Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR efnir til samkeppni um byggðarmerki Samkeppnin er öllum opin, óháð búsetu. Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Verðlaun að upphæð kr. 350 þúsund verða veitt fyrir hugmyndina sem valin verður sem merki Hvalfjarðarsveitar. Einnig verða veittar kr. 50 þúsund fyrir 2. og 3. sæti. Upplýsingar um staðhætti, sögu og mannlíf í sveitarfélaginu ásamt keppnisreglum og nánari upplýsingar um keppnis- fyrirkomulag má nálgast á vefsetrinu www.hvalfjordur.is Dómnefnd m.a. skipuð fulltrúa frá félagi íslenskra teiknara fer yfir allar innsendar hugmyndir. Skilafrestur tillagna er til 11. apríl. Hugmyndir skulu berast í Stjórnsýsluhús Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 301 Akranes. Hvalfjarðarsveit Eftir Andra Karl andri@mbl.is „SAMFÉLAGSLEG ábyrgð fyrirtækja felst í skuldbindingu til þess að auka samfélagslega vel- ferð gegnum viðskipti og nýtingu þeirra auðlinda sem fyrirtæki hefur yfir að ráða, eða að beitt sé viðskiptaháttum sem mæta eða ganga lengra en skyldur eða væntingar í siðferðilegum, lagalegum, viðskiptalegum eða umhverfislegum efnum krefj- ast,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- stjóri Reykjavíkur, á fræðslufundi fyrir stjórn- endur hjá borginni í Höfða á föstudag en þar voru framsögumenn Róbert Wessman, forstjóri Actav- is, og Guðjón Magnússon, sviðstjóri umsýslu og almannatengsla hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Spurður um samfélagslega ábyrgð segir Róbert að á hana sé hægt líta frá mörgum sjónarhornum. „Það er í fyrsta lagi hvernig við rekum fyrirtækið, s.s. hvað varðar uppbyggingu á okkar verk- smiðjum en við höfum sett yfir tuttugu milljarða króna í að endurbyggja verksmiðjurnar á und- anförnum árum,“ segir Róbert en fyrirtækið er nú starfandi í 32 löndum og hefur yfir að ráða tuttugu verksmiðjum. Hann segir mikla ábyrgð fylgja því hvernig komið sé fram við starfsfólk og hvernig starfsmannastefnu fyrirtæki séu með, auk þess að það skipti máli varðandi starfsfólkið að fyrirtækið hafi á sér gott orð. „Verksmiðjur okkar losa t.a.m. ekki mengandi efni út í umhverfið.“ Einnig er hægt að líta á samfélagslega ábyrgð út frá fjár- magni sem lagt er í hin ýmsu verkefni og þar hef- ur Actavis lagt sitt af mörkum. „Við höfum tekið þátt í mörgum verkefnum, s.s. að styrkja íþrótta- hreyfinguna, og við höfum haft mjög gaman af því að vinna með Reykjavíkurborg að þessu forvarn- arverkefni,“ segir Róbert og vísar í verkefnið „Youth in Europe“ sem starfrækt er í borgum víðsvegar um Evrópu og Actavis styrkir. Aðspurður hver sé munurinn á því að efla við- skiptavild fyrirtækisins og samfélagslegri ábyrgð segir Róbert það fara alveg saman. Hann segir þá fjármuni sem fara í verkefni sem ekki tengjast starfsemi fyrirtækisins verða til þess að þjappa starfsfólkinu saman. „Fólk er stolt af þessu og að Actavis sé að leggja til fjármuni til flestra af þess- um verkefnum, þannig að inn á við er þetta mjög gott fyrir starfsmennina. Út á við erum við að byggja okkar ímynd,“ segir Róbert og bætir því við að til lengri tíma litið muni þessir fjármunir skila sér aftur til fyrirtækisins. Spurður um verkefni sem eru á döfinni hjá Actavis nefnir Róbert að fyrirtækið horfi á það til lengri tíma að leggja baráttunni við alnæmi lið. „Við höfum verið að þróa töluvert mikið af þeim alnæmislyfjum sem til eru í dag. Í raun og veru er alnæmi stærsta heilsufarsvandamál í heiminum, með um 40 milljónir manna sýktar.“ Róbert nefn- ir Afríku sem dæmi og segir að fyrirtækið muni án efa taka þátt í verkefnum til hjálpar þar. Hann vill hins vegar lítið um málið segja, enda á frum- stigi. Allir ferlar gegnsæir Orkuveitan hefur sett sér markmið í samfélags- legri ábyrgð og segir Guðjón Magnússon hana m.a. felast í því að fyrirtækið tileinki sér bestu viðskiptahætti hverju sinni. „Við erum að setja okkur markmið í því enda erum við að framleiða vöru sem er lífsnauðsyn og það er mikil ábyrgð að skila henni til neytenda rétt. Það sem við ætlum að gera er að ganga lengra en lög og reglur segja til um og tileinka okkur enn frekar góða stjórn- unarhætti með því að hafa alla ferla og allt það sem við erum að gera gegnsætt.“ Guðjón segir umhverfismál einnig hugleikin og innan Orkuveit- unnar vilji menn sýna samfélagslega ábyrgð í þeim efnum. Þar að auki minnist Guðjón á verk- efni sem fer af stað í Afríkuríkinu Djíbútí, en þangað er Orkuveitan að flytja þekkingu. „Við er- um að dreifa þekkingu til þjóða sem ekki hafa hana. Til að mynda í Djíbúti er náttúruauðlindin fyrir hendi en þrátt fyrir það nota menn jarð- efnaeldsneyti til raforkuframleiðslu.“ Fyrirtæki gangi lengra en skyldur segja til um Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viðskiptahættir Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felst meðal annars í því að setja markmið um að tileinka sér bestu viðskiptahætti hverju sinni. Samfélagsleg ábyrgð felst í skuldbindingu til þess að auka velferð Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson, sem er í stjórnarskrárnefnd fyrir hönd Sam- fylkingarinnar, segir að fulltrúa Framsóknarflokksins hefði verið í lófa lagið að ná fram ákvæði um sam- eign á sjávarauðlindinni í stjórnar- skrárnefnd, en staðreyndin sé sú að hann hafi aldrei lyft fingri til þess í nefndinni. Össur sagði að þetta hefði verið stærsta áherslumál Samfylkingar- innar og allir fulltrúar stjórnarand- stöðunnar hefðu stutt að ákvæði af þessum toga yrði tekið upp. Þá hefði sérstakur undirhópur, undir forystu eins af þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins, komist að þeirri niður- stöðu að rétt væri að taka slíkt ákvæði upp og sá hópur hefði skilað tillögu að ákvæði inn á borð stjórn- arskrárnefndar. Formanni nefnd- arinnar, Jóni Kristjánssyni, hefði því reynst auðvelt að koma ákvæðinu í gegn. „Það virtist hins vegar sem Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki minnsta áhuga á því á meðan nefndin var að störfum. For- maðurinn hefur síðan sagt mér það að ekki sé fyrirhugað að halda fleiri fundi í stjórnarskrárnefnd, þannig að ekki bendir það nú til mikils áhuga. Í þessu ljósi er auðvitað mjög undarlegt hvað Framsóknarflokkur- inn hefur allt í einu á síðasta spretti þingsins fengið mikinn áhuga á því að láta á málið reyna,“ sagði Össur. Hann sagði að þarna virtist fyrst og fremst vera um það að ræða að slá pólitískar keilur. Samfylkingin væri þess hins vegar mjög fýsandi að svona ákvæði yrði samþykkt og myndi styðja það. Sömuleiðis væri það óhjákvæmilegt að Framsóknar- flokkurinn yrði látinn standa við stóru orðin á Alþingi áður en það væri úti. Ef Framsókn sæi ekki til þess að frá ríkisstjórninni kæmi til- laga af þessu tagi inn í þingið, í anda þess sem rætt hefði verið um í stjórnarskrárnefnd, myndi hann beita sér fyrir því að stjórnarand- staðan legði fram slíka tillögu og Framsókn yrði þannig látin standa frammi fyrir því hvort hún styddi slíka tillögu eða ekki. „Framsóknar- flokkurinn verður látinn standa við þessar yfirlýsingar.“ Í lófa lagið að ná fram ákvæði um sameign Össur Skarphéðinsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkni- efnabrot og vopnalagabrot auk hrað- akstursbrota. Hafði hann ríflega 100 grömm af hassi í fórum sínum, 20 stykki af LSD, 7 grömm af kókaíni og 2,40 grömm af amfetamíni sem gerð voru upptæk með dómi. Fíkni- efnin voru geymd í skjalaskáp og fal- in í gólfi þegar þau lögregla lagði hald á þau. Einnig var tekinn af manninum 222 cal. riffill af gerðinni Bruno ZKK601 sem hann sagðist hafa fengið að láni en án þess að leggja fram skriflega heimild því til sönnunar. Maðurinn hefur áður komið við sögu dómstóla vegna fíkniefnabrota auk þess sem hann hefur þrisvar sinnum áður fengið refsingu fyrir umferðarlagabrot. Dómurinn tók tillit til játningar mannsins. Auk þess kvaðst maður- inn hafa söðlað um í lífinu og vera hættur óreglu. Sagðist hann hafa slitið sambandi við fyrrverandi fé- laga sína sem voru með honum í óreglunni. Þá stundaði hann fasta vinnu og væri enn að nokkru leyti í sambúð með barnsmóður hans og sinnti börnum þeirra reglulega. Dómurinn taldi að skilorðsbinda mætti refsingu mannsins út frá þess- um forsendum en auk fangelsisvistar var hann dæmdur í 50 þúsund kr. sekt ásamt greiðslu 149 þúsund kr. sakarkostnaðar. Málið dæmdi Guðmundur L. Jó- hannesson héraðsdómari. Skipaður verjandi ákærða var Jón Egilsson héraðsdómslögmaður og sækjandi var Alda Hrönn Jóhannsdóttir fulltrúi lögreglustjórans í Hafnar- firði. Fangelsi fyrir fíkniefni Hættur í óreglu og fékk skilorð ♦♦♦ DANSKUR björgunarbátur náði í íslenskan sjómann sem slasaðist á hendi á föstudagskvöld og flutti hann til læknis á Borgundarhólmi. Fram kemur að íslenski sjómað- urinn hafi verið um borð í þýskum togara, sem hafi verið of stór til að sigla til hafnar í Nexö. Maðurinn hafði misst fingur og brotið annan fingur þegar hann var að vinna við trollið um borð. Slasaðist á hendi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.