Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 26
heilbrigðismál 26 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ É g yfirgaf Ísland um mitt ár 2002 og skildi við Geðræktarverkefnið sem hafði breyst úr hugmynd í nokkuð viðamikið lýðheilsuverkefni á fjórum árum. Hugmynd sem snerist um að efla geðheilbrigði allra Íslendinga og reyna að gera landsmönnum grein fyrir að öll ættum við geðheilsuna sameiginlega og mikilvægt væri að koma auga á allt það sem við eigum sameiginlegt áður en við dæmum (hvert annað) út frá því sem skilur okkur að. Sú hugsun var grunnur þeirrar hugmyndafræði jafnaðar og mannúðar sem Geðræktarverkefnið var keyrt eftir. Það var töluvert átak að beita m.a. merkingarfræði tungumálsins og hugmyndum markaðsfræðinnar til að breyta viðhorfum, vinna á for- dómum, bæta líðan almennings, létta byrði samfélagsins vegna geðrask- ana og auka forvarnir og fræðslu um geðsjúkdóma og geðheilbrigði. En þessi voru meginmarkmið verkefn- isins. Ég fékk staðfestingu á að verk- efnið hefði náð fótfestu er könnun Gallups sýndi í október 2002 að 50% landsmanna höfðu vitneskju um verkefnið. Óljóst var hins vegar að hve miklu leyti markmið okkar hefðu náðst á þessum þremur árum. Ég skildi við verkefnið innan vé- banda Landlæknisembættisins, en embættið var einn af fjórum rekstr- araðilum þess. Í dag er verkefnið hins vegar innan vébanda Lýð- heilsustöðvar. Það sem gerði verk- efnið sérstakt var samvinna allra þriggja geira samfélags, þ.e. ríkis, markaðar og borgaralegs samfélags. Drifkrafturinn kom úr borgarlegu samfélagi, markmiðin mótuð með skapalóni heilbrigðisáætlana ríkisins og peningarnir komu frá fyrir- tækjum á markaði sem uppfylltu þannig þá enn óskilgreinda félags- lega ábyrgð sína. Að auki stefndi verkefnið ávallt að því að vinna út frá láréttri nálgun þar sem áherslum ríkis og borgaralegs samfélags væri blandað saman og sáttum náð um áherslur í einstökum málum og að- gerðum innan þeirra. Þessi hug- myndafræði gekk vel og varð ein- kennandi fyrir verkefnið og án efa stór þáttur í að Geðrækt fékk síðar viðurkenningu WHO og World Fe- deration for Mental Health fyrir fyr- irmyndarverkefni í geðrækt sem veitt voru á alþjóðlegri ráðstefnu á Nýja-Sjálandi árið 2004. Slík lárétt nálgun að málefnum samfélagsins er mér enn ofarlega í huga og tengist hún „opnu lýðræði“ sem nú er mjög til umfjöllunar í allri stjórnsýslu. Er ég fullviss um að slík nálgun er samstarfsgrundvöllur framtíðar er kemur að stjórn- og framkvæmda- málum, hvort sem um er að ræða geðheilbrigðismál eða önnur sam- félagsmál. Nánar að því í þriðju greininni. Fögur fyrirheit Frá því ég hóf störf að geðheil- brigðismálum árið 1994 hafði ég haft metnað til að vinna að málaflokknum á alþjóðvettvangi og þá helst fyrir stofnun eins og Alþjóðaheilbrigðis- stofnunina (WHO). Strax í upphafi starfa innan Geðræktar hér heima komst ég í samband við stofnunina bæði í gegnum ráðstefnur og alþjóð- legt samstarf. Ég taldi víst að innan vébanda slíkrar stofnunar Samein- uðu þjóðanna (SÞ) væri auðveldlega hægt að stuðla að breytingum með hag notenda og aðstandenda í huga. (Í greinum þessum nota ég orðið „notendur“ yfir þá einstaklinga sem nota eða notað hafa geðheilbrigð- iskerfi viðkomandi landa.) Það varð því snemma keppikefli mitt að komast í þá stöðu að fá tæki- færi innan WHO að starfa að nauð- synlegum breytingum og vinna að umbótum í málefnum notenda þegar kemur að meðferðarmálum, mann- réttindum, félagslegri virkni þeirra og atvinnuþátttöku, fordómum og mismunun auk geðheilbrigðismála almennt. Auk þess var það mín sýn að stuðla að hugmyndafræðilegri kú- vendingu frá afleiðingamiðaðri, læknisfræðilegri nálgun að orsaka- tengdari, félagslegri nálgun með áherslu á vinnu með styrkleika og heilbrigði þeirra sem glíma við geð- raskanir. E.t.v. má segja að ég hafi viljað ná einhverju jafnvægi í veröld þar sem afleiðingatengd inngrip í það ójafnvægi sem knýr kapitalískan markað hafa keyrt um koll og í geð- heilbrigðismálum eins og mörgum öðrum málaflokkum þarf að nást nýtt og „skynsamlegra“ jafnvægi. Þetta var mér hins vegar ekki ljóst er ég hóf ferð mína innan WHO. Þau ár sem ég rak Geðræktar- verkefnið var ég í nokkuð stöðugu sambandi við einstaklinga er störf- uðu innan vébanda WHO, en það var svo ekki fyrr en í júnímánuði árið 2003, er ég var við nám við Háskól- ann í Bath, að mér stóð til boða að koma í starfsnám til höfuðstöðva stofnunarinnar í Genf í Sviss. Starfsnámið stóð yfir í rúmlega þrjá mánuði og var mjög gagnlegt. Ég skrifaði á þeim tíma það efni um Geðrækt sem seinna vann til verð- launa WHO og WFMH sem áður var minnst á. Hjá geðheilbrigðissviðinu innan höfuðstöðvanna starfa um 30 manns en öllu færri á geðheilbrigðis- sviðum innan hverrar svæðaskrif- stofu sem voru sex, víðsvegar um heiminn. Ein þeirra var Evrópuskrif- stofan sem aðsetur hafði í Kaup- mannahöfn. Undir þeirri skrifstofu voru 52 lönd Evrópu og Mið-Asíu. Í Genf frétti ég af væntanlegum ráð- herrafundi Evrópuskrifstofunnar í Helsinki um geðheilbrigðismál og mögulegri stöðu innan Evrópuskrif- stofunnar fyrir aðila sem gæti tengt þessa alþjóðlegu stofnun betur við borgaralegt samfélag notenda og að- standenda. Það þótti æskilegt að slíkur ein- staklingur byggi sjálfur yfir notenda- reynslu jafnframt því sem hann hefði góða menntun. Ég virtist brúa „gjána“, þrátt fyrir að minni reynslu sem notandi hefði lokið 10 árum áð- ur. Það fór svo að ég hóf störf innan WHO-EURO titlaður sem sérfræð- ingur í mars 2004. Verksviðið var undirbúningur ráðherrafundar allra heilbrigðisráðherra 52 aðildarlanda WHO-EURO um geðheilbrigði í álf- unni sem halda átti í Helsinki í jan- úar 2005. Ráðningin var til eins árs og stóðu heilbrigðis- og félagsmála- ráðuneytin íslensku straum af um 70% af kostnaði við þessa skamm- tímastöðu. Var það að stórum hluta dr. Guðjóni Magnússyni að þakka að staðan komst á koppinn. Guðjón hef- ur nokkur undanfarin ár gegnt einni af framkvæmdastjórastöðunum inn- an WHO-EURO. Fundurinn í Helsinki Við geðheilbrigðissviði WHO- EURO var á þessum tíma að taka nýr yfirmaður, Dr. Matt Muijen, geð- læknir eins og yfirmenn sviðsins hafa allir verið hingað til. Hann, ásamt Dr. Simo Kokko, frá Finnlandi, hafði umsjón með því að skipuleggja ráð- herrafundinn og ráðstefuna. Það stóð til að boða um 400 þátttakendum frá 52 löndum. Mitt verkefni var að tryggja að notenda-, aðstandenda- og önnur fé- lagasamtök í, bæði sem voru starf- andi innan einstakra landa og þau sem störfuðu á alþjóðavísu (INGO’s), s.s. Amnesty International o.fl., ættu fulltrúa á ráðstefnunni og fengju tækifæri til að kynna verkefni sín og störf. Einnig var það mikilvægt hlut- verk mitt að sjá til þess að hver og ein sendinefnd frá öllum löndunum hefði a.m.k. einn notanda eða aðstandanda meðal þeirra að meðaltali fjögurra sem skipuðu hverja sendinefnd. Fyr- ir sum landanna var það erfitt því í mörgum þeirra var engin hefð fyrir því að notendur og aðstandendur mynduðu félög í borgaralegu sam- félagi til að berjast fyrir rétti sínum. Í sumum löndunum, sérstaklega fyrr- um kommúnistaríkjum, var borg- aralegt samfélag einfaldlega óþekkt stærð eða mjög ungt, enda fætt um leið og lýðræðið, og var því afar brot- hætt, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Verkefnið sem átti að fjalla um á ráðherrafundinum var fjölþætt. Það vinnuferli sem leiddi að þeirri yfir- lýsingu og aðgerðaráætlun (Helsinki- skjöl) sem undirrituð voru í Helsinki var nokkuð flókið og þungt í vöfum. Bæði er málaflokkurinn huglægur og því margtúlkanlegur, m.a. í merking- arfræði tungumálsins, og öll vinna að honum lík því að moka snjó í stormi frekar en að slá grasflöt á sumardegi, þar sem maður veit hvað unnið er og hvað óunnið. Einnig var ráðstefnan samstarfs- verkefni WHO-EURO, Evrópusam- bandsins og Evrópuráðsins og því þurftu margir ólíkir aðilar að koma að og samþykkja hvernig hrista skyldi þann kokkteil sem drekka ætti í Helsinki þannig að öllum líkaði. Starfið var að mestu leyti fólgið í því að rekja sig niður hugmyndafræði- legt tré geðheilbrigðis að þeim stofni sem allir gætu sætt sig við og síðan var byrjað að fikra sig upp tréð á ný til að ná sem víðtækastri samstöðu um þau atriði sem ólík lönd og hags- munahópa greindi á um. Í þessari vinnu við að skrifa Helsinkiskjölin reyndi ég sem best að gæta hags- muna notenda og aðstandenda ásamt annarra aðila í borgaralegu samfélagi sem höfðu svo oft áður, í sambæri- legri vinnu innan alþjóðastofnana, verið sniðgengnir eða aðeins hlustað á til málamynda. Í þetta sinn tókst bæði í undirbúningsferli ráðherra- fundarins og í Helsinkiskjölunum sjálfum að tryggja gilda þátttöku og innkomu fyrrnefndra hags- munahópa. Verkefnið var í raun tvíþætt. Ann- ars vegar að semja yfirlýsingu og að- gerðaáætlun sem öll ríkin 52 gætu skrifað undir og hins vegar að setja saman 4–5 daga ráðstefnu utan um ráðherrafundinn þar sem fulltrúar landanna, fræðimenn, notendur og aðstandendur gætu mæst, tekist á um málaflokkinn, hlustað hverjir á Stuðlað að breytingum Greinarhöfundur með þáverandi framkvæmda- stjóra WHO, Gro Harlem Brundtland á ráðstefnu í Atlanta árið 2000. Draumurinn um Alþjóða- heilbrigðisstofnunina Það var í marsmánuði árið 2004 sem ég hóf störf fyrir geð- heilbrigðissvið Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar (WHO-EURO) í Kaupmannahöfn – þá ný- kominn úr meistaranámi í Alþjóðlegri stefnumótun við Háskólann í Bath á Englandi, sem beindist að stefnumótun í heilbrigðis- og félagsmálum, með geðheilbrigðismál sem sérstakan áhugaflokk, þrátt fyrir að námið miðaðist að stefnumótun fyrirtækja jafnt og ríkis í hnattvæddum heimi. Ég hafði í 10 ár þar á undan starfað á Íslandi, fyrst að málefnum geðsjúkra og síðar meir að þeirri hugmynda- fræði er tengdist Geðrækt – verkefni sem ég hafði átt frumkvæði að, lagt hugmyndafræðilegan grunn að og rekið fyrstu árin. Sú hugmyndafræði tengdist geðheilbrigði og því heila í okkur öllum og orsakaþáttum þess. Mig langar nú að deila með lesendum í máli og myndum, reynslu minni, skoðunum og sýn sem mér hefur hlotnast á þennan málaflokk síðustu 13 árin með sérstakri áherslu á síðustu 3–4 ár á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Reynsla mín er svolítið sérstök þar sem ég hef staðið báðum megin við þjónustuborðið. Fyrst fyrir 13 árum þjónustuþegamegin sem ungur læknanemi í miklu oflæti og fárveikur. Síðar þjón- ustuveitendamegin sem starfsmaður geðdeilda Landspítala – háskólasjúkrahúss (LSH), talsmaður Geðhjálpar, hagsmuna- samtaka geðsjúkra í borgaralegu samfélagi, frumkvöðull og verkefnisstjóri Geðræktar, samstarfsverkefnis Geðhjálpar, Landlæknisembættisins, LSH og Heilsugæslunnar í Reykja- vík, og að síðustu sem sérfræðingur í geðheilbrigðismálum hjá WHO-EURO til síðustu tæplega þriggja ára, auk þess að starfa sem alþjóðlegur fyrirlesari um geðheilbrigðismál út frá tilvistarlegu sjónarhorni með aðferð uppistandarans. Tilgangur greinaflokksins er margþættur. Fyrst og fremst vil ég gefa lesendum sýn inn í líf þeirra sem búa við geðraskanir í fátækari hluta Evrópu og hve mikil þörf er á þróunaraðstoð í formi fjármagns, þekkingar og mannauðs. Í annan stað langar mig að vekja athygli á vinnu og viðleitni WHO-EURO sem undanfarin ár hefur á grundvelli sam- þykkta ráðherrafundar í Helsinki 2005 um geðheilbrigð- ismál stuðlað að hugmyndafræðilegum breytingum í anda opins lýðræðis í geðheilbrigðisþjónustu í Evrópu. Í þriðja lagi vil ég útlista þá sýn sem ég hef á hvernig best verði staðið að stefnumótun, samvinnu og framkvæmdum til fram- fara í málaflokknum hér heima og hvernig sú hugmynda- fræðilega gjá, sem talað hefur verið um í geðheilbrigð- ismálum á Íslandi, verði best brúuð og kynna til sögunnar hugmynd um samstarfsgrunn. Þetta verða þrjár greinar sem munu birtast hér í blaðinu næstu helgar. Í þjónustu geðheilbrigðis í Evrópu Eftir Héðin Unnsteinsson | Fyrsta grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.