þar með heilsuvernd. Þá þegar var farið að ræða um hvert yrði hlutverk Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Niðurstaðan varð sú að þar yrði miðstöð heilsuverndar á landsvísu. Það var verðugt hlutverk. Miðstöð heimahjúkrunar var komið á lagg- irnar, hún flutti að vísu úr Heilsu- verndarstöðinni; Miðstöð mæðra- verndar, Miðstöð heilsuverndar barna, sem sinna sérhæfðari þjón- ustu, hafi heilsugæslustöðvarnar ekki tök á því, auk þess að vera að- setur stjórnsýslu heilsugæslunnar. Heilsuverndarstöðin skyldi jafn- framt vera bakhjarl og leiðbeinandi fyrir heilsugæslu alls landsins, móta stefnu, gefa út fræðsluefni, halda ráðstefnur o.s.frv., með öðrum orð- um vera móðurskip. Húsið hentaði afar vel fyrir þessa breyttu starfsemi, starfsfólki leið þar vel, vildi vera þar og það þekkt sem Heilsuverndarstöðin. „Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var frá upphafi stærsta heilsuvernd- arstöð landsins og allt frá því að lögð voru fram fyrstu drög að bygg- ingu hennar var til þess ætlast, að hún gegndi forystuhlutverki í heilsuverndarmálum landsmanna.“ Þetta segir í bréfi Vilmundar Jóns- sonar til bæjarstjórnar árið 1934 og var áréttað í vígsluræðu formanns Heilsuverndarstöðvarinnar árið 1957. Hvað gerðist ? Hinn 31. maí 2005 upplýsti borg- arstjóri í fjölmiðlum, að ákveðið hefði verið að selja Heilsuverndar- stöðina. Það hafði tekið 31 ár að komast að þessari niðurstöðu, kom hún þó starfsmönnum í opna skjöldu. Ástæðan var sú að sam- komulag náðist ekki milli eigenda, þ.e. ríkis og Reykjavíkurborgar, um kaupin sem varð til þess að hún var auglýst til sölu. Ríkið taldi sig ekki geta keppt við hæsta tilboðið, en svo virðist sem það hafi verið eina markmið Reykjavíkurborgar. Að- eins Frjálslyndi flokkurinn lagðist gegn sölunni, en þrátt fyrir ötula baráttu Ólafs Magnússonar borg- arfulltrúa flokksins var hann ofurliði borinn. Hugsjónir fara fyrir lítið, þegar peningar eru annars vegar. Ríkið rekur heilsugæsluna og hefði því verið eðlilegt að það hefði keypt þessi 60% af borginni fyrir þá starf- semi. Húsið er friðað en svo ótrúlegt sem það er fylgdu engar kvaðir söl- unni um hvers konar starfsemi mætti fara þar fram, hefði þó mátt gera þá kröfu, að þar færi fram menningarleg og virt starfsemi sem væri samboðin Heilsuverndarstöð- inni, peningar voru hins vegar leið- arljósið. Nú hefur komið í ljós, að allt bendir til að þetta brambolt verði dýrara þegar upp er staðið, en hefði starfsemin fengið að vera kyrr í sínu eigin húsi. Til hvers var þetta óheillaverk þá unnið? Það kom á daginn að kaupandinn virtist ekki geta nýtt hana og var hún hvað eftir annað auglýst til sölu. Nú hefur verið upplýst, að hún var seld í janúar s.l. en af einhverjum ástæðum var það ekki gert opinbert fyrr en 20. febrúar s.l. Hinn nýi eig- andi ætlar sér að reka þar hótel samkvæmt fréttum. Það er kannski ekki verra en hvað annað úr því sem komið er. Þótt engin kvöð hafi fylgt sölunni er hinn nýi eigandi bundinn því að húsið er friðað og vonandi tekst vel til. Þetta er sorgarsaga, enginn áhugi eða metnaður gagn- vart húsinu sjálfu, þeirri starfsemi sem þar fór fram og sögulegum verðmætum. Þessi óskiljanlega ákvörðun að selja Heilsuvernd- arstöðina hefur ekki fengið þá um- ræðu sem henni ber, enginn hefur Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur – in memoriam Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var vígð fyrir 50 árum og breytti miklu í íslenskri heilbrigðisþjón- ustu. Bergljót Líndal fjallar um sögu Heilsu- verndarstöðvarinnar og þýðingu hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.