Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlent | Rússar hafa lýst yfir andstöðu sinni við að Bandaríkjamenn komi upp eldflaugaskildi í Evrópu. Svipmynd | Jelena Bonner, ekkja Andreis Sakharovs, er ómyrk í máli um aðstæður í Rússlandi um þessar mundir. Tíska | Það er til siðs að hneykslast á mjóum sýningarstúlkum og margir vilja grípa í taumana, en er eitthvað á bak við stóru orð- in? VIKUSPEGILL » Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is Líkur hafa aukist á að áform Banda-ríkjamanna um að koma upp varn-arkerfi gegn eldflaugum í Evrópuverði að veruleika. Stjórnvöld í Pól- landi og Tékklandi hafa lýst yfir áhuga á að hýsa búnaðinn sem kerfinu fylgir og á dögunum var frá því skýrt að hátt settir embættismenn hefðu rætt þann möguleika að slíku varnarkerfi yrði jafnframt komið fyrir í Bretlandi. Nokkra at- hygli vekur að andstæðingar slíkra varna skuli ekki hafa látið til sín taka af meiri þunga en raun ber vitni. Þá stöðu mála má ef til vill skýra með tilvísun til þeirra herskáu ummæla sem borist hafa frá Íran að undanförnu enda er kerfið m.a. hugsað til að unnt reynist að bregðast við mögulegum ógnunum af hálfu ráðamanna þar. Áætlun um evrópskan „eldflaugaskjöld“ minnir vísast marga á orðræðu kalda stríðsins. Áformin má enda rekja til geimvarnaráætlunar þeirrar sem unnið var að í Bandaríkjunum í for- setatíð þeirra Ronalds Reagans og George Bush, föður núverandi forseta. Áætlunina kynnti Reagan í frægri ræðu er hann hélt í marsmánuði árið 1983 þegar hann gerði grein fyrir þeirri tillögu sinni að þróað yrði varnar- kerfi í geimnum sem fært myndi reynast um að tortíma aðvífandi eldflaugum og þannig hefta kjarnorkuárás. Áætlun þessi kallaðist SDI (e. „Strategic Defense Initiative“) en andstæðing- ar hennar töldu vísindaskáldskap hér á ferð og kenndu hugmynd kvikmyndaleikarans gamla við bíómyndirnar um „stjörnustríðið“ (e. „Star Wars“). Mörgum þótti allt frá upphafi vega sýnt að geimvarnaráætlunin yrði ekki að veruleika. Og það mat reyndist rétt. Á hinn bóginn fóru fram merkar rannsóknir og tilraunir innan vébanda hennar og hún átti án nokkurs vafa þátt í að stytta kalda stríðið. Samhæft ratsjár- og eldflaugakerfi Áætlunin um „Evrópuskjöldinn“ er mjög ein- földuð útgáfa af kerfi því sem Reagan forseti lét sig dreyma um. Í stað búnaðar í geimnum verð- ur kerfið „jarðbundið“ í eiginlegri og yfirfærðri merkingu. Gert er ráð fyrir að ratsjárkerfi verði komið fyrir í Tékklandi og Pólverjar taki við tíu skotpöllum fyrir varnarflaugar. Hugmyndin er sú að kerfin verði öldungis samhæfð þannig að ratsjárkerfið greini og kortleggi flug eldflauga sem óvinaríki kunna að skjóta á loft. Búnaður- inn mun síðan ræsa gagnflaugarnar í Póllandi, stýra þeim að eldflaugum óvinarins og tortíma þeim. Bandaríkjamenn ráða nú þegar yfir slíku varnarkerfi. Þar vestra er að finna tvær eld- flaugastöðvar, í Kaliforníu og Alaska. Talið er að þær hýsi alls 16 skotpalla fyrir gagnflaugar. Fulltrúar bandarískra stjórnvalda hafa sótt málið af vaxandi þunga á undanliðnum árum og viðbrögð ráðamanna í Póllandi og Tékklandi hafa verið jákvæð. Verulegur skriður hefur komist á umræðuna um „Evrópuskjöldinn“ á síðustu mánuðum og ákvörðun gæti legið fyrir í sumar. Skoðanakannanir sýna hins vegar að veruleg andstaða er í röðum alþýðu manna við áform þessi í löndunum tveimur. Í pólitísku til- liti kann því að reynast erfitt að hrinda áætl- uninni í framkvæmd. Í bréfi sem Victoria Nuland, sendiherra Bandaríkjanna hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO), sendi aðildarþjóðunum 23. janúar sl. er gerð grein fyrir „eldflaugaskildinum“ og er þar vísað sérstaklega til mögulegrar þátttöku Breta í áætluninni auk þess sem vikið er að dönsku ratsjárstöðinni í Thule á Grænlandi. Til greina þykir koma að uppfæra og nýta búnað sem þar er að finna í þessu skyni. Fram kemur og að hugsanlega verði leitað til annarra NATO- þjóða eftir aðstoð. Þær upplýsingar fengust í ut- anríkisráðuneytinu íslenska að ekki hefði verið leitað eftir aðkomu Íslendinga að kerfinu. Járnbrautarlest án hemla Rússar eru æfir vegna áforma Bandaríkja- manna en almennt má segja að andstaða við þau sýnist lítil í Evrópu. Freistandi er að álykta sem svo að kjarnorkuáform stjórnvalda í Íran og Norður-Kóreu ráði þar mestu. Fyrir liggur að stjórn Kim Jong-il, leiðtoga Norður-Kóreu, ræður yfir (næstum því ábyggilega) frumstæð- um kjarnorkuvopnum. Jafnframt er þar unnið skipulega að þróun langdrægari og nákvæmari eldflauga. Nágrannaríki hafa þungar áhyggjur af þeim tilraunum. Klerkastjórnin í Íran hyggst hvergi láta und- an þrýstingi um að falla frá kjarnorkuáætlun sinni. Mahmoud Ahmadinejad, málglaður og ágætlega villtur forseti landsins, hefur þráfald- lega látið slík ummæli frá sér fara og á sunnu- dag lýsti hann yfir því að kjarnorkuáætlunin líktist einna helst „járnbrautarlest án hemla“. Greinilegt er að ýmsir í Íran hafa vaxandi áhyggjur af herskáum yfirlýsingum forsetans sem telur m.a. að Ísraelsríki eigi sér ekki til- verurétt. Um liðna helgi greindu síðan íranskir fjöl- miðlar frá því að skotið hefði verið á loft eldflaug sem náð hefði út fyrir gufuhvolf jarðar. Tals- menn Bandaríkjahers sögðu raunar að sannanir hefðu ekki fengist fyrir því að tilkynningin ætti við rök að styðjast og engin merki um eldflauga- skotið hefðu verið greinanleg. Á vettvangi öryggis- og varnarmála greina menn ógn einkum með tvennum hætti; leitast er við að leggja mat á annars vegar áform mögu- legra óvina og hins vegar getu þeirra til að valda skaða. Víða á Vesturlöndum telja ráðamenn og sérfróðir sýnt að Íranar stefni að því að eignast kjarnorkuvopn og samþykktir á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna ber að skoða í því ljósi. Stjórn- völd í Íran hafa augsýnilega í hyggju að þróa fram öflugri eldflaugar. Reynist Írönum unnt að koma gereyðingarvopnum fyrir í slíkum burðarkerfum er deginum ljósara að algjör um- bylting hefur orðið í alþjóðlegum öryggismál- um. Vörn gagnvart „útlagaríkjum“ Bandaríkjamenn leggja enda áherslu á að „eldflaugaskjöldurinn“ evrópski sé hugsaður sem vörn við hugsanlegum árásum svonefndra „útlagaríkja“. Í þeim hópi eru haldin Íran og Norður-Kórea. Að þessu leyti er hugsunin sú sama og hjá Reagan forðum; SDI-áætlun hans var ætlað að snúa við nokkrum helstu kenni- setningum fælingarstefnunnar. Í stað hótunar um „gagnkvæma gjöreyðingu“ í kjarnorkustríði (e. „Mutual Assured Destruction“ – MAD) átti að koma varnargeta gagnvart árás með lang- drægum eldflaugum. Á dögum kalda stríðsins var almennt litið svo á að geta til að verjast eld- flaugaárásum hefði í för með sér að stöðugleiki raskaðist. Af þeim sökum var sáttmáli gerður árið 1972 um takmarkanir gagneldflaugakerfa (ABM-samningurinn). Hann hélt í 30 ár; George W. Bush og Vladímír V. Pútín Rúss- landsforseti náðu samkomulagi um að leggja hann til hliðar árið 2002. Rússar óttast vopnakapphlaup Í Rússlandi telja ráðamenn áform um eld- flaugavarnir í Evrópu fela í sér hótun um nýtt vopnakapphlaup þar eð ríkjandi jafnvægi á þessu sviði í álfunni muni augljóslega heyra sög- unni til. Þetta mat er augljóslega í anda þeirrar herfræði kalda stríðsins sem lýst var stuttlega hér að ofan. Yfirlýsingum Bandaríkjamanna þess efnis að evópska varnarkerfinu sé ekki ætlað að skapa varnargetu gagnvart mögulegri árás frá Rúss- landi hefur einfaldlega verið vísað á bug. At- hygli vakti er Níkolaíj Solovtsov, yfirmaður kjarnorkuherafla Rússlands, lýsti yfir því um miðjan febrúar að Rússar kynnu að beina gjör- eyðingarvopnum sínum að skotmörkum í Tékk- landi og Póllandi féllust stjórnvöld þar á beiðni Bandaríkjamanna um aðstöðu fyrir evrópska varnarkerfið. Condoleezza Rice, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði þessi ummæli hers- höfðingjans „sérlega óheppileg“. INF-sáttmálinn í hættu? Júríj N. Balújevskíj, yfirhershöfðingi, sagði í viðtali á dögunum að Rússar kynnu að sjá sig til- neydda til að segja sig frá INF-sáttmálanum um upprætingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga frá árinu 1987. Ákvörðun Rússa í þessu efni gæti mótast af framgöngu Bandaríkja- stjórnar. Áætlun Bandaríkjamanna um eld- flaugavarnarkerfi í Evrópu væri óskiljanleg með öllu. Hershöfðinginn kvað fyrir liggja að mörg ríki áformuðu að koma sér upp meðal- drægum eldflaugum (viðtekna skilgreiningin er sú að þar ræði um eldflaugar sem draga 500 til 5.000 kílómetra) og Rússar þyrftu að bregðast við þeirri stöðu mála. Sergeij B. Ívanov, varn- armálaráðherra Rússlands (og hugsanlegur eft- irmaður Pútíns á forsetastóli), hefur sagt að INF-samningurinn sé barn síns tíma, þ.e. kalda stríðsins. Sergeij V. Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í blaðaviðtali fyrir tæpum tveimur vikum, að varnarkerfið í Evrópu sýndi að Bandaríkjamenn hygðust leitast við að ná forskoti á Rússa á sviði vígbúnaðarmála. Þörf væri á nýjum samningum um afvopnun til að skapa traust með þjóðunum. INF-sáttmálinn var undirritaður á söguleg- um leiðtogafundi þeirra Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í Washington í desembermánuði árið 1987. Gjörninginn má tengja Reykjavíkur- fundi þeirra piltanna árið áður og utanríkisráð- herrafundi NATO sem haldinn var hér á landi vorið 1987 þegar uppræting meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu var staðfest sem samningsmarkmið af hálfu Vesturlanda. „Skjöldurinn“ verði virkur 2012 George W. Bush Bandaríkjaforseti leggur þunga áherslu á „Evrópuskjöldinn“. Milljarðar Bandaríkjadala hafa nú þegar verið teknir frá til þessa verkefnis. Eftir því sem næst verður komist er stefnt að því að vinna við ratsjárkerfið í Tékklandi hefjist á næsta ári. „Skjöldurinn“ á að verða að veruleika fyrir árið 2012. Líkt og í tíð Reagans heitins eru uppi efa- semdir um að slíkt varnarkerfi geti komið að til- ætluðum notum. Í pólitískum efnum vekur at- hygli hversu lítil viðbrögð áætlunin um varnarskjöldinn hefur vakið í Evrópu. Það á eft- ir að breytast þótt tæpast sé í uppsiglingu deila sambærileg við þá sem geisaði í álfunni um með- aldrægar eldflaugar Bandaríkjamanna á átt- unda og níunda áratug aldarinnar nýgengnu. Um er að ræða varnarkerfi en ekki árásarbúnað sem hannaður er í samræmi við kennisetningar kalda stríðsins. Ógnin er önnur og veruleiki al- þjóðlegra öryggismála flóknari en áður var. Eldflaugaskjöldur í Evrópu Hugmyndir Bandaríkjamanna loftvarnarkerfi gegn eldflaugum í Evrópu eru komnar á nokkurn rek- spöl og hafa fjögur lönd verið nefnd í sambandi við hana, Tékkland, Pólland, Grænland og Bretland Reuters Vígvæðing Meðaldræg pakistönsk eldflaug af gerðinni Shaheen II, Hatf VI tekur flugið í til- raunaskyni 23. febrúar. Eldflaugin getur borið kjarnahleðslu allt að 2.000 kílómetra. ERLENT»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.