Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skólavörðustíg - Kringlunni - Smáratorgi - Selfossi - Lágmúla Heilsu- og matreiðslunámskeið í Heilsuhúsinu Lágmúla Þriðjudagur 6. mars kl. 19:00 til 21:00 Konur og hormónar Fyrirlestur með Þorbjörgu næringarþerapista. Lífið með hormónum í jafnvægi og ótímabærri öldrun án efna úr mat og umhverfi sem truflar samskiptakerfi líkamans. Við veljum hormónavænan mat og náttúruleg efni. Verð 4.900 kr Miðvikudagur 7. mars kl. 19:00 til 22:00 Candida og óboðnir gestir í meltingarvegi. Þorbjörg næringarþerapisti fer yfir meltingu, upptöku og nýtingu næringarefna, hvernig óboðnir gestir geta truflað. Ef þú ert tilbúin til að fara á 12 vikna prógramm og losa þig við „ófétin“ og endurheimta orku og vellíðan á ný, þá er þetta námskeið fyrir þig. Verð 5.900 kr Verslunarleiðangur og ráðgjöf við val af mat og bætiefnum. Góður afsláttur í boði bæði kvöldin. Bókun á námskeiðin í síma 692 8489 eða namskeid@10grunnreglur.com Nánari upplýsingar í Heilsuhúsinu og www.10grunnreglur.com 10 grunnreglur ™ Það bendir allt til að þau séu komin með Bónusflensuna, doktor, þau eru öll með sömu ein- kennin, hitalaus, en með skyndilegt staðbundið minnisleysi. VEÐUR Jón Sigurðsson, formaður Fram-sóknarflokksins, rifjaði það upp í ræðu sinni á flokksþingi í fyrradag að framsóknarmenn hefðu haft for- göngu um nýja löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. „Hún ger- breytir öllum að- stæðum í kosn- ingastarfi og setur skorður við umsvifum, til dæmis í auglýs- ingum,“ sagði Jón. „En nýju lögin losa lýð- ræðið undan ýmsum ytri áhrifum og það skiptir mestu. Ég get lýst því yfir að við erum reiðubúin til viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um mikl- ar takmarkanir á útgjöldum og auglýsingum í kosningabaráttunni fram undan og við lýsum eftir af- stöðu annarra flokka í þessu máli.“     Fróðlegt verður að sjá viðbrögðforystumanna annarra flokka við þessu tilboði Jóns Sigurðssonar. Oft hefur verið reynt að ná sam- komulagi á milli stjórnmálaflokk- anna fyrir kosningar um að tak- marka kostnað við auglýsingar en iðulega mistekizt.     Auglýsingastjórnmálin, semþróazt hafa hér á undanförnum áratugum, eru þreytandi og lýð- ræðinu lítt til framdráttar. Stefna flokka og boðskapur foringjanna týnist iðulega í innantómum um- búðum og slagorðum. Það virðist oft skipta meira máli hvernig dragt eða bindi fólk hefur valið sér en hvað það hefur að segja.     En nú eru nýir tímar og ný löggjöfsníður flokkunum þrengri stakk. Sumir hafa spáð því að í komandi kosningabaráttu muni það þýða að minna verði eytt í auglýs- ingar, en baráttan færist út á bloggið. Það væri ágæt þróun. Bloggið er málefnavettvangur, þar sem fólk kemur yfirleitt til dyra eins og það er klætt. STAKSTEINAR Jón Sigurðsson Tilboð Jóns Sigurðssonar SIGMUND                        !"    #$%  & '                   ( & )  * + ,  $ -   .    ) +                     !  "      "    # /0      /  1  2 0 + 0  (+  3/ #  4 &56 7 2 " &           # $  # $      $ $$ #       # %& 8  ("9:;                     ! "             # #  ( "" 9 (  ' (  )  (     & " *& <0  < <0  < <0  ' ) $ +   ,-$&. =            >6  >65  / & )$ $     /$0  1 !  ' $'2  3 &  4 0  4"  " &    $ $&  &1 #& '2  3 .   9  / &  1( ,    (    $ $&'0  1  &   &/    & $  5&    2  3   $1  '  6$$ &77 $&"2 & "&+   1%23?2 ?(<3@AB (C,-B<3@AB *3D.C',B  1 1 1 8         8   8        1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björk Vilhelmsdóttir | 2. mars Pottur mínus pólitík Ég fer reglulega í sund og ræði þá oft um póli- tík í heita pottinum eft- ir góðan 1000 metra sundsprett. Nú ætla ég hins vegar með karlin- um mínum í sum- arbústað með heitum potti og njóta helgarinnar. Ekki stendur til að ræða um pólitík, enda gæti það eyði- lagt annars góða stemningu þar sem hann er á lista vinstri grænna en ég nýlega gengin formlega í Samfylk- inguna. Meira: bjorkv.blog.is Árni Helgason | 2. mars Alvöru sápuópera Sápuóperan sem er verið að taka upp í söl- um Héraðsdóms Reykjavíkur hélt áfram í dag. […] Þetta minnir mig stundum á þátt sem Fóstbræður voru með í gamla daga um Bílastæðaverðina. Er Jón í raun frænka Sigurðar? Hver faldi Lind- berg-barnið? […] Hvenær mun Jón Ásgeir taka af sér andlitsgrímuna þannig að við blasi Jónína Ben – móðir Hreins Loftssonar? Meira: arnih.blog.is Katrín Anna Guðmundsdóttir | 1. mars Púrítanismi í klámi Ég hef verið að velta fyrir mér hvaða hug- myndir eru að birtast í kláminu. Það efni sem ég er búin að skoða mikið undanfarna viku inniheldur töluvert af efni sem gengur út á að kalla konur öllum illum nöfnum og kynlífs- athafnirnar eru síðan framreiddar sem refsing á konurnar. […] Kynlíf er í rauninni eitthvað ljótt og vont í þessu klámi – og eitthvað sem kon- um er refsað með. Meira: hugsadu.blog.is Eygló Harðardóttir | 2. mars 2007 Svik og prettir Í janúar skrifaði ég pistil sem hét Svik sjálf- stæðismanna þar sem ég fjallaði um ágreining stjórnarflokkanna um hvort setja eigi inn í stjórnarskrá að sjáv- arauðlindir eru þjóðareign. Þessi ágreiningur hefur bara ágerst að undanförnu og er að mínu mati ein helsta ástæðan fyrir því að Fram- sóknarflokkurinn sá ástæðu til að ítreka og raunar útvíkka þessa kröfu sína í drögum að ályktun flokksþings- ins. […] Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra reynir í fréttum út- varpsins að verja svik flokks síns gagnvart framsóknarmönnum og brot á stjórnarsáttmála. Þar virðist hann bara telja það gott og gilt gagn- vart Framsóknarflokknum og al- menningi að fresta þessu öllu saman, væntanlega um aldur og ævi. Undarlegt, ef satt er, að sjálfstæð- ismenn hafi skrifað undir þetta ákvæði í stjórnarsáttmálanum án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta þýddi og hvernig væri best að útfæra þetta. Meira: eyglohardar.blog.is Kristján Jónsson | 2. mars 2007 Rýfur Geir þing? Spennandi að fylgjast með Framsókn núna, krafa Jóns Sigurðs- sonar um að staðið verði við fyrirheit um stjórnarskrárákvæði sem kveði á um sameign á sjáv- arauðlindum er snjallt frumkvæði. Rétt að láta sjálfstæðismenn standa við loforðin. En um leið sýnir þetta að Framsókn er líklega hætt að reikna með framhaldi á stjórnarsamstarfinu. Þá er spurning hvort Geir Haarde rifjar upp að hann er með þingrofs- réttinn. Hann gæti þannig flýtt dálít- ið kosningum og um leið sett Jón og hans fólk út af laginu, hefnt fyrir þessa óvæntu atlögu samstarfs- flokksins og kippt undan þeim tepp- inu áður en Framsókn er búin að ná sér almennilega á strik í kosninga- baráttunni. Þetta gæti orðið athyglisvert. Fjörugt en varla mjög friðsamlegt … Meira: kjoneden.blog.isMeira: BLOG.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.