Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.03.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 4. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Bettý JúlíannaPálmadóttir Hansen, húsmóðir og verslunarmaður í Reykjavík, fæddist á Blönduósi 17. júlí 1919. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálmi Pálma- son, verkstjóri, verk- taki og fiskverkandi í Reykjavík, f. 14. ágúst 1891, d. 18. sept. 1973, og Soffía Pétursdóttir Hansen, húsfreyja í Reykjavík, f. 21. október 1988, d. 22. janúar 1977. Stjúpfaðir Bettýar var Hans Júlíus Hansen vélsmíðameistari, f. á Borgundarhólmi 26. júní 1882, d. í Reykjavík 7. febrúar 1944. Systk- ini Bettýar sammæðra eru Karl Al- freð, Pétur, Alda Bryndís og Vikt- or Bernhard, Hansensbörn. Á lífi er Alda Bryndís. Hálfbróðir sam- feðra var Helgi Pálmason, blikk- smíðameistari í Reykjavík, látinn. Bettý giftist hinn 15. júlí 1944 Einari Jóni Einarssyni, fv. vöru- bifreiðastjóra á Vörubílastöðinni Þrótti í Reykjavík, f. í Vík í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu 5. júní 1921. Foreldrar hans voru Einar Ein- arsson, búfræðingur, formaður og verslunarmaður hjá Kaupfélagi Vestur-Skaftfellinga, f. á Reyni í Mýrdal 18. janúar 1892, d. 25. ágúst 1927, og Kristín Ingileifs- dóttir ljósmóðir í Vík, f. 2. apríl 1889, d. 24. desember 1988. Börn Bettýar og Einars Jóns eru: 1) Soffía skrifstofumaður, f. 8. febr- úar 1945, búsett í Þorlákshöfn, maki Grímur Bjarni Markússon vélvirki, f. 21. maí 1942. Dóttir þeirra er Bettý hjúkrunarfræð- ingur, f. 20. mars 1973, maki Árni Hrannar Arn- grímsson. Börn þeirra eru Arn- grímur og Soffía Sif. 2) Ingileifur, löggilt- ur fasteignasali, f. 28. janúar 1953, bú- settur í Reykjavík, maki María Sigríður Þórarinsdóttir, hús- móðir og skrif- stofustjóri, f. í Reykjavík 15. ágúst 1952. Dætur þeirra eru a) Halldóra Inga við- skiptafræðingur, f. 5. júní 1980, sambýlismaður Einar Sig- urjónsson, og b) Kristín nemi í lög- fræði, f. 14. apríl 1984. Bettý ólst upp hjá móður sinni og stjúpa á Laugavegi 163 í Reykjavík. Hún gekk Austurbæj- arskóla, kvöldskóla KFUM og tvo vetur í Verslunarskóla Íslands. Að- aláhugamál Bettýar fram á full- orðinsár var sundíþróttin, en hún æfði og keppti fyrir Sundfélagið Ægi og vann til fjölmargra verð- launa og setti m.a. Íslandsmet í bringusundi og bar titilinn Sundd- rottning Íslands. Á yngri árum og fram að hjónabandi starfaði Bettý í afgreiðslu Sundhallarinnar í Reykjavík, en árið 1974 hóf hún störf í Kvenfata- og hattabúð Reykjavíkur og vann þar allt til starfsloka árið 1998. Bettý var bú- sett á Laugavegi 163 til 1962 en þá fluttist fjölskyldan í Sólheima 25 í Reykjavík og bjó hún þar allt til ársins 2004 er hún fluttist á hjúkr- unarheimilið Eir. Útför Bettýar fór fram frá Foss- vogskapellu í kyrrþey 2. mars. Elskuleg amma okkar Bettý Júl- íanna Hansen er látin á 88. aldurs- ári. Veikindi höfðu hrjáð hana um þó nokkurt skeið og hvíldin var því kærkomin. Amma var glæsileg kona, grannvaxin, með dökk augu og hrafnsvart hár. Ung að árum byrjaði hún að æfa sund með sund- félaginu Ægi, auk þess sem hún æfði handbolta með Víkingi. Amma var mjög góð sundkona, og varð margfaldur Íslandsmeistari og Ís- landsmethafi í 100 og 200 metra bringusundi, auk þess sem hún hlaut titilinn Sunddrottning Ís- lands. Hún stundaði einnig sjósund og synti nokkrum sinnum út í Viðey og til baka. Enga fylgd fékk hún á þessum ferðum sínum, ef frátaldar eru nokkrar forvitnar hnísur sem urðu á vegi hennar. Amma helgaði sig húsmóður- starfinu meirihluta ævi sinnar, en vann á sínum yngri árum í Sundhöll Reykjavíkur, og kynntist þar afa. Hún var listakokkur og var henni mikið í mun að allir færu vel mettir heim. Einnig lumaði hún alltaf á nammi handa yngri kynslóðinni og var fyrir vikið kölluð amma namm, namm. Amma var mikil handa- vinnukona og heklaði mikið af dúk- um og teppum, auk þess sem hún saumaði út stóla. Hún hafði mikinn áhuga á tísku allt til dauðadags, og átti mikið safn af fötum og skóm. Hún klæddi sig gjarnan upp, og var oftar en ekki með slæðu um háls- inn, klædd í eitthvað fjólublátt og með bleikan varalit. Áhugi hennar á tísku varð til þess að hún fór um miðjan aldur að vinna í Guðrún- arbúð og síðar Kvenfata- og hatta- búð Reykjavíkur. Þar vann hún hálfan daginn, allt þar til hún lét af störfum árið 1998, þá 79 ára. Amma var mikill fagurkeri og áttu hún og afi marga fallega muni sem prýddu heimili þeirra. Sérstaklega er okkur minnisstætt gullbollastellið sem við fengum oft að nota og litlu silf- urhnífarnir. Amma var feimin, hlédræg og heimakær í eðli sínu og undi sér best í góðra vina hópi. Áhugamál hennar voru félagsvist, bridge og laxveiði, en hún var mikil aflakló og mokveiddi á árum áður í Brúará og Blöndu. Hún var vel lesin, og var allt frá upphafi tíður gestur á Sól- heimasafninu, og las gjarnan fyrir okkur sögur og ævintýri. Hún fylgdist einnig grannt með hand- bolta og formúlu eitt kappakstri. Undanfarin ár dvaldi amma á Hjúkrunarheimilinu Eir. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg heilablóðföll voru hugurinn og minnið í full- komnu lagi allt til dauðadags, og fylgdist hún náið með öllu því sem fram fór í lífi okkar og fjölskyldna. Á stundu sem þessari hrannast upp minningar um liðna tíð, svo sem um öll jólin og áramótin sem við vorum saman, ferðalögin, laut- arferðirnar, nestið sem hún útbjó handa okkur í hesthúsið, veiðiferð- irnar í Vatnsá, allt nammið sem hún gaf okkur, þungu dúnsængina sem hún breiddi yfir okkur, englanátt- kjólana, gullskóna, ilmvatnsbúðina, strætóferðirnar, berjatínsluna, ferð- irnar á Árbæjarsafn, kossafarið eft- ir varalitinn og gönguferðir í KRON og Glæsibæ. Allar þessar minningar standa okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þótt amma sé farin á betri stað. Við frænkurnar viljum því þakka ömmu góða sam- fylgd og alla væntumþykjuna sem hún sýndi okkur í gegnum tíðina. Halldóra, Kristín og Bettý. Við lát Bettýjar hrannast upp minningar og þær allar fallegar. Móðir mín og Bettý voru systur og alla tíð mjög nánar og samgangur innan fjölskyldunnar því mikill. Þar að auki erum við frændsystkinin, Soffía, dóttir Bettýjar og ég, jafn- aldra sem jók enn á samskiptin. Ekki minnkuðu tengslin þegar Ingi- leifur bróðir Soffíu fæddist. Ég, ein- birnið, taldi mig einnig eiga hlut í honum og vandi komur mínar á Laugaveginn sem aldrei fyrr. Mætti daglega til að aðstoða við uppeldið á stráknum. Ekki fann ég annað á Bettýju en að þessar tíðu heimsóknir mínar mæltust vel fyrir því alltaf voru sömu höfðinglegu móttökurnar, hlaðið borð af kökum og öðru góðgæti og ósjaldan gaukað að manni aur fyrir bíómiða eða öðr- um nauðsynjum. Upp úr 1960 fluttu Bettý og Jón á 11. hæð í Sólheima í eitt af fyrstu háhýsum Reykjavíkur. Þar mætti manni sami rausnarskapurinn og umhyggjan eins og á Laugaveg- inum að viðbættu stórfenglegu út- sýni. Bettý hélt veitingum svo vel að gestum að þeim hætti til að borða yfir sig. Þegar maður loks gat ekki torgað meiru sagði Bettý gjarnan; „Hvað, þið smakkið ekkert á þessu, ég veit að ykkur finnst þetta vont.“ Hún var hinn mikli veitandi sem var umhugað um gesti sína. Þær voru ófáar fjölskylduferðirn- ar sem farnar voru vítt og breitt um landið. Í berjamó, veiðiferðir og óbyggðaferðir. Það var ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Bettýju og Jón, bæði svo skemmti- leg og fróð og alltaf nógar veitingar eins og fyrri daginn. Þessar ferðir eru ljóslifandi í minningunni og ógleymanlegar. Bettý var fremur hlédræg að eðl- isfari og lítt gefin fyrir að trana sér fram. Hún vann sín störf hávaða- laust. Bettý var alla tíð mjög fróð- leiksfús og stálminnug. Ég minnist margra góðra stunda sem við sátum saman og ræddum málin og hjá henni var ekki komið að tómum kofunum. Bettý hafði fastmótaðar skoðanir, til að mynda í trúmálum og stjórnmálum. En hún var ekki að flíka þeim né troða upp á aðra. Hún stóð hins vegar einarðlega fyr- ir sínu máli þegar henni þótti ástæða til. Einstök heiðurskona er horfin á braut. Við Soffía, eiginkona mín, og synir okkar þökkum fyrir samfylgd- ina og vottum Jóni og fjölskyldu okkar innilegustu samúð. Georg Ólafsson. Betty Júlíanna Hansen Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson                                   !" # $ %  & '  $   #( '  )$    * ' '  )$ +' &#  '  )$ , # - #  '  )$ .  /  '  )$ / 0  '  )$ ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA SIGURBJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, (áður Álfhólsvegi 36), lést miðvikudaginn 28. febrúar. Jarðarför verður auglýst síðar. Brynjar M. Valdimarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Sigurjón Valdimarsson, Ásta Björnsdóttir, Ásgeir Valdimarsson, Eva Hallvarðsdóttir, Kristín S. Valdimarsdóttir, Sigurgeir Skúlason, Valdimar Fr. Valdimarsson, Karen J. Júlíusdóttir, Rósa Á. Valdimarsdóttir, Sigurður Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir minn, SIGURÐUR BJÖRN ARASON frá Örlygsstöðum, síðast til heimilis í Víðinesi, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 6. mars kl. 15.00. Ari Grétar Björnsson. ✝ Móðir okkar og tengdamóðir, ÞURÍÐUR INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 28. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Þorgerður S. Guðmundsdóttir, Jón F. Steindórsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Stefánsson. ✝ Eiginmaður minn, GÍSLI VIGFÚSSON, Flögu II, Skaftártungu, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum fimmtu- daginn 1. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Sigurðardóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir og afi, SR. PÉTUR ÞÓRARINSSON í Laufási, lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 1. mars. Útför hans verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. mars kl. 13.30. Jarðsett verður í Laufási. Ingibjörg Siglaugsdóttir, Elín Jónsdóttir, Þórarinn Halldórsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Hólmfríður Björnsdóttir, Jón Helgi Pétursson, Íris Þorsteinsdóttir, Heiða Björk Pétursdóttir, Björn Magnús Árnason, Pétur, Birta María, Katla, Þorsteinn Ágúst og Ingólfur Birnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.