Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 51
|sunnudagur|4. 3. 2007| mbl.is Opnum útsölumarkað mánudag kl. 12.00 á Laugavegi 116 (við hliðina á Tryggingastofnun Ríkisins) Góðar vörur á frábæru verði Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is HÚN heldur upp á 50 ára dæg- urlagasöngafmæli sitt um þessar mundir, hún Helena Eyjólfsdóttir. „Hvað er hún eiginlega gömul?“ hljóta margir að hugsa, eins og blaðamaður gerði, – ekki síst þegar á daginn kom, að þegar dægur- söngferillinn hófst var fyrsti söng- ferill hennar að baki. Það rifjast upp mynd af snjáðri lítilli 45 snúninga plötu í bláu hulstri, með mynd af Austurvelli og Dómkirkjunni, undir hvítum stjörnuhimni, – uppáhaldsjólaplötu margra á þeim árum. Þar söng Helena sálma við undirleik Páls Ís- ólfssonar dómorganista. „Ég var tólf ára þegar ég söng sálmana, en þá var ég búin að koma fram og syngja við ýmsar uppákomur frá því ég var níu ára,“ segir Helena og rifjar upp skemmtikraftakynn- ingu Péturs Péturssonar útvarps- þular í Þjóðleikhússkjallaranum á sunnudögum. „Ég man nú ekki mikið eftir þessu. En ég var að skoða gamlar blaðaúrklippur og þá kom í Morgunblaðinu smá klausa um að þar syngi ég falleg Bach-lög og að Guðrún Pálsdóttir söngkenn- ari spilaði undir.“ Guðrún, var söngkennari í Melaskóla; en tók Helenu heim í einkatíma. „Ég var alltaf að syngja. Mamma fór með mig til Sigurðar Birkis söng- málastjóra, og hann kom mér í nám til Guðrúnar. Hún var ekkja Héðins Valdimarssonar. Ég fór heim til hennar tvisvar í viku, í fína húsið hennar á Sjafnargötu 14, sem mér fannst vera höll. Þar bjuggu þær mæðgur, hún og Bríet. Guðrún kenndi mér endurgjaldslaust og reyndist mér einstaklega vel. Hjá henni lærði ég ýmis undir- stöðuatriði í söng sem hafa alltaf nýst mér.“ Helena segir að alltaf hafi staðið til að hún héldi áfram söngnámi; – eða þar til hún stakk af í dægurlögin. Söng á fyrstu rokktónleikunum Þess var heldur ekki langt að bíða að Helena léti að sér kveða þeim megin, og á tónleikum sem hún kallar „fyrstu rokktónleikana á Íslandi“ söng hún, rétt orðin fimm- tán ára gömul, og við þá eru tíma- mótin í dag miðuð. „Þar söng ég fyrir hlé, með hljómsveit Gunnars Ormslev, dæg- urlög þess tíma. Eftir hlé kom svo fram hljómsveit sem hét Tony Crombie and the Rockets og ærði íslenskan æskulýð. Það var SÍBS sem stóð fyrir tónleikunum, sem voru í Austurbæjarbíói. Þetta var mjög vinsælt, og ég man að það voru ellefu tónleikar,“ segir Helena og í röddinni leynir sér ekki ang- urværð endurminninganna. „Það var alltaf fullt og rokkið rétt að byrja.“ Spurð hvers best og notalegast sé að minnast frá löngum og far- sælum ferli segir Helena útilokað að nefna eitthvað eitt. „Jú, ætli mér þyki ekki best að minnast allra þeirra góðu hljóðfæraleikara og söngvara sem ég hef starfað með. Ég er líka full þakklætis fyrir að hafa getað sungið svona lengi og haldið röddinni minni. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Helena tók strax ástfóstri við Akureyri sem barn, er hún dvaldi þar sumarlangt hjá föðurbróður sínum. Þegar henni bauðst að syngja með bræðrunum Ingimar og Finni Eydal, árið 1958, þegar þeir voru að stofna Atlantic-kvartettinn, þá þurfti ekki að biðja hana tvisv- ar. „Þá vorum við Óðinn Valdi- marsson söngvarar. Þetta var stór- kostlegt sumar, allt gekk svo vel, og við vorum fljótlega farin að spila inn á plötur og urðum mjög vinsæl. Ég fann aldrei fyrir öðru en að mér væri vel tekið á Akureyri.“ Ekki eintóma pöbba Það hefur margt breyst frá því að Reykjavíkurtelpan með engla- röddina ákvað að vippa sér yfir í dægurlagasöng. „Núna eru svo margir að syngja, – og margir góð- ir. Í þá daga var þetta einn og einn. Manni var eiginlega bara kippt í þetta og gerði ekkert sjálfur til að koma sér á framfæri – bolt- inn rúllaði af stað og varð stærri og stærri. Mér finnst hafa breyst til betri vegar á þessum tíma hvað margir hafa tækifæri til að koma sér áfram. En mér finnst hins veg- ar slæmt hvernig skemmtanamenn- ingin í landinu hefur þróast – þeg- ar fólk er að fara út klukkan eitt á næturnar. Áður voru böllin búin klukkan tvö. Ég myndi vilja breyta opnunartíma skemmtistaða, og fá aftur gömlu góðu húsin sem höfðu yfir sér þá stemmningu að fólk langaði að dansa, eins og Sjallinn var – ekki eintóma pöbba.“ Afmælistónleikar í Salnum Helena – í hálfa öld er yfirskrift afmælistónleikanna, en þeir verða í Salnum í Kópavogi í kvöld, og sunnudagskvöldið 11. mars, kl. 20. Það verður reisn yfir tónleikunum og tvær hljómsveitir sem koma fram með Helenu auk gesta. Óskar Einarsson er tónlistarstjóri hennar og með honum leika fyrir hlé: Jón Elvar Hafsteinsson, Jóhann Ás- mundsson, Benedikt Brynleifsson og Sigurður Flosason, en sérstakur gestur í fyrri hlutanum verður Ragnar Bjarnason. „Eftir hlé verð ég með gamla félaga mína úr hljómsveit Ingimars Eydal. Þeir vilja kalla sig Hvíta máva, og þeir mega það,“ segir Helena og hlær. Hún nefnir fyrstan til sögunnar Brynleif Hallsson, söngvara og gít- arleikara, en hann er faðir Bene- dikts trommuleika. Þá eru einnig í hljómsveitinni Grímur Sigurðsson, Gunnar Ringsted, Kristján Guð- mundsson, Sævar Benediktsson og Árni Ketill Friðriksson. Það kemur varla á óvart að gestasöngvari með Helenu eftir hlé verður Þorvaldur Halldórsson. „Í fyrra hluta tónleikanna kem ég til með að syngja lög sem ég er þekkt fyrir og eins lög sem ég hef haft gaman af að syngja gegnum árin og nokkur djasslög. Þetta eru lög eins og Bel ami, Ástarljóðið mitt, Woman in love, Í rökkurró (Manstu ekki vinur), Hvítir mávar og fleira. Eftir hlé verða enn þekktari lög: Á skíðum skemmti ég mér, María Isabel, og við Valdi bregðum á leik í Ég tek hundinn. Bæði Raggi Bjarna og Þorvaldur syngja svo sín lög sem þeir velja sjálfir. Aðalatriðið verður að hafa þetta gaman og leyfa gleðinni að flæða til fólksins.“ Stakk af í sönglögin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Helena „Núna eru svo margir að syngja – og margir góðir. Í þá daga var þetta einn og einn.“ Fjör Helena með Hljómsveit Finns Eydal í Leikhúskjallaranum 1962. Helena Eyjólfsdóttir heldur upp á 50 ára dægurlagasöngafmæli í Salnum í kvöld staðurstund Árni Matthíasson fjallar um Patrick Wolf sem sendi nýverið frá sér sína þriðju breiðskífu þó hann sé aðeins 23 ára. » 53 tónlist Finnska söngkonan Lilli Paasi- kivi söng með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands á tónleikum síð- astliðinn fimmtudag. » 52 dómur Anna Nicole Smith var borin til grafar á Bahamaeyjum og hvílir við hlið sonar síns sem lést fyr- ir skömmu. » 61 fólk Óhætt er að segja að miðasala á tónleikaferð Take That hafi farið vel af stað því nú eru yfir 370 þúsund miðar seldir. » 55 tónlist Daniel Radcliffe ætlar að sveifla töfrasprotanum sem Harry Potter í tveimur kvikmyndum til viðbótar. » 63 kvikmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.